Ingólfur - 28.04.1907, Side 1
V. árg.
17. blað
Reykjavík, suiiiiudagiiiii 28 apríl 1907.
Guömundur Hannnesson.
(Mynd. þessi er tekin fyrir nokkrum árum).
Sú fregn barst hingað i fyrradag frd Kaupmannahöfn með símanum,
að Guðmundi lœkni Hannessyni vœri veitt héraðslœknisembœttið hér
í ReyTijavík.
I nœsta blaði Ingólfs verður minst nánar á þenna merka Islending.
Leikhúsið.
Forustuleysið.
Þegar stjórnarskrárbreytingin 1903
var samþykt, þá var það sem rak á
eftir breytingunni, eins og íslendingar
höfðu hugsað sér hana, ekki beint það
að fá breytingu á sambandinu við Dan-
mörku eða að fá útkljáðan ágreininginn
við Dani um réttarstöðu lands vors.
Ekki svo að skilja að oss væri ekki
réttur lands vors sama áhugamál og
verið hafði, en oss var orðið það ijóst,
að ef vér hefðum viljað hafa fram breyt-
ingar í réttarstöðu íslands í ríkiuu, þá
hefði oss eins og sakir stóðu við Dtni
þá, ekkert orðið ágengt um breytingu
á stjórnarfarinu í neinu tilliti. Það var
tilætlunin með stjórnarskrárbreytingunni
að fá í bráðina ráðna bót á galla á
stjórnarfyrirkomulagi voru innanlands,
þeim galla sem um ómunatíð hafði verið
eitt hið tiiflnnanlegasta mein vort,
eins og það hlýtur að vera til-
finnanlegasta mein allra þjóða, sem
við þann galla eiga að búa,l en
þessi galli var forustuleysið í málum
vorum, algjörleg vöntuníslenzkrarstjórn-
ar í landinu, stjórnar sem byndist fyrir
vorum málum íslendinga, liti á sig og
starfaði sem íslenzk stjórn, í vorar þartir
og að vorum áhugamálum, en skoðaði
sig eigi eingöngu eða aðallega sem
erindreka annarar þjóðar og verndara
hennar hagsmuna og réttinda hér á
landi. Stjórn vor átti með öðrum orð-
um eins og framsögumaður stjórnar-
skrárfrv. í neðri deild 1903, Hannes
okkar Hafstein, sagði, að verða „í rétt-
um slilningi starfsmaður þings og
þjóðar“.
Þetta var tiigangurinn með stjórn-
arskrárbreytingunni 1903, og ef vér
hefðum borið gæfu til að ná honum,
þá hefði óneitanlega nokkuð töluvert
verið unnið fyrir oss. Yér hefðum þá
fengið eðlilega forustu mála vorra þar
sem vor eigin stjórn var, og þ.jóð vor
hefði getað skipað sér á bak við hana
og beitt henni fyrir sig til framgangs
mála sinna, bæði framfaramála sinna
innanlands og frelsismáls síns og lands-
réttinda í sambandinu við Dani.
Þá hefðum vér fengið heimastjórn
gæsalappalausa og þá hefðum vér feng
ið stjórn eða ráðherra sem „í réttum
skilningi" hefði orðið starfsmaður þings
og þjóðar.
En þetta fór alt öfugt.
Þingið gerði sitt axarskaft, að lög-
festa ráðherrann í ríkisráðinu danska
og gera hann með þvi að dönskum ráð-
herra, og Hafstein gerði það sem á
vantaði, að láta dönsku stjórnina leggja
beizlið við sig.
Og árangurinn var sá, að vér feng-
um enga íslenzka stjórn, engan sann-
an starfsmann íslenzku stjórnarinnar og
íslenzku þjóðarinnar. En Danir höfðu
upp úr krafsinu það, að þeir fengu
betri tök á íslenzku þjóðinni en þeir
höfðu haft nokkru sinni fyrr. Þeir
fengu komið inn á íslandi til forustu
fyrir þjóðinni heilum dönskum ráð-
gjafa í íslenzku dulargerfi, í stað hálfs
dansks ráðgjafa áður, dulargerfislauss,
sem enginn þurfti að glæpast á. (Frh.)
Erlend símskeyti
til Ingólfs frá R. B.
Kh. 23. april kl. 6 síðd.
Gjörbreytingamenn hafa til nefnt
Krabbe í millilandanefndina.
Gufuskipið Archangelsk rakst á ís-
spöng á ánni Neva (í Rússlandi) og.
sökk. Þar týndust 45 menn.
Nylendnajnnyið í LundÚDum ætlar að
koma saman 4. hvert ár og koma föstu
skipulagi á þá stofnun. Þess í milli
gegna tilnefndir starfsmenn málum.
Fellibylur hefir banað 230 manns í
Úlfseyjum í Suðurhafi.
Shelfingarástandið í Lodz (á Póllandi)
fer versnandi dag frá degi. Þar eru
menn myrtir hrönnum og mikið um
ránskap.
Kh. 25 apríl kl. 6,15 síðd.
Enghxndsbanki hefir lækkað vexti
niður I 4°/o-
Thorefélags aðalfundur í dag.
Yaxandi ágóði. Félagsstjórninni veítt
umboð til að auka stofnféð upp í mil-
jón, og bæta manni í stjórnina við tæki-
færi, ef til vill íslendingi.
Bókmentafélagið endurkaus formanu
sinn Þorv. Thoroddsen og stjórn.
Frumvarp um írskt ráð verður lagt
fyrir þingið í Lundúnum 7. maí-
Einar Jónsson myndhöggvari hefir
nýlega sett mynd á sýningu í Kaup-
mannahöfn. Er myndin af nátt-trölli,
sem numið hefir burt mennska konu og
er á leið til heimkynna sinna en „dag-
ar uppi“. Myndin hefir vakið mikla
eftirtekt hjá þeim, er á sýninguna-
komu.
Dauðasyndin heitir leikurinn, sem
sýndur hefir verið þar síðustu
helgarnar. Höfundurinn er þýzkur,
Otto Ernst; það er gerfiuafn hans.
Fullu nafni heitir hann Otto Ernst
Schmidt.
Það er gamla sagan með nýjum orð-
um, sem sögð er í leiknum: sagan um
að selja sannfæring sína. Sviksemda-
fiekkurinn sá verði sein-þvegnari af en
allir aðrir. Það er dauðasyndin.
Og hana verður ungur maður að
fremja, djarfur og einarður; aðal-per-
sóua leiksins. Hann verður að svíkja
frjálslyndi sitt, bregðast hugsjónunum
— til þess að frelsa líf konunnar
sinnar.
Höf. horfir beint framundan sér og
þó ekki hvast. Og lítur ekki í aðrar
áttir. Hann víkur t. d. hvergi að því,
hvernig sannfæringarinnar sé aflað.
Hvað mikið sé gert til þess að ganga
úr skugga um, að þá sé ekki einmitt
sannleikurinn svikinn verst, þegar
sannfæringunni er haldið sem fastast.
— Það eitt er þakklætisvert. að höf.
hefir iáðist á þröngsýni og hræsni. Efn-
ismeðferðin er lagleg, þó yfirleitt dauft
yfir atburðunum. — En Leikfélagið
hefir svo oft áður gert sér alveg ótrú-
legt far um að láta manni ekki leið-
ast í leikhúsinu; það verður þvi
aldrei ofþakkað.
G. J.
Ingólfur hefir verið beðinn að geta
þess, að sá sem fyrst hreyfði mótmæl-
um á bæjarstjórnarfundinum síðast á
móti því að leigja bæjarbryggjuna, var
Magnús Blöudahl.
Fylgi íslenzka fánans.
Fjórir fundir samþykkja til-
lögu Stúdentafélagsius.
Fuudarályktun úr Ilolts- ogHaga-
ucishreppuin:
Ár 19U7 16. marz var almennur
bændafundur haldinn í þinghúsi Haga-
nesshreppj af fjölda bænda úr Holts-
og Haganesihreppum. Fuudarstjóri var
kosiun Þorsteinu sýslunefndarmaðnr í
Vik og skrifari Gnðm. Davíðsson á
Hraunum. Var þá tekið fyrir:
Fánamálið.
Bréf frá „Uugmennafélaginu“ á Ak-
ureyri um fána íslands var upplosið.
Eftir nokkrar uinræður var samþykt
svohljóðandi tillaga með flest-öllum at-
kvæðum:
„Fundurinn samþykkir, að svo
framarlega sem nokkur íslenzkur
fáui fái laga-heimild til notkunar hér
á landi, þá verði það sá fáni, sem
„Stúdentafélagið“ hefir gert að uppá-
stungu sinni/
Fnudargjörð lesin og samþykt.
Þ. Þorsteinsson (fundarstjóri).
Guom. Davíðsson (skrifari).
Ályktuu á aliueuuuiu sveitarfuudi
í Svcinsstaðalireppi:
„Á almennum sveitarfundi í Sveins-
staðahreppi 6. þ. m. var borið upp og
rætt um bréf frá „Ungmeunafélagi Ak-
ureyrar" dags 26. jan. þ. á. um fána-
rnálið, og var eftir nokkrar umræður
samþykt með öllum atkvæðum að styðja
tillögu „Stúdeutaféiagsins" í fánamál-
iau.
Miðhúsum 8. apríl 1907.
Halldór Pálssou (oddviti).
Til Stúdentafélagsins í Reykjavík-
Fundarsiiniþykt í FeLlshreppi:
Keldum 4. apríl 1907.
Haldinn var fnndur 15. marz að
Felli í Fellshreppi eftir beiðni „Ung-
mennafélags Akureyrar“ og mættu all-
ir bændur til að ræða um fánamálið.
Var funduriun eindregið með því að
fá sérstakan fána og fellir sig bezt við
„Stúdentafélagsfánann“ af þeim, er
vóru til sýnis á fundiuum ogsamþyktu
hann í einu hljöði.
Hreppsnefndin í Fellshreppi.
Til Stúdentafélagsins í Reykjavík.
Fuudarsaniþykt í íliðdalahreppi:
Mánudagiun 8. april var almennur
aveitarfundur haldiun fyrir Miðdala-
hrepp og kom þar ásamt ýmsu fleiru
til umræðu:
Fánamálið:
„Samþykt var með 12 atkvæðum gegn
8, að landið hefði sérstakt flagg, en að
löggjafarvald iandsins ráði forminu á
fánanum.“
Réttan útdrátt staðfestir
Kvennabrekku 10. apríl 1907.
.Jóhannes L. L. Jóhannesson
oddviti og fundarstjóri.
Til Stúdentafélagsins í Reykjavik.