Ingólfur - 10.11.1906, Síða 4
190
INGÖLFUR.
[10. nóv. 1906].
fundu þá glögt að þeir voru Pinnar og að
Itússar gætu þeirjog vildu þeir aldrei verða.
Það kom fjörkippur í þessa undirokuðu
þjóð, hún fann að hún hafði fullan tilveru-
rétt þótt fátæk og lítil væri. Nýr, heitur
og aflmikill straumur ólgaði í æðum hennar
og lifandi blær færðist yfir landið bæ frá bæ
— byggð úr byggð, en hvervetna fóru land-
flótta hálfvelgjan og molludrunginn. Þjóðinni
var það ljóst að um lífið var að tefla. Aldrei
hefir þjóðernistilfinningin verið sterkari
og ættjarðarástin öflugri en síðan Finnar
nundust samtökum sínum gegn Rússum. Þessi
þjóðarvaknÍDg gerir hvervetna vart við sig
og kemur einkum íram í því að þeir kosta
kapps um að útrýma öllu óþjóðlegu og verj'
ast sem mest óhollum áhrifum frá öðrum
þjóðum.
Hingað til hefir svenska verið bókmál
og mennta. FÍDskan hefir til þessa nálega ein-
göngu verið almúgamálið og lítil rækt lögð
við hana. Pinska tungan er eins og þjóðin
áskyld öðrum tungum Norðurálíu og hljómar
því all ókunnuglega i eyrum þeirra, sem skilja
hana ekki. Ekkert upprunalega finskt orð
hefir nokkra líkingu við nokkurt það orð er
vér þekkjum í tungum annara Norðurálfu
þjóða. Þó skal ég ekki fullyrða nema mál-
fræðingunum tækist að finna einhverja lík-
ingu, með hugviti sínu og skarpleik, en það
yrði víst jafnmikill vandi eins og að fiDna út
að equus i lat. og jór í íslenzku sé sama
orðið, en talsverðar breytingar hafa víst orð-
ið á tungu Finna frá því Babelsturn hrundi,
þegar allir mæltu á eina tungu.
Finskan er auðug mjög af hljóðstöfum,
en samhljóðendur eru mjög fáir og eingöngu
mjúkir. Yfirleitt er tunga Finna mjúk og
þýð og hljómar allvel í söng, en afarerfitt
kvað útlendingum vera að læra hana. í
henni eru t. d. 14 eða 15 föll (casus) og
annað þar eftir. — Þessa tungu sína vilja
nú Finnar hreinsa og laga sem mest og gera
hana einvalda f landinu. Svenskan verður
nú hvarvetna að þoka fyrir finskunni og horfur
á að ekki muni þess langt að biða, að svenskri
tungu verði með öllu útrýmt úr Finnlandi.
Þó eru margir sem telja aðferð þessa óheppi-
lega fyrir finskar bókmentir og mun það
satt vera, með því að finsk tunga er svo gagn-
ólík og stendur svo fjarri öllum öðrum mál-
um hins raentaða heims að jafnan munu
þeir verða sárfáir sem hana skilja og hins-
vegar stafar finsku þjóðerni ekki eins mikil
hætta frá Svíþjóð og svenskri tungu, eins og
sumir hyggja. Svíar hafa enga löngun til
að bæla niður eða misbjóða finsku þjóðerni
og finskan er svo fjarskyld svenskunni að
henni getur tæplega staðið nein hætta frá
henDÍ. Þeirri hættu verður ekki jafnað sam-
an við þá hættu, sem íslenzku þjóðerni og
íslenzkri tungu hefir jafnan verið búin frá
dönskum áhrifum. Allir sjá að þar er alt
öðru máli að gegna og vel mættum vér taka
oss til fyrirmyndar áhuga og viðleitni Finna
um varðveizlu þjóðernis og tungu.
ísl. lifandimyndafélag hefir undan-
farandi sýnt Ijómandi fallegar myndir í
Bárubúð og mun gjöra framvegis. Út-
búnaður allur er hinn besti og stendur
eigi að baki samskonar útbúnaði' erlend-
is, nema framar só. Hefir alþýðu manna
Með amerisku kappi ryður
Wolverine bátamótorinn
sér til rúms um allan heim
Fleiri þúsundir af mótor þessum eru seldar árlega en tugir af
mótorum þeim, er menn þekkja hér á landi.
Upplýsingar lijá:
P. J. Torfason
á Flateyri.
þótt hin mesta skemtun að horfa á, því
að sumar eru myndirnar til fróðleiks en
sumsr til gamans og eru umskiftin góð.
„Draumur í tunglskini" heitir ein kvik-
myndin og er hún einkar skáldleg og
skringileg. Sýnir hún mann, er fiýgur
í draumvímu til tungisins og alt sem
fyiir hann ber i því ferðalagi. Gferist
þar margur skoplegur atburður unz mað-
urinn ríður gandreið af húsmæninum
gegnum geiminn fram hjá svífandi skýj-
um og heiðstirndum himni. —
Sumar myndirner sýna mjög fagurt
landslag með laufkvikum skógum og
hávöxnu skrúðgresi, sem vaggast í vind-
blænum og gerast þar ýms æfintýri, sem
oflangt yrði hér að lýsa eða upp að telja.
Skal aðeins bent á „laxaþjófana" og
„misskilninginn“, sem eru mjög skýrt
og vel sýndar, alveg eins og atburðirnir
sjálfir bæri mönnum fyrir sjónir.
Frá Færeyjum.
Uppboð
Þann 12. nóv. 1906 kl. 11 f. h. verður
opinbert uppboð haldið á Skólavörðustíg
17 A, og þar selt: Stólar, borð, rúm-
stæði, ofnar, olíumaskínur, olíulampar, sjó-
föt, tunnur og „brak“ til eldiviðar.
Rvík 10. nóv. 1906.
Runólfur Stefánsson
skip8tjóri.
„V alurinn”.
Reykvíkingar, sem ætla að kaupa „Val-
inn“ snúi sér beint til hr. cand. phjl.
Einars Gunnarssonar
í Templarasundi.
„Valurinn“ kostar aðeins 3 kr. en
| er þó jafnstór stærstu blöðum landsins.
Að efni verður hann fjölbreyttari, en flest
önnur blöð.
0^"* Gleymið ekki að panta „Valinn“
sem fyrst.
Sumarið óvanalega rigningasamt. Hey-
föng lítil og skemd. Bygg hefir ekki
þroskast þar i sumar nema á þeim stöð-
um sem bezt liggur við sól. Saltfisks-
verkunin hefir gengið vandræðalega
vegna óþurkanna, fiskurinn farinn að
skemmast.
Hvalveiðar með lakara móti. Fyrir
fáum árum var mikið af hvölum við
eyjarnar, en þeim fer nú altaf fækkandi
vegna veiðanna. Fyrsta hvalveiðastöð-
in var bygð þar fyrir 12 árum. Nú
halda menn að eftir 10 ár geti engin
hvalveiðastöð þrifist þar. í sumar hefir
danskt skip keypt nýjan hval við eyj-
arnar sem svo mun vera seldur í Dm-
mörku til matar, saltaður eða reyktur.
Talsími er nú lagður milli eyjanna um
leið og utanlandssíminn kom.
(„Börsen").
Drengur
eða
telpa
geta fengið að selja bækur og blöð.
Ritstj. vlsar á.
Skilagrein.
Samskot til minnisvarða Jo'nasar llallgrímssouar:
Frá Geiradalsbreppi................13,00
Gjöf frá Birni Kristjánssyni kaupm. 100,00
— Vilh. Bernhöft .... 10,00
— Þórði Pálssyni lækni . . 10,00
Rvík. 10/lt ’06.
Halldór Jónsson.
Kensla.
Undirrituð tekur að sér að kenna byrj-
endum klaver og harmoniumspil.
Frú Anna Pálsdóttir,
Þingholtsstræti 23.
Klukkur, úr og úrfestar, sömuleiðis guil
og silfurskrautgripi borgar sig bezt að
kaupa á Laugavegi nr. 12.
Jóhann A. Jönasson.
B3BBB3BS
Útgefandi: Hlutafélagið Ingólfur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur:
Benedikt Sveinsson.
VilaeipranUmitjsD.