Ingólfur


Ingólfur - 06.10.1907, Blaðsíða 2

Ingólfur - 06.10.1907, Blaðsíða 2
126 INGÓLFUR Frá Vesturheimi. Winnipeg 1. sept. 1907. Heiri ótíð en menn mana hefir verið hér síðastliðinn mánuð. Ágústmánuður, sem venjulega er heitasti og þurrviðra- samasti mánuðurinn á snmrinu, var nú bæði kaldur o? votviðraiamur. Atvinnu- leysi má balla hér eítir því sem venja er til. Karlmeun ganga hér í hópum atvinnulitlir eða atvinnulausir. Samn- ingsvinnuveitendur (contractors) íslenzk- ir, sem á hverju sumri hafa veitt mörg um atvinnu, hafa lítið haft að gera í sumar. Sem sagt mjög mikill aftur- kippur og deyfð hér í öllu. Útlitið því mjög óglæsilegt að byrja veturinn. Flestar vörutegundir hafa stigið í verði. Hey og eldsneyti í afarverði — þriðj- ungi hærra en venjulega. Alí'tavutnsbygð 31. ágúst. Flestum mun minnisstætt hversu síð- asti vetur var langur og kaldur, og hve seint voraði. Hér byrjaði ekki að gróa fyrr en í júnímánuði, en þá kom ágæt tíð, og vonir um grasvöxt hinar beztu. Ba um miðjan júli kom niður svo mikið vatn, að engjar stórskemd- ust í norðurhluta bygðarinnar því að „Svan Creek“ íióði yíir takmörk sin. Allir bjuggust við að með ágúst mundi þorna upp, eins og venja er til. En þá fyrst tók steininn alveg úr. Allan ágústmánuð hefir rignt meira og minna, svo að undantekning hefir verið ef komið hafa 2—3 þurrviðrisdagar. Þó yfirtók 11. ágúst, þá var stórrigning með þrnmum og eldingum og hvass- viðri svo miklu að skógurinn stór- skemdist víða. Stór tré rifnuðu upp með rótum, og svo mátti kalla að all- ar engjar færu í kaf í vatn. í dag er hér stórrigning og þrumuveður. Heyfeng- ur bænda mjög bághorinn. Sumir hafa tæpan helming þeirra heyja er þeir þarfnast, aðrir nær ekkert. Útlit er fyrir að það þnrfi að lóga fiarska miklu af gripum hér í haust. Fylkis- stjórnin vill ekkert gera til að veita vatninu af. Verð á nautgripum er bér fremur lágt en gott verð á svinum og sauðfé, 6 — 61 /2 cent fyrir pundið í lif- andi svínum. Dilkær 8—9 doll. (með lambinu). Nýja íslandi 31. ágúst 1907. Það hafa mátt heita uppihaldslaus illviðri hér um slóðir síðan með júlí. Skiftist á rok og rigning og þrumur, þó keyrði fyrst um alt bak um 11. á- gúst. Þá var rokið og i Iviðrið svo mikið að skógurinn lá brotiun í dyngj- um, vírgirðingar stórskemdust af viðar- fallinu; hey og bátar fuku. Hvemikið hefir farist af nautgripum í skóginum er ekki tilspurt enn. Winnipegvatn fiæddi víða á engi manna og meðfram því. Afræsluskurðir tóku hvergi nærri vatnið sem niður féll svo það fór skemstu leið yfir „dompana" á veginum svo alt varð ófært. Þrátt fyrir þetta hafa 3 frostnætur komið hér í þessum mánuði svo tiðarfarið hefir í þ. m. verið mjög einkennilegt, og afleiðingarnar hljóta að verða slæmar, einkum fyrir þá sem þurfa að ná miklum heyjum fyrir vet- urinn. Eftir „Hugiu“. Áll er ilt gengi, ueiua heiman haíi. Ollum er það minnisstætt, hvern áhuga Reykjavíkin hafði á því að hnekkja ís- lenzka fánanum. Er það víðfrægt orð- ið, hve liðngt hún krítaði nm Krítar- fánann. Henn skildu ekki í því Jengi frameftir, hvað þessu olli. Eu síðar fast það, er hin nýja geirfugla tegund fór að breiða út leðurblöðkuvængi sína til varnar danska fánanum hér á landi, þegar hinir „40 riddarar“, sem urðu aldrei riddarar, lofuðu því, að sporna við íslenzkum fána alt þar til, er hann væ i lögboðinn. Þessir náungar voru eigendur blaðsins að nokkru leyti og varð ritstjóri að fylgja þeim nauð- ugur viljugur. Einkum vegna þess að meðeigandi þeirra, skáld-rápherrann, togaði í sama strenginn. Eu svo kom um síðir að „herra“ íslendinga, Hann- esi Háfstein, þótti þetta ónóg. Hann gerði tvær ráðstafanir til þess að vÍDna móti fánanum. Var önnur þeirra sú, að hann lét senda stjórnarráðinu heljarmikinn Krítarfána og sjóforingja- merki úr Grikklandi- Líklega hefir hann gert sér von um að rauði reitur- inn í Krítarfánanum mundi litast npp á leiðinni, en það brást. — Herki s;ó- liðsforingjans gríska er tilorðið á þann hátt, að ríkismerkið er tekið úr kon- ungsmerkinu. Er þetta merki því svipað íslenzka fánananum. Eu það er engi siglingafáni, en erj dregið á framsiglu þegar þessi foringi er(á skip- inu einkum til þess að önnur skip viti að þau eiga að skjóta heiðursskot. — Þarna jþóttist Hannes Hafstein finna rök á móti fáua vorum því að haun heldur því fram, að Grikkjum geti stafað púðureyðsla af honum. Eu hætt er nú við að Geirfuglunum verði fóta- skortur á „fjörugrjótinu“, og að „lands ins sál“ verði aS leita að fleiri rökum t. d. að láta einhverja herkerlingu sauma sér svuntu í líbum stíl og sjó- foringjamerkið, og sanna svo aí lær- dómi sínum að fáni vor megi til að víkja fyrir þessu fati. Eu látum nú þetta vera. Það gæti stafað af fróðleiksþorsta hans eða bónd- ans á Veöramóti. Hitt tiltækið er verra er hann reynir að láta innlimun- arfoglinn útrýma fánanum. „Hvat fogli er þat?“ munu menn spyrja. Skal því gerð grein fyrir því í fám orðum, úr hvaða varpey hann stafar: Um þær mundir sem Hannes gamli Hafstein var ung ingur, kom upp sá st 'æhugur hjá Islendingum, að þeir vildu hafa sinn eigin fána. Ekki voru þetta þó nema fáir menn. Hannes 0g fjöld- iun hló að þeim, því að þá var siður að hlæja að öllu góðu, sem landsmenn reyndu í sjálfsstæðisáttina. Og enn eru nokkrar hásar veiðibjöllur danska valds- ins að reyua að arga allar sjálfstæðis- raddir niður. — Þessir fáu mennvöldu til fána leiftureygan og hvassnefjaðan hauk á flugi. Skyldi hann vera irnynd þjóðarandans, er hann fiygi nýr og end- urborinn upp úr ösku umliðinna þræl- dómsalda. Nú liðu langir tímar og haukfáninn eignaðist æ fleiri og fleiri vini. Loks kom þar sögu vorri, að Hannes Haf- steinkomst áþann þroskaaldur, að hann tók að nefna jafnaldra sína drengi. Bar það saman við það verk hans, sem hef- ir gert hann alræmdan, er hann lét Al- berti smjörsala teyma sig og alla sína „attaní-ossa“ inn í ríkisráð Dana. Þar- neð gerði hann að engu alla baráttu heimastjórnarmanna (án gæsalappa). Þeir höfðu heimtað „búsetu ráðgjafans“ til þess, rneðal annars og aðallega þó að ná honurn út úr ríkisráðinu. En Hannes og þeir Bakkabræður létu sér nægja að hann mætti drekka bjórinn sinn heirna, en gerði öll sín embættis- verk í ríkisráðinu Þó vildi Albjartur búa betur um hnútana. H'rnum stóð geigur af hinum íslenzka fánahauk og vildi því hefta flug hans og sljófga gogg hans og sjón. Og hann hitti ráð til þess. — Sá var tírninn, er Dlendingar þurftu jartein konungs með bréfum hans, til þess að embættismenn færu eigi í hirz'ur þeirra með lognum bréfum. Þorskuriun var þá valinn að jartein. Þá var þó haus- inn á honum. Eq er einokunin hafði náð tökum á landinu, þá breyttist þor?k- urinn og merking hans. Hann varð hauslaus og flattur og varð innlimun- armerki íslands í ríkismerkinu danska og var hengdur við hliðina á hvíta birni einum, er situr þar sem hundur á frelsi skrælingjanna á Grænlandi og spingólar að endurminningunni um hina frjálsu menn, sem námu landið. „Þetta væri staður fyrir fánahaukinn islenzka“, hugsaði Albjartur. „Ef eg kem honum hingað, þá get eg gert h ukinn að flöttum þorski“. — Hann vissi að ís- lendingum þótti skömm að þorskÍDum og taldi þvi víst, að þeir mundu taka því vel, ef skift væri um. Siðan kom hann því fram, að haukurinn var sett- ur í stað þorsksins. Eu hann lét gera á hann rjúpunef og biuda vængina fasta að síðuin og fékk honum loftið eitt að standa á. Skyldi þetta tákna fyriröll- um lýð að sjálfstæðishaukur íslendinga væri orðinn svo goggsljór, að hendi hirt- arans væri engin hætta búin af biti hans, er haan væri látinn kyssa á vönd- inn; og enn að hannværi nú eigileng- ur fleygur og að honum mundi því fara sem hverjum öðrum fótfestnlausum hlut í lausu lofti, að hann mundi detta. Nú þóttist Albjartur hafa unnið vel, erhinn fleygi fánahaubur var orðinn að fiöttnm þorski í raun og veru. Og Hannes gamli Hafstein fagnaði þessu og með hoaum allir danskir íslendingar og „att- aníossar“. Nú þótti góðum íslendingum ílt í efni, og leiddi til þess, að fáuakrafan var vakin á ný, svo sem kunnugt er orðir. Sást þá skjótt að fáninn hafði alþjóðarfylgi. Þá snerist Reykj-ivíkin í móti sem fyrr var ritað og húsbóndi hennar,' og þá hugkvæmdist Hannesi gamla að neyta nú þes3, að eitt sinn átti fálkinn vini. Hefir hann reynt af alefli að nota hann til þess að útrýma fánanum. Hann hugðist mundu koma þessum vanskapaða innlimmarfugli í sæti sjálfstæðishauksins. Slík íjörráð við gott mál ætti menn að muna honum. Sláturliús bænda er nú fullgert, og tóku til starfa í byrjun mánaðarins. S’áturhúsið er allmikið hús og dýrt. Hun það kosta um 70000 kr. með ióð- inni. Er fyrst rétt 30X8 álnir, en yfir henni er loft til gæruþurks. Úr rettinni fer sauðkindin þann veg, sem hér segir. Fyrst er hún dregin inn i skurðarklefa og lögð þar á borð. Er það svo gert, að undir hálsi kind- arionar er stokkur eða renna raeð hlið borðsins. Og er kindin liggur þar með hálsinn yfir stokknum, þá er hún stúugin í hálsæðina, en síðan brotin úr hálsliðnum og er hún þá dauð. Þá er henni ýtt yfir á hinn enda borðsins og látið blæða þar út ofan í stokkinn en þaðan hleypur blóðið niður í ilát sem stendur á gólfinu og er þar hrært í því. Nú kemur önnur kind og fer sömu leið og svo koll af kolli þar til fult er borðið. Síðan eru skrokkarnir bornir inn í sláturklefann 30X12 al. og lagðir á fláttuborð og flegnir. Þá eru kropparnir hengdir á trönnr og tekið innan úr þeim, en gærunum er komið í þurkloftið. Innýflunum er komið í stóran kassa með hjólum undir og síðan ekið til gorgryfju. En kropp- urinn er hengdur í þurkklefann, sem er 20X18. Eru þar vindáugu stór á veggjum, svo a5 súgað geti í gegn. Hér hangir hann þl einn dag eða svo en þá er hann borinn inn í söltnn- arklefa og saltaður niður í tunnu. Hjörtu, lifar, nýru 0g svið fara til sölubúðar og koraast þaðan beinasta leið á ætlunarstað sinn, magann. Þetta er allmikið hús, sem nú var talið, en þó vantar annað eins: pylsu- gerðarkl fa, reykingarklefa, pylsuþurk- klefa, sölubúð, skrifstofu, borðstofu fyrir starfsmenn, dýralæknisherbergi, þarmhreinsunarkompu, möibræðsluhús, hesthús og heyhús. Bændur úr nærsýslunum hafa gert félagið með íér og kalla „sláturfélag Suðurlands“. — Er það allmikið fyrir- tæki og vonandi að vel gangi. Forstöðumaður sláturverzlunarinnar er Hannes Thorarensen, sem var verzl- unarstjóri hjá ThomseD síðustu árin og hafði áður verið þar mörg ár, góður maður 0g gegn. — Formaðnr fyrir slátruninni er Tómas Tómasson frá Ögri. Ólst hann að nokkru upp hjá Jakob Rosenkarssyni úr Æðey, bónda i Ögri, og Þuríði konu hans. Hann var áður kennari og fór til Askov- skólans fyrir nokkrum árum til þess að afla sér meiri mentunar. En er hanu hafði verið þar um stund, fór að koma hreyfing á þetta sláturmál. Gerði hann þá fyrir áeggjun Boga Helsteds að læra sláturverk. Yar hann síðan við þann starfa 272 ár í Kaupmanna- höfn, Óðinsvéum og Ásbjargi. Jnú er hann verkstjóri hjá sláturfélagi Suðurlands. Uin mjaltir á kúm hefir Sigurður Sigurðsson búfræðingur ritað ítarlega ritgerð í Búnaðarritið. Lýsir hann skýrt og glögglega nýjustu aðferðum við mjaltir og eru nokkrar myndir með til skýriuga. 1 ritgerðinni eru jafnframt ýmsar gagnlegar leiðbeiningar um hirð- ing á kúm og hentugt fyrirkomulag á fjósum. Grein þessi varðar hag allra bænda og annara kýreiganda i landinu og ætti enginn þeirra að láta hjá líða að kynna sér efni hennar. Mislingarnir gaDga nú sem óðast í Reykjavik. Leggjast þeir allmisþungt á, en ekki hafa þeir orðið nokkrum að bana enn, svo að frézt hafi. Þeir eru og komnir í Hafnarfjörð og víðar um Garðahrepp. Á Eyrarbakka vóru þeir í einu húsi fyrir skömmu, en ókomnir annarstaðar austanfj alls. Ung- lingar úr Reykjavík flutta mislingana upp á Hýrar : að Hamri og í hús eitt í Borgarnesi, en ekki hafa þeir enn borist á aðra bæi, enda hefir læknirinn gengið ötullega fram um sóttvarnir. En það verður nær ókleift að stemma stigu við mislingunum út um land þegar engar hömlur eru lagðar á að unglingar héðan úr bæ þjóti um allar trissur með sóttkveikjuna. Eymundur Jónsson frá Dilksnesi í Hornafirði kom hingað frá Vesturheiini snemma í fyrra mánuði með fjölskyldu sína, 9 manns. Kom hanu á vöruskipi frá Skotlandi. Hann hefir verið 5 ár vestra og stundað búskap i Hanitoba. Hann er hniginn að aldri, en þó hinn ernasti; hefir hann verið hínn röskasti rnaður, smiður hinn bezti, gáfumaður og skáldmæltur vel. H^ð honum var Björn sonur hans, fulltíða maður, er verið hefir tvisvar vestan hafs, þrjú ár í hvort sinn. Ætla þeir feðgar að setj- ast að í Hornafirði og er það héraðs- bót, þvi að þeir eru einkar nýtir menn og gerfilegir. Þeir tóku sér fari héðan á „Hólum“ austur.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.