Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 09.09.1906, Blaðsíða 3

Ingólfur - 09.09.1906, Blaðsíða 3
9. sept, 1906.] INGOLFUR. 153 ur og feldi hina báða. Hlaut hann þá silfurbeltið. „Norðri" segir, að Akreyringar hafi tekið hinum fram nm fagurt glímulag og telur hann Jóhannes Jósepsson frenistan þeirra, þótt hann léti leikinn að þesgu sinni. Nýr hellir. Séra Friðrik Friðriksson hefir skrifað í Fj.k. lýsing á helli, sem nýlega er fund- inn í hrauninu suður af Hafnarfirði. Helli þenna íundu piltar úr Eeykjavík, sem stofnað hafa skemtigöngufélag, er þeir kalla „Hvat" og er hellirinn því nefndnr Hvats-hellir. „Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að gizka 6—7 álnir á hæð, þar sem hæst er; alstaðar má ganga uppréttur. Grjót- garður er hlaðinn 59 fet inn af raunn- anum; sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir mynnið á afhelli nokkurum vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet á lengd og garðurinn er 20 fet á lengd og P/a alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni." Inn úr þessum helli er glufa nálægt munnanum og liggur inn í Htinn afhelli, vel manngengan með stórgrýttu gólfi. Inn úr honum er önnur glufa, er skríða má í gegn á fjórum fótum og er þar fyrir innan hana hellir, nær kringlóttur að lög- un eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkuru meiri. Eftir gólf- inu er hraunbálkur all-mikill og lægðir báðumegin. Úr afhelli þessum liggur enn glufa inn í fjórða afkimann. „Sá hellir er 61 fet á lengd, og nokkuð jafnbreiður allur, er breiddin 8—10 fet og heeðin 4 fet minst og liðug 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, gkreytt smágervu dropsteina-útflúri. Hell- irinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju; gólfið er slétt og fast og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stór- grýtið í framhellunum gleymist, þegar inn er komið. Lengd alls hellisins frá botni þess insta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300fet. í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyr inn komið." — Höfuðborgin. Fyrsta símskeyti frá útlöndum kom hingað til Reykjavíkur 3. þ. m. og var dagsett 27. ágúst. Pað er frá hr. J. W. Faber & Co. í Newcastle, til Jes Zimsens kaupmanns og segir, að íslenzkt smjör hafi síðast selst á 89—100 krónur hver 100 pund. Reykjavík selur allskonar vefnaðarvó'ru mjög góða og ódýra: Barnahúfur, Dagtreyjutau, Enskt vaðmál, Elonell, Flauel, Kvennslifs, Kjólatau, Klæði, Léreft, Lifstykki, Millipils, Peysur stórar og smáar, Nærfatnað, Rekkjuvoðir, Silki í svuntur, Sirz, Sængurdúk, Sjöl stór og smá, Svuntutau, Tvinna. Karlmannaföt, Karlmannafatatau, Alt efni til fata. Greiður, Höfuðkamba, Harmonikur, Skóflar o. m. fl. Ennfremur skinn og leður handa skósmiðum og söðlasmiðum, og alt sem að þeim iðnum lýtur. — Ekkert íslenzkt smjör þá fyrirliggjandi, en talsverð eftirspurn og von um hærra verð. f Hallgrímur Melsteð bókavörður varð bráðkvaddur í gærmorgun. A sjó og landi. Tíðarfar. Aðfaranótt 21. ágúst hvítn- aði niður í sjó norður í Húsavík og frostnótt var þar 23. s. m. Töður náðust með góðri verkun í Þingeyjarsýslu, þótt þær rigndi nokkuð, þvi að kuldinn varði þær skemdum. Verð á ull. Kaupmaður einni Húsa- vík sendi Garðari Gíslasyni ull i vor (hvíta) og seldist hún á kr. l,10pundið. Nýlega hefir frézt frá útlöndum, að ull hafi fallið í verði alt að fimtungi. Þó keypti Jón í Mula ull í Husavík á kr. 1,04 pundið (með umbúðum) þar á staðnum. Brennisteinsfél. Englendinga (Wall- ace & Co.) hefir hætt brennisteinsnámi sínu í Þingeyjarsýslu að fullu og selt hafurtask sitt þar. Verður þá ekkert úr járnbrautarlagningunni upp í Reykja- hlíðar-námur, né öðrum þeim stórvikjum, er félagið hafði í hyggju að framkvæma. Nkarlatssóttar kennir enn i Eyjafirði. Veiktist nýlega unglingsmaður i Arnar- nesi. Sóttvörn skipuð. (Nl.) Bdtnsköfu mikla hefir Akureyrarbær keypt. Er það vél til þess að grafa brott sand og leir á grynningum við höfnina og dýpka hana þar sem þörf gerist. Það er fyrsta botnskafa, sem fiuzt hefir hingað til lands. (Nl.) Bátstapi varð norður á Steingrímsfirði fyrir skömmu. Drukknuðu 5 menn í fiskiróðri. Formaður var Pótur Þórðar- son frá Gróttu á Seltjarnarnesi, fyrrum lögregluþjónn og næturvörður í Reykja- vík. Gránufélagið hefir nýlega haldið árs- fund sinn á Oddeyri og mættu þar 12 fulltrúar auk félagsstjórnar. Félagið hefir lengi verið á heljarþremi og furðar margan, hvað það hjarir á horriminni. Kaupstjóri lagði fram ársskýrslur um hag félagsins „sem eigí hafði breyzt til batnaðar." — Félagið er í botnlausum skuldum við Holme stórkaupmann í Kaupmannahöfn, skuldar honum 423 þús. kr. Hefir Holme boðiat til að gefa upp „töluverb" af skuldinni, ef hann íengi meginhluta hennar borgaðan og fól fund- urinn stjórn sinni og kaupstjóra að leita við hann frekari samninga um það mál. Maður drekti sér 2. þ. m. í Hafnar- firði, Kristján Jónsson, fyrrum bóndi í Hliðsnesi, 62 ára að aldri. Möðrnvallaprestakall hefir gtjórnin veitt sr. Jóni Þorgteinssyni á Skeggja- stöðum, þótt hann fengi færri atkvæði en hinn umsækjandinn. Skipströnd á íslandi á 25 árunum 1879—1903, segir sænskt blað eftir skýrslu sjókorta-deildarinnar dönsku hafa orðið 237, en skipbrotsmenn 2110; af þeim týndust 95 menn, 87 í strandinu íjálfu, en 8 í hrakningum á landi, frá strand- staðnum. Kensla í ensku. Frá 15. þ. m. geta menn fengið hjá mér kenslu í ensku, bæði að tala og rita mál- ið. Mig er að hitta í Aðalstræt 9 kl. 12—1 daglega. Julíus Jörgensen.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.