Ingólfur - 19.05.1907, Blaðsíða 1
V. árg.
lieykjavík, sunnudagiiui 19 maí 1907
20. biaö
isisisraisis.rsisisisis.is.nsisEisELis.isisrsisis.isrsrs.rsis.rs.
Ingólfur
kemur út að minsta kosti einu sinni í viku.
Verð árgangsins 3 krónur innanlands, er borgist fyrir 1. ágúst. Erlendis 4 kr., er borg-
ist fyrirfrom.
Uppsögn bundin við áramót, ógild nema skrifleg sé og komin til rilstj. 1. nóv.
isf^f^=ir?=»f^3r?=in=»7=in=ir=3r=»r^r^f^=if^3 rststsisrsrsrsisrsisistsisis
lÍFkjumálafunduF.
Við undirskrifaðir leyfum okkur hér
með að kveðja til kirkjumálafundar í
Reykjavík 1. og 2. júlí næstkomandi.
Fundarboðun þessi nær til prófasta,
presta og af leikmanna hálfu til safn-
aðarfulltrúa í hinu foma Skálholtsstifti.
Verkefni fundarina verður: umræður
Og ályktanir um tillögur kirkjumála-
nefndariunar og væntanleg stjórnarfrum-
vörp þess efnis.
Með þessari fundarboðun er aftur-
kölluð boðun um samskonar fund í Stykk-
ishólmi í síðasta blaði „ísafoldar“.
Staddir í Reykjavík, 13. maí 1907.
Jens Pálsson Ólafur Ólafsson
próf. í Görðum. próf. í Hjarðarholti.
Til Isleudmga!
Nú er það alkunnugt orðið, að til-
lögur Stúdentafélagsins um íslenzkan
fána hafa fengið hið bezta gengi um
land alt.
Skjótum vér því til allra góðra ís-
lendinga að draga hinn íslenzka fána
á stöng á fæðingardegi Jóns Sigurðs-
sonar, 17. júní næstkomaudi.
Reykjavík 14. maí 1907.
Fyrir hönd Stúdentafélagsins
Benedilit Sueinsson, Bjarni Jónsson
frá Vogi,
Gudm. Finnbogason, Magnús Mnarsson,
Matthías Þórðurson.
Frelsið.
Hvað er frelsi?
Er það vara, sem seld er í punda-
álna- eða pottatali, hverjum sem hafa
vill, eins og mjölið hjá Bryde, sirzið
hjá Jakobsen eða brennivínið hjá Hal-
berg?
Eða er það fylgikona peningavaldsins,
og eingöngu ætlað þeim, eem ofar eru
settir en á miðjum mannfélagsstigan-
um?
Eða, í þriðja lagi, er það aðeins geflð
öðrum og þriðja hverjum manni, til þess,
eins og guðfræðingarnir myuduhafa það,
að vera hirtingarvöndur á þá, sem ó-
þægir eru alrikisheildinni?
Nei, og aftur nei.
Að vísu er það selt, dýrum dómum,
og strangar gætur hafðar á því, að eng-
um takist að ná í það „upp á krít,“ eða
öðru vísi en svo, að borgað sé að fullu;
og af því leiðir það aftur, að þeir eru
frjálsastir, sem mest hafa efnin.
En engum hiotnast þannig hið sanna
frelsi, þvi að við þá, sem kaupa það,
leggur heimskan beizli, og ríður þeim
gandreið beina leið — til andskotans,*)
— en enginn ræður sjálfur ferðum sin-
um meðan honum er riðið.
Frelsið er umráð einstaklingsins yfir
hugsunum sínum, orðum og gerðum, og
því á hver maður heim'ingu á, sem veit
hvað hanu hugsar, talar eða gerir.
En hvernig stendur þá á því, að til
eru menn og heilar þjóðir, sem alger-
lega eru ófrjálsar, hugsa eftir annara
manna eða þjóða vilja, tala og vinna,
eftir því, sem þeim er skipað?
Svo stendur á því, að hvöt er í heim-
inn borin, sem heitir eigingirni; hún
er hið fyrsta, sem tekið hefir sér vald
yfir fleira en sjálfu sér, og hún er það,
sem koinið hefir þjóðum og mönnumtil
að gleypa ait sem hægt var að ná í
og minna var og ómáttugra. Því er
hver 8á, sem ófrjáls er, stolinn frelsi
sínu, jafnt stolinn því, þótt hann hafi só-
að því sjálfur, eða gefið eða selt og á
heimtingu á, að honum sé skilað því
aftur, hvenær sem hann heimtxr.
íslenzka þjóðin er ekki frjáls; en þó
hefir hún engurn selt frelsið eða gefið,
Það hefir verið tekið af henui afþeim,
sem henni var sterkari, svikið afhenni
og hún verið hrakin og hrjáð, sogin úr
æðum hennar hver einasti blóðdropi;
eu á meðan hafa kvalarar hennar lifað
„í vellystingum praktuglega“ og gætt
sér á krásunum.
Og þó eru islenzkir menn eftir alt
þetta að tala um að fara verði hóglega
að kvölurunum, gera sig mjúka við þá,
ef vera kynni að þeir af náð vildu gefa
okkur einhvern snefil af frjálsræði.
Brugðið er ykkur nú, íslendingar, er
þið viljið falla að fótum þeirra er troða
á ykkur, skríða fyrir skríðandi þjóð,
og biðja fá að gefa ykkur það, sem þið
eigið.
Nei, lslendingar, gangið eins og menn
eftir rétti ykkar og takið með valdi
frelsi ykkar, ef þið fáið það ekki með
öðru mót’, og látið heldur strádrepa
ykkur en gefa eina vitund eftir, því að
betra er að falla með sóma en lifa við
skömm.
Þistill.
Líkamsmentun.
Efnilcgir íþróttamenn.
Sú var tíðin, að íslendingar voru
mestir iþróttamenn einhverir sinnar
aldar. Það sem íslenzkir drengir
töldu eftirsóknarverðast undir eins og
þeir fóru að vitkast, hefir sjálfsagt
verið að verða sterkur og fimur. Að
*) Vitanlega er hér ekki átt við þann
andskota, sem kerlingarnar grenja undan í
kirkjunni á hverjum sunnudegi.
því markmiði stefndu þeir. Og betra
markmið er ekki heldur unt að bugsa
sér. Því að hvað ætti að vora eftirsókn-
arverðara heldur en hraustur, sterk-
ur og vel taminn líkami. Er þetta
ekki sagt af því, að sá sem þetta rit-
ar lítilsvirði andann, heldur einmitt
ekki sízt af því að vér meturn andann
uiikils, rajög mikils.
Læt ég hér ý uislegt ósagt.
Það er kunnugt hvernig fór. ísleud-
ingar sem höfðu átt Grunnar, Héðin,
Kára og aðra góða menn, urðu þegar
fram í loið, af ástæðum sera ég leiði
hér hjá mér að minuast á, ekki ein-
göngu eftirbátar annara, heldur slitn-
uðu alveg aftanúr og hafa karlinanu-
legar íþrótiir og öll líkamsmeutun hvergi
á Norðurlöndum kornist á jafn lágt stig
og hér hjá oss.
En nú er að lifna við hér einnig í
þessum efnum. Mætti telja hér ýmis-
legt. til, t. a. m. bók dr. Björns Bjarna-
sonar, skíðavakuingu Helga kennara
Valtýssonar og svo glimurnar. í þeim
hafði ég heyrt a) hr. Jóhannes Jósefs-
son á Akureyri væri fremstur, en ekki
vissi ég að hann væri einmitt
þess konar maður sem ég hafði verið
að skygnast eftir við og við, en ekki
fundið eða frétt til. Eg hefi nefnilega
oft haldið spurnum fyrir um afburðar-
menn að afli, ég þekti svo marga ís-
lenzka tveggja manna maka, en að
eins úr sögum og allir voru þeir því
uiiður dauðir. Eg sá nú og frétti til
fjölda vel sterkra manua, en eugann
hitti ég tveggja niakann eða frétti
til hans með vissu. Þangað til
ég si hr. Jóhannes Jósefsson, því að
hann á óefað þennan titil og mundu
raunar ekki nægja kraftar tveggja meðal
manna þótt þeir legðu saman til surnra
aflrauna hans. En fimleikur og áræði
er að því skapi. Og Jóhaunes er yngri
maður en svo að honum sé fullfarið
fram að kröftum ef ekkert hnekkir.
Eg hef aldrei á íþróttasýningu skemt
mér eins vel og í gær, auðvitað ekki
sízt af því, að þessi sýning þýddi aun-
að og meira en sýningar erlendra
manna. Það var einmitt svolítið sýu-
ishorn þess sem ekki ósjaldan er ósatt,
að „andinn lifir æ hinn sauii.“ Hjá
Jóhannesi Jósefssyni og Jóni Pálssyni
lærisveini hans virðist fara samau
ágætir hæfileikar og þessi djarfi, ein-
lægi viiji til að ná fuJlkomuun í sinni
ment, sem er skilyrðið fyrir því að
komast langt. Hr. Jón Pálsson er ó-
trúlega liðugur og mjúkur og gerir
sjálfum sér og kennara sínum mikinn
sóma.
Jóhaunes Jósefsson gæti orðið ís-
lenzkri þjAð hinn þarfasti maður, og
er sennilega enginn jafnvel fær
um að vekja Islendinga til áhuga á
karlmannlegum iþróttum eins og hann.
Það væri gainan ef hann gæti haldið
uppi skóla en stofnað íþróttafélög víðs-
vegar um landið og sett fyrir efnileg-
ustu lærisveina sína. Slíkt mundi því
miður aldrei verða arðsamt fyrir mann-
inn; að ætla sór að vinna að rnentun
á einhvern hátt er, cius og kunugt er,
jafn fátæklega borgað og ólífvænlegt,
eins og t. a. m. vínsala er vel
borguð og vænleg til auðs. En
ekki virðist óhugsanlegt, að veitt
yrði eitthvað af almannafé til slíks
fyrirtækis sem ég nefndi, ef Jóhannes
fengist. Ei þ ið er hætt við, að rnaðnr,
sem ef til vill gæti komist í tölu
fremstu glímumanna erlendis og unnið
sér þaunig frægð og frama í ríkum
mæli, intmi ekki tolla hjá oss. —
Þegar ég gekk heim í gær sá ég
d engi sem vora að reyna að leika eft-
ir e:tthvað af fimltíikum þeim, sem þeir
höfðu þrrytt Jóhannes og Jon. Efnið
er hér sennilega til en fyrirmyndirnar
hefir vantað.
17,—5.
II. P.
íþrótth* og aílraunamcnii.
Austiuenu tveir voru hér um stund
og skemtu bæjarbúum með aflraunum
og fimleikum. Sá hét Flaaten, sem
aflraunir sýndi, mest þó með tönnum
og hálsi, en Leonardi sá er fimleik
þreytti. — Þótti mönnum góð skemtun
og nýstáxlegt á að sjá.
En er ieið að brottför Austmanna,
kom hingað Jóhannes Jósefsson og fé-
lagi haus, Jón Pálsson, norðan af Ak-
ureyri. Eru báðir glímumenn og hafa
tarnið sér aflrauuir og fimleika og margs-
kouar íþróttir. Jóhannes á' nú beltið
Grettisnaut.
Þeim Jóhannesi og Flaaten Aust-
manni, var mikill hngur á að reyna
sig í grískri glímu. En alþýðu manna
lék eigi minui hugur á að sjá þessa
fornfrægu íþrótt og bera haua saman
við vorar glimur, Var því húsfyllir, er
þeir þreyttu glimuna hið fyista sinn.
En er harnaði gliman og þeir knúðust
að fanginu, þá gerðist áhorföndum svo
órótt að þeir hlupu upp á bekkina og
brotnuðu þeir unnvörpum. Svo lauk
þeirri glímu, að hvorugur bar af öðrum,
en hugur var þeim á að reyna til þrautar
og sögðu það alþjóð manna. — Á næsta
fundi þeirra féll Flaaten í fyrstu glírnu,
en Jóhannes gerði það honuin að skapi,
að glíma aðra. Léði haun Austmann-
inum þá fangstaðar á sér og féll að
lokum. Var því lagður hiun þriðji fund
ur með þeim. Á þeim fundi glímdi Jón
Pálsson við Leonardi og lagði hann
þrisvar við velli, en Jóhaunes feldi
Flaatcn tvisvar. Var nú lokið viðskift-
um þeirra.
Hinir fornu ísleudingar voru hinir
mestu íþróttamenn, en nú hefir slíkt
legið í kalda koli öldum saman, þótt
jafnan hafi uppi verið einstakir íþrótta-
menn í laudinu. Eu á síðustu árum
hafa menn lagt nokkra stund á íþróttir.
Viljum vér vona að þessi sigur íslend-
ingsins sé fyrirboði nýrrar gullaldar í
íslenzkum íþróttum. Er oss gott að
vita slikt, því að ekkert vekur betur
þjóðarmetnað, en hans er oss nú full
þörf.
Stjórn Hafnardcildar Bókmentafé-
lagsius hefir verið cndurkosin að mestu.
Forseti Þorvaldur Thoroddsen, sem áður.
L.