Ingólfur

Issue

Ingólfur - 12.04.1908, Page 2

Ingólfur - 12.04.1908, Page 2
58 INGOLFUR sem nýlega hefir verið stofnað og er, gagnstætt hinu ísl. stúdentafél., feiki- lega dansklundað (overordentlig dansk- sindet) hélt fund o. s. frv.“ Þetta mun líklega eiga við þá, því að klígjugjarn- ir eru þeir víst ekki. En öðrum finst fátt um. — Svo sem sjá má eru horfurnar, frá þjóðlegu sjónarmiði, ekki sérlega glæsilegar hjá sumum; og á svona menn bítur lítt alvara tímanna. En meiri hluta — öllum þorra — íslend- inga heima og erlendis mun þó renna blóðið til skyldunnar. Það er trúa mín. n a., Árásir stjórnarblaðanna og árangur þeirra, Á flestum íslenzkum heimilum eru hundar, sem auk annars gæta bæjar og gelta að allri nýlundu og þeir eru mis- jafnlega skapi farnir eins og mennirnir. Stjórnin okkar befir sina rakka eins og aðrir og þeir eru flestir eins og skáldið kvað: „Bifa þeir heata, fólk og fé freyðir vonzkan úr opnum ginum“. Frá því að ég fór að láta nokkra skoðun í ljós í landsmálum hef ég ætíð haft seppa þessa í hælunum geltandi og urrandi. Nú síðast er einn þeirra að fitja upp á trýnið í stjórnarblaðinu. Ég er nú að vísu orðinn svo vanur þessari hundgá, að ég kippi mér ekki upp við hana og það því síður sem hún hvorki hefir haft né mun hafa hin minstu áhrif á mig eða mina hagi. Ekki efa ég, að það sé stjórnarfólkið sem sigar seppunum og því láta þeir svona*. Þeir hlaupa og gelta fyrir þá sem gefa þeim bein að naga. En hvað er það þá helzt í framkomu minni sem fólkinu mislíkar svo ákaflega? Mér finst ástæða til þess að rifja upp í eitt sinn hvað ég hef lagt til málanna. Það er í fám orðum þetta: 1. Eg hef haldið því fram, að Island ha/l verið, sé og eigi að vera framvegis sjálfstœtt ríki, hvort heidur sem það sé i sambandi við danska ríkið eða fuilur skiinaður kæmist á. Ég hef sagt að fullur skilnaður væri að minu áliti æskilegustu málalokin, en jafnframt að oss bresti réttargrundvöll til þess að krefjast hans. Þessvegna sé skilnaður ekki framkvæmanlegur að svo komnu. 2. Ég hef reynt að færa nokkra sönnun fyrir því, að oss sé ekki ofvaxið að bjargast afágin ramleik. Ofullkomin hefir sönnunin verið, en það sem ég heí sagt stendur þó óhrakið til þessa. 3. Ég hef reynt að rita á heiðvirðan hátt, láta málefnið og ástæður sitja í fyrirrúmi fyrir flokkabaráttunni, eins og flestir munu sjá af „Afturelding". Ég hef aldrei ráðist persónulega á menn að fyrra bragði og hafi ég átt hendur mínar að verja þá ritað með nafni. 4. Ég hef ætíð reynt að bœta en ekki spilla milli fiokkanna, ekki eingöngu miili stjórnarandstæðinganna, heldur líka milli þeirra og stjórnar- fiokksins. Að minsta kosti munu þeir ritstjóri Norðurlands og Stefán Stefáns- son kennari kannast við þetta og einnig það, að ég hef oft lagt stjórninni liðs- yrði þó ekki líki mér allar gerðir hennar. Þetta er það þá sem mönnunum mis- iíkar. Að þessu gelta sepparnir. * * * En hver hefir svo árangurinn orðið af öllum árásunum? * Ég geri frekar ráð fyrir þessu, en að stjórnarfl. rúði engu um það sem blöð huns gegja, eða láti það hlutlaust, „í afturelding" * seldist á svipstundu og fékk svo mikið lof og svo góðar undirtektir, að ég veit ekki slíkt um neina bók nema alþingisrímurnar. Land varnarmenn sýndu mér það traust, óðara en ég var kominn í flokkstjórn landvarnarfiokksins, að gera mig að formanni. Þjóðin hefir og vottað mér traust sitt miklu framar en ég gerði mér nokkru sinni hugmynd um. Góðir menn úr 6 kjördæmum hafa t. d, lagt að mér að bjóða mig fram til þing- mensku og vingjarnleg bréf hef ég fengið úr öllum áttum. Ég efast um að nokkur stjóruarliði hafi sömu sögu að segja. Eg bjóst ekki við neinu nema van- þakklæti fyrir afskifti mín af stjórn- málunum. Ég hef fengið þakkir góðra manna meir, én ég á skilið. Geltið seppanna jer eins og dálítið krydd til tilbreytingar. Meira er þó um vert en alt annað, að atefna sú sem ég he/i stutt fer nú hraða sigurför yfir landið. Allir stjórnarandstæðingar fylgjá henni og margir heimastjórnarmenn úti um land alt. Bók J. Þ. og E. A., „Ríkis- réttiudi íslands“ fer nákvæmlega í sömu átt og ég hefi gert og stjórnarblaðið „Lögrétta" lýkur á hana eindregnu lofsorði. Er það gleðilegur vottur þess hve saman dregur með mönnum þrátt fyrir alt. Og ekki kæmi mér, óvart þó milli- ríkjanefnd vor fylgdi sömu stefnu og reyndi til þess að fá landið viðurkent sem sjálfstætt ríki. * * * Að endingu skal ég minnast á, að mótstöðumenn mínir hafa þózt standa mig að því 1 eitt sinn að fara vísvit- andi með ósatt mál. Þeir hafa upp- götvað, að ég hefi sagt í privatbréfi til manns, að „viðlagasjóður sé nærfelt horf- inu“. Engum sem þekkir mig mun detta í hug að ég fari með ósannindi vísvitandi. En þannig eru orð þessi komin til, að ég hefi notað orðið við- lagasjóður yfir fé sem grípa má til í viðlögum, handbært fé landsins. Þegar þessa er gætt, þá eru orðin sönn, því einmitt vegna skorts á handbæru fé var 500,000 kr. lántakan samþykt á síðasta þingi. Peningaforði landsins hefir stórum þorrið á síðustu tímum. Árásir stjórnarblaðanna hafa þóekki orðið árangurslausar. Þær hafa oft orðið til þess að rangar skoðanir og van- þekking, sem ýmsir festa trú á, hafa glappast út úr mönnum og kostur gefist á að hrekja þær. Síðasta atvikið í þess átt er villukenning um hvað inn- limun sé, bygð á fáfræði einni, og skýr yfirlýsing um að ísland hafi verið inn- limað í mörg hundruð ár og sé það enn. Á þetta verður síðar minst. Ouðm. Hannesson Rœða Einars Þveræings er hann héltá alþingi 1023 gegn erlenda vald- inu er nýkomin út á bréfspjaldi. Átti ræða þessi mikinn hlut að því, að bjarga frelsi landsins um nálega hálfa þriðju öld og var því vel til fundið að gefa hana þannig út, svo að sem flestir kynn- ist henni. Póstspjald með mynd af öllum ís- lenzku mönnunum í milliríkjanefndinni er nú komið út. Myndirnar eru flestr ar vel úr garði gerðar. Útgefandi er Jón Þ. Sivertsen verzlunarmaður. * Sem dœmi get ég þess að með c: 400 eintökum fylgdi miði, sem þeir gátu endur- sent sem voru' sammúla. 300 Iesendur skýrðu mér frá að þeir féllust ú skoðanir minar, Slysfarir. Áskorun til íslenzkra kvenna. í síðasta blaði var sagt frá skipskað- anum frá Loftsstöðum í Árnessýslu, 2. þ. m., en þar var vanhermt, því að mennirnir voru ekki þrír, sem drukn- uðu, heldur fjórir. Hét hinn fjórði Bjarni Filippusson frá Hellum í Gaulverjabæj- arhreppi, kvæntur maður, átti 7 börn í ómegð. Sama dag fórst r'oðrarbátur frá Stokks- eyri þar á sundinu og druknuðu átta menn, en einum var bjargað. Hér eru nöfn þeirra sem fórust: Ingvar Karelsson í Hvíld í Stokks- eyrarhverfi, formaður, um fertugt, kvæntur. Gísli Karelsson bróðir hans, kvæntur. Jón Gamalíelsson frá Votmúla í Sand- víkurhreppi. Gunnar Gunnarsson frá Gíslakoti í Ásahreppi. Helgi Jónsson frá Súluholtshjáleigu. Jón Tómásson frá Gegnishólum í Gaul- verjabæjarhreppi. Tryggvi Eiríksson á Stokkseyri og Guðjón frá Gneistastöðum í Villinga- holtshreppi. Menn þessir vóru flestir um tvítugt, ötulir menn. Níu skipshafnir aðrar vóru á sjó frá Stokkseyri þenna dag og sneru frá sundinu þegar þær sáu slysið. Lentu þær heilu og höldnu í Þorlákshöfn. Vélarbátur sökk í Vestmannaeyjum 1. þ. m. með sex mönnum og týndust allir Formaðurinn hét Árni Ingi mundarson, ættaður úr Landeyjum, atorkumaður, vart þrítugur að aldri. Maður druknaði af vélarbáti í Vest- mannaeyjum 24. f. m. Hann hét Gunn- steinn og var úr Mýrdal. Tveir menn drulmuðu á Hvalfirði á sunnudaginn var : Vernharður Fjeld- steð og Jón Vestdal, báðir úr Reykja- vík. Höfðu þeir farið héðan á laugar- daginn á litlum báti skemtiferð inn í Hvalfjörð. Komu þeir seint um kveld- ið að Þyrli og sváfu þar í hlöðu um nóttina. Fóru þaðan snemma morguns og sigldu út eftir firði. Var veður hvast og byljótt, en segl stórt á bátnum. Meun sem vóru á kirkjuleið frá Litla-Sandi sáu bátinn á hvolfi úti á firðinum og mennina á kjöl. En enginn bátur var þar til og var þá farið eftir báti að Brekku, næsta bæ. Var að sækja gegn vfiðri fram fyrir höfða nokkurn út að hvolfa bátnum og tóku mennirnir það ráð að setja bátinn yfir höfðann til þess að stytta sér leið. Dróst því alllengi um björgun og vóru báðir mennirnir druknaðir þegar að var komið. Jón var horfinn, en Vernharður hafði bundið sig við stjórafærið. Vernharður var á fimt- ugs aldri, kvæntur og átti fjögur börn. Hann var röskleikamaður. — Jón var tæpra 28 ára, gáfumaður mikiil og mæta- vel að sér um margt, einkenniiegur og sjálfstæður. Síðustu árin veitti hann forstöðu þangbrenslu á Álftanesi fyrir félag eitt skozkt. f Þórður Guðmundsson verzlunar- maður lézt hér í bænum 3. þ. m. 57 ára að aldri. Hann var sonur Guð- mundar Þórðarsonar á Hól, er lengi var bæjarfulltrúi. Tvö systkini Þórðar eru á lífi: Helgi læknir á Siglufirði og frú Sigþrúður kona Björns Kristjáns- sonar. Þórður var kvæntur Sigríði Bjering. Hún liflr mann sinn og eru mörg börn þeirra á lífi. Elzta dóttir þeirra er gift Eiríki Kjerulf lækni. Þórð- ur var maður vel látinn, stiltur og gæt- inn og prúðmenni i allri framgöngu. Eins og öllum er kunnugt, sendi hið íslenzka Kvenfélag áskoranir út um síð- astliðið ár til þess að safna undirskrift- um til alþingis um aukin réttindi kvenna. Undirtektir þær, sem þetta mál fékk yfirleitt, vóru svo góðar, að vér vænt- um, að ísl. konur verði fúsar til að leggja enn fram krafta sína til fram- sóknar í kvenréttindamálinu. Kvenfélagið hefir því komið sér sam- an um að skora enn á ný á íslenzkar konur, að glæða áhuga á máli þessu og stuðla að sigri þess með því að fá menn, sem eru því fylgjandi, til að bera það upp á þingmálafundum heima ihér- aði, og skora á þingmenn að styðja það einhuga á næsta alþingi sem eitt af helztu velferðarmálum þjóðarinnar. í von um góða samvinnu í þessu máli sendir hið ísl. Kvenfélag öllum konum kæra kveðju sína. Rvík 27 marz 1908. Stjórn hins isl. Kvenfélags. Ari Jónsson ritstj. fór til útlanda, Englands, Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar, á „Sterling" 4. þ. m., snöggva ferð. f Jón Jónsson bóndiá Einarstöðum í Reykjahverfi lézt í f. m., kominn á níræðisaldur, dngnaðarmaður hinn mesti alla æfi og mætur á marga lund. Yerzlunarbiað ætla þeir Grímólfur H. Ólafsson og Ólafur Ólafsson verzl- unarmenn að gefa út með vorinu. Á að kosta 3 kr. árg.. minst 12 bl. á ári, hvert bl. minst 10 síður í fjögra blaða broti. Verður bæði á íslenzku og ensku, ræðir að eins verzlunarmál. Misprentast hefir í síðasta blaði í Þætti af Ólafi bónda á Skjaldartröð: lögsagnara og aýslumaður fyrir: lög- sagnara og syslumaðms. hann aðstoðaði: f: að hann aðstoðaði (mp.) Árni Magn- ússon f: km\prbfessor Magnússon (s.st). Eitt herbergi gagnalaust húsi nr. 32 á Laugavegi. Sérstakur inngangur. Semja skal við Sigurjón Markússon. ansrsisisisjsLisisiisrsis.isiBi| | If, eiM’liætt Yasaiir t ð nl lö 10 lö m 10 m ni 10 m 10 fást hjá undirrituðum. t»rátt fyrír hina miklu endurbót á úrunum kosta þau aðeins 1 fer. meira. 11311 Yeltusundi 3. Svéinn Bjiraira yflrréttarmálaflutningsinaður Kirkjustræti ÍO. Fundur annan og fjórðu fimtudag j mánuði hyerjujn,

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.