Ingólfur - 14.04.1907, Page 2
58
INGÓLFUR
,Uíyju fötin kcisarans4.
Ljósara mál og auðsærra getur ekki
en það, að þingrof var sjálfsagður
hlutur, þegar velja átti nefnd til að
semja við Daui um samband þeirra við
ísland. Heíir það og verið margsýnt
og sannað.
Stjórnarskráin skipar fyrir um þau
mál ein, sem Danir játuðu 1871 að
vér ættum yfir að ráða. Alþingi er
ætlað að fást við ,.sérmálin“ eingöngu.
Um öll önnur mál hefir oss verið varn-
að atkvæðis með öllu. En ef nú skal
ákveða um, hversu fara skal nú með
þau, þá er það fyrir utan verkahring
Alþingis. Þess vegna þarf þjóðin að
gefa því urnboð til að gera sainninga
þar að lútandi. Til þess þarf þingrof.
En þótt Alþingi þyrfti ekki neitt auka-
umboð til samninganna, þá væri þó
sjálfsagt að leita atkvæðis og vilja
þjóðarinnar um það, hvort hún vill
semja, hvernig hún vill semja og hverja
hún vill láta semja.
En til þess þarf þingrof.
Enginn hefir enn komið með snefil
af ástæðum móti þingrofinu og hafa
þó bæði kaupamenu og sjálfboðaliðar
stjórnarinnar reynt að vefa henni
hlífar.
Er ekkert af því svara vert, en í
Norðra ritar Sigurjón Friðjónsson um
málið og er rétt að veita honum þá
sæmd að svara honum og láta hann
þar njóta annara þeirra hluta, sem hann
hefir vel gert, þótt hér sé farið í geit-
arhús að leita ullar, ef menn ætla að
finna annað en híalín í þessum „nýju föt-
um keisarans“, sem bann hefir ofið í
Norðra.
Grein Sigurjóns sýnir afbragðsvel
vefnaðarlag þeirra manna, sem reyna
að flétta eitthvað til þess að skýla
nekt Hannesar Hafsteins.
Uppistaðan í vef Sigurjóns er sú, að
blaðamannaávarpið hafi verið „skrít-inn
fleygur á milli liokka“. Það er nógu
handhægt að byrja röksemdir sínar á
því, að hvítt sé svart, en sönnunar-
krafturinn er ekki að því skapi mikill.
Allir vita að blaðamannaávarpið var
tilraun til að sameina flokka, en ekki
til þess að sundra þeim. — Því næst
segir hann að af þessum „fleyg“ hafi
staðið ýms „veður“ og sé hið síðasta
krafa um þingrof. Eru slíkt staðlausu
stafir, því að þingrof koma ekkert
við fleygum eða flokkum. Þau eru til
þess eins að þjóðinni gefist kostur á
að gefa, fyrirskipanir um, hvað gera
skuli og fá til starfans þá menn, sem
hún treystir bezt.
Eu Sigurjón er nú ekki alveg á þvi.
Honum þykja þingrof óþörf af því að
hann sér ekki, eftir hvada málum eða
nierkjum ujip slndi gera milli flokka.
Er svo að sjá sem bonum þyki kjós-
endur landsins hafa það eitt hlutverk
að „gera upp" milli flokka, eða með
öðrum orðum að segja ti), hver fá
skuli „meira af grautuum og minna
af skyrinu“. Hann getur ekki hugsað
sér að þjóðin vibli lofa öllum flokks-
hetjum að hvíla sig og veldi þá eina
menn á þing, sem vildu ékki skifta
sér í floklca um sjálfstœðismál hennar,
heldur stæðu alJir sem einn maður gegn
Dönum og færi einarðlega og sköru-
lega fram kröfum vorurn til fullkom-
ins sjálfstæðis. En þetta þarf nú
þjóðin einmitt að gera. Og tiJ þess
þarf þingrof.
Sigurjón telur þau óþörf af því að
honum þykir kosningar eiga skera úr
því einu, hverjir ráða skuli yfir graut-
arpottinum, eða „gera upp“ milli
flokka, eftir því sem hann orðar það.
Svo eiga það að vera röksemdir hjá
honum, að menn skiftast ekki í á-
kveðna flokka um kirkjumál, alþýðu-
fræðslu og bindindi. Hér sést þetta
gamla herkænskubragð stjórnarvinanna,
að grauta allskonar óskyldum málum
saman við sjálfstæðismálið. Sigurjón
veit þó eins vel og aðrir að engum
hefir komið til hugar að þessi mál
kæmi til greina, þegar kjósa skyldi
menn til að fjalla um sjá'fstæðismálið.
Hann og allir mótstöðumenn vorir og
landsius vita vel að löglegir samning-
ar ura samband íslands við erlent vald
hafa engir verið gerðir síðan gamli
sáttmáli var gerður. Og það sœtir
undruni að nokkitr maður þonr að
draga úr því með einu orði, að alt sé
seni hezt vandað til hins mjja sáttmála.
Gissur Þorvaldsson kom gamla sátt-
mála fram og ber siðan minning hans
landráðanna brennimark. En þeir
menn sitja nú i stjórn og á þingi, sem
eru berir að því, að þeir þora ekki að
að gera neinar sjálfstæðiskröfur oss til
handa, sem komast í hálfkvisti við sátt-
mála Gizurar. Þó vill Sigurjón ekki
sjá neina ástæðu til að skifta um menn.
Síðasta ástæða Sigurjóns gegn þing-
rofi er háJf spaugileg. Hann cr þar
að sanna að allir séu sammála i sjálf-
stæðismálinu. En honum tekst ekki
vel að sanna það. Það er og erfitt
viðfangsefni, því að allir þeir, sem
blaðamannaávarpinu fylgja, vilja að
ísland sé frjálst sanibandsland Dana
þ. e sérstakt ríki (o: land) með fullu
drottinvaldi, er geri sambandssáttmála
(ekki sambandslög) við Danmörku, og
sé skilmálar svo að eigi skerðist drott-
invald íslands meir en drottinvald
Dana. Hinir, yfirlýsingarmenuirnir,
vilja ekki að Ísland sé frjálst sam-
bandsland Dana, heldur danskur ríkis-
liluti.
Heíði Sigurjón vilj«ð sjá hið rétta
um þennan mun, þá hefði hann fundið
þingrofsástæðu eftir sínu höfði. Því að
víst mætti greina hér milli flokka, þar
sem annar vill sjálfstæði en hinn vill
ekki.
Þá hefði hann og séð, að hann óf
þessa Hannesarhempu úr alveg sama
efninu sem nýju fötin keisarans voru
gerð úr.
Aðsjálir menn.*
Eftir Karl Sajo, háskólakennara.
Það er bald manna, og er sennlegt
að hugsun dýra geti eigi verið útsjál.
Tauglíf þeirra sýnist vera algerlega
aðsjált, það er að skilja, þau mæla
hvern hlut með því eigingirninnar alin-
máli, hvort hann er þeim og þeirra
hagfeldur eða ekkj. Það mætti kveða
svo að orði, að dýr séu yfir höfuð að
tala „oddborgarar“.
Að ekki sé nein útsjál hugsun til í
dýraheiminum má ráða af því einu, að
meiri hluta maunanna er ófært að hafa
annan hugsnnarhátt, en þanD, sem er
háður aðsjálninni einni. Fáeinum er
ásköpuð sú gáfa, að geta verið útsjálir,
en oft eiga þeir þó ekki þessu að fagua
nema örfá ár. Þegar hallar af hádegi
líkamsþroskans þá síga þeir aftur niður
á svið dýrssálarinnar. Þó cr ekki sagt
með þessu að þeir verði vondir — eftir
vanalegum skiluingi. Því að allir vita
að dýrin eru ekki heldur vond og að
meðal þeirra eru mörg geðgóð og væn
skinn, sem eiga fáa jafningja sína í
mannhópnum.
* Upphaf þessarar greinar birtist fyrir
nokkru í öðru blaði, en hér verður hún
prentuð öll. Endirinn kemur í nœsta tölu-
blaði.
E’i dýrunum er þó aldrei hugar-
haldið um aðra hluti cða verur, en þá,
sem geta orðið þeim til gagns eða
tjóns. Dýrinu eru alveg sama um það,
sem stendur í engu sambandi við vel-
ferð þess eða þeirra, sem eru því ná-
komnastir. Þvi þykir einski3 um vert,
þótt það sjái fögur og ilmandi blóm,
ef þau eru ekki í neinu orsakar sam-
bandi við lífsuppeldi þeirra. Dýrum
er og sama um mennina, jafnvel hin
mestu mikilmenni, ef þeir eiga ekki
heima, þar sem þau fá vernd og fæðu.
Eo þau dýr óttast mennina og teljaþá
fjandsamlega, sem ótamin eru og lifa
á mörkum úti.
Menn kynnu því að vilja telja einkenni
mannkynsins: þá útsjálni, að tnaðw-
inn getur athugað viðburði í umheimi
án þess að breiða þar yflr feld sinna
eigin hagsmuna. En rangt yrði það.
Þetta er ekki alment einkenni þeirrar
tegundar, sem nefnist homo sapiens.
Eða vér yrðum að draga 8 eða 9 tí-
undu hluti mannkynsins frá tegund-
inni hotno sapiens, og gera úr nýjan
flokk og — min vegnal — kalla þá
„manndýr“ eða „dýrmennu og fá þeim
vísindanafnið t. d. homo subjectivus til
aðgreiningar frá hærri manntegundum,
hinum útsjálu, liomo sapiens.
Yera má að sumum komi þetta ó-
kunnuglega fyrir sjónir. En útsjálir
menn þurfa eigi annað en veita fjöld-
anum athygli. Þá munu þeir komast
að raun um að mestur hluti hans berst
undir hagsmunamerkiuu. Hann virðir
engan viðlits, sem hanu getur ekki
haft neinn hag af, hvort sein það eru
vísindi, listir, iðnaður, jurtir, dýr eða
— menn. Hann hugsar ekki um aðr-
ar jurtir en þær sem geta verið verzl-
unarvara; alt annað er gagnslaust ill-
gresi í þeirra augum. Og orðið „ill-
gresi“ einkennir einmitt aðsjálamanninn
eða réttara sagt „manndýrið“. Illgresi
er það, sem hvorki verður étið né selt.
Á sama hátt er skipað í flokk: kúm,
svínum, ösnum, hesturn, hérum og gæs-
um.
Aðsjála fólkiðsegir: ætijurtir og sölu-
jurtir verður að meta mikils — en
hinu illgresiuu ætti að útrýma. Sömu
augum líta menn og á dýrarikið. Þeir
skilja ekkert í þvi, að mönnum þyki
nokkuð koma til skordýra, söngfugla
(að undanteknu því, hvernig þeir eru átu)
og hinna mörgu þúsunda af smáum og
stórum dýrum sem ekkert er á að
græða.
Aðsjáli maðurinn mælir mennina með
sama alinmáli. Hann vil umgangast
þá, ef hann væntir sér nokkurs hagn-
aðar af þeim fyrir budduna, fyrirborð-
haldið, fyrir fýsnirnar eða hégóma-
girnina. Annars snýr hann baki við
þeim. Ef hanu hittir listamann, t. d.
málara, þá hugsar hann ekki um mál-
merk hans, heldur um verðið á því.
Hann talar ekki um innihald bókar-
innar við rithöfund vísindaverks, en
hann spyr: „Hversu mikil ritlaunfeng-
uð þér fyrir hana?“
Þótt þessir monn kunni að tala,
skrifa og reikna og lesa, þá eru þeir
þó greinileg dýr i öllu andarfari sínu.
Og þeir eru jafneinfaldir sem dýrin,
því að þeir halda að heimurinn sé til
orðinn fyrir sig eina, alveg eins og
menn héldu fyrr að jörðin væri heims-
miðja.
Hin ýmsu tímabil einstaklingævinn-
ar eru eftirtektarverð í þessa stefnu.
Er þar athugunarefni fyrir hvern þann
mann, sem lifir ofar aðsjálninni og býr
í útsjálninnar landi. Jafnvel aðsjálir
menn eiga þau ár ævi sinnar, er þeir
leggja hug á hluti, sem standa ekki í
neinu sýnilegu sambandi við þeirra
eiginn hag. Það er eldmóðstími æsk-
unnar, þegar hugurinn hefst á flug og
þekldngar-þrá hans lifnar við sannindi
vísindanna, eðlislögin, sambaudið milli
alheimsviðburðanna, þróunarsögu fjar-
lægra himinhnatta, heim dýra og jurta,
sögu jarðarinnar, sögu lifandi og líf-
rænna hluta og þar á meðal mann-
kynsins. Á þvi tímabili ævinnar geta
jafnvel hversdagsmenn litið á umheim-
inn ofan af sjónarhóli heimspekinnar,
þ. e. af sjónarhæð útsjálninnar. Á
þessum ævikafla fegrar stuudum andi
óeigingjarnar lífsskoðunar þá menn,
er síðar verða síngirnisseggir.
En því er miður að þessi andargöfgi
hverfur flestum eftir skamma stund. —
Innan örskamms tíma kemur oddborg-
arastigið. Þá stöðva þeir sitt æsku-
glaða háflug og lifa síðan eins og sauð-
ir á beit.
Eg hefi þokt æðimarga menn, sem
gátu sökt sér niður í umræður um
vandráðnustu gátur andlegs lifs. Eu
eftir 10—20 ár var hugarfar þeirra
svo umbreytt, að enginn mundi trúa að
það væru sömu mennimir. Þá töluðu
þeir einungis um búskap sin i, tekjur
og matarvonir. En þegar ég vék tal-
inu að þoim andlegum framförum, sem
orðið höfðu á þessum tíma — þá gláptu
þeir á mig eins og tröll á hciðríkju —
það var annarleg tunga, sein þeir
skil lu ekki. Og þó voru þeir úr hópi
svonefndra „tnentaðra manDa“. En svo
var mál með vexti, að líf þeirra var
sokkið í aðsjálnina, niður í taugalifs-
heim dýranna, þaðan sem enginn rís
upp.
Hér verður þó þess að geta, að eigi
mega alla meun lítayfirsvo ljósaæsku
því að margir eru og sneyddir eldmóði
æskunnar. Efnahagurinn ræður þó
eigi mestu hér um: ríkra manna synir
lifa oft snauðu dratthalalífi en snauðir
menn eiga oft auðugan og sólsælan
anda. (Eftir Kringsjaa).
Svar til bóksalans.
(Greln pessari var synjað móttöku í Þjóðólf.)
Herra ritstjóri Þjóðólfs!
„Opið bréí“ Jóh. Jóhanuessonar í 2. tbl.
Jpjóðólfs þ. á. liefir verið mór einkar kær-
komið, og vænti óg þess fastlega, að þór
gefið mér rúm til þe3s að svara því.
Það er eigi svo að skilja sem ósann-
indin, skammirnar eða rithátturiun í téðu.
brófi sé á nokkurn hátt skemtilegur eða
göfgandi, en mér er sönn ánægja að fá
tækifæri til þess að ræða um það við Jó-
hann þenna, hvort hanu só því starfi vax-
inn að gefa út bækur og gerast þannig and-
legur leiðtogi þjóðarinnar.
En áðnr en eg kem að því, verð eg að
gera nokkrar athugasemdir við áðurgreint
bróf.
Manni þessum finnst það ósamkvæmni
er eg segi, að öli blöð landsins geri eitt-
livað til að spilla tunguuni, en mörg tals-
vert til að bæta bana.
Hefir hann þá aldrei orðið þess var, að
vinna megi gagn og ógagu með sama
hlut? Hefir hann aldrei orðið þess var,
að sami maður geti breytt vel og illa?
Hefir hann aldrei tekið eí'tir því, að ó-
vandað mál er á milduin hluta allra aug-
lýsinga og mörgum blaðagreinum? En
hefir hann aldrei tekið eftir því, að sömu
blöðin flytja líka vel samdar greiuir og
málfræðilegar leiðbeiningar? Eða hefir
hann aldrei litið í höfuðstaðarblöðin
Þjóðólf, ísafold, Ingólf eða íteykjavík,
svo að hann geti séð þess merki?
Ummæli hans um „1001 nótt“ verð eg
að leiðrétta.
Hann hefir slitið þá málsgrein mína út
úr réttu sambandi. I Dagfara gat eg þess,
að hann hefði gerst svo ósvífinn að prenta
íslenzkar sögur frá Vesturheimi í algerðu
heimildarleysi og hefði jafnvel gerst svo