Ingólfur - 24.11.1907, Blaðsíða 2
186
INGOLFUR
í Eddukvæðum, þ. e. að aegja, sá sem
er hvimleiður'hittir sjaldan á samkvæmi,
ölteiti eða glaðværð. Prófessorinn heíir
verið hvers manns hugljúfi hér, því að
hann hittir ávalt í „líð“.
Hann situr biórkvöld hjá Birni Olsen,
að þýzkra stúdenta sið, og þar heyrir
hann stúdentasöngvana hér. Hann
kemur til margra nafngreindra manna,
og er þar vel tekið; hann kemur á
fjölda staða og fjölda heimila, og aldrei
kemur neitt óþægilegt fyrir hann af
nokkurs manns hálfu, nema eins ensks
ferðamanns, sem hann varast að nefna
með nafni. Hann hittir strax í „líð“
þegar hann kemur, því að þá er verið
að leika Alt Heidelberg. Hann og tveir
Þjóðverjar aðrir sitja þar í röð, allir
hafa þeir séð Alt Heidelberg leikið heima,
sumir á mörgum stöðum, og alla furðar
þá á því, að leiklistin hér á landi
sé komin svo langt út úr þokunni, að
höfuðpersónurnar Köthie, Karl Heinz
og Lutz Asterberg og fleiri séu leiknar
með snild. Stúdentaatriðin í II. þætti
þótti honum ágæt vegna æskunnar
og fjörsins í leiknum. Til lýsingar
hans á leiknum verður hér áj landi
vitnað lengur en 100 ár, og prófessor
Herrmann er heima á því svæði, hann
hefir t. d. lagt út Kejser og Galilæer
eftir Ibsen, og sumir segja að það sé
bezta þýðingin á þýzku, semnokkruaf
ritum Ibsens heflr hlotnast. Leikurinn
á Alt-Heidelberg er svo einskonar inn-
gangur tjl þess, sem Herrmann skrifar
um leikhúsið og leikritaskáldskap hér
á landi, og er það all-langt mál. í
þeim kafla er útdráttur úr leikriti
Indr. Einarssonar “Skipið sekkur“.
Bókin er full af fróðleik um ísland
fyrrum og nú; höfundurinn kemur al-
staðar við þar sem eittbvað er að segja.
Mun langt að bíða, að 3amin verði
ferðasaga er taki henni fram. Sama
hugsuðum við þegar ferðabók Baum-
gartners var komin út, að lengra
mundi engin ferðabók ná, en þessi bók
er mikið yflrgrips meiri. Poðstion hve
hafa skrifað hingað, að þessi bók skar-
aði fram úr öllu, sem Þjóðverjar hefðu
ritað um ísland, og mun það vera rétt
skoðun. Islendingar álitu þegar bók-
mentasaga PoSstions kom út, að hún
tæki fram öllu um ísl. bókmentir, en
ferðabókin nær yfir ótal önnur efni, og
er að því leyti fremri en bók um sérstaka
grein.
Prófessorinn segir í formálanum að
hann unni lslendingum af heilum hug
eftir veru sína hér. EDgin setning í
allri bókinni bendir á neitt annað. Þeg-
ar landsmenn fara að kynna sér bók-
ina munu þeir taka hann upp í þýzku
heiðursfylkinguna. Engir menn skilja
oss betur en Þjóðverjar. — Þeir fyrstu
sem í þeirri fjdkingu hafa staðið voru
þeir la Motte Lonque og Konráð Maur-
er, og síðari nöfn á listanum, sem koma
mér helzt í hug eru þau Poéition,
Kuchler, Lehmann Filhés og Baum-
gartner, nú bætist nafn Pauls Hermanns
við. — Islendingar muna lengi eftir vin-
um og óviuum, og þess vegna ætla eg að
allir þeir sem nú vóru nefndir muni
seint gleymast á íslandi.
Prófessorsins mun vera von hingað
næsta sumar; hann hefir ekki séð alla
staði þar sem hann vildi komið hafa.
Óskandi væri að vér fengjum að sjá
hið fyrirmannlega hámentaða Ijúfmenni
sem oftast hér, en litlar líkur eru til
þess, að það verði oftar en einu sinni
hér eftir. — Ea fyrst hann er væntan-
legur sýnist vel við eiga að ávarpa
hann sömu orðunum, sem íslenzkukenn-
arinn hans kallaði til hans, þegar hann
lét úr landi í Kaupmannahöfn:
Heill þú aftur komir,
Heill þú á sinnum sér!
Gautur frá Gýgjarfos&i.
f
Frú Maren Lárusdóttir
andaðist að heimili sínu hér í bænum
15. þ. m., nær áttræð að aldri. Hún
var fædd að Hofsósi 11. des. 1827.
Foreldrar hennar vóru Lárus sýslumað-
ur Thorarensen, sonur Stefáns amtmanns
Þórarinssonar, og kona hans Elín Jak-
obsdóttir Havsteen, systir Péturs amt-
manns. Var frú Maren einkabarn
þeirra. Hún giftist Jóhannesi Guð-
mundssyni er fyrst var sýslumaður í
Strandasýslu og síðar í Mýrasýslu;
bjuggu þau þá í Hjarðarholti í Staf-
holtstungum. Hann varð úti 11. marz
1869. FJuttist frú Maren þá að Enni,
og bjó þar nokkur ár, en fór síðan til
Kvíkur og dvaldi þar til dauðadags.
Þeím hjónum varð 10 barna auðið,
en ekki komust nema sex þeirra til
aldurs: Frú Anna kona Dr. Valtýs
Guðmundssonar (lézt 1903); séra Lár-
us aðstoSarprestur á Sauðanesi, kvæntur
frú Guðrúnu Bjarnardóttur umboðs-
manns Skúlasonar; hann dó 1888; Jó-
hannes sýslumaður og bæjarfógeti á Seyð.
isfirði; Ellert vélastjóri í Ólafsdal; jru
Sigríður kona séra Kjartans Helgason-
ar í Hruna og Katrín ógift.
Frú Maren var flestum konum fremri
um marga hluti, gáfuð og mentuð, einkar
trygglynd, vinföst og ættrækin og hin
mesta rausnarkona í hvívetna.
Jarðarför hennar fer fram næsta
föstudag.
V erkmannasamband
Islands.
Ingólfnr hefir áður getið þessa félags-
skapar og hét þá að skýra betur frá
honum síðar. Nú hefir honum borist
skýrsla sú, er hér fer á eftir um þessi
merkilegu og þarflegu samtök:
Hinn 29. f. m. var fyrsta þing verk-
mannasambandsins sett í Báruhúsinu
og var því slitið 5. þ. m.
Samband þetta er stofnað af ýmsum
verkmanna- og iðnaðarsveinafélögum
hér í bænum, og er ætlast til þess, að
það síðar meir nái yfir alt landið.
Hvatamenn að stofnun sambandsins
vóru formenn nokkurra félaga hér 1
bæ (Dagsbrún, Báran og Prentarafélag-
ið), og var fyrsti undirbúningsfundur,
þar sém rætt var um mál þetta, hald-
inn 17. marz þ. á. og vóru þar staddir
25 menn, er allir vóru stjórnendur
ýmsra félaga hér í bæ; þar var kosin
nefnd til að semja lög o. s. frv., og
síðan hefir málið verið í undirbúuingi
hjá félögunum, og lokð komst það svo
langt, að sambandið var stofnað og
fulltrúar mættu á hinu fyrsta þingi
verkmannasambands Islands.
Eins og eðlilegt er, þá var mikið af
staríinu á þessu þingi falið í lagasmiði
fyrir sambandið, en þó vóru mörg fleiri
mál afgreidd þar.
í 2. gr. laganna er stefnuskrá Verk-
mannasambandsins, og sýnir hún Ijós-
ast stefnu þess. Hún hljóðar svo:
1. Að vinnan sé móðir allrar vel-
megunar og að arðurinn af vinnunni
gangi til þeirra, er taka þátt í henni.
2. Að allir menn, karlar og konur,
bæði giftar og ógiftar, sem eru 21 árs,
hafi óbundinn kosningarétt.
3. Að kvenmenn hafl jafnrétti á viS
karlmenn í stjórnmálum, atvinnumálum
og mentamálum,
4. Að riki Qg kirkja sé aðskilið,
enda sé og hverjum frjálst að hafa þá
trú. er honum sýnist og sannfæring
hans býðnr.
5. Að uppfræðsla og mentun sésam-
eiginleg fyrir allar stéttir fram að vissu
aldurstakmarki, og kostuð af almanna
fé.
6. Að gjafsóknarréttur sé öllum frjáls.
7. Að öll gjöld til þess almenna hvíli
að öllu leyti á fasteignum, arði af at-
vinnu og peningaforða einstakra manna.
8. Að erfðagjald til landsjóðs fari
hækkandi, og hækki því meir, sem
arfurinn er stærri.
9. Að arðvænleg fyrirtæki, er miða
til almenningsbeilla, svo sem samgöng-
ur á sjó og landi, námugröftur o. s. frv.,
sé rekin með fé hins almenna og undir
umsjón þess.
10. Að öryrkjastyrkur sé veittur
öllum, er ekki geta séð fyrir sér sjálfir,
og án þess þeir missi nokkurs í af
réttindum sínum.
11. Að séð verði um, að þeir, er
þess óska, geti fengið land til rækt-
unar með sem beztum kjörum, og ódýr
lán til að rækta með landið.
12. Að aðflutningur og tilbúningur
áfengra drykkja sé bannaður.
13. Að sjúkrasjóðir verði stofnaðir
og styrktir af almanna fé.
14. Að engir aðrir en búsettir menn
í landinu eigi fasteignir, fossaítök, námu,
eða reki aðra atvinuu í því eða land-
helgi þess.
15. Að fult sjálfstæði íslands sé við-
urkent“.
En auk þeirra mála, er hér eru talin,
þá hefir sambandið mörg fleiri mál til
meðferðar (5. gr. Iaganna), og eru þau
aðallega þessi:
1. Samtök vinnukaupenda gegn verka-
mönnum til að þröngva kosti þeirra.
2. Atvinnuleysi innan sambandsins.
3. Kaupfélagsskapur eða samtök til
vörukaupa.
4. Fræðsla og mentun barna og ung-
linga verkamanna.
5. Sjóðstofnanír til þarflegra fyrir-
tækja og fyrir félögin.
6. Nægilegar húslóðir handa verka-
mönnum í kaupstöðum.
7. Kosningar í bæjarstjórnir.
8. Kosningar til alþingis.
9. Útgáfa blaða eða blaðs, er ræði
málefni og hugsjónir félagsmanna.
Eins og sjá má, eru hugsjónir Sam-
bandsins talsvert miklar, og eigi að
búast við, að þær komist allar til fram-
kvæmda þegar í stað.
Þau mál, er þingið nú aðallega hafði
með höndum, voru kaupfélagsmál, bæjar-
stjórnarkosningar og blaðamálið. Öll-
um þessum málum var vísað til Sam-
bandsráðsins til framkvæmda og úrslita.
Kaupfélagsraálið er komið svo langt á
veg, að öll ástæða er til að álíta, að
það komist í framkvæmd áðuren langt
um líður og er enginn efi á því, að það
verður mikill hagnaður að því fyrir
marga. Slikur félagsskapur er einkar
þarfur, einknm eins og nú stendur á.
Lög fyrir vænanlegt félag eru full-
samin — vóru útbúin á þinginu — og
er meginregla þeirra: engin lán, engar
skuldir, hvorki innlendar eða útlendar.
Annars er fyrirkomulag þess að nokkru
svipað t. d. Yerzlunarfélagi SteÍDgríms-
fjarðar og fél. Ingólfur á Stokkseyri.
Um bæjarstjórnarkosningu hér í Keykja-
vík er það að segja, að Sambandsráð-
inu var falið, í samvinnu við stjórnir
félaganna í sambandinu, að semja lista
fyrir það.
Blaðamálið er máske stærsta ogþýð-
ingarmesta málið út á við. Það var
að öllu falið Sambandsráðinu, og er
vonandi, að því takist að hrinda því í
framkvæmd, því að undir því er þróun
og velgengni þess mikið komin.
Annars er verkefni sambandsráðsins
allmikið, þannig á það t. d. að leitast
við að koma í veg fyrir verkföll og
koma á sættum, ef unt er, ef verkfall
yerður o. fl.
T- J •• Fundur 1 Bárubúð 2. og 4.
JJJ fimtudagakveld i mánuði bverj.
Á nœsta fundi verður til umrœðu: Stefna
stjórnarmanna i sjálfstœðisynálinu. (Máls-
liefjandi G. H.)
í sambandsráðinu eru 7 menn, og er
herra Þorvarður Þorvarðsson prentari
formaður þess.
Fornir siðir.
(Frh.) Vér íslendingar erum afskekt
þjóð, vér erum fámenn þjóð. og vérer-
um enn þá þjóð, sem er að taka tenn-
ur hvað menninguna snertir. Vér lif-
um í köldu landi, lítið ræktuðu, þar
sem baráttan við lífið er hörð og ströng
og náttúran horflr á starf vort með
vægðarlausu órannsakanlegu steinljóns-
andliti. Vér þurfum því að hagnýta
oss alla þá rejmslu, alt það góða, sem
forfeður vorir hafa skilið oss eftir, jafn-
vel frernur en aðrar þjóðir. Hættan er
meiri hjá oss en öðrum að daga uppi,
ef vér notum ekki öll þau hin góðu öfl
úr fortíð og nútíð í lífsbaráttunni, sem
vér eigurn kost á. M mnÍDgarstraum-
arnir sem til vor koma að utan eru bæði
hægfara og magulitlir, og er oss að því
hætta búin. Hálf menningunni er gjarnt
að kasta fegurð og gæðum fortíðarinnar
frá sér eins og ónýtu forngriparusli,
en hin sanna menning sér altaf gæði
þess sem liðið er, og hagnýtir sér þau,
annaðhvort í sinni upphaflegu mynd eða
mótar þau með stefnu sinna tíma.
Ef eg nú athuga sögu þjóðar vorr-
ar og ber hana saman við nútíðina, þá
dylst mér ekki að ísleudingar hafa glat-
að ýmsu af þvi fagra og nauðsynlega,
sem forfeður vorir tömdu sér, og aftur-
för hefir átt sér stað í ýmsum efnum,
sem getur orðið skaðleg þjóð vorri og
komið henni síðar í koll.
Eg ætla að nefna nokkur dæmi:
Forfeður vorir vóru glœsimenni mik-
il og íþróttamenn, en nútíðar íslend-
ingar eru margir sorglegir sóðar, og lítt
að sér um íþróttir.
Forfeðrum vorum duldist ekki nyt-
semi þeisara hluta, duldist ekki, að til
þess að heilbrigð sál væri í hraustum
líkama þurfti þrifnað og líkamsherzlu.
Það leið því aldrei sá vetur að þeir
eigi temdu sér leika á ísum, og söfnuðust
saman úr öllum nálægum bæjum, til
þess að taka þátt í þeim leikjum.
Nytsemi þessara íþróttavar margvís-
leg, og ekbi eingöngu fólgin í því, sem
eg þegar hef nefnt, líkamsherzlunni, held-
ur vóru áhrif þeirra engu síður víðtæk
á andlegt líf þjóðarinnar. Þær glæddu
kapp og fjör, gerðu menn harðgerðari
og ötulli, og hafa sjálfsagt skerptmjög
fegurðartilfinningu manna, að minsta
kosti í öllu því er snertir ytri fram-
göngu og hreyfingar.
En snyrtileg framkoma er oftast tákn
innri menningar, þótt undantekningar
kunni að vera frá því eins og öllu öðru.
Og síðast en ekki sízt hafa íþróttirnar
haft mikil ábrif á þrifílað fornmanna
sem svo víða er getið um. Iðulega er t.
d. talað um að forfeður vorir færu í
böð, og var talið sjálfsagt að bera gest-
um kerlaugar engu síður en annan
beina.
Og íþróttirnar, þessi undirstaða ís-
lendingasagnanna fornu, mega teljast
horfnar, og með þeim fjör og riddara-
sbapur forfeðra vorra. Þessvegna eru
líka islendingasögur vorra tima það
lítilfjörlegri en þær vóru áður, að fæstar
þeirra eru skráðar, og flestar ern þess
tæplega verðar.
Og með íþróttunum hafa svo ótal
margir aðrir kostir forferðra vorra lagst
niður, að eg sé ekki færi á að telja það
Alt upp þér í stuttri blaðagrein,