Ingólfur


Ingólfur - 25.07.1905, Blaðsíða 1

Ingólfur - 25.07.1905, Blaðsíða 1
INGÓLFUR III. ÁR. lfceykjavík, þriðjudaginn 25. júlí 1905. 29. blað. STIMPLA, STIMPILPÚÐA (með ýmsum litum) Kautsctnk-prentkassa útvegar Einar (iunuars- son, Suðurg’ótu 6. verzl. Edinborg i Reykjavík: mianir heiðraða iandsmenn á síuar miklu fjölbreittu og ódýru vöru- birgðir af öllum tegundum. Útibú hefir verzlunin á ísafirði, Akranesi og Keflavík, sem einnig hafa hinar sömu vörur á boðstólum. Á öllum þessum stöðum kaupir verzlunin fisk hæsta verði, fyrir peninga út i hönd eða vörur eftir samkomuiagi. Vonar hún að njóta trausts og hylli landsmanna nú i ár, sem að undanförnu. Landsréttindamálið. Alþingi 1903 gat ómögulega skilið það þó að það hefði áður alt frá dögun? þjóð- fundarins verið sjálfsagt talið af öllum og allir verið sammála um það, jafnt ís- lendingar sem Dmir eða Danastjórn, að ákvæði í stjórnarskrá vorri um að sérmál vor ætti að bera undir konung í ríkisráði Dana, þýddi og hlyti að þýða viðurkenning um yfirráð grundvallarlaganna og ríkisþings- ins danska yfir sórraálura vorura og þarmeð uppgjöf á öllu lagalegu þjóðarsjálfstæði voru. Ég ætla ekki hér að fara frekara út i ástæðurnar til þessa undarlega skiininge- ieysis alþiagis, sem Ieiddi tii þess að það lét draga sig til að brjóta bág við aiia undan- farna stjórnarbaráttu íslendinga með því að dæma þýðingarlaust það atriði i stjórn- málakröfum vorum, er þangað til hafði verið talið hyrningarsteiuninn undir öll- um sjálfstæðiskröfum vorum. Það sem ég legg hér áherzlu á er það, að alþingi 1903 samþykti ríkisráðsá- ákvæðið 1903 af því að það áleit ekki að með því væri gefin nein viðurkenning um gildi grundvallalaganna og- afþvíað það taldi ekki satnþykkt ákvæöisius geta vald- ið vafa um það, að „vér eftir sem áður höldum óskertum sérréttindum þjóðar vorr- ar og iandsréttindakröfum hennar“. Og til frekari áréttingar þessuin orðum sínum lýsti þingið því yfir, að „konungur gæti ekki,“ þó ákvæðið væri sett inn í stjórnarskrána, „faiið neinum öðrum en ráðherra íslands einum að framkvæma neitt af því æðsta valdi, er honum ber í löggjöf og landsstjórn íslands eftir Btjóru- arskrá þess“, og nefndi þingið þar sérstsk- Iega til skipun ráðherra íslands. Á þessum skilningi kvað þiagið hsfa bygða verið eamþykt ákvæðisins 1902 og á þeim sama skiiuingi kvaðst það enn byggja. Ég hef áður í þessu biaði tekið það fram, að engin stjórn í þiugfrjálsu landi hefði með þennan fyrirvara þingsins fyrir augum sér, ieyft sér að ieita konungsstað- festingar á frumvarpi þingsins, nema hún félliat á skilning þingsins á frv., sem það tók svo skýrt og fastlega fram. Eu Aibertí leyfði sér þetti þó. Hanu iét staðfeata írumvarpið, en fór með yfir- lýsingu þiogsins sem hégóma einberan, og fékk þann mann, — sem mest aiira þing- manua hafði styrkt þingið í þeirri trú, að fyrirvarinn, sem tekinn var, væti næg trygging fyrir því að skilningur þingsins yrði hinn ráðaudi og að ekki yrði lögð önnur eða frekari þýðing í ríkisráðaá- kvæðið en þingið vildi vera láta, — til að vera verkfæri sitt til að traðka algjörlega fyrirvara þingsins, með því að taka við skipun sem íslandsráð- herra úr hendi danska forsætisráðherraus samkvæmt grundvallarlögunum. Þessi herra, íslendingurinn Hannes Haf- stein, sem Albertí sá að var vel failinn til sð vinna til fulinustu á þjóðréttindum vovum, sagði á þingiuu 1903 umstjórnar- frv. með ríkisráð3ákvæðinu: „verði frv. undirskrifað af konungi, án þess hann lýsi yfir öðrum skilningi af sinni hálfu, hefir hann samþykkt einnig að sínu leyti ásæður vorar“ (o: þessa yfirlýsiag þings- ins sem ég hef fyr tilgreint). Og enn sagði hann: „Þingið verður aldrei uudir ueiuum kringumstæðum taiið hafa sam- þykt annað en bersýuilegt er að það hefir meint, og samrímanlegt er við orð laganna". Og þó að vitanlegt sé að konungur hefir ekki, er hann undirskrifaði frv. „lýst yfir öðrum skilningi af sinni háifa“, þá fór Hafstein svo að ráði sínu sem hann gjörði, suerist algjörlega i lið með Alberti á móti þinginu, tii að sporna við því að yfirlýsing þingsins og fyrirvari gæti kom- ið að gagnT tii að afstýra þeirri hættu, er laudsréttindunum var stofnað í með sam- þykkt ríkis?áðsákvæði8ins — til þess að gjöra landsréttinda uppgjöfina, sem í rík- isráðsákvæðinu leyndist, en sem þingið vildi ekki í það leggja, átakanlega og augijósa og óafturkallanlega. Hvernig sem á samþykkt ríkisráðsá- kvæðisius er iitið, þá verður aldrei annað sagt — og það viðurkendi þiugið með fyrirvara sínum og öðrum ummæium —, en að það ákvæði veikti lagalega sérstöðu vora gagnvart Danmörku, var stuðningur fyrir skoðun þeirri, er Danir hélda fram um undiriægjuskap vorn undir ríkisþing Dana og gruudvaliarlögiu. Jafufraœt þvi að þingið, af hræðslu við að verða af aliri stjórnarbót, samþykti ákvæðið og gaf dönsku stjórninni undir fótinn með hennar skilning á réttarstöðu ísiands, þá tok því þingið á sig þá skyldu gagnvart íslenzku þjóðinni, sem ekki vildi slaka neitt á þjóðréttindakröfum sínum, að liafa enn þá meira vakandi auga áþví en áður, að Danir færðu sig eigi meira uppá skaftið með sinar undirokunartilraun- ir. Og þingið iét það greinilega í ljós, að það hugaaði sér að vera á verði fyrir réltindum vorum, svo að ekki hiytist tjóa af þægð þess við Aiberti. Hvað ætiar þá þingið að gjöra nú, er það er í fyrsta einn saman komið eftir að það hafir sýnt sig að fyrirvari þess hefir verið virtur að vettugi og eftir að hinn nýi sérmálaráðherra vor, sem átti að vera sverð vort og skjöldir í baráttunni við dauska áleitni við þjóðréttindi vor, hefir sýnt i verkinu, að hann er ekki að- eins algjörlega samdóma þeirri skoðan Dana um réttarstöðu vora, sem vér höfum ávalt barist á móti, heldur ætlar að nota sér tortryguisleysi ianda sinna við hann sem íslending tii að lauma henni inn á oss í framkvæmdinni, svo að vér eigum oss ekki lengur uppreisnarvoa sem sjálf- stætt þjóðfélag? Þjóðiu hefir þegar látið sinn viija í ljós. Hann er óvenjuiega skýr og eindreginn. Húa vili ekki þola réttarbrotið. Þing- máiafundir víðsvegar um iandið hafa skor- að á þingið að þola ekki ráðherranum, hvernig hann hefir tr&ðkað viija þingsins og rótti þjóðarinnar með því að taka við skipun sem sérmálaráðherra úr hendi bins danska forsætisráðherra. Þingið á eftir að gjöra skyldu síaa: að sýna það nú i verkinu, að það hafi verið fuii alvara þess með fyrirvaranum er þ&ð lýsti því yfir 1903, að það væri ekki tilætlunin með ríkisráðsákvæðinu að gefa eftir neitt af sjálfstæði íslands eða laudsréttindum eða þola dönskum ráðgjöf- um nein afskifti af sérmálum vorum, hvorki ráðgjafaskipun né önnur. Gjöri þingið þetta ekki, þeir þingmenu að minsta koati semvoruá þingiuu 1903, þá sýna þeir ljóslega að yíirlýsiugar þeirra þá hafa aðeius verið gjörðar tii að blekkja

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.