Ingólfur

Issue

Ingólfur - 06.05.1906, Page 3

Ingólfur - 06.05.1906, Page 3
6; mai l'JOii INGÓLFUÉ. 8t Faríavörur mjög yandaðar selur uoEi iiisfjáisi T. <3L. Ul^UvitUí zíinlilivitu, OlS.iX/Lir margskonar, 1Ö35.15L, femÍS, terpentínu, pensla o fl Beztu málarar bæjarins mæla mjög með þessum farfavörum. mmf iitr„ ikósmiðaYerkstæði nema gjörræðið. E»að er einkenni allrar harðstjórnar. Prófessor segir að nafnið „edda“ sé rangt, eigi ekki við þetta safn. Það hygg eg einginn viti með vissu. Það sannar ekkert, þótt Snorri nefni það ekki, hann þekti nöfnin á kviðunum. Þá get eg með meira rétti sagt: að titillinn á „Bók- mentasögu íslendinga" sé rangur, því þegar prófessorinn frádæmir íslendingum allai Eddukviðurnar, nema eitthvert lítið og lélegt rusl, sem hann metur einskis, þá á þetta ekki að standa í bókmenntasögu vorri, það er þá eign Norðmanna og Græn- lendinga (sem prófessor heíir fundið að komu ekki til íslands á ferðum sínum, þó það lægi beint við). Líklega er það heldur ekki þýðingarlaust, að danskir „ís- lendingar“ ekki vilja nefna „tsland“, — „íslendingasaga,“ en ekki saga íslands (allt annað er þótt einn hluti Sturlungu fengi það nafn), og nú „Bókmenntasaga íslendinga" — svo kemur líklega ein- hverntíma „Bókmenntasaga Grænlend- inga“, „Bókmenntasaga Færeyinga“. (Niðurl.) Landslíj ál fta-mælingar. Síðan eldgosið mikla varð á Martinicey í Vestindíum fyrir fjórum árum hefir óvenju- mikið borið á eldsumbrotum, Iandskjálftum og gosum á ýmsum stöðum hnattarins,. þótt þeirra haíi lítt orðið vart hér á ís- landi. Einna mest hefir gengið á í vetur. Á Suður-Ítalíu komu afarmiklir landskjálftar áður en gosið mikla hófst úr Vesuvíus. Á eynni Formósa, sem liggnr suðaustur af Kína og Japanar eiga, kom ákafur landskjálfti 17. marz og aftur rúmum mánuði seinna og ollu þeir mörgum þúsund- ummanna meiðslum og bana. — Landskjálf- inn í San-Francisco var alls ekki svo mikill sjálfur, sem margir ætla. Hans gætir mest sökum þess að hanu varð á þéttbygðu svæði, en það var eldurinn, sem langmestan usla gerði þar. Ef slík- ur skjálfti hefði orðið í strjálbygðu landi, þá hefði hann alls ekki verið í hálfkvisti við þá jarðskjálfta, sem menn vita mörg dæmi til annars staðar. Oft koma t. d. geysi-jarðskjálftar á mararbotni, sem menn geta litla hugmynd gert sér um, „því að ekki skrifa fiskarnir frásagnir um það 1 blöðin“, eins og merkur jarðfræðingur enskur komst að orði nýlega. Það þykir mjög líklegt, að umbrot þessi standi í einhverju sambandi hvert við annað. Er það og kunnugt, að land- skjálfar eru miklu tíðari á sumum slóð- um on öðrum. Svo var í San Francisco, að þar hafði þeirra oft orðið vart og stundum valdið skemdum, einkum haust- ið 1868, en þó ekki likt því sem nú. Aftur eru þess að vísu ýms dæmi að ógurlegir landskjálftar dynja yfir þar sem engar sögnr hafa farið af þeim áður. Má þar til nefna landskjálftann í Lissabon 1755, þegar 50 þús. manna týndust á fám and- artogum. Vísindunum hefir ekki tekist enn að rekja samband þessara hreyfinga eða skýra orsakir þeirra tll hlítar. Þó hafa ýmsar merkilegar athuganir verið gerðar. Mest- ur fræðimaður í þeim efnum er John Milne, Englendingur. Hann hefir fundið upp með hugviti miklu nákvæm verkfæri, sem mæla sjálf og skrásetja sérhvern smáhrist- ing sem í námunda verður og jafnvel í fjarlægum löndum, ef kippirnir eru harð- ir. Milne varð t. d. var við hristing í tilraunastöð sinni á eynni Wight við England í sama mund sem landskjálftinn kom í San-Francisco um daginn. Mælingastöðvar með áhöldum Milne’s hafa nú verið settar á stofn í nærfelt öll- um löndum hins siðaða heims. 1 Japans ríki einu eru upp undir 1000 tilrauna- stöðvar með nákvæmum áhöldum. Al- þjóðlegt félag gengt nú fyrir sannsókn- unum víðsvegar um heim. Höfuðsetur þess er í Strassborg á Þýzkalandi og eru allar athuganir frá stöðvunum sendar þangað. Danmörk (og þau lönd er til Dana- veldis teljast) er eina ríkið í veröldinni, sem engri rannsóknarstöð hefir komið á fót. Nú er þó loks svo komið, að í sum- ar verður sett á stofn stöð á Grænlandi, þótt Danir eigi þar lítinn hlut að. Al- þjóðafélagið hefir boðið að lána öll áhöld ókeypis, ef Danir komi þeim fyrir, annist gæzlu stöðvarinnar og sendi athuganir sínar til félagsins. „Karlsbergs-sjóðurinn“ ætlar að hlaupa undir bagga að koma upp áhöldunum á eynni Diskos og verður þeirra gætt að starfsmönnum veðurfræði- stöðvarinnar þar. Það væri mjög æskilegt að sett yrði á stofn mælingarstöð hér á eldafjallalandinu og ætti ekki að dragast lengi. Er mjög sennilegt að það gcti greitt fyrir vísind- unum að kynnast sambandinu milli elds- umbrota og landskjálfta hér . og annars staðar í heiminum og gæti kannske kom- ið að beinu gagni síðar. Dáðleysi Dana ætti ekki að hamla íslendingum frá að koma þessu til framkvæmda. Kostnaður- inn er ekki mikiil við eina mælingastöð, en stofnun hennar yrði landinu til gagns og sóma. Jóns J ónasson- er var í Skólastræti 5 ©r flutt á Laugaveg 22. Slys. Barn var nýlega að leika sér kringum hafísjaka í fjörunni í Bolungar- vík. Jakinn klofnaði og barnið varð undir, meiddist mjög mikið og dó litlu síðar. Barnið átti Elías formaður Magn- ússon. („Yestri.“) Skipströnd. í ofsaveðrinu laugard. 28. f. m. strandaði stórt kaupfar við Stokkseyri. Yar nýkomið til lands með fullfermi varnings. Festar skipsins slitn- uðu og rak það á sker. Nokkuru af vörunum var bjargað. Annað skip strandaði við Búðir firntu- dagskveldið 26. þ. m. Það hét „Agnes“ (rúmar 30 smálestir). Yar nýfarið héðan frá Tomsens-magasíni hlaðið vörum vest- ur þangað. Yarningur týndist allur en menn komust af. Hvorttveggja var óvá- tryggt, skip og farmur. Fólksfjöldi á Færeyjuin er orðinn 16334. 1801 var fólkstalan þar 5265 en 1890: 12955. Á íslandi var fólkstalan 1801: 47240, 1890: 70927 og 1901: 78470. Tiltölu- lega fjöigar þá Færeyingum töluvert ör- ara en oss. Loftritun. Firðritarar á Coney Island við New York hafa skýrt frá því, að nótt- ina milli 27. og 28. marzmánaðar í vetur hafi þeir sent loftskeyti sem var 572 orð, yfir til írlands, og daginu eftir hefði þeim verið símritað, að öll orðinhefði nákvæm- lega komist til skila. Vegalengdin sem þessi loftskeyti bárust eru um 3200 ensk- ar mílur. Bendir það bæði á framför hjá firðriturum og eigi síður á mikla framtíð loftskeyta-aðferðarinnar, þegar svona mörg orð, er öll eru sendí einu, komustóhagg- að yflr Atlanzhafið. (Eftir nLögbergi“.)

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.