Ingólfur - 17.11.1907, Blaðsíða 1
V. árg.
46. blað
Reykjavík, sunnudagiim 17. nóvember 1907.
Jónas HaUgrímsson.
1807-1907-
Fundur í BftrubriO 2. og 4.
fimtudagskveld 1 mánuði hverj.
kl. 9.
Yerzlunarskýrslurlslands 1905.
----- Niðurl.
Mestir verzlunarstaðir.
r.
Upplestur.
ögn var í landi, sérhver drúpti dalur,
dagarnir langir, fólkið mókti sljótt,
húm-skýjum döprum sveiptur himins salur
sólin var falin bak við ský og nótt.
Þögul sem gröf, með gulli renda strengi
goðfögrum þrungin lífsins töfra hljóm
norræna harpan hafði beðið lengi
hendina þráð er vekti’ inn forna óm.
Harpan sem geymdi Egils afl og hljóma
ofna í gullnra tíða snildar mál,
harpan sem geymdi Kormaks ástaróma
eldlega tóna úr logaheitri sál);
hljómarnir þeir, sem áður hrifu alla
orðnir að sögu horfinni frá öld.
Flúin var göfgin, flekkuð tungan snjalla,
frjálsborin þjóð í hlekkjum stirð og köld.
Vesalings ísland! — yfir dánum vonum
einmana stóðstu köld og sorgarhljóð.
Burtu var frægðin, fátt af nýtum sonum
falin í ösku in helga aringlóð.
Huggunarorð þú ekkert fékkst að heyra,
ekkert sem gæti tendrað fornan þrótt,
þó var þér sáru.st sönglaus þögn í eyra,
sönglausri þjóð er lífið eilíf nótt.
Þá komst þú Jónas, ungur, frjáls og fagur
færandi vonir, söng og æskuþrótt,
það var sem brosti bjartur sumardagur
blikandi af sól á eftir kaldri nótt.
Harpan sem áður hafði beðið lengi
hljómlaus og dreymt um liðins tíma óm,
fékk nú að nýju fagra, gullna strengi
og fingur, sem vöktu nýjan snildarhljóm.
Birti í dölum, brostu tindar fjalla
blikandi af sól á eftir myrka nótt!
Tignina fornu fann nú tungan snjalla,
fegurðarblæ og aðalborinn þrútt.
Það var sem léki logi huldra heima
hljómvængjum borinn yfir kalið láð,
Fjallkonan brosti og fann að hjarta streyma
fegurð þess hljóms, er lengi hafði ’ún þráð.
Fólkið sem svaf og mókti í deyfð og doða
draumstýrur þerði votum augum frá;
heyrði þig dag með hljómum vorsins boða,
hristi sín bönd, og kendi nýja þrá.
Svefnþýið hlaut að sjá: Það lýsti dagur
sólroðinn brosti austurhæðum frá,
landið var frítt og himinn hár og fagur
hreinn eins og lífsins insta, dýpsta þrá.
Meðan þú „glæddir ljós í hjörtum lýða“
launin þín voru þögnin dapra ein;
grýttur þú varst — en fólkið hlaut að hlýða,
hljómarnir seiddu líf í kaldan stein.
Þeir sem að smána það sem altaf lifir
þekkja’ ei það Iögmál gegnum tíma og ár:
Tvöfaldur bjarmi brosir síðar yfir
bi-ostinni hörpu, er glæða lýðsins tár!
Þökk fyrir ljóðin þjóðin öll þér færir,
þökkin kom seint — og blandast því við tár.
Minning þín dýpstu hugans strengi hrærir,
harpan er geymd þó skáldið liggi nár.
Harpan er geymd, um hana bjarminn ljómar
helgur og skær frá landsins arin-glóð,
hátt yfir Fróni eldsins tunga ómar:
Eldinn þann kveiktu ’in fögru snildarljóð.
II.
Einsöngur.
Hátt skal gígjan hljóma
honum þakkir færa,
sem lét áður óma
óðinn silfur skæra,
söng um sólu bjarta,
söng um frelsi þjóða
söng í hug og hjarta
himin vors og ljóða.
Brosið blóm á engi,
blika lind í halla,
hreyfið hörpu strengi
Huldur Islands fjalla!
Glitra gullnum ljósum
glóey logastöfuð,
skreyttu röðulrósum
röðulskáldsins höfuð!
Látið Ióur gjalla
listaskáldsins hróður,
syngið svanir fjalla
söng um ykkar bróður.
Fjalladrotning fríða
faldinn láttu skarta!
Lofið hjörtu lýða
Iandsins stærsta hjarta!
Meðan lífs frá lindum
ljós og hreimar streyma
og í máli og myndum
manna hjörtu dreymá,
blikar skært ið bjarta
bláhvel draums og ljóða,
lifðu í lýðsins hjarta
listaskáldið góða I
III.
Upplestur.
0! krjúp nú ísland, krjúp að skáldsins fótum,
sem kvað sín Ijóð frá þínum hjartarótum.
Og horfðu á vorskáld hundrað reynslu ára,
sem hlaut að launum þyrnikranzinn sára.
Hann kunni að bera kvöl og dulda Iiarma
svo kranz úr þyrnum varð að morgunbjarma.
Sá bjarmi lýsir hátt um höfðið bjarta
og hrekur enn á burtu myrkrið svarta.
Hans söngur hljómar ennþá ungur, fagur
og alt í kring er ljós og sunnudagur.
Hann stendur frjáls, sem frelsisboði lýða
hinn frjálsi merkisberi nýrra tíða,
Mark hans var: frelsi og fegurð ríki í landi
um fet ei vék hans sterki, djarfi andi.
Já, því er enn þá Ijós um ljúflings enni,
sem ljóminn skær á vígðum arni hrenni.
Svo tak nú þjóð hans sorgarkranzinn svarta,
og settu um ennið heiðurssveiginn bjarta.
Og vígðu sveiginn vonum ljóss og tárum,
hann var þitt ljós á hundrað liðnum árum.
Jonas Guðlaugsson,
Hér eru taldir þeir kaupstaðir og
kauptún, sem hafa hálfrar miljón króua
verzlan eða meira:
lieykjavík: 7548000 kr.
Isafjörður: 2205000 -
Akureyri: 1883000 -
Mjóifjörður: 1777000 -
Seyðisíjörður: 1135000 ■
Hafnarfjörður: 894000 -
Sauðárkrókur: 700000 -
Stykkishólmur: 616000 -
Vestmanneyjar: 588000 -
Eyrarbakki: 537000 -
Viðskifti kaupstaðanna fjögurra eru
nálægt 44°/0 af öllum viðskiftum Is-
lendinga við önnur lönd enda er verzl-
an Heykjavíkur einnar, fjórði hluti
allrar verziunar landsins.
Verzlanir.
Árið 1905 vóru hér á landi 30 sveita-
verzlanir, 283 innlendar „fastar“ verzl-
anir og 62 útlendar „fastar“ verzlanir,
eða alis 375 verzlanir. 1855 vóru hér
58 verzlanir.: 26 islenzkar og 32 út-
lendar. Lausakaupmenn eru eigi taldir
með, en þeir höfóu mjög mikii viðskifti
við íslendinga fram yhr miðja 19. öld.
Stuttu eítir 1880 hverfa þeir að heita
má úr sögunni og nú eru þeir með öllu
hættir að koma hingað.
„Verziunareigendur eru mikið færri
en verzlanirnar. Nú má heita algengt
að sami kaupmaðurinn eigi Heiri en eina
verzlan. Taia föstu verzlananna verður
töluvert lægri, ef taldir erufastir kaup-
menn x stað verziana. Eftir því, er næst
verður í'arið* eru það hmui innlendir
kaupmenn, sem eiga tvær verzlanir
hver = 10 verzianir
ogþrir inniendir kaupmenn
og féiög reka 13 —
Átta innlendir kaupmenn
reka alls 23 verzlanir
Elleíu erlendir kaupmenn reka hér
alls 40 verzlanir
Innlendir kaupmenn (sem áttu 283
verzianir árið 1905) vóru 268
Erlendir kaupmenn og félög
(sem áttu 50 verzlanir hér) voru 33
Sveitaverzlanir vóru 30
Kauprn. og verzl.félög aiis 331.
Árið 1855 vóru erlendar verzlanir
fleiii en hinar innlendu og ef taldir
hefðu verið lausakaupmenn, þá hefðu
þær iíklega orðið helmingi lieiri. 1905
eru erlendu verzlamrnar 18'’/0 af öllum
verziunum nema sveitaveizlunum, en
hve rnikið af aliri veizlaninni kemur á
þær, helir ekki verið rannsakað, en
það er aðalatnðidJ** Hví er það þá ekki
rannsakað? — Er það mjög vítavert
hve verzlunarskýrslurnar eru hroðvirkn-
islega samdar af stjórnarinnar hálfu.
Siglingar.
Um siglingar til landsins eru til á-
reiðanlegar skýrslur frá 1787. Sést af
þeim að hingað komu að eins 6 skip
* Er nokkur vandi aö sjá það með vissu?
Yerzluuarskýrslur 1906, XII.