Ingólfur


Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 3

Ingólfur - 20.12.1905, Blaðsíða 3
[20. des. 1905.] IN:öÓLFUR. 203 hvað verzlunin „LIVERPOOL" hefir fengiö mikiö úrval af allskonar emaileruöum aliöldnm og óheyrt liversu. öd.^rnm Þ>etta er vert að muna! Ungir og fullorðnir fá óvíða betri kaup á ótlendum skófatnaði en í Skólastræti 3. Allir, sem einu sinni hafa keypt þar gera það aftur, því að þeir segja ending- una óvanalega góða eftir því sem þeir hafa áður vanist, að því ógleymdu að verð- ið er mun lægra en víðast annarsstaðar. Og frá hinu iága verði er gefinn mikill afsláttur til Jóla. Muniö staöinn! Komiö! K.aupiö! Skólastræti 3. Þjóðverjar um ísland. Þjóðverjinn E. Mogk fornfræðingur hef- ir ritað grein um ísland og ibúa þess („Island und seine Beiuohneru) i nóvem- berhefti þýzka tímaritsins „Oeographisclie Zeitschriftu og fer þar mörgum hlýjum orðum um landið og íbúa þess. Lýsir hann fyrst landslagi á íslandi, og því næst lifnaðarháttum og þjóðareinkennum íslendinga. Segir hann landið hafa tekið framför- um miklum á síðari árum, og væntir að stjórnar(ó)bót vor hrindi framförunum drjúgum áfram, og er honum það eigi lá- audi mauninum í fjarlægu landi, þar sem fáir vita um athæfi og fremdarverk hinn- ar nýju stjórnar, enda væri það víst, að ef þeir menn sætu nú við völdin, er ein- hvern vilja hefðu á að gjöra landi sínu gagn, þá mætti þar mörgu góðu til vegar koma. í byrjnn greinar sinnar fer höf. hörð- um orðum um vanþekkingn þá, sem hafi átt sér stað og eigi sér stað á Þýzka- landi, sem annarstaðar, á íslandi og íbú- nm þess. Nefnir hann sem dæmi þess að kona nokkur vel mentuð hafi einhverju sinni spnrt sig að því, hve langt væri síðan að Eskimóar hefðu land numið á íslandi (!) o. fl. því líkt. Greinin er rituð af þekkingu mikilli og vináttuþeli tll íslendinga, og gefur, enda þótt stutt sé, glögga hngmynd bæði um landið og íbúa þess. Fer höf. mörgum fögrum orðum um bókmentir vorar að fornu og nýju. Auðvitað koma þar fram staðhæfingar, sem eigi eru allskostar réttar, og má þess vænta af manni er aldrei hefir til íslands komið, og getur þvi eigi dæmt um ísland af eigin sjón. Skulnm vér í því sam- bandi geta þess að eigi finst oss það alls- kostar rétt, að vér íslendingar berum ekkert skynbragð á stórdáðir eður skáld- skap annara þjóða, og lifum aðeins og hrærumst á svæði okkar eigin bókmenta. Enda þótt þeir séu fáir, og allt of fáir hér á landi, er bæði veita athygli bók- mentnm annara þjóða og skilja þær, nær það þó engri átt að segja það nm íslenzku þjóðina yfirleitt. Mikill hluti síðari bók- menta vorra ber þess Ijósan vott, að skáldin hafa orðið fyrir mikium áhrifum frá þeim bókmentastefnum er ríkt hafa annarstaðar i heiminnm, og nokknð hefir þýtt verið af erlendum ágætisbóknm á íslenzka tungu. Þegar maður lítur á það, hve fámennir vér erum, hygg eg að næstum því sé óhætt að fullyrða, að vér tiltöluiega fylgjum eins vel með og aðrar þjóðir að því er erlendar bókmentir snert- ir. En auðvitað nær það ekki til annara lista en skáldskapar, því þeir ern sorg- lega fáir meðal vor sem kunnir eru öðr- nm listum, svo sem málaralist og sönglist. Annars á höf. beztu þakkir skilið fyrir ritsmíð þessa, og er það eftirtektarvert bæði að því er snertir þennan mann og ýmsa aðra, hve mikia eftirtekt Þjóðverja veita landi vorn, íbúum þess og bókment- um. Vonaudi flýtir það fyrir þeirri stund að íslendingar verða ekki skoðaðir sem siðlaus og ómentuð þjóð og ísland sem innlimuð skrælingjanýlenda í Danmörku. Eiga Þjóðverjar skilið vorar beztu þakk- ir fyrir þetta bróðurþel sitt og sanngirni. Hvenær skyldum véreiga því að heilsa hjá bróðurþjóð vorri Dönum, sem eru oss þó nærskyldari? Þeirrar stnndar verður víst nokkuð langt að bíða. J. Ouðl. bezíar og fljótvaldastar. J. C. Poestion: Eislaudbliiten, Ein Sammelbuch neu-isiandischer Lyrik, í skrautbandi. J. C. Poestion: Islándische Dichter Der Neuzeit, í skrautbandi. H. C. Andersen: Æfintýri og sögur. Stein- grimur Thorsteinsson þýddi. I. L. Tieck; Þrjú æfintýri. Þýdd af Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gísla- syni, Steingrími Thorsteinsson og síra Jóni Þorieifssyni. Gestur Fáisson: Rit I. h. gefin út í Winni- peff. JÞorst. Erlingsson: Þyrnar. Fjóla, úrvalssafn íslenzkra kvæða. Jónas Guðlaugsson: Vorblóm, æskuljóð. Byron: Ljóðmæli. Steingrímur Thor- steinsson. Tegnér: Axel. Steingrímur Thorstmns- son þýddi. Sigfús Einarsson: Hörpuhljómar. ísl. sönglög fyrir fjórar karlmannaraddir. Nýatestamenti, vasaútgáfa í skrantbandi. 6uðm. Samalíelsson. Næsta blaö kemur út annan sunnudag. iiirnm i •• »•nminiiiH'HiMmi;ir'iMim,iiri''rmj^|^K. failegir og ódýrir, á Dúkkur — Bréfaveski Reykjarpípur og Vindla mannstykki og mjög margt fleira nýkomið í verziun Matthiasar Matthiassonar. Einar M. Jónasson cand. jur. Vesturgötu 5 (Aberdeen) gefur upplýsiagar iögfræðislegs efnis, flyt- ur mál fyrir undirrétti, gjörír samninga, selur og kaupir hús og lóðir o. s. frv. Heima kl. 9—10 f. m. og 5—6 e. m. STIMPLA, STIMPILPÚÐA (með ýmsum litum) Kautsotuk-prentkassa útvegar Einar Gunnars- son, Suðurgðtu 6. Tilbúnir Líkkranzar, — einnig bundnir kransar með stuttum fyrirvara — fást á Skólavörðustíg 5. Nýkomin mjög falleg ferminga og lukku- óskaspjöld mesta úrval á Skólavörðustíg 5.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.