Ingólfur


Ingólfur - 19.05.1907, Síða 2

Ingólfur - 19.05.1907, Síða 2
78 INGÓLFUR Kolskeggur. Séra Friðrik Bergmann í Winnipeg heíir nýlega goflð út bók, er hann nefnir „■Vafurloga“. Þar segir í ritgerð um Gunnar á Hliðarenda, að Kolskeggur bróðir hans hafi verið dökkur á brún og brá. Hvaðan veit síra Friðrik þetta? Ekki úr Njálu, þar stendur það ekki. Sennilega dregnr höf'undur „Vafurloga“ þetta af nafninu Kolskeggur. En þess ber að gæta, að bér er ekki um viður- nefni að ræða heldur eiginnafn, ogauð- vitað gefið áður en sveininum fór að spretta grön. Það var algengt að við- urnefni eða kenningarnafn, leitt afein- hverju einkenni manns, varð síðar meir notað sem eiginnafn og þá auðvitað oft án þess að slík einkenni, sem viðurnefnið var sprottið af, gætu komið til greina. Þetta er alkunnugt og þarf ekki annað en minna á Gelli föðurföður Ara fróða, en sonarsonarson Þórðar Gellis. En það "'em nú var nefnt, er lítið dæmi þess, hvernig listin að lesa getur brugðist jafnvel æfðuui ritdómurum og gáfuðum mönnum, eins og síra Friðrik Bergmann óefað er, þó að rökvísin sjedá lítið gölluð af guðrækniuni eins og ekki er alveg óvanalegt. Sira Friðrik rekur þennan ímyndaða dökkleika Kolskeggs til keltneskrar blóðblöndunar Er það hið margkveðna, að alt sem er á íslandi af dökkum hár- um — með meira og minna af dygð undir — sé írskt að uppruna. En það er nú mál til komið að hverfa frá þess- ari íratrú. Það er nú fyrst, að engin vissa mun vera fyrir því, að Keltakyn hafi verið fremnr dökkt en ljóst. í annan stað er nóg til af manndökkvan- um í kynlandi voru Noregi, og er það að vaða yfir ána í vatnsleit að þykjast þurfa að sækja hann til írlaDds. Tvö þjóðkyn byggjaNoreg; annað er höfuðstyttra, lágvaxnara, dökkhært og dökkeygt og byggir einkum vesturjaðar landsins og eyjarnar. Hitt er hávaxn- ara, höfuðleDgra, Ijóst eða jarpt á hár og bláeygt oftast. Jarðfræðingurinn og rithöfundurinn Dr. Andr. M. Hansen var það, sem fyrstur benti á, að norskt þjóð- erni er svona tvíþætt." Heitir fyrsta ritgerð hans um þetta efni „To Racer i Norge“ og kom í „Nyt Tidskrift" 1894. Dr. Hansen er einn af ágætustu gáfu- mönnum norskum, og er það ekki lítið sagt, því aðeinsog kunnugter, hafaýms- ir af beztu gáfumönuum áNorðurlönd- um verið norskir. — En vér vonum auðvitað að það verði íslendÍDgar sem leggja til gáfuðustu mennina þegar þjóðin fer að geta notið sín fyrir mann- fæð og fátækt. Mér er það ánægja að geta Andreas- ar Hansens með lofi, því að slíkt er sjald- nar gert en ástæða væri til. Það er ekki óalgengt að sjí menn nota sér hug- myndir hans og uppgötvanir, en þá gleymist þeim oftar að geta hans sjálfs. Hafi menn aftur á móti fundið einhverja villu í hugsmíðum hans, þá er munað eftir að geta nafnsins Raunar tel ég líklegt, að sumt af því sem hann segir muni fara hjá sannleikanum. Og víst er um það, að sá villist sizt, sem ekkert fer. En þegar dæma skal andastarfsmann, þá er það ekki aðalatriðið, sem líta ber á, að hann hefir vilzt, heldur hitt, hvort hann hefir þennan einkennilega og ekki mjög algenga hæfileika: að geta rutt nýjar brautir á því svæði sem hann fæst við; það mætti líka segja — að hve miklu leyti hann er landnáms- maður í heimi andans. Og undir það kyn manna verður óefað að telja dr. Hausen. Hansen hyggur nú, að það sé dökka kynið sem í fornritunum ernefnt Finn- ar, og eiga þeir Finnar alls ekkert skylt við Lappana. Dönsku stutthöfðarnir — Finnar — bygðu landið fyrr, en ljósu langhöfðarnir komu sunnan og austan að og brutu allau þorra þeirra undir sig og gerðu að þrælum. Helztu höfðingja- ættirnar voru á Vesturlaudinu fráBjark- ey og suðureftir, því að þar var nóg tf frumbyggjum til að þrælka og byggj i á ríki sitt. Minna var um þrælabald og hina stærri höfðingja þar sem lang- höfðamir koma að óbygðu landi, þar urðu höldarnir einkum. Aðfluttra þræla hertekinna gætti lítið hjá innlendu þræl unum eins og auðskilið er. Alt er þetta meira mál en svo, að hér verði sagt nema rétt undan og of- aD af. Framh. H.P. Laudvörn. 1 útlendri lesbók rakst eg á dá it,Ia sögu, sem á íslenzku mætti vel heita: Landvörn litla drengsins. Sagan er svona: Á HoÚBndi er Bumstaðir svo láglent, að orðið hefir að gera Btóra garða af sandi og mold með sjó fram til þess að gjóiinn fiæði ekki á land upp. Þeesir garðar eru kallaðir flóðgarðar. Stundum biýtur brimið skörð í garðana og ejórinn fossar inn um þan og flæðir yfir landið. Húsum og trjám, kúm og kindum hefir þi stundum skolað burt, og fjöldi fólks drukuað. Einu sinni var litill drengur á heimleið um kvöld. Sá hann þá að gat var komið á einn flóðgarðinn, og seytlaði vatnið inn um það. Faðir bauB hafði ott sagt honum að þogar slíkt bæri við og vatnið væii ekki Btöðveð i tæka tið, þá græfi vatnið skjótt um Big, svo að Bjórinn næði að ílæða yfir landið. Honum flaug fyrst í hug að hlaupa heim og segja föður sinurn frá þcoou. En svo sigði hann við sjálfan sig: „Þ.ð er óvíst að faðir minn geti komið áður en myrkrið dettur á, og við fiuuuin þá ekki gatið aftur. Eða vatnið grefur svo um sig, að ofseint verður að Btífla þ ð. Eg verð að vera hér kyrr og ejá hverju ég fæ einn orkað.“ Og drenguiiun settist bugrakkur niðnr og stakk hendinni í gatið tii þess að stöðva rensiiö. Þarna sat hann Btund eftir stund, i kuldanum og myrkrinu alia nóttina. Áð morgni bar þar að mann og sá hann dreuginn. HaDn skildi ckkert í þvi, hvað dreng- uriun hefðist að þarna. Svo kallaði hann til hans: „Hvað ert þú að gera þarna, drongur minu?“ „Það er komið gat á garðinn og ég er að stöðva vatnið". Veslings drongurinn gat naumast talað fyiir kulda og þreytu. Maðurinn kom í snatri og tók við af honum Hann stiflaði vatnsrásiua, og landinu var borgið fyrir dúðrekki drengsins litla. Mér varð þessi litla saga undir eins hugstæð. Mér fanst hún eins og dálít- ill sjónarhóll með útsýni í ýmsar áttir. Mér fanst hún bera með sér einkenni sannleikans, og þó var hún skáldleg. Var það ekki skrítið að hugsa sér líf og eignir þúsunda komið undir því að stíflað væri dálítið gatágarði? Var það ekki óvenjulegt að hugsa til þess, að líf og eignir þúsunda væri lagt í hendur lítils drengs, sem gengur heim til sín að kvöldi dags og veit ekki að honurn sé trúað fyrir meira en hverjum öðrum sem um veginn fer? Er það ekki yndislegt að sjá þennan dreng alt í einu skilja ábyrgðina sem á honum hvílir og er það ekki enn yndislegra að sjá hvernig hann verður við köllun- inni undir eins og hún kemur? Hann kemur aðvífandi; hann sér hættuna sem yfir vofir og hann gengur tafarlaust á hólm við hættuna og vinnur sigur. Hann kom og sá og aigraði. ÓsjálfrAtt dást allir að drengnum, en hvers vegna? Gáum að! Mundi ekki mörgum hafa farið öðru vísi. Ætli einhverjir í hans sporum hefðu ekki hugsað eitthvað á þessa leið: „Hvað kemur þetta mér við? Ekki er eg settur til þess að vaka yfir þessum flóðgörðum. Það gera sérstakir starfsmenn, sem stjórnin eða umboðsmenn hennar hafa sett til þess. Þeir fá laun fyrir starfa sinn. Það er skyida þeirra að hafa gát á þessu. Ef illa fer, þá er það athugaleysi þeirra að kenna. Þeir eiga að bera ábyrgð- ina, eða þá stjórnin sem skipar þá. Og hvaða ástæða er til að halda að stjórn- in velji ekki dygga þjóna til svo mik- ilvægs starfa, eða væna þá um athuga- leysi. Ef til vill hefir umsjónarmaður- inn verið nýgenginn um garð; hann hefir ef til vill séð gatið og vitað af langri reynslu að slíkt væri ekki hættu- legt. Þetta gat er svo lítið. Faðir minn hefir sjálfsagt átt við rniklu stærri göt, þegar hann var að tala um hætt- una sem af þeim stafaði. En þótt nú svo sé, að þetta sé hættulegt, þá er ó- víst að eg ráði nokkuð við það. Hver veit líka nema sjórinn sé farinn að grafa rniklu stærri göt annarsstaðar og þá er til litils að vera að bisa við þetta. Það rnunar þó minst um það. Þetta er líka atriði sem eg er ekki nógu kunn- ugur til að hafa vit á því. Faðir minn er miklu eldri og reyndari, þess vegna nægir að láta hann vita um þetta. Við hljótum að finna gatið aftur, ef eg set vel á mig staðinn. Hver ætli telji það skyldu mína að fara að norpa hér einu í kuldanum og myikrinu. Eg get líka orðið veikur af því. Foreldrummínum kem- ur ekki dúr á auga, ef eg kem ekki heim í nótt. Félagar mínir hlæja að mér, þegar þeir heyra að eg hafi setið heila nótt eins og tappi í gati til einskis gagns. Því að auðvitað er þetta ekkert hættulegt. Þeir hlæja að því að annar eins patti og eg skuli þykjast ætla að bjarga landinu. Og líklega er réttast að hafa ekki orð á þessu. Hver ætli viti um hvað eg hef séð. Aunað hvort þegja yfir því eða þá segja föður min- um frá því. Hann getur þá gert það sem honum sýnist.“ —---------- Mundu ekki margir í drengsins spor- um hafa hugsað eitthvað á þá leið sem eg nú sagði. Nóg er til af slíkutn hugsunum í fórum flestra manna. Þær eru óþrjótandi eins og hafið sjálft. Þær lykja um huga vorn á alla vegu eins og hafið lykur um löndin. Finui þær nokkra smugu, þá stækkar hún brátt, vífilengjurnar verða að stórflóði sem á svipstundu skolar burt hverri dáð og drengskap úr huganum. Því lægra sem hugurinn liggur, því erfiðara er að veita viðnám. Og þótt það takist lengri eða skemri tíma, þá leggur löng- um hugsanaþoku yfir hugina, svo að alt sést þar óskýrara en ella rnundi. Vér dáumst að drengnum litla vegna þess að hugur hans var hálendur. Hann var engin þokusál. Hugur hans reis hátt yfir gjálfur vífilengjanna, sem flæðir yfir huga svo margra manna og drekkir þar allri atorku og drengskap. Landið hans var lágt, hugur hans reis hátt, þess- vegna gat hann frelsað land sitt, þótt lágt lægi; þessvegna gat hann verið landvarnarmaður. Af því að engin þoka hvíldi yfir huga hans, af því að öllum fánýtum hugsunum var bægt á braut þaðan, gat hann séð hlutina eins og þeir voru í raun og veru og skilið þá rétt. Hann var kallaður til að vinna alveg ákveð- ið verk. Ekki af stjórninni eða um- boðsmönnum hennar; hann fekk ekk- ert erindisbréf með hátíðlegu innsigli uudir. Atvikin sjálf kölluðu hann. Vatnið var farið að seytla inn um garð- inn. Sjórinn beið. búinn til áhlaups. Drengurinn horfði á þetta. Sjórinn sýndi honum þegjandi hvað hann ætl- aði sér. Drengurinn skildi hann. Sjór- inn sag?i ekki: „Fæ ég að flæða yfir landið?“ Heldur var það eins og hann segði: „Vilt þii að ég flæði yfir land- ið?“ Spurningin var stíluð til drengs- ins, því að hann var sá eini í allri veröldinni sem vissi þessa spurningu. Og þess vegna átti hann að svara henni. Það gerði hann skýrt og drengi- lega, þess vegna dáumst vér að hon- um. Um leið og bann settist að þarna í kuldanum og náttmyrkrinu settist hann á bekk með hetjum allra alda, því að hetja er sá einn sem ho-fÞt í augu við hættuna sjálfa, gengur á hólm við haua og leggur þar við líf sitt. Hetjan víkur aldrei úr vegi, hetjan telur sér aldrei trú um að spurningar þær sem tilveran leggur fyrir hana komi sér ekki við, að aðrir eigi að svara þeim. Hetjan skiftir við tilveruna upp á eigin ábyrgð og tekur til sin það sem á hana er yrt. Hetjan svarar fyrir sig sjálf. Á því þekkist hún. . . Á öllum öldum hafa hetjur vorið sjálfkjörnir landvarnarmenn. Land- vörnin er margvísleg og breytist að ýmsu leyti eftir því sem stundir líða, en í insta eðli sinu er hún ætíð svipuð landvörn litla drengsius. Hún er fólg- in í því að gæta flóðgarðanna, sem veita straumunum utanað viðnám. Á þeim görðum mæða stöðugt erlend á- hrif. Þau leita inn hvar sem þau finna einh-erja smugu. Þau geta verið nærandi og lífgandi fyrir inn- lendan gróður, eins og áveitan fyrir eugið, ef henni er stjórnað af viti. Eu útlend áhrif geta lika drekt öllum inn- lendum gróðri, ef þeim er ekkert við- nám veitt, eins og hafið getur gert frjósamt land að þönglabökkum og þorskamiðum, ef það fær að flæða yfir iaudið óhindrað. Þetta verðurn vér að skilja og fyrst og fremst það atriði, að öll landvörn á aðalvígi sitt i sál- um mannauna. Þar eru þeir garðarn- ir sem fyrst reyuir á; bili þeir, þá er önnur vörn úti. Hverjum af oss um sig er það á hondur falið að gæta þess garðsins sem næstur er í þann og þann svipinn. Það er stundum ömurlegt þegar nóttin er köld og dimm, en Grettir skoraðist ekki undan að vinna „kalt verk og karlmannlegt“. Ouðm. Finnbogason. Háttvirti herra ritstjóri! Yegna þess að ég hef frjett að sím. skey'i hafi verið sent íslenzkum blöðum þess efnis, að verzlunarhúsið A. T. Möller & Co hafi höfðað mál gegn mér („injurieproces"), leyfi ég mér, herra ritstjóri, að senda yður eintak af blað- inu „Daunebrog“ með yfirlýsingu minni dags. 13. apríl, og verð að bæta því við, að ekkert mál er ennþá höfðað af nefndu verzlunarhúsi gegu mér og að það mun hugsa sig vel um áður en það höfðar málið. Virðingarfyllst. Thor E. Tulinius. Mannfjöldi mikill úr öllum áttum hefir verið hér í bænum þessa viku. Strandferðaskipiu hafa verið full af far- þegum. Síðara hlut vikunnar fjaraði aftur, því að fjöldi manna fór norður og vestur á „Vestu“ og „Ceres“. „Edda“ heitir nýtt eiraskip er Vathn- es-erfingjar hafa keypt til þess að stunda þorskveiði með lóð og síldarveiði.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.