Ingólfur


Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 1

Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. III. ÁR. Reykjavík, miðvikudaginn 20. des. 1905. 51. blað. Algengt ers Öll matvara, munaðaryörur, kaðlar, línur o. m. fl., en — það er ekki algengt, að þetta sé alt af beztu tegundum, og þó ódýrara en annarsstaðar einsog í Jí ’ á g; ÐÐ11 OITs Caecream, Skökumargarine, Vita, Harrisons-prjóna- vélar, Spiritista-verkfæri o. m. fl., sem fæst hvergi á ísiandi nema i verzluninni EDIMBORO. Slirítnir og fagrir eru óteljandi smá-munir, bæði til skrauts og nyt- semdar, og sem hvergi fást aðrir einsog á JtLiU SlirítnilSt af öllu er þó horngrýtis hnotan, sem hangir í bandi og seðlar i kring. Hatið þér gizkað á hanai Ekki spillir það. og aðra fugla, vel skotna, kaupir Einar Gunnarsson Vesturgötu 11. Áskoranirnár. í stjórnaiblöðunum hefur mikið verið ritað og rætt um áskoraniruar, sem send- ar voru ráðherranum í haust, og segja þan að drýgðnr hafl verið pólitískur glæpur með því að safna þeim og senda þær ráðherranum. Hver sá rnaður, sem hugsar sjálfstætt um málið, og kynnir sér hvernig áskor- anirnar ern orðaðar, en fer ekki hngsun- arlaust ettir því sem stjórnarblöðin segja, hann hlýtnr að sjá það, að því fer fjarri, að um nokkurt ódæði sé að ræða. Það má með rökum segja, að þessar á- skoranir hafi verið óvænlegar tii árang- urs og óþarfa fyrirhöfn. Fyrst og fremst var möanum kunnugt nm að Hannes ráð- herra mundi ekki sinna þeim — fram- koma hans á þingi og fyrir þing hafði sannarlega ekki gefið mönnum átyllu til þess að ímynda sér að hann mundi skeyta því nokkrn hvað þjóðin viidi. Hann hefði auðvitað stofnað til nýrra kosninga svo fremi honam hefði komið til hugar nokkuð annað en það að fara síuu fram, hvað sem þjóðinni liði. í öðru lagi hafði þjóðin á þingmáia- fundunum í vor lýst því yfir að hún væri mótfallin því að Mikla norræna félaginu væri falið að leggja síma til íslands sam- kvæmt samningi þeim er ráðherrann hafði gert við félagið. Af þessu tvennu leiðir það, að ískor- anirnar voru óþarfa fyrirhöfn eins og áð- ur hefir verið s&gt, þar sem þjóðin með þeim ekki lét í ljóei annað, ea það sem hún áður hafði greinilega tekið fram og skoraði á ráðherrann að gera það, sem hún vissi að hann mundi skella við skoll- eyrunum. Ennfremnr má með rökum segja það um þessar áskoranir, að þær sýni áhuga kjósenda á landsmálum og að þeir taki því ekki meðþögn og þolinmæði að vilja þeirra sé traðkað. En torvelt mun að sanna, að það sé glæpur að skora á ráðherrann að stofna til nýrra kosninga og að leggja það til að frestað sé að samþykkja lög þaugað til þjóðin, sem við lögin á að búa, hefir fengið tækifæri til þess, að láta í ijósi áiit sitt um það, hvort hún vill hafa lög- in eða ekki. Stjórnarblöðin, sem halda því fram að áskoranir, sem hafa þetta að geyma séu pólitískur glæpur, verða þessvegna að grípa til þriggja örþrifaráða til stuðn- sínu máli, sem sé; 1, að ijúga 2, að hngsa rangt 3, að skeyta ekki um sögn málsins. Það er lýgi stjórnarblaðanna, þegar þau halda þvi fram, að áskoranirnar séu stílaðar til konungs og að með þeim sé verið að reyna til þess að fá stuðning erlends valds til þess að rýra yfirráð þingsins. Áskoranirnar eru stílaðar til ráðherr- ans, en ekki tii konungs. Með áskorununum er reynt að fá stnðn- ing innlends valdhafa, en ekki erlends, til þess að bæta úr glappaskotnm þingsins og fer því svo fjarri, að það sé gert til þess, að rýra yfirráð þingsins, að það þvert á móti er gert til þess, að efla þau framvegis. Alþingi 1905 er fyrsta þingið, sem ekki skeytir því neitt, sem það veit að er eindreginn vilji þjóðarinnar. Þegar þjóðin fær vitneskju um það hve svívirðilega fulltrúar hennar hafa svikið hana þá tekur hún strax í taumana til þess að slíkt skuli ekki koma fyrir oftar. Hún æskir ekki að það verði venja að fulitrúar hennar samþykki það, sem henni er þvert um geð. Hún skrifar því manuinum sem er potturinn og pannan í óhæfunni og segir honnm skýrt og skorinort, að hún æski að fá nýja fulltrúa og að hún vilji fresta að leggja smiðshöggið áritsimalögin,!grundvöll óhæfunnar (ritsímasamningsins). Að þetta sé árás á þingræðið er fjar- stæða, sé litið á málið með skynsemi. Á hverju byggist þingræðið eða vald þingsins ? Allir vita að það byggist á eindregnu fylgi kjósendanna í iandinu og engu öðru. Þing, sem ekki hefir þjóðina að bakhjalli þegar það talar við ráðherrann verðnr leiksoppnr í hendi hans og þarf ekki þessu til sönnunar að seilast langt eftir dæmum. AJþingi 1905 ætti að vera nægileg sönn- un þess að þetta sé rétt. Það er því fyllilega réttmætt, að þjóð- in taki í taumana nú þegar tii þess að sporna við því að önnur eins þing verði týzka; að líða það væri fyrsta sporið í áttina til þess að eyðiieggja allt þingræði, því að allir myndu hata og fyrirlíta þing, sem hagaði sér þannig og það mundi standa valdalaust og á brauðfótum einum. Það má ef til vill til sanns vegar færa, að ráðherrann sé í rauninni erlendur valds- maðnr (erlent vald eins og stjórnarblöðin komast að orði) þar sem hann í einu og öllu gengur erindi Dana og traðkar viija íslendinga; en kauðalegt er það af ráð- herrans eigin blöðnm að kveða upp úr um þetta. En við hverju er að búast — það sannast hér sem oftar, að sjaldan launar kálfnr ofeldi. En þótt þetta megi tii sanns vegar færast, þegar framkoma ráðherrans er krufin til mergjar, þá verður þjóðinni ekki gefin sök á því. í hennar augum hlýtur hann að vera íslenzkur valdsmaður og hún á að bera fram kvartanir sinar við hann og engan annan. Þjóðin átti heimtingu á þvi, að fá nýjar kosningar; það voru á dagskrá tvö stórmál, sem hún hafði ekki fengið tæki- færi til að láta í ljósi álit sitt um. Þingmennirnir voru kosnir eingöngu

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.