Ingólfur


Ingólfur - 01.12.1907, Blaðsíða 2

Ingólfur - 01.12.1907, Blaðsíða 2
190 INGOLFUR Til Islands eftir Anders Hovden*. Lál, Island, atalt rísa þinn unga fána hátt, sem svanvœng Ijósan lýsa við lagardjúpid blátt. Þín börn urn heiminn hafa svo helga borið glóð, að sú er sjálfsögð hrafa act sjátfráð verði þjóð. Lát sæblátt mœna merki og mjallhvítt yfir flóð og krefst í vilja’ og verki að verða alfrjdls þjóð. Hún flýði l fjallvernd þína hin forna landnámsþjóð. Lát frelsis fánann skina sem forna mannvitsglóð. Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi. * Norskt skáld og Islandsvinur. Kom hingað fyrir tveim árum. Þessar vísur standa með stóru letri á fremstu blaðsíðu i frelsis- ljóðasafni, sem hann hetir gefið út nýlega. Verður þess síðar getið. iniljóna-hvalanna, sem Jónas átti forð- um í maga biblíuhvalsins ? Gerið eigi þann óvinafagnað að treysta þessu, því að miljónahvalir eiga sammerkt við kirkjuna í því að geta melt alt sem í þá kemur. Nú fer í hönd öld storma og stríðs og verðið þér vel tii að gæta, hverja leið þér eigið að halda. Er nú þörf glöggra miða og skulað þér miða við fullveldi í stjórnmálum, alþjóðarsam- heldni, sjálfseign á láði og legi. íslenzk yfirráð yfir öttum framkvæmdum til lands og sjávar, allar þaríir íiuttar og framkvæmdar á ísleuzkum skipurn og skal þeim skipum stýra sjálfshöndin hollust. Eftir þessum miðum eigið þér að sigla framtiðariiota vorum. Og þótt þér verð- ið að sjalfsögðu að gæta hagsmuna yð- ar gegn innlendum mönnum og iiokk- um, þá inegið þér þó aldrei vikja frá hinui réttu leið, enda er hún svo breið, að eigi mun þess þurí'a. Munið sýn Austmanusins og setjið sjó í'yrir skóg. Munið hinar fornu land- vættir og vekið hinar nýju. 1 hönd fer stormaöld og stnðs; standið sem einn maður til varnar og til vígs. Nú eggja eg yður lögeggjau að þér látið Báruna risa sem hæst og verða bana- báru erlendra iMska. Því hærra sem Báran ris, því betur, og því hærra ber frelsisfána vorn. Og þegar Bára rís oss til varnar mun hún háð sömu Jögum sem aðrar bárur — að verða ekki stölc. Þetta er afmælisósk mín til Bárunnar og ef hún verður svo giftndrúg, að þessi orð min verði áhrinsorð, þá heiti eg yður því að bera sjálfur.völu í loftköst þann, er yður verður þá hlaðinn fyrir stórhug, drengskap, einurð og öflugan vilja. Landsréttindi íslands. Ingólfur hefir áður getið þess, að þeir Einar Arnórs- son og Dr. Jón ÞorkelssoD eru að semja bók um landsréttindin. Er þegar byrj- að á prentun bókarinnar og búist við að hún komi út um nýársleytið. Verð- ur sú bók vafaJaust ítariegust þeirra ritsmíða, er sést hafa um það efni. Mun hennar minst nákvæmlega síðar. Kostn- aðarmaður er Sigurður Kristjánsson bók- laii, ("Eftir Fridrich v. Schiller). Ilion" í'gleðiglaumi grunar ei að feigð sé nœr; sóngur glatt i gígjudraumi gullinstrengjum borinn hlœr. Kappah'ónd, sem hjörinn dúði, hvíld og griðum loksins nœr, ]>ví að arfimi Peleifs3 prúði Polyxenu1 ungrar fœr. Veit mér aftur gleði góða, gerðu sljóskign augu min. Saknað hef ég söngs og Ijóða siðan ég varð röddin þín. Framtíð þú mér Jekst að skoða, felmtri lieftist vœngjáblak augnabliksins œskuroða. Aftur þina rasgjöf tak. Lárvið skreittir hópar halda himinguði að beigja kné — svo sem f'ilgi öldu alda — Apollons1 í lieil'óg vé. Vonum fáguð veislugleði vini m'ógnuð þangað snír. Ein með sára sorg i geði sínum harmi ifir bír. Kassandra frá glaumi gengur gleðivana á feginsstund — s'óngnum ei liún unir lengur — Appollons í skógarlund. Inn i skógar djúpið dökkva d'ópur gengur völvan ein, lœtur sér af höfði hrökkva helgiband á skógarrein: „Unaður nú allra hefur inn að hjartarótum braut, foreldrana vonin vefur, vel fer systur brúðarskraut. Skignan liug á harmi seðja hlit ég, mér var skapað það. Sé ég vonlaus vœngfleigt steðja veggjum þessum lirunið að. Blis ég eigi undið táli, ekki þó i Hymens6 mund; fara, en ekki af fórnarbáli, funa liiminskautum und. Hlaðinn skrauti í lilátmgeði lieldur veislu þessi bœr. Hugur sér þó, hve sú gleði h'órmulegan enda fœr. Hermdarirði harmatölum, liáð er goldið minni sorg, auðnin h'örðum hugarkv'ólum hægir meir en tortrygg borg. Hróp mér velja liugir kaldir, hörmug verð ég glöðum sjón. Hlutinn þú mér liarðan valdir, liefndarþirsti Appollón. Hví lést þú mig blindum bera borgarliðnum spádóm þinn? fólk í svefni og sjónlaust vera, særa skignan liuga minn? veittir mér að vita þenna voða, er enginn stöðvað fær. Örlögum má engi renna, ógnin fœrast hlítur nœr? lluga þá við þékking hlifið, þegar hefst upp slisatíð; vanþekking og von er lífið, viskan, liún er dauðastríð. Lát þú blóðs og bála roða beiska hverfa minni sín. Glúpnar dauðlegt geð að boða grimmu spádómsorðin þín. Aldrei broshir blóm ég vajði i brúðarsveig á lokkinn minn, siðan þév ég helgast hafði lwrmugan við stalla þínn. Æska mín varð 'öll að tárum, eintóm sorg i geði var; ókomnum af sv'óðusárum sorgin þjáða hjartað skar. Leiksistkin min lít ég una lífi sínu og unnast vel, œskan gleður allra muna, ein ég mína liarma tel. Vorsins andar, yfix svífið öðrum, sneiðið þér lijá mér. Indi verður engum lífið, er í djúp þess niður sér. Ei er sistur hugur hriggur — hugarburð mér kisi ég þann — faðmi vefja hírt hún higgur Hellenannaa besta mann. Svéllur brióst i bilgjum háum, brosir lifið ungri mei. Guða hátt í himni bláum hlut hún fremur kisi ei. Þann7 ég einnig augum leiddi, 'öll sem þrá mín hnigur að; ástarlogi augans seiddi allan lmg, er sjónin bað. Og að háum heimasölum honum filgja kisi eg mér. En úr myrkheims dimmum d'ólum dapran skugga milli ber. Lœtur dauðra drauga skara drotning Niflheúns8 sendan mér; hvar sem vil ég vera og fara vofusveimur fyrir er. Hrillilegir Heljar sinnar livaðanceva troða sér inn í leiki œsku minnar; endaslepp er gleðin mér. Morðvopn9 sé ég banvænt blíkja, blóðþirst auga morðingjans, ekkert fœri er að víkja undan banalagi hans. Undan má ég ekki líta, efnin þótt ég sjái v'ónd, en 'órl'óg filta og œvi slíta einmana á fjarri str'ónd. Þagnar hún. En háreist gellur hrópið véum goða frá. AJckilles10 þar ungur fellur öru lostinn dirum hjá. Ormalokka Eris11 hristir, allir guðir hverfa frá; þrumuskia bólstrar birstir borgarmúrum hrannast á. Bjarni Jónsson. frá Vogi. 1 Kassandra dóttir Priamos konungs i Trojuborg var forspá. Hafði Appollón spá- sagnaguð veitt benni þá gáfu, en lagt á um leið að Trqjubúar skildi aldrei tráa spádómum hennar (Æneasar-drápa Virgiliusar, II bók 246—7 III bók 183—7 ogíleiri). í Trójustriðinu sá bún alt firir, hversu fara mundi, og sagði löndum sínum, en þeir lögðu engan trúnað á orð hennar Þar um er kvæðið gert. 2 Ilion er annað nafn á Trójuborg. — Paris sonur Priamos og bróðir Kassöndru nam á brott Helenu fögru, konu Menelaosar Spartverjakonungs og hufði heim með sér. En Grikkir böfðu her úti til hofnda og sátu um Trojuborg í 10 ár. Þá tókst þeim loks að sigr- ast ú henni með vélum. 8 Akkilles mesta hetja Grikkja í Trójustriði sonur Peleifs og þetisar sjávargiðju. Ein sögn er um það að Akkilles hafi ætluð að ganga að eiga dóttur Priamos konungs, meðan á ófriðnum stóð. Varð þá bardugahlé á meðan. * Polyxena var brúður Akkillesar, 8 Hymen er hjónabandsguð. Kassandra sér bálið flrir, þegar borgin brann. 8 Hellenar = Grikkir. 7 Homer nefnir elskhuga Iíassöndru Oþryoneif. Hún sér firir feigð hans. 8 Niflheimur eða mirkheimur eða Hadesarheimur er dauðrarfkið, Persefone eða Pros- erpina heitir drolningin, en Hades konungurinn. — Draugar þessir eru feigðarfilgjur lifandi manna þeirra er falla í hruni borgarinnar. 8 Agamemnon foringi Grikkjahersins hafði Kassöndru hernumda licim með sér, en Klytemnestra kona hans lét mirða þau bæði. 10 Þegar Akkilles fór til brúðkaupsins unnu þeir á honum með örvum sínum Paris og Appollon, og hefnda Mektors, er hann hafði vegið. 11 Eris er þrætugiðja og er hár hennar höggormaflækja. Sjá um þessu atburði ulla; „Kenslubók í Goðafræði Grikkja og Rómverja, eftir H. W. Stoil, Steingrimur Thorsteinsson hefir Uienzkað, Kh. 1871“. Gullsöfnun Egifta. Nú er álfröðull elfar jötnadólgs of fólginn, ráð eru rammrar þjóðar rík, í roóður-Iíki. Eyvindr Skálda-spillir. Cromer láverður, er landstjóri var á Egiftalandi, skýrði frá því, er hér fer á eftir, á samkomu einni í Lundúnum 28. október í haust, um gullstrauminn til Egiftalands. Guilstraumurinn til Egiftalands staf- ar af því, hve mikil baðmuilaruppskeran er þar í landi á síðari tímum. Fyrrum var allur afrakstur landsins háður því, hve mikið vatn var í ánni Níl. Ef litið var í ánni um gróðrartímann þá var vís uppskerubrestur, hungur og hall- æri. Það eru ekki nema 30 ár síðan þúsundir manna ultu út af úr hungri og harðrétti sökum uppskerubrests. Nú er þetta komið í annað horf sak- ir mannvirkja þeirra, er þeir C'olin Moncrieff, William Garstin o. fi. hafa sagt fyrir um til þess að veita ánni yfir landið. Þessir menn eru sann- nefndir hamingju-smiðir landsins, því að nú er vatusveituuni svo vel fyrir komið, að uppskeran er orðin óháð hverflyndri veðrattu og stopuium vatna- vöxtum. Til marks um þetta má geta þess að nú hefir verið óvenjulítið í ánni, en uppskeran þó í allra bezta lagi. Afleiðing þessara umbóta er sú, að nú liytjast árlega 25 — 30 miljónir sterling punda inn í landið fyrir útflutta baðmuil. Og það er einkar athugavert að mikið af því gulli kemur aldrei aftur sem fer til Egiftalands. Síðustu fjögur árin hefir verið flutt 13 miljónum punda meira inn í landið en út úr því. Hvað verður af öllum þessum gulldyngj- um? Því verður ekki svarað nákvæm • iega. En vist er um það að mikill hiuti þess er hafður til skrautgripa. Eru góð rök fyrir því, að í fyrra hafi alt að tveirn miljónum punda verið var- ið á þann hátt. Auk þess er gullsöfn- un svo mikiifengieg þar í landi, að ókunnum þykir undrum sæta. „Eg skal nefna þess nokkur dæmi“, segir Cremer lávarður: „Fyrir skömmu heyrði eg getið eins Egifta, sem iét eftir 80 þús- und puud í guiii og fanst það alt í kjailara hans eftir hann. — Um stór- bónda einn var mér sagt nýiega (en þeir þjóta upp unnvörpum í landinu síðustu árin) að hann keypti eign fyrlr 25 þúsund pund. Þegar eftir að kaup- in vóru gerð kom hann með lest af ösuuin og vóru þeir klyfjaðir gulii, er hann hafði fólgið í garði sínum. — Einu sinni vissi eg til að 5000 pund fund- ust í leirpottuin í rústum nokkrum í sveitaþorpi. Eg gæti nefnd mörg dæmi þessu lík og það er enginn vafi á því, að gull- söfnun þessi er afarvíðtæk. Stofnun sparisjóða, fjölgun banka og aukin not- kun seðla getur væntanlega vaniö Egifta af uppteknum hætti. En þó er hætt við að fcil þess þurfi langan aidur“. (Eftir ,,B'órsenu) L8g síðasta alþingis hafa nú öll hlotið staðfestingu konunga, að því er „Þjóðólfur segir. Þar vóru 72 talsins. Slys varð um daginn af því hér í bæn- um, að drengur kastaði steini að öðrum dreng; hafði sá bana af, er fyrir varð. I»ak fauk af lilöðu að Lækjarbotn- um í Mosfeilssveit í fyrri viku og möl- brotnaði, nokkuð fauk og af heyinu, 20 —30 heatar.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.