Ingólfur


Ingólfur - 17.03.1907, Blaðsíða 2

Ingólfur - 17.03.1907, Blaðsíða 2
42 INGÓLFUR 50 kenslutíma í ensku veitir Mr. Bogers fyrir lægra verð en fyrr. Sérstakir kostir ef þrír eða fleiri eru saman. Þeir sem taka vilja þessum boðum gefi sig fram fyrir 24. marz. Fyrsti tími til reynslu ókeypis í Hótel ísland gætum manni. En alþíða manna ætti að hafa gát á slíku, því að þau tíðk- ast nú hin breiðu spjótin, að traðka á sínu eigin þjóðerni. Hin stefnan er sú, sem iðnaðmenn hafa. JÞeir eiga almannalof skilið firir þá þjóðrækni, sem þeir sína með því, að koma upp líkneski Ingólfs landnáms- manns og firir höfðingsskap, rausn og dugnað í framkvæmdinni. Og þakkir eiga þeir sldldar firir það, er þeir bj Upa Einari Jónssini á þann hátt, sem honum má einn að haldi koma, með því að gefa honum færi á að vinna í þjónustu þeirrar li*tar, sem hann hefir helgað líf sitt, löngun og vonir. Eg efast ekki um að áheirendnr mínir óski eins og ég að þessi stefnan sigri. Bjarni Jónsson frá Vogi. Krafa um þiugrof. Þar sem oss kjósendum í Staðarsveit í Snæfellsnessýslu er af dagblöðum landsins orðið fyllilega Ijóst, að mikill hluti alþingismanna þeirra, er eftir gíðustu kosningum eiga enn sæti á þingi eru fráhverfir því að halda fram hin- nm forna og nýja vilja þjóðarinnar í landsréttindamáli íslands, og í annan stað af þeirri ástæðu, að við síðustu kosningar vóru eigi væntanlegir samn- ingar þeir, er nú standa til milli þjóð- anna Dana og íslendinga, þá leyfum vér oss virðingarfylst að skora á yður, hæstvirti ráðherra íslands, að þér hlut- ist til um að þing verði rofið og nýjar kosningar látnar fara fiam fyrir þing. í sambandi við framanritaða áskor- un leyfum vér oss ótvirætt og ein- arðlega að láta í ijós þana vilja vorn, að hið kæra fósturland vort, ísland, verði frjálst sambandsland við Dan- mörku og með s.imbandslögum er ís- land taki óháðan þátt i, kveðið á um það, hver málefni eftir ástæðum lands vors hljóta að vera sameigi leg mál þess og Danmerkur. í öllum öðrum málum viljum vér að íslendingar verði með konungi sínum einráðir um löggjöf og landsstjórn og byggjum vér þessa kröfu vora á hinum sögulega rétti þjóðarinnar. Að mál íslands verðibor- in upp í rikisráði Dana erum vér því með öllu mótfallriir með því að slíkt er ósamrýmanlegt við sjálfstæðiskröfur vorar. Þar sem vér búumst við, að áskor- anir í þessa átt berist til yðar, hátt- virti ráðherra, úr fleiri héruðum lands- ins, leyfum vér oss að síðustu að skora á yður, að gera þegar heyrinkunnugt fyrir landsmönnum, hvort þér viljið verða við áskorunum þessum. Görðum 2. febr. 1908. Jón G. Sigurðsson, Vilh. Briem, Sœmundur Sigurðsson, Þorgils Guðmundss., Sveinn Magnússon, Ingvar Pétursson, Jóliannes Ó. Gíslason, Guðmundur Jónss., Jón Sigurðsson, Björn Jónsson, Kristján Pálsson, Ilafliði Þórsteinsson, Niels Ólafsson, Magnús Magnússon, Sigurður Þorleifsson, Guðl. Jónsson, Eyólfur Sncebjarnarson, Eirikur Sigurðsson, Jón Magnússon, Páll Pétursson, Guðmwndur Jónsson, Björn Andrésson, Bjarni Nikidásson, Ilálldór Jónsson, Vigfús Vigfússon, Guðmundur Magnússon, Pétur Daníelsson, Bjarni Jónsson. SU lád-hetza . eLfancL. Fylgi íslenzka fánans. Sex fundir norðanlands samþykkja tillögu Stúdenta- fólagsins. Fundir Ilólasveina og bænda í Hólahreppi: „Hið íslenzka stúdentafélag“ sendi hingað til búnaðarskólans á Hólum pren:að bréfum „fánamálið" samhljóða ávarpi því, er stjórn félagsins birti í síðastliðnnm nóvembermánuði. í tilefni af því viljum vér skýra hinni háttvirtu stjórn félagsins frá því, að nemendur skólans tóku mál þetta til athugunar á málfundi einnm í f. m. Veitti fundurinn málinu einliuga fylgi; og þá er um það var að ræða, hvert ai þeim fánasýnishornum, sem fram hafa kornið, skyldi velja, þá var fáni „Stú- dentafélagsins samþyktur í einu hljódi. Jafnframt skal þess getið, að málið var borið upp til athugunar og rœlt á fundi, sem bœndur í Hólahreppi ltéldu liér 25. f. m. Þar voru eftirfylgjandi tillögur sam þyktar með nær öllum atkvæðum: 1. „Fundurinn er eindrcgið meðþví, að vér Islendingar eigum að fylgja því fast fram að fá sér- stakan fána löggiltan og taka hann þegar upp til notkunar lieima fyrir, þó að löggjldingin sé ekki fenginJ 2. „I öðru lagi vill fundurinn mcela med þvi, að það verði fáni Stú- dentafélagsins í Reykjavík, sem allir landsmenn fylki sér um“. Hólum í Hjaltadal 18. febr. 1907. í umboði fundanna. Jósep J. Björnsson. Sig. Sigurðsson. Sig Þórðarson. „Fundafélag Árskógsstrandar“ hefir samþykt svohljóðandi yfirlýsingu á fandi 19. f. m.: „Fundurinn lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við það að ísland fái sérstsakan fána og aðhyllist fyrir sitt leyti fánahugmynd Stú- dentafélagsins í Eeykjavík. Ennfremur lcetur fundurinn í Ijós óánœgju sina yfir þvi að Vng- mennafélag Akureyrar skyldi verða til þess með afskiftum sínum af þessu máli að vekja sundrungu, sem að líkindum verður til að tefja fyrir málinu.“ Á tvciin öðrum funduin i Arnarneshreppi hefir Stúdentafán- inn verið samþyktur með meiri hlida atkvœða. Á Málfundafélagsfundi Svínavatns- lirepps í Húnaþingi 20. jan. var samþykt svohljóðandi yfi lýsirg: Málfundurinn er algerlega sam- þykkur yfirlýsing borgarafundar á ísafirði ‘25/j2 ''06', þeirri er sam- þykkja fána Stúdentafélags Rvik- ur, svo framarlega sem hann reyn- ist ekki að vera þjóðfáni annara þjóða, og treystir þvi að þau fáu félög, sem hafa lýst sig lionum ó- samþykk, veki ekki sundrung, en samþykki sem fyrst Stúdentafán- ann. í umboði Málfundafél. Svínavatnshr. febr. 2. 1907. IArus Stefánsson, Hilmar Stefánss., p. t. fundarstjóri. p. t. skrifari. llerkostnaðar-grýlaii. Suuiir mótstöðumenn sjálfstæðis vors halda því fram, að vér íslendingar þurfum að hafa her ef vér hugsum til að verða sjálfstæðir. Eg spyr þá: Hvað höfum vér við her að gjöra, frekar fyr- ir það þótt vér verðum sjálfstæðir? Vofir nokkur ný hætta yfir oss þá? Eða trúir nokkur heilvita maður því að það sé sá danski verndarvængur, er bægt hefir ofbeldi herskárra stórvelda frá voru landi til þessa? Svo mikið er víst, að eigi halda Danir það sjálfir. Eg hefi talað við marga Dani og spnrt þá, hvort þeir mundu verja ísland ef á það yrði ráðist. Sum- ir hafa rekið upp stóran hlátur og sagt að þeir yrðu nú fyrst að hafa afl til að verja sjálfa sig. Aðrir hafa gpurt, hvort vér gætum ætlast til þess að þeir færu að neyta síns ýtrasta afls til þess að verja land í 300 mílna fjarska, sem þar að auk vildi meina sér öll hlunn- indi. — En aldrei hef eg heyrt þess getið að einum einasta hafi dottið í hug að gjörlegt væri að kasta út miljónum fjár og mannlífum til þess að verja jafn lítilsverðau landskika, sem ís- land nú er orðið fyrir hina dönsku rik- isheild. Nei, — Dmir vilja aðeins halda íslandi mcðan þeir geta það sér að kostnaðarlitlu, en fúsastir mundu þeir til að afsala sér réttinum til þess í hendur öðrum ef til kæmi. Því að ísland er hvorki bein af þeirrabein- um né hold af þeirra boldi. En látum það nú vera þá þjóðréttarlegu viður- kenningu á danska ríkinu, sem bægt liefir stórveldunv.m frá þvi að ásælast ísland, þá er það nú ekki annað en það, scm vér getum hæglega útvegað íslandi þegar vér höfum losað það und- an völdum Dana. Ef oss tekst að koma fram í vorri sjálfstæðisbaráttu sem menningarheild en eigi uppreisn- ar flokkur, þá eignm vér siðferðisleg- an rétt á viðurkenningu. hvar sein er og enginn mun brjóta upp á þeirri fásinnu að krefjast þess af oss að vér höldurn úti her til þess að tryggja vort „hlutleysi“ á hernaðartímum. Detti nokkrum það í hug, þá höfum vér æ- tíð nóg gögn til að sýna fram á að slik krafa sé sprottin af skammsýni. Vér munum halda því fast fram, að heimurinn hefir ástæðu til að gleðjast í hvert skifti sem eiuhver heild rís upp, sem setur traust sitt til menningar og mannúðar réttarins, en eigi til vopna- fargansins, sem nú þjakar framförum hins mentaða heims. — Hvert fyrir- komulag smáríkin, San Marinó og hin önnur hafa hjá sér, kemur oss á norð- urhjara heíms ekki við, vér getum fátt af þeim lært. Eitt er víst, að vér þurf- um að hafa góða lögreglu til varnar mót öllum ránsskap bæði á sjó og landi. En þess þurfum vér jafnt hvort vér er- um sjálfstæðir eða ekki. Af Dönum getum vér engan veginn haldið áfram að þiggja gæzlu vorra eigin laga. H. Hrossakjötsát erlendis. Spanskt tímarit hefir nýlega flutt rit- gerð um hrossakjötsát í Norðurálfu og hvetur landa sína til þess. Þar í landi hafa allir ramman viðbjóð á hrossakjöts- áti og stafar það upphaflega af banninu i Móses lögum. Er þessi trúarfirra orðin svo langæ og rótgróin í meðvitund manna að engum dettur í hug að bragða hrossa- kjöt og hyggja allir það „óhreint" og óætt. Höfundur greinarinnar kveðst þó hyggja að höfðingjunum mundi falla það vel ef þeir reyndu það og fátækum mönnum mundi það og hin hollasta fæða, þeim sem brestur fé til þess að kaupa annað kjöt fyrir dýrleika sakir og eru svo án þess með öllu. Mundu þeir þá mega afkasta meira verki heldur en þeim er unt við þann kost, sem þeir eiga nú að búa. Hrossakjötsát fer mjög í vöxt í ýms- um löndum álfunnar, sem bezt má sjá á tölum þeim, er hér fara á eftir: í Berlín var slátrað nær 3000 hrossum til raanneldis árið 1847, en árið 1900 vóru þau 10363 og árið 1902 orðin 12703. í Prússlandi öllu var slátrað 63800 hrossum árið 1899, en 1902 var talan orðin nær 86 þúsundir. Annars- staðar á Þýzkalandi er hrossakjötsát minna, en fer þó sívaxandi. Einna mest er það í Hamborg og Breslau. í Frakk- landi og Austurríki er mikið etið af lirossakjöti, eiukum í stórborgunum. í Vínarborg var slátrað 1122 hrossum árið 1862, á ið 1890 nær því 7000, og árið 1894 nam talan rúmum 18 þúsund- um. í Parísarborg er etið viðlíka mikið af hrossakjöti. Hro-isakjötsát hófst fyrst á Frakklandi. Var þar fyrst lögskipaður hrossaslátrari árið 1866. Áður höíðu hross verið etin þar á laun, svo sem titt var á íslandi í fornöld. Nú eru löggilt sláturhús, þar s m þess er vandlega gætt að ekki sé kjöt af sjúkum hrossum haft til mann- eldis. Það er sagt, að i Krimsstríöinu hafi hermenn þeir verið miklu þolnari er átu hrossakjöt heldur en hinir, er ekki neyttu þess. En uiest er undir komið, hversu kjotið er fram reitt. Það er bragðgott ef rétt er með farið og margir sælkerar eru sólgnir í hrossatungur. „Review of Reviews11. „Stcrling11, hið nýkeypta skip Thore- félagsins, er kom hingað í fyrsta sinn 11. þ. m. er allstórt, mjög vandað og rúmgott fyrir farþega. Skipið er dá- lítið stærra en „Laura“ (Alls 1100 smálestir netto 650). Fyrsta farrými er handa 66 farþegum. Annað farrými handa rúmum 20. Gangvél skipsins hefir 800 hestöfl, hraðinn 12 mílur. Skipið er 16 ára gamalt og snoturt á að sjá enda hefir nýlega verið gert við það. Raflýsing um alt skipið. Yflr miðjum þiljum er lyfting handa far- þegum. Skipstjóri er E. Nielsen, Qr áður var skipstjóri á „Tryggva kon* ungi.“

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.