Ingólfur


Ingólfur - 17.11.1907, Blaðsíða 3

Ingólfur - 17.11.1907, Blaðsíða 3
INGOLFUR 383 Minnisvaröi Jónasar Hallgrímssonar var afhjúpaður í gærdag, á aldarafmæli þjóðmæringains. Athöfuin byrjaði kl. 2 síðdegi*. Þá hóf stúdentafélagið skrúðgöngu sína frá Thomsensskála eftir Lækjargötu og upp á tún Guðm. Björnssonar, þarsemlíkn- eskið er sett til bráðabyrgða. Fáni ís- lands var borinn fyrir fylking stúdenta. Þá gengu skólapiltar í skrúðgöngn á hátíðarsviðið og höfðu marga fána. Loks kom fylking Ungmennafélagsins og blöktu véin víða yfir flokki þeirra skipuðu þessar fylkingar svæðið á tvc vegu við líkneskið, en múgurog marg- menni streymdi að úr öllum áttum svo að fullskipað varð alt sviðið umhverfis og næstu götur langa vegu frá. Hefir ekki þvílíkt fjölmenni saman komið sið- an á afmælishátíð Jóns Sigurðssonar 17. jíní í vor. Þegar menn höíðu skipað sér um- hverfis líkneskið var sungið kvæði, er Jón Ólafsson hafði orkt en lagið setti Árni Thorsteinsson og stýrði hann söngnum. Því næst stóð fram Bjarni Jónsson frá Vogi og hóf hann afhjúpunar-ræð- una. Bauð hann formanni Stúdentafél- agsins, að aíhjúpa líkneskið og gerði hann það og mælti nokkur orð um leið; en formaður Ungmennafélagsins (Jakób Óskar Lárusson) lagði lárviðarsveig nm höfuð líkneskinu. Hélt Bjarni svo fram tölu sinni. Yar hún hin snjallasta, en því er ekki hér meira frá henni sagt, að hún mun koma út næstu daga. Þegar Bjarni lauk máli sínu, var sungið kvæði eftir Þorstein Brlingsson. Hafði Sigfús Einarsson sett lagið og stýrði söngnum. Loks mælti formaður stúdentafélagsins hárri röddu: „Lifi minning Jönasar Hallgrbnssonar! og var tekið undir það með ferföldu fagn- aðarópi. Því næst raufst mannþröngin og gengu fylkingarnar sama veg á brott. Söng stúdentafélagið nokkur þjóðlög við Thomsens-skála áður menn skildust. Um miðaftan hélt stúdentafélagið blysför mikla og þótti takast mæta vel. Síðar um kveldið hélt félagið sam- komu fjölmenna í salnum mikla á „Hótel Reykjavík“. — Aðra samkomu hélt Ungmennafélagið í Bárubúð og iðnaðarmenn hina þriðju í Iðnaðar- mannahúsinu. Vóru margar ræður fluttar í öllum þessum samkvæmum, kvæði sungin og að öllu hinn bezti mannfagnaður. Akreyringar höfðu einnig samkomu um kvöldið til minningar um Jónas. Bæjarstjc irnarkosningarnar, »em fram eiga að fara hér í Vík nýárinu, eru nú mjög á dagskrá bæjar- manna. Starfa félögin að því hvert í kapp við annað, að undirbúa kosning- arnar og eru sum þegar farin að semja kjörlista. Iðnaðarmannafélagið samþykti á síðasta [,fundi sínum tillögu þá, er hér fer á eftir: „Fundurinn samþykkir að bjóða eftirtöldum félögum bæjarins samvinnu við næstu bæjaistjórnarkosningu — „Dagsbrún11, „Goodtemplarafélaginu“, „Öldunni“, „Bárunni," „Trésmíðafé- laginu“, „Verzlunarmannafélaginu", „Kaupmannafélaginu“, „Kvenfélag- inu“, „Kvennréttindafélaginu", „Stúd- entafélaginu“, „Framfarafólaginu“, og „Preirtarafélaginu“ — á þann hátt, að hvert félag kjósi þrjá menn, en „Goodtemplarafélagið“ þó einn mann fyrir hverja stúku, og semji þessir kosnu menn kosningarlista, er legg- ist fyrir félögin til breytinga eða sam- þyktar. Séu síðan listarnir endur- sendir nefndinni og semji hún þá kosningarlista, er boðnir skulu öllum meðlimum félaganna“. Félagið óskar þessari orðsending svar- að fyrir 18. þessa mánaðar. Hull fundið aftur! Silfur og: fleiri rnálmar. Nú berst hver gullsagan af annari um bæinn, og sögurnar eru jafnharðan staðfeitar með vísindalegum rannsóknum, svo að á þær verða engar brigður born- ar. Sýnishorn af málmsoranum hafa farið í hreinsunareldinn hjá þremur rannsóknurum, Ásgeiri Torfasyni, Birni kaupm. Kristjánssyni og Erlendi gull- smið Magnússyni. Og gullkornin hafa komið skír og hrein úr eldinum eins og sálir réttlátra. Ingólfur gat síðast um það, að gull hefði fundist í tveimur sýnishornum. Síðan hefir það fundist í öðrum tveim sem tekin vóru neðar úr holunni, ann- að úr 133—135 feta dýpi, hitt enn þá neðar. Nafarraufin er nú rúml. 150 feta djúp. Silfur reyndist í einu sýnishorninu ásamt gulli og hefir það ekki fundist fyrr í Vatnsmýrarnámunni. Zink hefir og fundist eigi alllítið, eins og áður hefir verið frá sagt. Auk þess fundust með vissu ýmsir fleiri málmar í hitt eð fyrra, þegar fyrst var grafið. Helztir þeirra vóru: mangan, eir. og járn. Enn þá liggnr órannsakaður mestur bluti þess er náðst hefir upp úr hol- unni og þótt það verði alt rannsakað sem bezt, þá er óvíst að nægileg vissa fáist fyrir því, hvort málmnámið svari kosnaði. Um það verður trauðla full- yrt fyrr en göng hafa verið brotin nið- ur að hýbýlum Frosta og Fjalars, því að þá fyrst má ganga úr skugga um það, hve mikla fjársjóðu þeir geyma í fórum sínum. Það væri mikilsvert að vita, hverjar vonir „gullnefndin" (forstöðunefnd gull- leitarinnar) gerir sér um þetta efni. Leikur mörgum forvitniáað vita, hvort Sigfús gamli hefir nú „góðfúslega" tek- við hlutum sinum aftur, þeim er hann vildi ekki viö taka á dögunum áður en gullið fanst. Um þetta vildu margir hluthafar fá skýr svör sem fyrst frá nefninni. Vilja þeir hafa þetta „á því hreina“, því að þeim er lítið um það gefið að nefndar- menn leiti gullsins lengur upp á þeirra kostnað en láti sjálfir liggja á milli hluta hvort þeir taka að sér hlutina sem eftir vóru, þegar hætt var að selja almenningi í fyrra. Hluthafarnir spyrja í einu hljóði: „Hvaðlíður hlutunum hans Sigfúsar?u Til leigu beztu herbergi með og án húsgagna á skemtilegum og rólegum stað. Upplýs- ingar á Stýrimannastig 12. Fyrirlestur. í Betel sunnudaginn 17, nóvember kl 61/,, síðdegis Eíni: Tímahil í hinu spádóinlega orði. sem sncrta tíma cndirsins. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. David Östlund, Klæðsölubúð Guðm. Sigurðssonar Selur ódýrast liér í hæ föt og fataefni, hálslín og slaufur, vetrarhúfur o. fl. sem að fatnaði lýtur. Gleymið þvi ekki að lang-bezt kaup á liúsgögnmn er lijá Jónatau Þorsteinssyni Skoðið og þið munuð sannfærast. i sápuverzluninni 1 Austurstræti 6 til þess að rýma fyrir nýjum vörum, verður dagana frá 16—33. þ. m. Selt mcð 10—25°|0 afslætti: Allskonar Handsápur, Brilliante, Parfume o. m. fl. Útsalan verður aðeins eina viltii. Sterking á liálslíni (franskt línstrok), — einnig menn í þjónustu — tökum við undirritaðar. Miðstræti 6. hús Stefáns skósmiðs Gunnarssonar Valgerður Einarsdóttir. Steinunn Söebech. L i 1 j a. IÁlja mín kæra, Ijóðin mín vil ég þér einni fœra. Eg elska svo bládjúpu augun þín og eilífa hreinleikan sem þar skín og himinn þ'ins sakleysis livítan sem hreinasta lín. Ástin mín eina, einasta bót hinna þyngstu meina, eg sökkvi mér niÖ’r í söngum þeim af sœlunnar lind teigar andi minn í hljómleikum þinum og hluttekning Ijúfasta finn. Einar P. Jónsson. Dómarinn. Þú dœmir djarft og liart og dæmir lielzt til margt, en þér er reyndar fariö eins og fiestum, % dag viö dómstólinn þú dœmdir bróöur þinn og ert þó sjálfur búinn sómu brestum. Einar P. JónssoD. Erlend símskeyti til Ingólfs frá R. B. Iihöfn. °',1 kl. 5 sd. Frakkland og England hafa numið úr gildi nóvembersáttmálunn, að því er til Noregs kemur. Utanríkisráðgjafinn norski heflr eftir það undirskrif nýjan sáttmála við sendiherra Þýzkalands, Englands, Frakklands og Rússlands um landeignarhelgi Noregs. Kosningum á fulltrúaþingið í Pét- ursborg er hér um bil lokið. Hið nýja (þriðja) þing verðnr mjög stjórnsinnað. Kköfn. ’/j.j Englandsbanki hefir hækkað vexti, upp í 7 af hundraði. Peningadýrleikinnhefir valdið mörgu alvarlegu verzlunarhruni og verksmiðja í Svíþjóð. 1 Ameríku virðist vandræðakreppan vera búin að nokkru leyti. Kapella Gustaf Adolfs í Liitsen var vígð í gær með miklurn hátíðabrigðum. Samþykt hefir verið í Þórshöfn (Fær- eyjum) með 440 atkv. gegn 20, að banna þar sölu og veiting áfengra drykkja. NóvembersáUraálinn, sem hér er á minst, var gerður 25. nóv. 1855 milli Svíu konungs og Norðmanna annars vegar, en Breta og Frakka liins vegar, í ófriði þeirra vesturrikj- anna við Rússa (Krimstriðinu). Konungur skuldbatt sig þar að sleppa ekki við Rússa nokkurri þúfu af landeign sinni, hvorki I landaskiftum né aðra leið, né heldur gras- nytjum né fiskiveiðum né öðrum réttindum á sjó eða landi. Þar í móti liétu vesturríkin Svíuin og Norðmönnum liði síuu, ef Rússar gerðu tilkall til einhverra slíkra réttinda eða gengju á þeirra lilut. Nokkur vafi lék á þvi, hvort sáttmúli þessi vmri enn í gildi eftir skilnaðinn með Svíum og Norðmönnum. En nú hafa Norð- menn leyst þann vanda svo, sem hraðskeyt- ið hermir: sagt sundur sáttmálanum, en gert nýjan sáttmúla jafngóðan ekki einungis við veslurrikin, heldur einuig bæði Þýskaland og Rússland. (íf.)

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.