Ingólfur


Ingólfur - 18.06.1905, Qupperneq 1

Ingólfur - 18.06.1905, Qupperneq 1
INGÓLFUR. III. ÁR. Reykjavík, sunnudagiiiii 18. júní 1905. 24. blað. ÞÝSKAR BÆKUR OG BLÖÐ útvcgar Einar Ounnarssou, Suðurgötu 6. Verzlunin EDINBORG kaupir i ár, eins og að undanförnu, vel rerkaðan saltfísk: Jtorsk, smáfísk og ýsu, og borgar hann liæsta rerði með peuingum út í hönd. Sundmaga rel verkaðan kaupir veizlunin einnig hæsta rerðl og borgar með peniugum út i hund. VerzHmin er birg af ails konar nauðsynjarörum, sem hún eelur lægsta rcrði gegn peningura út í hönd. Ásgeip Siiirissei, Langfrjálslyndasta lífsábyrgðarfélagið á íslandi er „ S T á 1 “ Umboðsmaður: Jens B. Waage. Ipp til heiða. Svanir á tjörninni synda, i sefiuu hvíslar blær; á bakkanum brosir í svefni blásóley ung og skær. Rjúpan kúrir í runni, þar rökkva laufatjöld. — Hver veit, hve fálkinn er fjarri, þótt friðsælt virðist í kvöld? — Hún gægist á milli greina og gætir í sérhvert skjól, hvort þar sé elskendum óhætt að eiga sumarból. í lynginu fann hún fylgsni og fléttar nú hreiðrið i ró. — Eg vildi að fálkinn flýgi- til fjalls eða lengst út á sjó! Itulda. Einingunni slitið. Svo fðru leikar í Norvegi, sem bent var að í síðasta blaði. Ríkisráðið sat við völd 10 dag.a írá því cr konungur neitaði ræð ismannalögunura st&ðfestingar. Vildi það veita honum ráðrúm til þess að leita fyr- ir sér um nýja stjórn, en auðvitað urðu þær tilraunir árangurslausar. Ráðgjafarnir sögðu þá allir af sér og lögðu niður starf sitt. Engin stjórn var til í landinu. Stórþingið sagði þá Norveg úr lögim við Svía og undan valdi Óskars konungs ann- ars, miðvikudaginn 7. þ. m. Samþykti þingið í einu hljóði þessa ályktun: „Með því að allir meðlimir ríkisráðsins hafa lagt niður embætti sitt, - - með því að hans hátign konungurinn hefir tjáð sér ó- lcleift að koma á fót nýrri stjórn fyrir landið, — og með því að hið þingbundna konungsváld er þann veg orðið óverkfært, þá veitir Stórþingið meðlimum ríkisráðsins, sem liafa lagt niður vold í dag, umboð til að fara með fyrst umsinn, svosem stjörn Norvegs, vald það er konungi heyrir, sam- kvæmt stjórnarskrá Noregs og gildandi lög- um, með þeim breytingum, sem nauðsyn krefur sakir þess, að sambandinu við Sví- þjóð undir einum lconungi er slitið, afþví að konungurinn er hættur að vera norsk- ur konungur Konungur svaraði ályktan þessari með hraðskeyti frá Stokkhólmi og kvaðst stað- fastlega mótmæla þessu framferði norsku stjórnarinnar. Sænsk blöð sögðu, að sambandinu væri ekki slitið með þessari yfirlýsiag; staðfesting Svíþjóðar væri n&uð- synleg til þess &ð hún gilti. Stórþingið hafði samið ávarp til kou- ungs um leið og það samþykti fyrskráða yfirlýsing, og biður konung að leggja því liðsinni, að einhver ættraanna hans taki við kouungstign í Norvegi eftir kjöri, en sá hinn sami afsali sér konungserfðum i Svíþjóð. Óvíst er með öllu, iiversu þessu merki- lega máli lýkur. íslendmgar og lordmenn. Atburðir þeir, or gerzt hafa i Noregi í vetur og vor, eru stór-merkilegir og lær- dómsríkir, ekki sízt oss íslendingum. Vér erum skildari Norðmönnum en nokkurri þjóð annari og vér höfum átt og eigum ofríki og ójöfnuði að sæta af erlendu valdi eins og þeir. Fyrir þær sakir tek- ur frelsisbarátta þeirra svo mjög til vor og hlýtur að vera oss hvöt og lögeggjan í réttindabaráttu vorri. Að vísu hefir sá óréttur, er vér höfum verið og erum beittir af hálfu Danastjórn- ar, veitt þjóðarþroska vorum stórum meiri hnekki og tjón, heldur en þjóðþrifum Norð- manna hefir staðið af sambandinu við Svía, eius og mismunur sá sýnir, er orð- ið hefir á framþróun Norðmanna og ís- lendings, síðan 1814. Framsókn Norðmanna og barátta eru hið fegursta dæmi þess, hversu heilbrigð og óspilt þjóð hefir næma kend og vak- andi auga um réttindi sín og þjóðarsæmd. Táp þeirra, dáð og dugur ætti að geta kveðið „heilaga glóð i freðnar þjóðhM. Þar eru menn, sem hafa vit, vilja og þor til þess að fylgja frara réttum þjóðar- kröfum, þeir láta ekki innbyrðis óvild eða flokkadraetti eyðileggja frelsismál sín. Þeir standa allir sem einn þegar þeir þykjast misrétti beittir. Enginu einasti maður í öllu landinu hefir svikist undan merkjum föðurlands síns. Þar eru ekki landsmála- skoðanirnar sölum seldar né krossum eða krónum keyptar. Friðþjðfur Nansen sagði í vor, að hags- munir Norðmanna af þvi að fá sérstaka verzlunarræðismenn væri ekki höfuðatrið- ið í baráttu þeirra fyrir því máli, heldur annað miklu meira: hvort Norvegur œtti sjálfur að ráða málum sínum eða ekki, hvort þjöðin hefði fullveldi í eigin málum eða sé annara undirlægja! Norðmenn eru ekki að meta til aura hvert málsatriði, er fyrir keraur í viðskift- unum við Svía, heldur Iíta á það eitt að halda rétti sínum og þjóðarsœmd. Þeir eru ekki að vega og bollaloggja, hvort það hafi „praktiska þýðingu!“ að fylgja fram rétti sínum eða traðka honum. Landsrétt- ur og þjóðarheiðnr eru þeim helgari eu svo. Þeim er ekki sama, þótt brotin sé stjórn- arskrá þeirra, t. d. ef sænskur ráðherra skrifaði undir ályktuii sem Noreg einn varðar. Hannos Hafstein og kunningjar hans sumir segj«, að „það hafi enga praktiska þýðing“, þótt sérmálaráðherra íslands sé skipaður sem danskur ráðgjafi af forsæt- isráðherra Daua, þvcrt ofan i yfirlýstan vilja og tilætlan alþingis. Það sé sama hver „skrifi í hornið“ á skjalinu.! Hvort mundu Norðmenn segja slíkt? Hvort mundu menn, er slíku héldu þar 1 fram leugi eiga þar föðurland?

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.