Ingólfur


Ingólfur - 26.11.1905, Blaðsíða 3

Ingólfur - 26.11.1905, Blaðsíða 3
[26. nðv. 1905.] INGÓLFUR. 187 Marconi-loftskeyti. Poldhu, ao/u HerMnaður Þjððverja. Sjólið Þjóðverja á að auka að töluverð- um mun, bæta við 6 varðbergsskipum og mörgum tundurbátuœ. Konungur Korðmanna í Kaupmannahöfn heíir verið tilkynt, að Karl prins leggi á stað til Kristjaníu 23. nóv. Stósþing Norðmanna hefir sam- þykt í einu hljóði að Karl Danaprins verði konungur landsins. Þingið hefir feng- ið hraðskeyti frá prinsinum þess efnis, að hann muni taka sér konungsnafnið Há- kon 7. og nefna son sinn Ólaf. Slys. Alvarlegt slys hefir frézt frá Þýzkalandi; þýzkur tundurbátur og varðskip rákust á og tundurbáturinn sökk. Einn liðsforingja og þrjátíu og tvo háseta vantar og eru menn hræddir um, að þeir hafi druknað. ;Witte. Öflugur flokkur er að myndast (áRúss- landi) til þess að styðja Witte; sagt er, að hann hafi fengið mikinn stuðning við það, að hætt hefir verið við ýms verkföll. Samt er sagt, að ávarpi hans til verka- manna um land alt hafi verið tekið með fyrirlitningu. 23. nóv. Skipstrand. Eitt af gufuskipunum, sem fer um sundið milli Englands og Frakklands, rakst á klett á strönd Frakklands. Enginn tími vanst til að hleypa út björgunarbátum, og menn óttast, að flestallir hafi farist.J Yald Japana yilr Kóreu. Stjórnir Kóreu og Japans hafa undir skrifað samning um að utanríkismálastjórn- Kóreu flytjist til Tokio og að japanskur landstjóri skuli sendur til Kóreu. Japan lofar Kóreu landsréttindum sínum aftur, þegar framfarir hafi orðið nægilega miklar. Frá Rússlandi. Horfur þar miklu vænlegri og menn gera sér vonir um, að alt komist bráð- lega í venjulegt lag. Eftirtektarvert, að verkamenn hafa hætt við að heimta 8 stunda vinnudag. Stórveldin og Tyrkland. Stórveldin hafa sent flota til Makedóníu í tilefni af því að Tyrkjastjórn hefir neit- að að koma fjármálum Makedóníu í við- unanlegt horf. Þýzkaland er eina stórveld- ið, sem ekki tekur þátt í þessu, og leikur orð á því, að soldán hafi gefið Þjóðverjum einhverja sérstaka tilslökun. Leikfélag Rvíkur er tekið til starfa á ný. Hefir það leikið „Yestmannabrell- ur“ eftir franskan höfund, Victorien Sar- don. Á leik þenna verður minst frekara í næsta blaði. ,Eitt er nauðsynlegt‘. Ritgerð eftir Leó Tolstoj. — Þýdd af G. Sv. XI. Hið kristna mannkyn, og ef til viii mannkyuið yfirleitt, er statt ávegamólum mikilsverðra breytinga (álík* þýðingar- mikilla og þeirra, er verða á einstaklingn- um, þegar hann er kominn af berasku- skeiði og orðinn fuiltíða); þessar breyting- ar, eem gerast ekki á hundruðum heldur þúsur.dum ára, eru tvenns konar: Innri og ytri. Loks er mannkynið evo á veg komið, að það þarf ekki frsmar á yfirnáttúriegri opinberun að halda, eem duiarfullri ekýr- ing á þýðingu og tilgangi lífsins og sér að gagnslaust er að vera að framkvæma þær reglur, sem settar hafa verið guði til velþóknunar. Þar í stað kemur skipun á siðferðiskröfum lífsins, og sú innri um- breyting, sem staðið hefir yfir í þúsundir ára, er nú komin í það horf, að allflestir mannanna eru búnir tii að hallast að þess- ari nýju trúar-lífsskoðun. Samsvarandi ytri umbreyting er innifalin í gerbreyting á tilhögun þjóðféiagslífsins — þeirri meginreglu, sem hingað til hefir sam- einað mennina í þjóðfélög —, í því að af- nema ofríkið, en viðhafa heldur skynsam- legar fortöiur og sjálfviljugt samþykki. Það er augljóst, að til þrautar er búið að reyna ofbeldið sem sameiningarráð meðal mannanna og að það er í algerðu ósam- ræmi við samvizkukvaðir nútíðarmanna; þess vegna getur þessi tilhögun ekki hald- ist. En ytri kjörum verður eigi breytt, nema hið innra, andlega ástand manna taki stakkaskiftum. Af þeim sökum áöli viðleitni mannanna, að beinast að hinni innri umbreyting. Hvers er nú þörf til þessa? Framar öllu öðru, að þeim hindrunum sé úr vegi rutt, ssm hamla mönnum að skilja þessa trúarstefnu. Nú á tímum eru þessar hindi- anir tvennar: Ginningar kirkjunnar og tál visiudanna. Ginningar kirkjumaima eru, að þeir setja fram opinberunar kenning, sem eigi kemur heim við vísindi nýrri tima, i staðinn fyr- ir útskýring á tilætlun lífsins; í stað leið- beiuinga í lífinu bera þeir á borð lögbók, fylta fyrirskipunum, og helgisiði sem ekk- ert koma lífinu við. En það er tál af hálfu vísindamanna, að þeir dæma tilverufræði og trúarbrögð — þ. e. ekýringu á tilætlun lífsins — þarf- leysu eina, og hyggja, að lifið haldist í réttu horfi án trúarlegrar og tilvernfræði- legrar undirstöðu. Visindamennirnir lýsa yfir þvi, að mönn- um verði stjórnað með því tilbúnings-lög- máli, sem verið er að leiða út úr hinum ímynduðu vísindum þjóðfélagsfræðinnar; þeir eru öllu hættulegri en menn kirkj- unnar. Ginnicgar kirkjunnar hafa sem sé koroið fram í þvilíkri hroðafengni og ru(1da- skap, að flestir láta ekki framar gabbast af þeim; það er því einungis af gömlum og rótgrónum vana, að kenningar kirkj- unnar lafa enn þá uppi. En vísinda-hjá- í lausasölu fæst: BanaMk Um Islaaðs með yfir 20 royndum. Kostar aðeins 50 a. trúin er aftur á móti í essinu sínu á þess- um tímum. í fyrsta lagi reyna höfuðprest- ar þessarar kenniugar að fá menn ofan af þeim trúaratriðum, sem mikilsverðust eru, og beina athygli þeirra að málefnum, er engu skifta, svo sem uppruna tegund- anaa, sarostæði stjarnanna, eiginleikum „radiums“-geislanna, fyrir-flóðaldar-dýr- unum og þess háttar hindurvitnum; telja þeir þetta alt afar-áríðandi, líkt og prest- arnir hafa talið kredduna um „getnaðinn alhreina.11 í annan stað halda þeir því að mönnum, að á sama standi um öll trúar- brögð — þ. e. afatöðu einstaklingsins gagn- vart tilverunni —, en hægt sé að komast af með íburðarmiklar útlistaair á réttvísi, siðgæði og þjóðfélagsfræði. Þeim fer líkt og mönnum kirkjunnar: Þeir reyna að telja bæði sjálfum sér og öðrum trú um, að þeir séu að frelsa mannkynið, þeir hyggja sig óskeikula, eru aldrei sammála sín á milli og skiftast í fjölmarga afbrigðaflokka; þeir eru nú á timum, eins og kirkjurnar hafa verið, aðalorsök í fáfræði, ruddaskap og glötun mannkynsins, og þrándur í götu fyrir lausn þess frá bölinu. Þjóðræðisfélagið hélt skemtifund mið- vikud. þann 22. okt. í Báruhúsinu, var þar saman kominn mikill fjöidi manna. Söng þar söngfélág eitt hér í bænum uý- stofnað, er nefnist „Harpa“ nokkur lög og tókst vouum framar með sum þeirra, þar sem nýlega er byrjað að æfa söng- flokkinn. Hr. Brynjólfur Þorláksson stýrðl söugfiokknum. Guðm. T. Hallgrímsson las upp: „Hvarf síra Odds frá Miklabæ" eftir Einar Benediktsson. Þá söng Yaldemar Steðensen sóló, og þótti honum takast ágætlega. Hefir hann prýðis-fallega rödd og mun syngja manna bezt hér í bænum. Að lokum las Jón sagnfræðingur Jónsson upp riýtt kvæði eftir Guðmund skáld Guð- mundsson af mikilli list. Kvæði þetta nefnt ist „FIosi og Hildigunnur" og er eitthvert allra bezta kvæði, er ég hefi heyrt lengi, enda munu nú fáir draga það i efa, að Guðmundur er moð allra beztu skáldum vorum. Að ,Iyriskri‘ snild taka honum fáir fram og engum hefir tekist að lokka betur söng út úr íslenzkri tungu en honum, enda hefir hvert tónskáldið eftir annað samið lög við kvæði hans. Og þetta seinaata kvæði er í flokki beztu kvæða hans — ef til vill það kraftmesta. Yfir höfuð skemtu menn sér ágætlega, og fór skemtunin hið bezta fram. Þökk sé ötulli framgöngu hr. Guðjóns Guðmunds, sonar cand. agr., er var formaður skemti- nefndarinnar í þetta skifti. J. G.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.