Ingólfur - 09.09.1906, Qupperneq 2
152
INGOLFUR.
Nýtt landvarnarblað.
Nú er „ Valurinn“ farinn að feoma út
á ísafirði og er hann öflugt og eindregið
landvarnarblað. Fjögur fyrstu blöðin eru
komin hingað. Eru þau vel og rösklega
rituð, fjölbreytt að efni og skemtileg og
líkleg til þess að vinna „Valnum“ og
málstað hans fylgi meðal almennings.
Valurinn hefir þegar fengið byr undir báða
vængi á Vesturlandi, enda er þorri Vestfirð-
inga landvarnarmenn. Ber það augljóst vitni
um efling og atorku flokks vors, að tvö
ný landvarnarblöð hafa verið stofnuð á
þessu ári.
„Ingólfur“ býður „Valinn" velkominn og
óskar honum góðs og mikils gengis í
landinu.
(jjafirnar.
Þeir eru komnir heim, blessaðir karl-
arnir og hafa skýrt frá árangrinum(l) að
svo miklu leyti, sem þeir máttu.
Allir fengu þeir axlabönd og hafa þau
efalaust komið í góðar þarfir, því að auð-
vitað hefir hinn gómsæti veizlukostur gert
sitt — auk annars — til þess að slíta
hnappagötunum á gömlu axlaböndunum.
Danir hafa yfir höfuð sýnt mikla rausn
og þarf engan að furða á því. Þeir vita
það vel að Filippus hafði rétt að mæla
þegar hann sagði, að vinna mætti hverja
borg, sem hefði svo víð hlið, að gullklyfj-
aður asni kæmist inn um þau.
Hvað mun þá þegar þeir koma 35
klyfjaðir dýrindismunum og fögrum
svífandi loforðum? Eg ætla ekki að út-
lista þetta nánar, því að vonandi er enginn
íslendingur svo heimskur að hann sjái
ekki að hræðsla Dana við skilnaðarhreyf-
inguna var undirrótin til fagnaðarins, og
að loforðin eru að eins gefin til að tvístra
oss og flækja rétt mál. Eg man ekki
betur, en að þeir létu Alberti hafa orð fyr-
ir sér og loforð þess manns ætti íslend-
ingum að vera í svo fersku minni að þeir
viti hér um bil, hve mikið er á þeim
byggjandi. Það nægir vonandi að minna
á „konungsboðskapinn“ sem svo var
nefndur 1902 og efndirnar, sem urðu á
honum.
En það var nú ekki nm þetta, sem ég
ætlaði að rita heldur um eina gjöfina, sem
komið hefir til orða að gefa íslendingum.
Gjöfin sem ég á við er myndin af Ing-
ólfi Arnarsyni.
Mig hefir furðað á undirtektum íslenzku
blaðanna í því máli. Þau eru öll á einu
máli um það að þetta sé fallega hngsað
af Dönum og að góðvildin leyni sér ekki
fremur í því en öðru.
Þessi glapsýni blaðanna orsakast ef til
vill af því, að komið hefir til orða, að
Einar Jónsson geri myndina. En menn
mega ekki láta þetta villa sig. Það væri
þjóðarsmán ef vér létum Dani verða fyrsta
til þess að reisa Ingólfi minnisvarða hér.
Ingólfur nam hér land til þess að hann
og niðjar hans gætu lifað hér sem frjálsir
menn í frjálsn landi og ekkert myndi
honum vera síður að skapi, en að þeir
menn sem sölsuðu oss undir sig og not-
uðu yfirráð sín til þess að níða úr oss
dáð og drengskap, og auðga hörmangara
sína á vorn kostnað, færu að reisa honum
líkneskju.
Hann myndi snúa sér i gröf sinni.
Nei, engir nema vér Islendingar eigum
að reisa lngblfi minnisvarða. Vér eigum
sjálfir að leggja fram féð og láta Einar
J'onsson spreita sig á því að gera hann
svo úr garði, að oss sé sbmi að.
Vonandi sjá Danir sjálfir að það væri
„taktleysa“ af þeim að bjóða oss þessa
gjöf. Auk þess er engin ástæða til þess
fyrir Dani, að hafa mætur á Ingólfi né
heldur að gera nokkuð til þess að halda
minningu hans á lofti.
Ingólfur fór ekki úr Noregi til þess að
nema Dönum „hjálendu".
Ingólfur hóf skilnaðarhreyfinguna.
Mörlandi.
Ýmislegt.
Danska blaðið „Börsen“ skýrir frá þvi,
að innanríksisráðgjafl Dana, Sigurd Berg,
hafi stefnt til fundar ýmsum framfaramönn-
um dönskum og 4—5 íslenzkum þingmönn-
um, þar á meðal Hafstein ráðherra, (vér
getum þess til, að hinir hafi verið Her-
mann Jónasson, Jón Jakobsson, Tryggvi
Gunnarsson, og Þórhallur) til að ráðgást
um hvernig styðja ætti að því að Danir
gætu með hjálp ríkisvaldsins orðið á und-
an öðrum Evrópuþjóðum, til að hagnýta
sér — með Islendingum sjálfum — auðs-
uppsprettur landsins. Yar svo annar fund-
ur saman-kallaður af hafnarstjórn Kaup-
mannahafnar til framhalds ráðagjörðinni,
og lyktaði sá fundur svo, að Þ. Tuliniusi
var falið að semja tillögur um hvað
gjöra skyldi. Yoru tillögur þessar búnar
áður þingmenn fóru frá Khöfn, og áttu
þeir að íhuga þær á leiðinni heim. Frek-
ara hefir ekki heyrst um þessar tillög-
ur og ekkert blaðanna hér hefir getað
frætt almenning hér um, hvað í þeim felst.
En stefnan í allri.viðleitninni er auðfund-
in, sú að rígbinda allt við Kaupmannahöfn
og Danmörku, sem aldrei hefir gefist vel
nema með valdi og lagahöftum, eða með
aðstoð ríkisvaldsins, eins og blaðið orðar
það. —
Þjóðólfur getur þess um daginn, að
Christensen forsætisráðherra hafi talið van-
kvæði ýms á því að ísland yrði tekið upp
í titil konungs, og segir Þjóðólfur að á-
stæður forsætisráðherrans hafi verið full-
nægjandi. En ástæðurnar þegir Þjóðólfur
um. Frá hans sjónarmiði er það líka nóg
að forsætisráðherrann danski heldur þeim
fram. Það er alt gott sem frá honum
kemur. Vér hinir lítum öðru vísi á mál-
ið. Vér viljum geta metið ástæðurnar
sjálfir. Og hégóma-ástæður voru það, ef
það var eitt borið fyrir, að Sljesvíkingum
[9. sept. 1906].
myndi falla það illa, ef kliptur væri burtu
titillinn hertogi í Sljesvík o. s. frv. sem
konungur er ekki lengur. Því að hvers-
vegna mætti ekki það halaglingur hald-
ast eins áfram, fyrir það þótt íslandi væri
skotið inn í titilinn á eftir Danmörkn: kon-
ungur Danm. og Islands, hertogi o. s. frv.?
Svíum hefir verið fremur kalt til Dana
síðan Noregur sleit sambandinu við þá.
Þeim þótti Danir þá draga taum Norð-
manna full-freklega og vilja sýna sig þá
nógu frjálslynda — á kogtnað Svía eða
sambandsins. Sumum sænskum blöðum
hefir því verið heldur skemmt nú, er
skelkur greip Dani út af skilnaðarröddun-
um á íslandi í vor og sumar og það fór
að koma til þeirra kasta sjálfra að sýna í
verkinu við íslendinga frjálslyndið, sem
þeir áður töldu Svíum sjálfsagt að sýna
Norðmönnum. Eitt blað Svía minnist á
hátíðahöldin fyrir þingmennina íslenzku
á þessa leið: „För islándarna ligger f. n.
hela Ðanmark pá magen — af rádsla för
en ny islándsk 7 júní.*u Og annað blað
hendir gaman að því að danska blaðið
Politiken hafi eftir þingmannahófið verið
dauf í dálkinn yfir árangrinum og kann-
ast við að alt stássið væri rétt skoðað „ett
slags finare bondfángeri".
,Yerðlaunaglíma íslands4
hin fyrsta, var háð á Akureyri 21. f. m.
svo sem frá var gkýrt í síðasta blaði. Var
þar kept um silfurbeltið göða, sem „Grett-
ir“ hefir ánafnað þeim, er fræknastur
reynist glímumaður í landinu.
Fundur þessi var háður í húsi hofgæð-
inga þar í kaupstaðnum og dreif að nær
200 manna til þess að horfa á leikinn.
En fangbrögð þreyttu 12 hinir vöskustu
glímumenn úr Þingeyjarþingi ogEyjafirði.
Akreyringar vóru þessir átta: Jóhann-
es kaupmaður Jósepsson, sá er vann silfur-
skjöldinn fyrir skömmu, Ólafur Valdimars-
son (Davíðssonar kaupmanns frá Vopna-
firði), Þorsteinn Þorsteinsson og Kristján
Þorgilsson trésmiðir, Þórhallur Bjarnar-
son og Jakob Kristjánsson prentarar og
Páll Skúlason verzlunarmaður. En úr
Þingeyjarþingi vóru þeir Emil Tómaggon
frá Einarsstöðum í Reykjadal, Jón Björns-
son (Ólafssonar frá Bustarfelli) verzlunar-
maður í Húsavík og þeir bræður Sigfús-
synir Jón og Sigurður sölustjóri í Húsa-
vík.
Glímumenn gengust að af miklu kappi
og glímdu alllengi. Sigurður Sigfússon
meiddist í handlegg og var þar með úr
leiknum. Þótti Þingeyingum það illa,
því að þar áttu þeir mest traust. — Loks
stóðu þrír uppi: Ólafur Valdimarsson,
Jóhannes Jógepsson og Emil Tómasson, en
svo fóru leikar, að Ólafur varð hlutskarpast-
*Nú skriður öll Darcmörk á, maganum fyrir
íslendingum af ótta fyrir nýjum „7. júní á ís-
landi“. (7. júni er skilnaðardagur Norðmanna
við Svía).