Ingólfur


Ingólfur - 02.07.1905, Síða 1

Ingólfur - 02.07.1905, Síða 1
INGÓLFUR. i k ÁR. lleykjavík, suimudagiim 2. júlí 1905. 26. biað. 1 ÞÝSKÁB BÆKUR OG BUÖÐ útíegrar Einar Gunnarsson, Suöurgrötu 6. Ladgfrjálslymlasta lífsábyrgðarfélagið á Islandi er Jmboðsmaður: Jens B. Waage. i Altaf er nóg af öllu í verzl. EDINBORG í Reykjavík. Þvi einlægt er siglingin þangað; nú síðast gufuskipið „Saga“ nýkomið sökkhlaðið allskonar varningi, nauðsynjavörum, munaðarvörum, vefnaðarvörum og yíir höfuð öllu því, er mennirnir hafa komist uppá að nota í kringum sig, i íslendinga. Vií er byltingatíð, yfir landi og lýð elær sem leiptri af frélsisins skínandi brand, því skal búast í stríð, því skal halda í hríð til að höggva' af þér böndin, vort elskaða land! Sjáið Norðmannsins hug, meður drengskap og dug og með djarfmensku snýr 'ann mot harð- stjórans ól, og ’ann rýfur þann hörg, þar sem harð- stjórnin örg og heimskan og kúgunin skjgðu á sól. Þú vort eldgamla land, þú vort ástkœra land, sem við elskum og byggjum í lífi og deyð, þú sem kúgarans hönd hefir hnept í sín bönd og hrakið og smáð gegnum aldanna skeið. Hver sá blóðdropi smár, sem um aldir og ár hefir út af þér sogist af böðlanna lýð, hann skal hefja' okkur fram, hann skal hrinda' okkur fram til að hefna þess blóðs og að leggja' út í stríð. Lærum Norðmannsins þor og sá vilji sé vor þig að verja mót yfirgangssókn frá þeim lýð, sem að saug okkar blóð og sem sœrði ókk- ar þjóð og sem svifti okkur frelsi á liðinni tíð. Vertu einhuga þjóð, ef þú œtlar sem þjóð þínu œttlandi’ að gagna og verja þinn rétt, hnýtum bróðernisönd, tengjum hendi við hönd, bæði hærri og lægri í sérhverri stétt. Vér verjum ei landið með vígum og brand, en vér verjum með orðum og samhuga dug, að vera sem einn og að standa sem steinn þegar stórviðrin geysa, og missa' ekki hug. Það er þjóðfélagshöl, það er þjóðlífsins sól og sá þungi er knýr oss á frelsisins braut sig og á, Það er bæði gagu og gaman að koma í Edinborg eins og þið vitið. TlTimilllllIMinTTlTMffllM^ IIIMHIIIIIB þetta': að berjast sem einn, og að standa sem steinn þegar stórviðrin geysa, þá sigrast hver þraut. Ef vér eigum þann glóp, sem að heldur ei lióp og sem heggur með vilja vort samheldis- band segjum Norðmannsins orð: „Að hans œtt- jarðarsiorð sé að eilífu mist og ’ann hafi' ekkert land!u Þá mun renna sú tíð, þegar landi og lýð birtist Ijósið af frelsisins skínandi brand, sem að heggur þau bönd, sem að hendur og Önd hafa hnept inn í fjötra, og sært okkar land! Jónas Guðlaugsson. Marconi-loftskeyti. Meðtekin í Reykjavík frá Poldhu í Cornwall á Englandi. Fjarlægðin 18a0 smá-raslir (— um 240 mílur danskar). 26. jöní 1905, kl. 1058 BÍðdegis. Breskt gufuskip Ancona rákst á danskt skólaskip nálœgt Kaupmanna- höfn og sökti því. Tuttugu og tveir drengir druknuðu. Breska herskipið Garnarvon rakst á þýska herskipið Coblens út af Spáni. Garnarvon tók við skipshöfninni og dró Goblens, sem leki hafði komið að, til Ferrol. Hr. Hay (utanrikisráðgjafi Banda- ríkjanna) sýktist snögglega i Newbury, New Hampshire, af nýrnaveiki. Kent um kvefi, sem hann hafi fengið á leið- inni til sumarbústaðar sins. Lceknar drógu úr þrautunum og menn gera sér von um bráðan bata. 28. jftní 1905 kl. 102O síðd. Fyrirskipun frá Bússakeissara felur landstjóranum i Varsjá œðsta herstjórn- arvald þar. Lögregluliðsforingi var skotinn til bana í dag í höfuðmarkaðsskálanum i Varsjá. , Umræður fóru fram á sœnska ríkisþinginu (um norska málið). Stjórn- inni var ámœlt fyrir istöðuleysi. Yms- ir þeir er töluðu héldu fram hernað- arráðstöfunum. Forsœtisráðherrann talaði um, hver heimska væri að fara í ófrið, með því að rikissamband við Norveg yfirunninn yrði stór og sífeld- ur háski. Mönnum skilst svo, sem Curson lá- varður (Indlandsjarl) hafi gefið í skyn, að hann mundi segja af sér, nema nokkrar mikilvægar breytingar verði gerðar á fyrirskipunum um her- stjórn á Indlandi. Lloyds hraðskeyti frá Odessa segir, að hœtt sé allri vinnu þar á höfninni. Skipshöfn á herskipi þar á höfninni gerði samsœri og myrti foringjana og sagt er að hún hafi hótað að skjóta á bœinn. Send frá Poldhu i Cornwall 30. jftní kl. 10.8, sífd. Meðtekin i Rvik 30. jftní kl. 30,3a síðd., — hvorttveggja eft- ir Rvíknrtíraa. I róstum við verkfallsmenn á Búss- landi i gær skutu hersveitir af handa- liófi í allar áttir nieð vélafállbyssum. Við þingkosning i Austur-Finsbury (á Engl.) hefir þingmannsefni frjáls- lynda fiokksins verið kosinn og stjórn- in hefir þar mist einn þingmann. Japönum hefir tékist að koma aftur á flot rússneska lierskipinu Peresviet i Port Arthur. Horfur á Póllandi eru enn óvœnleg- ar. Verkfallsmenn i Lombrowa reyndu

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.