Ingólfur


Ingólfur - 06.10.1907, Blaðsíða 1

Ingólfur - 06.10.1907, Blaðsíða 1
V. árg. 40 blað tannlæknir. Flijtor á Mfflaiossl 6. Heima 10—2 og 4—6. Straumamót II. Tak þú, hugheill lesari, fyrsta árg. Iugólfs, 22. blað og les þar grein með þessari fyrirsögn. Þar segir að vér værum þá á straumamótum og að tek- ið væri þá aðfalli í hug þjóðarinnar, aðfalli frelsisþrár, þjóðrækni, sjálfstæð- is og sigurvona. Þetta þótti þá djarf- lega mælt, því að mörgum duldist það þá að straumamót voru komin Bn Ing- ólfur vissi að hann sagði satt, því að hann kunni svo vel hug og skap ungra manna, að honum var þetta auðsætk Bnda hefir nú reynslan fært sönnur á þetta mál. Eu eigi var þó straumur þessi svo harðnaður né helciur bar hann svo vel undir vindinn, að vér næðum þá þeirri höfn, sem vér eigum að ná. Nú er fullharðnaður straumur, svo sem sjá má á kröfum Þingvallafundar- ins í vor, enda barst hingað ölduskak nokkurt af frelsissigling þeirra Aust- mannanna og ýtti það undir strauminn. Nú er því einsætt að treysta á fremsta hlunn og láta nú Gamminn geisa, meðan straunisins nýtur. Br þá nokkur von að vér náum þeirri höfn, er vér viljum leita lægis í, eða með öðrum orðum náum því sjálfstæði, sem oss er skamm- laust að una Eu því lýstum vér land- varnarmenD, í Ingólfi, I. ári, 32. blaði á þessa leið: „Nú er lokið þeirri hríð, er stóð um þetta mál (stjórnarskrár- breytinguna 1903) frá nýári og alt þar til, er þingið hafði samþykt frum- varpið. Bn þótt landvarnarmenn þurfi eigi að kenna sér um málalokin, þá munu þeir þó eigi nenna að sitja hjá málum manna aðgerðarlausir. Munu þeir nú allan hug á það leggja að bæta skaðann sem verða má og skilj- ast eigi við þetta mál fyrr en yfir lyk- ur og Island er orðib frjálsU og öháð sambandsland Ðxnmerlair11. Þetta heit hafa landvarnarmenu haldið drengilega, og er Þingvallafundurinn Ijósust sönn- un þess. Þar lögðu fulltrúar frá mikl- um meiri hluta þjóðarinnar samþykki sitt á þessa kröfu, en hertu þó það á, að unnið skyldi þegar að fullum skiln- aði ef eigi væri sint þessari kröfu. Nú eru þúsundir albúnar til þess starfs, sem fáir landvarnarmenn hófu, og sést á því, að Ingólfur sá rétt um straumamótin, og eins hitt að fullharðn- aður er nú straumur frelsisþrár, þjóð- rækni, sjálfstæði og sigurvona inn í hug þjóðarinnar. Eu eitt er til meins: Þeir menn, sem réðu úrslitnm 1903, sitja enn í vegi voruin og þoka hvergi fyrir stranmnum. Eru slíkir hafstein- ar mjög til tálma siglingu vorri til réttar hafnar og þarf því aðveltiþeim úr vegi. Nú eggjar Ingólfur alla þá menn lögeggjan, sem eru landvarnarmenn, Reykjavík, suimudaginn 6. október 1907. sem vilja hafa fram kröfur Þingvalla- fundarins, sem vilja að Þland séhanda íslendingum og sjálfstætt ríki, að gæta þess, að á næsta þingi sitji þeir menn einir, sem hverfa með oss að þessu máli og eru svo góðir drengir, að full- treysta megi þeitn til þess að vikja ekki þótt í harðbakka slái, og eru svo vitrir að þeir láta eigi ginna sig sem þursa eða leika eftir þinginu 1903. Undanhald og hálfar kröfur koma á oss hafti og herfjötri, en einarðar kröf- nr nm fullan og óskertan rétt vorn munu verða sigursælar. Hann, sem lifsvon hefir eina, hvað sem rýkur aldrei víkur. Islendingar frá Vesturheimi. Viðskifti vestar um liaf. (Niðurl.) 1 fyrra kafla þessarar greinar var drepið á, hversu athugavert það væri að fá útlendar þjóðir til þess að setj- ast að á íslandi, einkum Dani, og stuttlega leidd rök að ókostum og hættu, sem af því mundi stafa. Engir slíkir annmarkar né hætta er því samfara, að Islendingar frá Fesf- urheimi flytjist hingað heim og taki sér bólfestu í landinu á ný. Þeir eru af þjóðar vorrar bergi brotuir, kunna tuuguna og þekkja þjóðhætti og lands- hagi út í hörgul. Og þeir hafa ýmsa kosti fram yfir þá íslendinga er verið hafa kyrrir heima. Ættja,rðarástin hefir glæðst við fjarveruua frá landinu, þeir hafa aflið sér reynslu og þekk- ingar á ýmsum efuum, umfram það, semhérhefir verið kosturá, lært marg- ar verklegar Dýungar, framtakssemi og stórhug og kynst menning og hugsun- arhætti hinna mestu framfaraþjóða. Og sakir þekkingar þeirra á landsháttum hér, þá mega þeir gerla sjá, hvað hér hentar og getur að gagni komið af því er þeir hafa lært og séð vestan- hafs. Flestir þeirra eða allir eiga og frænd- ur Og VÍni hérna megin hafsins, sem fagna mundu heimkomu þeirra og taka þeirn tveim höndum, eins og þeir væri úr helju heimtir. Það má því teljast vafalaust, að all* flestir íslendingar fallist á það, að heimflutningur íslenzkra manna frá Vesturbeimi sé æskilegur og heillavæn- legur landinu, og að vert sé að íhuga, á hvern hátt megi efli haan sem mest. Þar verður tvent fyrst fyrir: Að greiða sem bezt götu þeirra sem hing- að koma og að stuðla að því, að ferð- in heim verði sem auðveldust og kostn- aðarminst. Lítilsháttar mannflutningur er þegar hafinn að vestan og er mjög mikið und- ir því komið að þessum fyrstu innflytj- öndum vegni vel til þess að fleiri feti í þeirra fótspor. Er því nauðsynlegt að landsmenn greiði fyrir þeim sem allra bezt í hvívetna. Maður einn sem nýlega kom að vest- an kvað engan efa á því, að fjöldi ís- lendinga þar mundi einskis fremur óska en að flytja heim hingað, ef þeir byggist við að geta kornist jafnvel af hér sem þar. Og úr því ætti ekki að þurfa að verða vandræði, því að at- vinnuvegir hafa eflst og fjölgað mjög á síðustu árnm og gera enn svo að nóg verkefni er fyrir hendi handa nýt- um mönnum. Engu að síður getur það ef til vill verið nokkrum erfiðleikum bundið fyrir einstaka menn vestra að afla sér vit- neskju um atvinnu hér, meðan svo er ástatt sem nú. Það virðist því mikil nauðsyn á, að til væri nefnd manna í Reykjavík, og helzt víðar á landinu, sem veitt gæti Islendingum vestra, er heim vilja flytja, nægilegar upplýsingar um atvinnu, útvegað þeim hérjarðnæði til búskapar eða önnur störf og athvörf, sem þeir kynnu að óska. Mundi slik nefnd hafa menn í ráðum víðsvegar um land og geta fengið hvaðanæfa til- boð um jarðir, atvinnu o. s. frv. og yrðu slíkar leiðbeiningar innflytjöndum að miklu gagni. Á þessu er svo mik- il nauðsyn, að það þyrfti að komast í kring sem allra fyrst. Hitt er síður á valdi hérlendra manna að veita vestanförum kost á ódýrri og greiðari heimferð en verið hefir hingað til, en þó er það alls ekki ókleift. Flestir viðurkenua að landinu mundi stór hagur að því að eiga bein verslunarviðskifli við Vesturheim : Fá þaðan hveiti og aðrar korntegundir, járnvöru og jafnvél timbur og margt fleira, að ógleymdri steinolíunni, því að ólíklegt er að ekki sé hagur fyrir íslendinga að kaupa olíu þaðan beint eins og að fá hana „forframaða" eftir útúrkrók til Iiaupmannahafnar, eða fyrir milligöngu danskra okurþrjóta. Héðan mætti senda ull og fleiri vörur. Ef landsmenn hefði skip í förum þessa leið þá mætti jafnframt hafa þau til mannflutninga að eiuhverju leyti og ætti þar að fást svo bein og ódýr ferð, sem unt er að fá. Þetta er fyrirtæki sem eflaust kemst á áður en langt um líður. Hér er verkefni fyrir framtakssama menn að vinna sjálfum sér til fjár og frægðar og landinu til gagns. Það er stórtap fyrir landið hvert ár sém líður, án þess að þetta fyrirtæki komist í kring. Sinn er siður í landi hverju. Þessi orð úr Vínlandi eru hér sett til þess, að sálir lítilsigldra landa vorra hneigi sig ekki „alla leið til jarðar“ fyrir átveizluendurminningum. Eu það getur Ingólfur sagt löndum vorum vestan hafs, að alþýða manna sýndi engan skriðdýrs- hátt heldur hæversku og ekki anDað. Þótti sumum anda svalt af viðtökununi. Blaðið lýkur lofsorði á það, er ís- lendingar létu ekki kenna flokkadráttar innbyrðis meðan konungur stóð hér við, en um sleikjuskapinn fer höf. þessurn orðum: „Á hinn bóginn getum vér, sem vanir erum siðum þessa lands, naumast var- ist brosi yfir sumu, er vér lesum um í sambandi við dý/ðina, sem gerð var með kónginn- Skyldi nokkurstaðar í mann- heimi annað eins kvæðaflóð dynja yfir land og lýð eins og á íslandi, þegar eitthvað ber til tíðinda. Hálf væmnir eiu sumir þessir konungs lofsöngvar, líkastir því að verið sé að biðja guð almáttugan. Einkum ber á þessu hjá séra Matthíasi. Um konung segir hann t. a. m.: „Blíðufaðmi vafðir þínum“. í opinberu blaði voru menn fyrir fram ámintir um það, að bíða í fjörunni er kóng bæri að landi, í lcjólfötum! Eng- inn mátti vonast eftir að verða nafugreind- ur Hans hátign nema haun væri kjólklædd- ur. Dæmalaust má það hafa verið gaman, að sjá mennina standa þarna í fjöruuni um morguniun í kjólfötum (evening dress). Mjög er hneykslast á því í einu blaðinu, hvað landinn hafl verið dónalegur. Þarna hafl menn ekki gert aunað en kinka kolli þá konungur ávarpaði þá„ í staðinn fyrir að hneigja sig almennilega „alt að því hálfa leið til jarðar“. Og aðvaraöir eru menn um það, að ekki megi snúa baki að konungi, er gengið er af hans fundi, heldur ganga aftur á bak frá honum o. s. fr. cid nauseam. Öll þessi mærð og undirlægjuskapur kemur oss, sem búum í lýðfrjálsu landi, fremur undarlega fyrir. Hér yrði manni nokkuð hlát'urgjarnt ef einhver kæmi upp með það, að hann hefði „erft“ landslýðinn og talaði um „mitt fólk“ með samskonar myndugleika eignarrétt- arins eins og aðrir tala um kindurnar sínar. Hér eru valdhafarnir einungis fulltrúar þjóðarinnar og þjónar lýðsins. Það eru þeir, sem hneigja verða sig „alt að því hálfa leið til jarðar“ fyrir lýðuum. Þegar valdhafinn beitir vald- inu samkvæmt því, sem fólkið leggur fyrir hann, er klappað lof í lófa; en fari hann illa með urnboð sitt, skirpir fólkið honurn út af munni sér: Hver þegn er hér konungur, hver valdhafi þjónn. („Vínland.11). B. B. J. Konungurinii og sálmabókiu. Alla rekur minni til orða konuugs vors á Kolviðaihóli um bœði rílán. Hinu hafa líklega fæstir veitt eftirtekt að hin sama landvarnarkenning kemur og fram í íslenzku sálmabókinni. Þar stendur þessi fyrirbæn fyrir kónginum: (Nr. 642) „Yorn konung guð þú gleð og gef hann fái hið rétta og sanna séð að sigri nái með árum heirns lát aukast heili hans ríkja;“------- Væri óskandi að þetta yrði að áhrins- orðum og má það heita furða, hve sálma- bókin, komin út fyrir löngu, er einbeitt í stjórnmálunum. Vill ílest styðja gott mál og rétt er guðsorðið sjálft tekur þannig í strenginn. Fæstir munu geta þess til að guðsorðinu verði mismæli, þó að sumir segi það um kónginn. El-----------------------------------------s Áreiðaulega vöudud svissuesk 'vsítsa, xxi' hvergi eins ódýr og í lHiig-lioltsstræti 3. St. Sunólfsson. 0------------------------------------------

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.