Ingólfur - 28.04.1907, Side 3
Vei þér — !
Sögulíorn cftir Y. Harwitz.
INGOLFUR
67
Framh.
Reiðbjóls-bjalla kvað við snögglega,
svo að hún brökk við.
Hún sá ljósklædda konu með enskan
stráhatt líða eftir Hafnarstrætinu.
Það var engin önnnr en Elsa Holm.
Og hún var horfin hjá — .
En frúin á svölunum slepti henni
ekki úr hug sér. Hún sat lengi álút
og hugsaði um Elsu Holm.
Elsa Holm hafði lag á að höndla
hamingjuna.
Hún var ávalt glöð og ánægð með
starf sitt. Hún var síhlæjandi ogfliss-
andi eins og hún hafði verið á barns-
aldri. Hún var nú reyndar orðin rosk-
in jungfrú, en ekki var hún víst neitt
hnuggin af „ástar-söknuði“.
Hún stundaði starf sitt.
------Irma Verlin hefði líka getað
haft starf —, iðju sem hún gat lagt
stund á. —
Þá var það hægt-------------!
Einmitt þá. Ef hún hefði notað
tækifærið í það sinn, þá hefði húnhaft
starf, sem vert var að vinna að. Og
þá hefði hún víst ekki ve. ið „veik“ —
verið komin í dauðann . . .“
Hún sá ljósum kjól bregða fyrir í
garðinum. Hana greip óljós þrá að
gæla við barnið sitt.
„Ester, Ester“, kallaði hún með á-
kefð og óþreyju, eins og mikið lægi við.
En hún iðraðist þess óðara en hún
hafði slept orðunum af vörum sér og
skalf og titraði. Hún vítti sjálfa sig
fyrir að hafa kallað á stúlkuna. Hún
óskaði að Ester hefði ekki heyrt það.
En Ester hafði heyrt til hennar.
Hún læddist upp til hennar hægt og
hljóðlega.
Hún horfði stóru augunum sínum
feimnislega á móður sína, og nasirnar
bærðust til í sífellu — eins og vant
var á þessu barnil
„Varstu að kalla á mig, mamma?“
Eu frú Irma horfði að eins á hvern-
ig nasirnar bærðust. Hún þoldi ekki
að horfa á það; henni lá við brjálsemi.
Hún bandaði frá sér höndunum og
sagði:
„Nei, farðu, farðu, — eg vil vera
ein.“
Barnið fór.
Að barnið skyldi hafa hlotið þetta
litla einkenni. Grimmar vóru norn-
irnar. . .
Henni lá við gráti en ekki kom
henni tár í auga. Hún sat kyrr og
starði þreytnlega framundan sér.
Stofuklukkan sló fjögur lág högg.
Alt hafði hljótt um sig í því húsi sam-
kvæmt vilja húsfreyjunnar.
Það færðist aftur svipur í augu
hennar. Grimmur geigur birtist í
þeim. Hún reis upp til þess að fara
inn og hafa fataskifti. Hún átti von
á forstjóranum, manni sínum, á hverri
stundu. Henni var þungt um ganginn
og reikaði til eins og maður sem ný-
staðinn er af sóttarsæng.
Leið hennar lá um herbergið hennar
og hún stansaði ósjálfrátt við skrifborð-
ið sitt. Hún tók upp iykil og opuaði
í hálfgerðri leiðslu. Hún tók nokkur
samfest pappírsblöð úr skúffunni hægra
megin. Mörg blöðin voru skrifuð.
Hún leit flóttalega í kringum sig.
Eu þar var euginn, sem sá til hennar.
Hún stóð andartak höggdofa með
blöðin í hendinni.
Svo lagði hún þau aftur frá sér.
Sneri lyklinum og flýtti sér iun í klæði-
stofu sína.
Björns Kristjánssonar
hefir miklap birgðir af allskonar
FARFAVÖBU
svo sem:
Zinkhvítu
Blýhvítu
Gula liti
Krómgult
Gullokkur
Dökkgult okkur
Satin okkur.
Bláa liti
Parísarblátt
Ultramarin
Kobalt blátt.
Græna liti
Umbra
Krómgrænt
Rauða liti
ítalskt rautt
Amarant rautt
Indverskt do.
Zinnober
Járnmenju
Terra Siena
Brúna liti
Casseler brúnt
Mahogni okkur
Umbra
Svartan lit
Könrög
Ferniolíu
Kítti
Törrelse
Krít
Terpentínu
Gullbronze
Alminium bronze
Bronze-tin ktúr
Lím
Vikur
Lökk allskonar
Kvistlakk
Kristallakk
Kópallakk
Ahornlakk
Hvítt lakk
Asfalt lakk
Matt lakk
Deeorationslakk
Pensla margar tegundir
Gúmmi-kamba
og fleira.
Stöku litar-tegundir kunna aö vera útseldar nú i svip, en koma aftur mjög bráðlega.
Verlin forstjóri var kominD heim.
Hann var hár vexti, fríður sýnum, blá-
eygur og góðlegur.
Húsfreyjau var ekki búin að hafa
fataskifti. Forstjórinn gekk um gólf í
dagstofuuni.
Honum leiddist biðin, settist niður
og fór að fletta tímariti. En hann leit
upp á hverju augnabliki með eftir-
vænting og harm í hug og horfði þang-
að, sem hann átti hennar von.
Hann unni Irmu hugástum. Hún
var ást hans og yndi enn í dag. En
hann hafði hugarvil af heilsuleysi henn-
ar, sem hafði þjáð hana níu eða tíu
ár. Honum fanst stefna að því, að
hann misti hana. Hún gat aldrei á
heilli sér tekið frá því fyrsta árið sem
þau voru saman. Hún vildi aldrei þýð-
ast hann, þótt hann léti vel að henni.
Og þó unni hún honum, hann var þess full-
vís að hún unni honum mikið. Hann
vildi ekki láta sér annað til hugar
koma, það hlaut að vera og átti að
vera. Ef heilsan fengist þá væri alt í
bezta lagi.
Ester kom inn í stofnna.
„Hvernig líður mömmu þinniídag?“
spurði forstjórinn.
„Mömmu líður víst ekki vel. Hún
kallaði til mín, en þegar ég kom sagði
hún við mig : „Farðu, farðu —!“
Forstjórinn sá að henni þótti fyrir
því. Hann unni henni. Hún var
einkadóttir hans og Irmu. Ea hann
skildi ekki, hversu Irma var óblíð við
hana; hann vissi ekki hvort það var
af því að hún hafði altaf verið veik
síðan Ester fæddist. Irma var vöu að
drepa á dreif þeim spurningum.
Hann tók barnið á hné sér. Ester
tók höndunum utan um hálsinn á hon-
um.
Þau sátu þannig þegar Irma kom
inn í stofuna.
Hún hafði reynt að taka á sig gleði-
svip fyrir framan spegilinn en brosið
dó þegar hún sá þau þarna. Hún greip
fyrir hjartað og reikaði.
Forstjórinn flýtti sér til hennar og
studdi hana.
„Þú ert veik Irma mín góð“.
„Nei . . . nei . . . það líður frá . . .
það er víst af þessum sterka blómailmi
. . . svona nú er mér batnað aftur“.
—Hún brosti aftur. — „Þakka þér fyr-
ir góði minn“.
„Eg varð hræddur um þig góða mín.
Þú mátt ekki verða mikið veik“.
„Þætti þér leiðinlegt ef ég dæi?“
„Þú mátt ekki hugsa um að deyjau.
„Nei ég hugsa ekki um það — held-
ur dey þegar dauðinn kemur“.
„Yið skulum nú fara að borða en tala
ekki um dauðann“, sagði hún.
Forstjórinn yar vanur að sitja á svöl-
unum og reykja vindil þegar lokið var
miðdegisverði. Hann vildi þá að Irma
sæti hjá sér á rneðan hann dvaldi þar.
Þau sátu nú á svölunum. Hanu
sagði henni nýungar úr bænum og hún
kvaldi sig til að spyrja frétta. Samtal
hjónanna fór fram hægt og rólega að
hætti mentaðra manna.
Þá var hafið að leika á hljóðfæri
inni í næsta húsi. Fingurnir fóru í
leik um strengina og leituðu lags.
Síðan tók slátturinn að ná réttu skipu-
lagi. Mátti heyra að karlmaður sló.
Hreimaruir liðu burt í mjúkum öld-
um, og voru þeir stundum svo hljóð-
látir, að þeir heyrðust vart yfir um.
Þeir urðu sem langdreginn brimsúg-
ur við strendur úthafsins.
Siðan breyttust þeir og urðu sem
brosmilt bárugjálfur í fjörumálinu.
Eða sem vorbros yflr fögrum dal,
þar sem fuglarnir kvaka, brumið bólgn-
ar og springur og konur og karlar stíga
dans,
Síðan urðu þeir ákafir og ofsalegir.