Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 02.07.1906, Side 4

Ingólfur - 02.07.1906, Side 4
114 INQÖLFUR. [2. júli 1906] , M) W\) ^ ™ CL .1-.- ,♦?> o)l,n 4 Vesturgötu 4 veínaðarvöru: Trúlofuð eru: Ungfrú Sólveig Krist- jánsdóttir yfirdómara og Sigurðnr Eggerz lögfræðingur. — Ungfrú Anna Pálsdóttir í Arnarholti og Sigurður Sigurðsson skáld. A sjó og landi. Úr Yestmannaeyjum er Ingólfi skrifað 22. f. m. „í morgun kom hingað vélarbátur frá Noregi. Var hann tíu daga til Seyðis- fjarðar. Kom þar við til þess að fá lít- ilsháttar aðgerð á vélinni, en fékk eigi svo áð gagni kæmi. Fékk ýmist logn eða mótbyri þaðan og var 12 daga hingað frá Seyðisfirði. Þrír menn vóru á bátnum, formaður norskur og háseti, en vélarmaður íslenzk- ur. Báturinn er 33 fet á lengd, 11 á breidd og sex fet undir þiljur. Eigandi hans er Magnús Þórðarson í Sjólyst og fleiri og verður báturinn hafður til fiskveiða héð- an úr eyjunum. Vélarbátar fjölga hér óðum, og er það rnikill bagi, hve höfnin er ónóg til þess að geyma þá örugglega". Drengur beið bana af slysi upp í Borgarnesi á föstudaginn var. Hann hét Haukur, sonur Ásgeirg kaupm. Eyþórsson- ar í Rvík, 8 ára gamall. Hann var að fara til bæjar í nágrenninu með öðru fólki, sat í söðli og var bundið um hann svo að hann felli ekki af baki. Hestur- inn fældist ogsnaraðist söðullinn. Var drengurinn dáinn þegar hesturinn náðist. Meiðsli hlutu tveir menn á „Vestu“, er hún var í Djúpavogi um daginn. Misti annar flesta fingur af annari hendi, en hinn höndina neðan við olboga. Það var stýrimaður og timburmaður. Þýzkt botnvörpuskip strandaði ný- lega á Skeiðarársandi. Menn björguðust allir, 10 í land, en fjórum var bjargað í annað botnvörpuskip. Við björgunina fór- ust fjórir menn úr því skipi. — Þessir 10 skipbrotsmenn komu hingað í gærdag og með þeim Páll Ólafsson frá Höfða- brekku. Ásgeir Blöndal héraðslæknir hefir sótt um lausn frá embættisstörfum um tíma sakir heilsubrests. Hann ætlar til útlanda um miðjan þennan mánuð. Guðmundur Tómasson stud. med. gegnir störfum hans á meðan. Konungkjörinn þingmaður er Stein- grímur Jónsson sýslumaður orðinn í stað Jóns Ólafssonar. Tíðarfar er nú hið bezta. Sláttur byrjaður á túnum í Reykjavík. Húsbruni varð í Bolungarvík um miðj- an fyrra mánuð. Brann íbúðarhús með geymsluhúsi og hjalli og flestum innan- stokks munum. Húseignin var vátryggð fyrir 2000 kr. en munir óvátryggðir. Ensk vaðmál Flonell Handklæðadúk Karlmannaföt tilbúin Karlmannafataefni Kjólatau Léreft fiðurheld Lakaléreft og margt, Nankin Reiðfataefni Rekkjuvoðir Rúmteppi Sjöl stúr og smá Svuntutau Striga Sængurdúk margt fleira. Með amerisku kappi ryður Wolverine bátamótorinn sér til rúms um allan heim Fleiri þúsundir af mótor þessum eru seldar árlega en tugir af mótorum þeim, er menn þekkja hér á landi. Upplýsingar hjá: P. J. Torfason á Flateyri. Ull kaupir hæsta verði H. P. DUUS. Gjalddagi Ingólfs var 1. júlí. Kaupendur eru því vinsamlega beðnir að greiða andvirði þessa ár- gangs, og eins ef þeir skulda frá fyrri árum. Allir skuldlausir kaup- endur fá góðan bækling i kaup- bæti. Útgefandi: Hlutafélagið Ingólfur. Eitstjóri og á,byrgðarmaður: Benedikt Sveinsson. FálagsprentsmiSJan. Klukkur úr og úrfestar, sömuleiðis gull og silfurskrautgripi borgar sig bezt að kaupa á Laugavegi nr. 12. Jóhann A. Jónasson. I í < í I 7. Hæns til sölu, Vesturgötu 11. Saft sæta og súra selur Kristinn MiSlí lljáblöð og brgni bezt og ódýrust í verzlun H. P. DUUS.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.