Ingólfur - 13.08.1906, Qupperneq 3
13. ágúgt 1906.]
INGOLFUR
137
Minni sjómanna.
Ágrip af ræðu Júlíusar J'drgensens
ú þjóðhátíð Reykvíkinga 2. ágúst þ. á.
Háttvirtu áheyreDdur!
Eg vil ekki láta þennan dag líða svo, að
ekki só að einhverju minst íslenzkra sjómanna,
þeirrar stéttar, er þjóðinni er einna mestur
hagur á, að hafinn sé til vegs og framfara.
í dag er liðið ár síðan eg minntist þesar-
ar stéttar hór á sama stað og beindi eg þ|i
máli mínu einkum að bjargráðum*) og var
því að engu sint. Nú er þó, því miður, fram-
komið, að sú hugvekja var á réttum rökum
bygð. „Sjón er sögu ríka.ri.“ Eg þarf ekki
að minoa Reykvikinga á þá miklu sorgarsjón,
sem bar fyrir augu allra vor á þessu ári,
þegar menn sáu félaga sína og vini hníga i
heljar greipar rétt fyrir augunum á sór, og
gátu ekkert að hafst, af því að engin björg-
unaráhöld voru til.
Þarf nú meiri skaða og manntjón en þegar
er orðið til þess að vekja menn til viður-
kenningar á því, að hér þurfi að hefjast handa
til þess að hrinda þessu máli til framkvæmda?
Það er enginn vafi á þvi, að sjórinn kring-
um ísland er »vo mikil auðsuppspretta, að
vér sjálfir verðum að nota hann og hann er
helzta gullnáma vor. — En þessi gullnáma
er torsótt og hættuleg og verðwm vér að
kosta alls kapps um að gera hana sem auð-
unnasta og hættuminsta.
Aðrar þjóðir leggja fram stórfé til allskonar
bjargráða. Hví getum vér þá ekki einnig
kostað nokkru til þess að tryggja lif þeirra
manna, sem reka þessa atvinnu, vér, sem
stöndum þó öðrum þjóðum betur að vígi að
ýmsu leyti, til þess að nota auðæfí fiskimið-
anna.
Ef framtíð þessarar stéttar á að vera á
föstum fótum, þá þarf meðal annars að byggja
nýja vita og afla nýrra björgunaráhalda, eins
og eg hefi áður vakið máls á.
Vér getum á fegurstan og þarílegastan hátt
minst þeirra góðra drengja, sem fósturjörðin
hefir mist á þessu ári í sjóinn, með því að
bindast nú samtökum um það að koma upp
góðum björgnnaráhöldum, ekki einungis hér i
Reykjavík, heldur og annarstaðar, þar sem
nauðsyn krefur og menn ætla að þau geti
helzt að gagni komið. — Vona eg, að á
næstu þjóðhátíð verði þess getið, að á þessu
ári, sem nú fer í hönd, hafi bjargráðum sjó-
mannastéttarinnar verið hrundið verulega á-
leiðis. —
Sjómannastóttin lifi!
Ceres strandar í Færeyjum.
Ceres lagði frá Þórshöfn í Færeyjum 3.
þ. m. í blíða logni en þokuveðri; en eftir
litla stund rakst hún á land og vissu skip-
verjar ekki, hvar þeir vóru. Var þeyttur
lúður og svarað af öðru skipi, en það kom
ekki til hjálpar, heldur hélt leið sína.
Kölluðu þá skipverjar í gríð og ergi þang-
að til Færeyingar komu á fjórum bátum
til skipsins. Það kom þá úr kaflnu, að
skipið hafði rekist á Nálarey (Nolsoy), sem
*) Sú ræða var birt í Ægi í fyrra.
er skamt frá mynni Þórshafnar-vogsins.
Skipið losnaði eftir nokkra stuud og hélt
inn á Þórshöfn; hafði brotnað gat á kinn-
ung skipsins og var það ekki ferðafært
lengra.
Gad skipstjóri réð sjálfur förinni þegar
skipið rakst á. Fór það þá nálega með
fullum hraða, því að hann hugði komið
út á rúmsjó.
Færeyjar vóru nýkomnar í símasamband
við Hjaltland og var send frétt um slysið
til Khafnar. Var „Laura“ send þaðan til
þess að taka að sér ferðina — og kom
hún hingað með póst og farþegja á föstn-
dagskveldið.
Farþegjar á Lauru vóru allmargir
hingað. Þar á meðal kand. Árni Pálsson
og kona hans Kristín Benediktsdóttir, sr.
Jón Helgason, ekkjufrú Álfheiður Briem,
Gísli Jónsson (Ólafssonar), Magnús Thor-
berg, Bartels úrsmiður, kand. Matthías
Þórðarson og kona hans. — Á laugardags-
kveldið fór Laura aftur héðan á leið um-
hverfls land rangsælis. Héðan fóru kringum
land Einar Gunnarsson og Magnús Ólafs-
son, en til Seyðisfjarðar Lárus skáld Sig-
urjónsson.
Ofhermt var mjög í síðasta blaði um
undirtektir Dana á málaleitan þingmanna,
eins og sést af grein þeirri, sem hér stend-
ur framar í blaðinu.
Forngripamálið og margt fleira verður
enn að bíða sakir rúmleysis.
Höfuðborgin,
Trúlofuð eru ungfrú Ásta Thorsteins-
son frá Bíldudal og Jón Hermannsson
sbrifstofustjóri.
Hleypt á grunn. „Ánsgarius“, vöru-
skip til „Edinborgar", fór frá Leith
að kveldi 2. þ. m.; lenti í þobu við
Færeyjar, ætlaði að stefna til Dyrhólma
en kom upp aðjjSkeiðarársandi og festist
þar á grynsium fram undan Thomsens-
skála. Þar þrokaði skipið 8 klukku-
stundir; vörpuðu skipverjar útbyrðis
nokkru af járni og kolum og komust út
um síðir. Veður var gott meðan sbipið
stóð, en stórvíðri brast á þegar er skip-
ið var laust og mátti því ekki tæpara
standa. - Skipið bom hingað á mið.viku-
dagsnóttina. Talið óskemt.
„Helgi konungur“ bom hingað fyrra
laugard. Kom að honum leki í hafi
og kleypti til Eskifjarðar til viðgerðar.
Hafði nagli losnað í botni skipsins og
olli það lekanum.
Páll Þorkelsson, bróðir dr Jóns skjala-
varðar, hefir nýlega fluzt hingað búferl-
um. Hann hefir dvalið um 17 ár erlend-
is og eigi alls fyrir löngu hefir hann
fundið ráð til þess aJ lita ýmsa málma
með allskonar litum. Hefir hana sett
verzlun á Laugavegi 2 og selur þar
I
silfnrgripi allavega lita. Má þar sjá ís-
Senzk fjöll, fossa og bæi á silfurskjöld-
um, marglít norðarljós, sólsetur, tungl-
skin og fl. þess háttar.
„Ingólfnr" sendi nýlega mann til við-
tals við Pdl; sagði hann honum allt af
lótta um nppfundning sína og verður
skýrt frá þvi í næsta blaði.
Vesta kom norðan um land í gær-
kveldi með fjölda farþegja. Var margt
útíendra ferðamanna. Meðal íslenzkra
farþegja vóru: Helgi Valtýsson kennari
frá Seyðisfirði, f'rú Unnur Banediktsdótt-
ir, frú Valgerður Pétursdóttir og ungfrú
Maren Pétursdóttir frá Húsavík, frá Ak-
ureyri Jón Þórarins?on skólastjóri o. fl.
Á sjó og landi.
Sóttvarnarhús í Seyðlsfirði. Land-
stjórnin hefir keypt „ Járnhúsið" á Fjarð-
aröldu, sem Garðarsfólaðið Iét smíða, og
er verið að breyta því í sóttvarnarhús;
kaupverð 3500 kr.
Talsímasamband Seyðfirðinga. Gizkað
er á, að talsíma-samband milli 25 húsa
4 Fjarðaröldu og Búðareyri kosti 6800
kr. Fundur var nýlega haldinn í kaup-
staðnum um þetta og var stofnað fólag
til þess að koma fyrirtækinu til fram-
kvæmda. Argjald hvers hluttakanda
áætlað 36 krónur. Búist við að sam-
bandið komist á um miðjan októbermán-
uð.
Skipstrðnd. Síldveiðaskip norskt,
„Hirald“, strandaði við Rifstanga á
Sléttu eftir miðan júlí. Var á leið til
Siglufjarðar frá Noregi, hlaðið tunnum
og salti.
Nýlega strandaði vöruskip Ólafs kaupm.
Árnasonar á Stobkseyri við Landeyja-
sand, fermt bolum og steinolíu.
Þýzkt vöruskip strandaði í Griuda-
vík 27. f. m. á leið héðan.
Treir Norðmenn hafa fundið upp vól
til þess að kverka síld. Þarf þrjá drengi
til þesí að tína síld í vélina og kverkar
hún um 80 síldir á mínutu hverri, eða
nær 150 tnnnur hafsíldar á 10 klukku-
stundum.
Ný fiskimið þykist vélarskúta norsk
hafá fundið norðvestur af Horni miðja
vega milli íslands og Grænlands. ' Afl-
aði þar á mánað&rtíma á anaað hundrað
skippunda af fiski.
Norskir konsúlar eru þeir skipaðir
hér álandi: Björn Guðmundsson kaupm
í íteykjavík (höfuðkonsúll), Pétur Á
Ólafson kaupm. á Vatneyri, Friðrik Krist-
jánsson bankastjóri á Akureyri og Stef-
án Th. Jónsson í Seyðisfirði vísibon-
súlar.