Ingólfur


Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 2

Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 2
202 INGOLFUR. [20. des. 1905.] eftir því, hverjum skoðunum þeir fylgdu í stjórnarskrárm.-.liuu. Kosningar hinna 4 nýju þingmanna sýndu það, að mönnum gazt ekki að gjörðum stjórnarinnar, því að þeir sem kosnir voru tjáðu sig allir á kjörfundun- um annaðhvort andvíga henni eða utan flokka. En hvað gerir ráðherrann ? Hann velur sjálfum sér 6 trygga fylgi- fiska til þess að þurfa ekki fylgi nema 14 eða í hæzta lagi 15 þjóðkjörinna þing- manna af 34, til þess að geta ráðið lög- um og lofum á þinginu. Hann leggur öll sín ióð á vogaskálina en bannar þjóðinni að koma þar nærri. Að ráðherrann í þingbyrjun hafi haft 14 þjóðkjörna þingmenn í sínum flokki er víst hæpið. Zöllners þiugmennirnir voru vist óráðnir; hefðu víst ekið segium eftir vindi; flokksleysingjarnir höfðu ekki bitið í skottið ráðherrans og sumir þing- herrar hafa víst ekki haft á móti því að komast til valda sjálfir. En hvað sem því Jíður, úr þessum dýrlegu frumefnum myndaðist flokkur ráðherrans, og það er um framkomu þessa flokks á þinginu 1905, sem þjóðin hefir drýgt þá pólitísku óhæfu að segja álit sitt. íslendingur. Ljósleitin. í rökkurkyrð er húmskuggar himinhvelið tjalda, og hljótt er alt sem d’auðinn og grafarróin köld, og hljóðar verur stara í hjúpi dökkra falda í hugans insta djúp. — Þar ríkir eilíft kvöld. Þá myrkur minnar sálar við myrkurverur hjalar, og mætir sömu augum í dularfullri ró, því auga sem er dauðinn, því auga sem að talar um ekki neitt, en talar svo djúpt og napurt þó. Mitt auga leitar festu í andans dimma heimi, og eftir ljósi skimar, sem hvergi er þó að sjá, og þræðir opnar leiðir í lífsins rökkurgeimi, sem liggja til þess bjarta, er vonin djarfa sá. En allar leiðir þrjóta. — Þó neðst frá djúpa dalnum, og dældum allra lægstu að fjallsins hæsta tind mitt myrkur-auga leiti í myrka dauða-salnum það mætir sömu augum, er stara á mig blind. Og sál mín er sem fuglinn er íjarra landa leitar og lítur aðeins dauðann: hinn kyrra,*jnyrka sjó, unz þreyttur vængur fipast og flugi alveg neitar, hann fellur þá i hafið i djúpsins kyrru ró. Og meðan hægt ’ann líður til hafsins huldu kynna, hann heyrir gegnum dauðann það napra strengjaspil: „Þú leitaðir þess auli, sern aldrei var að finna og aldrei getur fundist og veröur aldrei til!“ Jónas Guðlaugsson. ,Eitt er nauðsynlegt*. Ritgerð eftir Leó Tolstoj. — Þýdd af G. Sv. XII. (síðasti kafli.) Þangað til mannkynið hefir faliist á þá skynsamlegu allsherjar trúarkenning, sem samsvarar aldursskeiði þess og þroska, munu breytingar allar verða aðeins á yt- ra borðinu, en böl lífsins stendur í stað eður eykst án afláts. Allir þekkja þessa kenningu. Það er kristna kenningin, þegar búið er að sópa frá henni öllum af- bökunum og „skýringum ;“ aðal frumregl- ur hennar, bæði tilverufræðilegar og sið- fræðilegar, eru viðurkendar af öilum, jafnt áhangendum annara trúarbragða sem þeim er kristnir eru. Því er svo varið sökum þess, að þær koma heim við frummyndir allra hinna miklu trúarfyrirsagna heims- ins: — Bramatrú, Konfúsíusarkenningu, Taótatrú, Múhameðstrú, andverukenningar, Swedenborgskenningu, guðspekiskenning- ar og jafnvel raunspeki Kants. Undirstöðuatriði kenningar þessarar eru: Að maðnrinn sé siðferðigædd vera, mynd- aður í líkingu sins guðdómlega uppruna; að ákvörðun mannsins sé að fullnægja vilja þessa guðdómlega uppruna og guðs vilji sé sama :;sem heill mannanna; heill mannanna ávinnist með kærleika, og kær- leikurinn sé iðkaður með því: Að breyta við aðra eins og menn vilja, að aðrir breyti við sig! — Þetta er kenningin öll, frá upphafi til enda. Kenningin viðurkennir ekkert yfirnátt- úrlegt; hún er skynsamleg leiðbeining þjóðlífinu, — trúin, sem ákveður afstöðu einstaklingsins gagnvart tilverunni. Hún veitir þeim, sem hana játa ogskilja, skyn- samlega skýringu á þýðingu og tilgangi iífsins, og verða þar af auðveldlega rakin heilræði, ævarandi og staðföst. Að því leyti er þessi kristua kenning frábrugðin kristindómi kirkjunnar, sem styðst við dultrúarvingl og kraftaverk, og nytsemissiðfræði vantrúarmannanna, er ó- afvitandi hafa notfært sér ályktanir henn- ar, en eigi eðli. Þjóðlífið, eins ogfþað nú er, með stjóm- ofríki, er meira og meira þjáir land og iýð, getur engum breytingum tekið, fyr en allir skilja hið sanna eðli þessarar kenningar og verða heunar aðnjótandi á sama hátt og kenninga kirkjunnar nú á tímum. Á hverju er þá nauðsyn, svo að það geti orðið? Við erum orðnir svo vanir við þásvik- ulu ímynd, að endurbótum verði aðeins komið fram með ytri ofbeldisráðum, — að við hyggjum því vera einnig farið um breytingar í liferni manna. Eu svo er eigi. Sérhver einstaklingur, sem veit með fullri vissu, í hverju sönn heill hans sjálfs og náungans er íóigin, á altaf í vitum sinum ráð til að framkvæma þær breytingar, er við þurfs, og ekkert fær stöðvað eður hindrað iðju hans til að kom- ast að takmarkinu. En að þessu t.akmarki —heill sjálfs sin og náungans — komast menn eingöngu með starfsemi hið innra í sjálfum sér, með því r.ð gróðursetja og fullkomna hina skynsamlegu trúar-Iífsskoðun í sjálfum sér og lifa í samræmi við hana. Eins og einn bruni getur kviknað af öðrum, þann- ig mun hin sanna trú, ef hún lýsir sér í líferni manna, breiðast út og hrífa aðra með sannleik sinum. Og kjör manna verða aðeins bætt á þann hátt, að sannleikur trúarinnar nái að breiðast út og festa rætur. Þótt undarlegt þyki, er ráðið til að frelsa mennina frá þeim ófarnaði, sem þeir eiga við að stríða, sérstaklega því voða- böli, er stafar frá stjórnunum, ekkert ann- að en þetta: Starfsemi hvers og eins híð innra í sjálfum sér. — „Marta, Marta! Þú hefir umstang og áhyggju fyrir mörgu, — en eitt er nauð- synlegt!u Marconi-loftskeyti. 18 des. Kússland. Gjörvallur bændalýður í Rigahéraðinn hefir gert uppreisn. Landeigendur fara forflótta til Pétursborgar; margir hafa hlotið sár og bana. Það er sagt að kom- ið hafi til bardaga á strætunum í Riga og rauðir fánar dregnir upp á opÍDber stórhýsi. Síðari fréttir segja, að stjórnar- hýsin standi í björtu báli og íbúarnir sé flúnir, vígvirki sett um þverar borgargöt- ur og borgin skipuð í hervörzlum, en þeim hafi ekki orðið framfylgt af því að herlið vantar. • Bændaróstur og upphlaup halda áfram víðsvegar um alt Rússland. Keisarisagði sendinefnd íhaldsliða, að hann væri stað- ráðinn í því að koma stjórnarbót til fram- kvæmda, en fyrst yrði að friða landið. — Fyrsti herflokkur Rússa frá Mandsjúríu kom til Moskva og sýndi hið mesta aga- leysi. Þeir neyddu járnbrautarlestina til þess að bíða í ýmsum borgum á leiðinni meðan þeir sátu að drykkjusvalli. Hersögur miklar berast frá Kúrlandi og Liviandi. Eru löndin á valdi uppreist- armanna og hafa þeir lagt eld í Riga og Mitau. Tyrkneski sendiherrann í Pétursborg hefir hafið mótmæli gegn morðum og manndrápum á Múhamedsmönnum i Tiflis. Kvað hann yfirvöldin fá Armenningum vopn í hendur og styðja þá til rána og manndrápa. Frakkland og Þýzkaland. Horfurnar eru nú mjög ískyggilegar milli Frakka og Þjóðverja út af Marocco. Þegar Frakkar vildu ekki taka þátt í samningum út af því máli, sagði Buiow franska sendiherranum, að ef Frakkar vildu að friður héldist, þá skyb’u þeir ekki sýna neina undanfærslu. Hefir þetta vakið megna gremju meðal Frakka og taka þeir nú öllum samningum fjarri.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.