Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 28.10.1906, Side 3

Ingólfur - 28.10.1906, Side 3
[28. okt. 1906.] INGOLFDR. 181 eftirleiðis, og Hafstein sýair það líka að hann gjörir það ekki. Lítið dæmi skulum vér tilfæra hér. í fjárlagafrv., sem kom fram á þingi 1905, fór stjórnin fram á að veittar væru 1200 kr. til tímakenslu við hinn alm. mentaskóla og 1600 kr. til aukakennara. Þessa aukakennarastöðu, sem Hafstein hafði tekið af Bjarna Jónssyni cand. mag. 1904 vildi hann nú fá leyfi til að veita einhverjum sem honum gætist betur að en Bjarna. En fjárlaganefndin í neðri deild slengdi saman báðum liðunum og ákvað alt féð (2800 kr.) til tímakenslu. Hafstein lýsti misþóknun sinni á þessu í neðri deild og svaraði þá framsögumað- ur á þá leið, að fjárlaganefndin hugsaði sér að stjórninni væri það frjálst hvort hún réði aukakennara með árslaunum af tímakenslufénu eða hagaði notkun fjár- ins öðruvísi, en nefndinni þætti 1600 kr. of mikil byrjunarlaun handa aukabennara. Ráðherrann var ekki ánægður með þessi ummæli framsögumannsins, og þegar frv. kom uppí efri deild, gjörði hann því breytingartillögu í þá átt að veitingin væri orðuð eins og stjórnarfrv. fór fram á, 1200 kr. til timakenslu og 1600 kr. til aukakennara. En í efri deild var beint mælt á móti því af formanni fjárl.n. Jóni Jakobssyni, að skipaður væri nokk- ur aukakennari við skólann og var breyt- ingartillaga ráðherra því feld þar með 8 atkv .gegn 1.' Með þessari atkyœðagreiðslu er málið útkljáð þannig að stjórninni var ekki heimilt að verja neinu af tímakenslu- fénu til aukakennara, og voru hin óljósu ummæli framsögumanns neðri deildar þarmeð orðin þýðingarlaus, enda var málinu ekki hreyft minstu vitund á þing- inu eftir það. Ráðherrann var samt ekki af baki fallinn fyrir þetta. Hann tók aðeins, að vanda, til sinna ráða. Þóttist geta treyst uppá „flokbinn sem hann styðst við“. Bróð- ir Lárusar, hins dýra mágs hans, var em- bættislaus og ráðherrann sbipaði hann auka- kennara við skólann, í kyrþey þó, því að það þótti réttara að geta ekki um það í stjórnartíðindunum — og rak í staðinn frá skólanum 2 tímakennara, sem þar höfðu haft kenslu á hendi mörg ár, lengur en aukakennarinn nýi, að minnsta kosti annar þeirra, og þótt góðir kenn- arar. En flokkurinn samþykkir sjálfsagt alt eftir á. Þingræðið er ekki fólgið í því, að réðheirann gjöri það sem þingið vill, heldur i því að þingið fái að sam- þykkja eftir á það sem ráðherranum þóknast að gjöra beint ofaní ályktanir þess. Það þing er lætur bjóða sér slíkt hlutskipti, er ekki vant að virðingu sinni; og vist er það, að það situr illa á því aðætla að rifna af mikilmensku þóað kjós- endur láti það kurteislega vita, að þeir ætlist til að það taki eitthvað tilit til þjóðarinnar vilja. Þingræði gagnvart þjóðinni hyggj- ast þeir hafa, en gagnvart stjórninni — ekkert. Snýr það ekki öfugt, þingræðið það ? ■ X. A sjó og landi. Kappglíma. Jón Sigfússon í Húsavík, fræknasti glímumaður Þingeyinga, hefir skorað Ólaf Valdimarsson á hólm til glímu um silfurbeltið góða, er Ólafur hlaut eftir kappglímurnar 20 ágúst í sumar. Bæjarbrnni. Bærinn Hleinargerði í Eiðaþiughá brann til kaldra kola seint í f. m. og þar með öll taðan. Menn björg- uðust. Hvalveiðar Norðmanna á Austurlandi hafa gengið með lakara móti í sumar, að „Nl.“ segir. Barnaveiki hefir stungið sér niður á Akureyri og eitt barn dáið. Fiskafli hinn bezti við ísafjarðardjúp í haust, einkum í Bolungarvík. Sjálfsmorð. Maður drekti sér í Vest- mannaeyjum nýlega, roskinn að aldri. Annar maður hengdi sig á sunnud. var austur á Stokkseyri: Jón Pálsson íRana- koti, rúml. fimmtugur. Hafði verið geð- veikur. Höfuðborgin, Tryggvi konungur fór til útlanda á þriðjudagskveldið. Meðal farþega var Páll kaupmaður Torfason á Flateyri og Kristján bróðir hans. Frá Finnlandi eftir Bj'órn Stefánsson frá Auðkúlu. Nú eru löngu liðnir þeir tímar þegar for- feður vorir fóru í austurveg til Bjarmalands, börðu þar á tröllum og berserkjum og leituðu sér fjár og frægðar. Um margar aldir heiir sárfáum eða engum íslendingi komið til hug- ar að beina för sinni til Bjarmalands; það liggur of langt til þess úr þjóðbraut þeirra sem út fyrir “pollinn11 leita. Það má því nýung nefnast er fjórir íslendingar* tóku upp fornan sið f vor og fóru til Bjarmalands. Sá er þó munurinn, að för þessi mun livorki hafa verið til fjár né frægðar. Forfeður vor- ir fóru gullslausir en komu aftur með offjár, en við fórum með allmikið gull en komum aftur gullslausír eða að minnsta kosti léttari af gulli en þá er förin hófst. Þrátt fyrir það snerum við allir ánægðir heim úr förinni og endurminningarnar, sem við höfum um ferð okkar eru okkur dýrmætari en gull. Það mun ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meir um Finnlandsför okk- ar en orðið er, þar sem tveir samfylgdarmenn mínir hafa þegar skráð um hana hvor í sínu blaðinu —, en ég hefi ekki enn þá séð, hvað þeir hafa skrifað, og getur verið að eitthvað það slæðist hér með sem verður lesendunum nýtt, og sinum augum lítur hver á silfrið. Eftil vill bætum við þá hver annan upp, sem eigi mun * Auk greinarhöf. sr. Jón Helgason, sr. Sig- tryggur Guðlaugsson og sr. Jóhann Þorkelsson. Bjíirlii I.—IX. árg., comj plett, í ágætu standi og mjög sterku bandi, er til sölu, undir hálfvirði. Ritstj. vísar á seljanda. af veita, þar sem dvöl okkar í Finnlandi var mjög stutt og ekki sérstakt tækifæri til að kynnast landinu og þjóð þeirri sem það bygg- ir, eins og æskilegt hefði verið. Tilgangi mínum með þessum línum yrði þá líka náð ef þær yrðu ofurlítið til að skýra hugmynd- ir þeirra um Finnland, sem hafa verið því jafn ókunnugir sem ég var áður en ég fór þessa för. Fyrir vísindamennina og þá lærðu get ég auðvitað ekki skrifað. Sjálfur hafði ég lítið annað fræðst um Finnland, en það sem ég las um það í Schwanenffiigel (kenslubók í sögu í latínuskólanum); þar er það nefnt á stöku stað í sambandi við sögu Svía og hygg ég að flestir hafi verið jafnnær um Finnland og finzku þjóðina eftir þann vísdóm. Eg má fullyrða að Granzov eyðir alt að því hálfri bls. í sinni dýrmætu landafræði undir Finn- land. Þar er þess getið að talsvert sé af vötnum í Finnlandi og borg þar sem heiti Helsingfors o. s. frv. Eg man að ég var á- nægður við Granzov fyrir hvað hann var notalega stuttorður og kjarnyrtur um Finn- land. Það tók ekki langan tíma að læra um það og kostaði ekki mikil heilabrot. Við hefðum þegið að hann hefði verið eins stutt- orður um dönsku eyjarnar og Jótlands tang- ann, að því þar þurftimeir en meðalhaus til að fylgjast með. En þrátt fyrir það þótt Gran- zov heitinn, (ef hann er þá dauður) væri ekki mjög fræðandi hvað Finnland snerti, þá var mér þó frá barnæsku hlýtt til þessa lands. Mér var snemma kunnugt um að Runeberg og Topelius voru finnskir og það sem mér var sagt og ég las seinna sjálfur eftir þá studdi að velvild minni til þeirrar þjóðar. Hin þungu kjör Finna síðustu árin undir kúgunaroki Rússa og hin sterka þrá þeirra eftir frelsi þegar þeir voru stolnir því, varð einnig til að auka á vinarþel mitt til finnsku þjóðarinnar. Það lágu því ýms rök að því, að ég tók tveim höndum tækifærinu sem mér gafst í vor að sækja heim þessa þjóð, sem á svo langa raunasögu, af því hún hefir ekki enn þá getað vanist ófrelsis hlekkjunum. Mig hefir aldrei órað fyrir að leið min mundi liggja þangað þótt út úr landsteinunum færi og þvi var mér þessi för enn meira tilhlökk- unarefni en ella mundi. Áður en ég fer frekar út í förina til Finn- lands, vil ég með fám orðum minnast á land- ið sjálft og þá þjóð, sem liðið hefir þar blitt og strítt um margar aldir. Finnland er nál. ferfalt stærra en ísland og strjálbygt mjög. íbúar eru um 2Lf miljón. Landið er áfast við Skandinaviu- skagann norðvestan til en að austan við Rússland. Suðurhluti landsins er breið tunga á millum Helsingjabotns og Kyrjála- botns. Landið er að mestu háslétta. Þar eru ekki mörg há fjöll, en fjöldi af ám og vötn- um eins og finnska nafnið á landinu ber vitni um. Á finnsku heitir landið Suomi eða Suominmaa sem þýðir land vatnanna eða vatna landið. Skáldin kalla það líka „þúsund vatna landið“. Ekkert land á jörðinni er eins auðugt af vötnum sem Finnland. Vötn- in eru mest um miðbik landsins, víða eru

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.