Ingólfur


Ingólfur - 25.07.1905, Blaðsíða 3

Ingólfur - 25.07.1905, Blaðsíða 3
{29. júlí 1905.] INGÓLFUR. 115 En leggjnm sem mest nppúr þe^sari konnngbkveðju. Segjam að hún lýsi það ðviðkom.andi ríkisþingi og dönsku stjórn- inni hver sé sérmálaráðherrs vor. Þá ætti þingið ekki að vera hrætt við að lýsa sig samdóma konungi vorum og af- neita undirskriftinni sem réttmætri. Og ráðherraan ætti ekki að verja haaa leng- ur. En hann gjörir það þó og álítur hana nauð8ynlega og rétta. Ráðherrann sagði á Hrafnagiisfandinum, að ráðherra vor hefði 8ömu sérstöðu í ríkisráðinu einsog ísland í ríkinu. Það er auðskiiið, en það segir lítið. Eftir skoðun Danastjórnar hefur Island enga lagalega sérstöðu í ríkinu, sem ríkisþing- ið danska geti ekki eptir eigingeðþðtta og á löglegan hátt afuumið eða breytt að oss íslendingum fornspurðum, með því að af- nema stöðulögin 2. jau. 1871, sem ákveða hver séu sérmál vor, eða með því að fækka sérmálunum. Þá félli stjórnarskrá vor úr gildi, eða mál þau fækkuðu er undir hana heyrðu. Svo getur ríkisþingið og eptir sömu skoðun gripið inn á sérmálasvæðið hvenær sem það vill, löglega, með því að setja oss lög, er t. d. leggi á oss skatta, hernaðarskyldu o. þessh. Þetta geta Dan- ir gjört, einsog þeir skilja seVstöðu ís- lands. Það er ekki þar fyrir sagt, að þeir gefi um að gjöra það. En þeir vilja geta gjört það og vilja hafa lög til að geta gjört það, þegar þeir álíta tíma til þess kominn, eða þegar þeir álíta að hagsmun- ir Dana krefjast þees. Hagsmnnir ísiend- inga verða þar auðvitað að lúta í lægra haldi. Það er þessi sérstaða íslands í ríkinu, sem nú er verið að starfa að með aðstoð hins fyrsta sérmálaráðherra vors, að gjöra svo skýra og óafturkallanlega sem unt er. Það tókst með óhreinlyndi stjórnarinn- ar að fá samþykki alþingis til þess að sérmálaráðherra vor tæki sæt,i í ríkisráð- inu, þar sem engir aðrir ráðgjafar geta verið eu danskir ráðgjafar, en alþingi setti þar skilyrði við, sem spilti skýrleikannm. Yið hirðum ekki um það, hugsarDana- stjórn. Það lagast í framkvæaadinci. Og 8vo er ráðherra vor fenginn til að láta skipa sig danskan ráðherra samkvæmt grundvsllarlögunum þvert ofan í loforð sitt til alþingis og yfiríýsing þess og kröfur. Og nú er tiigangnriun að alþingi Iáti sér það lynda, samþykki það með þögninni. Ef ráðherra vor hefði nú borið það fyrir, að hann hefði ekki fengið ráðið neinu um þetta og vildi reyna f samvinnu við al- þiugi og landa sína og i sararæmi við orð sín og ummæli á alþingi 1903 að koma lagfæringu á þetta mál, þá væri nokkuð öðru máli að gegna. En nú reynir hann fyrst að leynabroti sínu. Og þegar það ekki tókst, þá legg- ur hann allt kapp á að vilia menn frá skoðunum þeirra á réttarstöðu Iauds vors sem alþingi og allir íslendingar og hann sjálfur með — að minsta kosti i orði kveðnu — hafa haft og bygt á til þessa, en fá þá til að taka góð og gild axarsköft hans, sem hann hefir verið huglaust ef ekki viijugt verkfæri í höndum Alberti hins illræœda, tíl að fremjs, axarsköft, sem geta luitttil algjörðrar og óbætanlegrar eyðilegg- ingar fyrir lagalegt frelsi vort og sjálfs- forræði. í stað þess að biðja afsökunar á broti sínu og lofa bót og betruu, þá gjörist hann svo djarfur &ð beita og láta beita allskonar villukennirigum til að verja það og fá þingið tii að gjörast samsokt í brot- inu með því að láta það gott heita og afturkalla þannig allt þjóðréttindatal al- þingis 1903. Ætlar alþingi að láta að vilja ráðherr- ans? Það skalíósagt látið. En gjöri það það, cða meiri hluti þesa, er sagt er að hafi ekki annað æðra stefnumið en að segja já og amen til alls sem ráðherrann vill vera láta, þá tekur væntanlega þjóðin í taumana. Því að hún er farin að sjá hvert verið er að leiða hana. En hvað er það annars sem ráðherrann hefir gjört með undirskriftarhneykslinu ? Það er brot á stjórnarskrá vorri, segja menn, 2. gr. hennar, sem mælir svo fyrir, að konuagur láti ráðherra íslands (og eDg- an annan) framkvæma æðsta vald sitt yf- ir sérmálunum, og skipun sérmálaráðherr- ans er auðvitað framkvæmd á æðsta valdi konungsins í þessum málum. Já, það er stjórnarskrárbrot, eftir þeirri skoðun á stjórnarskrá vorri, á sjálfstæði hennar gagnvart grundvallarlögunum, sem allir ísleudingar hafa til þessa haldið fram, og síðast alþingi 1903. En það er ékki stjórnarskrárbrot, eftir skoðun Dana á stjórnarskrá vorri, þeirri skoðun, sem ráðherra vor er nú að reyua að iauma inn á oss. Þeirri skoðun hefi ég lýst hér að framan, og eftir henni er það allt löglegt og sjálfsagt eftir grund- vallarlögunum dönsku, sem gjört hefir ver- ið. Þau eru þá yfir-stjórnarskrá vor eða í rauninni eina stjórnarskráin hjá oss sem því nafni getur heitið. Það sem ráðherra vor hefir nú tekið sér fyrir hendur, og vill fá þingið eða meiri hluta þess, „þann fiokk er stjórnin styðst við“ til að vera sér samtaka um, er að slá þvi föstu, að undirskrift dansks ráðgjafa undir skipun hans hafi verið lög- leg og sarokvæm stjórnarlögum vorum, „einsog þiiu séu rétt skilin", það er að segja: einsog Danir og Danastjórn skilja þau, en ekki einsog íslendingar allir og hann með hafa skilið þau. Til þess að verða sýkn saka af bsoti sínu vill hann fá flokk sinu til að viður- kenna réttleysi vort gagnvart grundvall- arlögunum og rikisþinginu danska og sleppa öllu lagalegu þjóðarsjálfstæði voru. Brot hans er þá eigi að skoða sem stjórn- arskrárbrot aðeins. Nema hann kannist hreinskilnielðga við að hann hafi nú aðhylst að ölln leyti skoðun Danastjórnar um gildi grundvallarlaganna í sérmáium vorum og telji hana þá einuréttu, en laudsréttinda- kröfur íslendinga, sem þeir hafa haldið fram til þessa og hann þóttist einnig vera fylgj- andi á alþingi 1903, rangar, þá verður brot hans það sem ábyrgðarlögin 4. marz 1904, 2.gr. c. ræða um, er þau telja það ábyrgðarefni, „ef ráðherrann verður þess valdandi, &ð nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt, er skert geti frelsi eða sjálfsforræði landsins“. Það er það brot sem einu nafni er nefut landráð. Og pólitikiu, sem hann vill fá þingið eða meiri hluta þe«s til að vera sér fylgj- andi f, hún héti þá landráðapolitík. Verður húu tekin upp á prógr&mm heimastjórnarflokksins ? Jón Jensson. Frá alþingi. Aðflutningsbann á áfengi. Mál þetta er nú komið á þing og flytur öuðm. Björnsson frumvarpið við sjöunda mann. Það telst áfengur drykkur, sem meira er í af vínanda ea 2*/4 °/0- Enga sterkari drykki má flytja inn í landið. Þó er veitt undanþága um vínanda til vísinda- legra og verklegra afnota, þar á meðal til eldsneytis og skal hann þá bland- inn ólyfj&ni, er geri hann óhæfan til drykkj- ar. Auðvitað eiga og lyfsalar rétttil þess að hafa vinanda til læknisdóma. Sagt er að frumvarp þetta muni vafa- laust daga uppi í þinginu í þetta sinn. ifengisveitingar á mannflutn- ingaskipum hafa hingað til verið framd- ar ólöglega umhverfis alt land. Nú ber L. H. B., G. B., St. í Fagrask. og Egg- ert Pálsson, fram frv. er banna öllum maunflutningaskipum alla áíengissölu á höfnum inni, hvort sem í hlut eiga far- þegjar eða aðkomumenn. Brot varða sektum, 100 —1000 kr., og skal alt áfengi upptækt, ef brotið er ítrekað, það er eigi er ætlað skipshöfninni einni. Geðveikrahæli vill nefndin, er um það mál fjallaði, láta reisa á Kleppi inn- an við Laugarnes. ViII hún veita fé til þess 90 þúsund kr. í stað 68, er stjórnin hafði ákveðið, enda geti hælið þá veitt viðtöku alt að 50 sjúklingum, en ella að- eins 22. Fjármálanefnd hefir verið kosin i efri deild til þess að ihuga íjármál lands- ins og eru þeir kvaddir i hana: Gutt- orraur, Jón Jak., J. Ól., Sig. Stef. og Valtýr. Marconi-loftskeyti. »»/, kl. 1140 siðd. Fregnað er frá Tokio, að japanskur her hafi geDgið á land fyrir norðan Vladi- vostock (í Síbiríu). Skemdir á sokknum hcrskipum í Port Arthur eru miklu mi^ni en við varbúist: Bayan, Peresviet og Retvisan verða bráð- um haffær til Japans. Eimmtíu menn dóu af hita í New York í gær Hitamælirinn komst upp í 100

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.