Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 28.10.1906, Side 1

Ingólfur - 28.10.1906, Side 1
ÍNGÓLFUR. IY. ÁR. lleykjavík, sunnudaginn 28. okt, 1906. 46. blað. lEiELgÍIlIl er í efa um það, að hollara og notalegra sé að vera þur og hlýr á fótunum en hið gagnstæða;; — en ef þér eigið ilt með það í haustrigning- unum og haustrosunum, þá skuluð þér reyna skófatnaðinn í Eilmioi og munuð þér brátt komast að raun um, að hann lekur ekki, að hann er hlýr, hald- góður og snotur og framúrskarandi ódýr. Mikið úrval af nýjum birgðum. Alt af smíðuð gÖtUStlgVél og allur annar skófatnaður á vinnustofunni og hvergi fljótar afgreitt viðgerðir á slitnum skófatnaði. Um mánaðamótin koma miklar birgðir af Samkepnin lifi! Nú kom siminn sér vel. Með Kong Inge 29. þ. m. fáum við — frá stærsta húsi í þeirri grein — feikn- in öll af nýjum, áhrifamiklum, cuorant lifandi myndum, sem sýndar eru u m g a m a 1 e y t i y f i r allan hinn mentaða heim. — Framvegis munum við og síma eftir beztu nýjum myndnm, til að geta fullnægt okkar afarmörgu áhorfendum og sívaxandi aðsókn. Sýningarnar fara fram í Báruhúsinu, sem bezt hentar fyrir sýningar af öllum húsum bæjarins. — Raflýsing — Musik frábær — Solosöngvar Herolds o. fl. heimsfrægra söhgvara, áður óþekt hér. — Allir hluthafar félagsins eru íslendingar, þar af leiðandi: Engir peningar út úr landinu. ísi. Lifandimyndafél. Til fánans. Ris þú unga íslands merki upp með þúsund radda brag. Tengdu’ i oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Ris þú íslands stóri, sterki stofn með nýjan frœgðardag. Hvort skal nokkur banna og bjóða börnum frjálsum þessa lands og til vorra œttarslóða augum lita rœningjans? Fylkjum oss í flokki þjóða. Fram, að lögum guðs og manns. Gœtum hólmans. Vofi valur viðskygn yfir storð og hlé. Enginn fjörður, enginn dalur auga hauksins gleymdur sé. Vakið, vakið, hrund og halur, heilög geymið íslands vé. Storma og ánauð stóðst vor andi stöðugur sem hamraberg. Breytinganna straum hann standi sterkur, nýr á gömlum merg. Heimur skal hér lita í landi lifna risa fyrir dverg. Skin þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll i fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og sið. Munist hvar sem landinn lifir litir þinir alla tíð. Hvert eitt landsins fley, sem flýtur, fáni vor, þig beri hátt. Hvert þess barn, sem Ijósið litur, lífgar vonir sem þú átt. Hvert þess líf, sem þver og þrýtur, þínum hjúp þú vefja mátt. Meðan sumarsólir brœða svellin vetra um engi og tún skal vor ást til Islands glœða afl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhœða, hrein sem jökultindsins brún. Smw a&encdifatteon. Fáuinn og konungslieimsóknin. Það gæti hugsast að einhverjum kynni að virðast svo í fljótu bragði, sem fáninn íslenzki ætti miður vel við samhliða rík- isfánanum danska, á mannfundum og sam- sætum við konungskomuna að sumri. Menn kunna að segja sem svo, að það sé óheppilegt að nota slíkt tækifæri til þess að sýna þjóðarvilja vorn í þessu efni, og að skyldur vorar um gestrisni og kurteisi geti ekki samrýmst við hreyfing fánamáls- ins meðan konungur er hér. Það er gott að slá varnagla við þess- um hugleiðingum þegar í stað. Því fer svo fjarri að neinn geti álitið það ókurt- eisi eða skort á smekkvísi heimamanns, þótt hann fagni gesti sínum svo að hann sýni sjálfum sér fullkomna virðing um leið; án alls efa mun það gleðja konung vorn mjög þá er hann kemur hingað að sjá oss sem líkasta sjálfum oss og eink- um mun allt, sem ber vitni um hið sér- staka eða einkennilegasta í þjóðerni voru auka ánægju hans. Ríki Danakonungs minkar ekki, heldur vex, í augum allra mannaðra manna við hvert merki sjálf- stæðis vors og sjálfsvirðingar. Þess ber líka að gæta að hér er ekki um neina nýung að ræða er geti á nokk- urn hátt sært vorn göfga gest eða fylgd hans. Eins og allir vita hafa íslending- ar þegar um langan tíma haft hug á því að koma sér upp alíslenzkum fána, og út um allt land og víða í Danmörku er fálka- fáninn allt til þessa dreginn upp við hvert tækifæri sem er, sem þjóðernismerki vort. Og þó að þeir menn er komu upp fálka- merkinu fyrst litu ekki réttum augum á það, hvernig verzlunarfáni siðaðrar þjóð- ar á Norðurlöndum ætti helzt að vera, þá kemur það ekki voru efni við hér. Aðal- atriðið er það að Danir og íslendingar hafa í kyrrþey komið sér saman um, að það væri móðgunarlaust með öllu þó að vér hefðum sérstakan fána fyrir oss, þar sem lagaleyfi þarf ekki til. Breytingin á mynd fánans getur ekki sært neinn þann er ekki lét sig móðga af fálka-fánanum. Er rétt að minnast þess hér, að íslenzki fáninn var stöðugt hafður samhliða danska fánanum í veizlu- sölum þar sem alþingismenn sátu með Dönum í utanför sinni. En það álítum við þó rétt að hraða þessu máli svo sem verða má, ekki síður fyrir það, þótt von sé þessara gesta frá Danmörku, því að ó- beppilegt væri mjög ef svo liti út sem vér notuðum þetta tækifæri til þess að koma fánanum fyrst á framfæri. Þaðgæti auðveldlega misskilist og þótt bera vitni um miður góðan smekk frá vorri hálfu. Æskilegt væri einnig að Danir fengju að vita það alment sem fyrst, hver rek- spölur er kominn á fánamálið hér heima;

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.