Ingólfur - 13.12.1908, Blaðsíða 1
INGÖLFUR
VI. árg.
Reykjavík, sunuudaginn 13. desember 1908,
50. blað.
Lsisisnsisisisisjsisisisisrsjsisisjsisnarsi-srsrsrsisrsi-a
VACUUM OIL COMPANV
hefir beztu mótoraolíu og aðra smurningaolíu.
Menn snúi »ér til útsölumanna í Reykjavík Nic. Bjarnason
kanpm. og Magnúsar Blöndahls tréimíðameistara.
i
i
i
n
eisjsrsjsjsrsrsrsrsJSJSJ-srsrsrsrsrsjsisrsJSJSi-srsisjsiTHisj aj
Söguburður Hafsteins
í Danmörku.
Samur við sig.
BIað»keytafélaginu barst avofelt sím-
akeyti frá Kaupmannahöfn 8. þ. m.:
Hafstein [ráðgjafi,] hefir átt tal við
,.Berlingu um kosningaúrslitin. Kennir
þau tímaskorti [!!] og óheppni frum-
varpsmanna. Svo hafi og Albertimálið
og mútu-hviksögur verið notað af
andstœSingum [!!] Þeir dreifðir. Eigin-
legir gagnbreytingamenn (egentlige radi-
kale) vitji gerbreytingu, einkum uppsegj-
anleika. Miðflokkurinn [! !] aðeinsgleggra
orðalag. Þriðji flokkurinn [!!] aðeins
nokkrar breytingar. Þingbyrjun sýni
hvort andstœðingar klofni.
Hollan eigum vér enn fulltrúann þar
aem Hannea Hafatein er. Nú rekur
hann erindi þjóðarincar á hennar kostn-
að suður í Danmörku á þaun hátt, að
villa Dönum sjónir um það hvað ráðið
hafi kosuingaúrslitum í sumar. Hann
horflr ekki í það að breiða þar út niðr-
andi óhróður um andstæðinga sína og
meiri hluta þjóðariunar. Eins fullyrðir
hanD, að atjórnar-andstæðingar greinist
í þrjá flokka i aambandsmálinu.
Ráðherrann hefir gripið til þessara
úrræða til þess að réttlæta fyrir almenn-
ings-álitinu í Danmörku þrásetu sína í
völdunum og jafnframt í þeim lofsverða
tilgangi, að fá konung og Danastjórn
til þess að láta afskiftalaust, þótt hann
bryti niður þingræðið á íslandi og hengi
enn þá við völdin fyrst um sinn.
Bráðabirgðarstjórn frumvarpsandstæð-
inga hefir mótmælt þessum uppspuna
ráðherrans í hraðskeyti til „Berlingske
Tidende" og tekið fram, að frásögn
hans um ástæður fyrir kosningaúrslit-
unum sé alveg gripin úr lausu lofti,
því að sigurinn hafi beint stafað af
ákveðnum, sjálfstæðum þjóðarvilja, að
enginn fótur sé fyrir sundrung í flokki
frumvarpsandstæðinga út af sambands-
málinu og að menn hafi stórfurðað á
því, að ráðherrann hafi ekki þegar
sagt af sér.
Fróðlegt verður að vita hver „per-
sóna“ Hannesar Hafsteins hefir talað
við „Berling". Líklega hefir það ekki
verið ráðherrann „sem slíkur", heldur
föðurlandsvinurinn sannsögli „sem slíkur“
er fréttabnrðinn framdi. Svo mun stjórn-
8rliðum segjast frá.
Vesta fór til ísafjarðar á gærkveldi.
Meðal farþega vóru: Benedikt Pórarins-
son kennari og Ragnhildur Bjamar-
dóttir, ekkja Páls skálds Ólafssonar.
Mótstöðumennirnir.
Um Hannibal er það sagt að hann
kynni að sigra, en ekki að neyta sigurs-
ins. En vér landvarnsrmenn þyrftum
nú hins, að eigi gengi árangurinn af
sigri vorum í sumar sem leið úr greip-
um landsmanna, því að sigurinn var
góður. Bezt er það þó af öllu þenna
sigur áhrærandi að hann sýnir ljóslega
að þióðin sjálf er órög og ekki lítilþæg
á réttindi sín. Er þessu margt til
sönnunar, en þó einkum það, að hún
vílaði ekki fyrir sér að kasta þeim
mönnum, sem voru áður taldir for-
göngumenn og almenningur reiddi sig
á, kasta þeim af því, að henni þótti
þeir um of lítilþægir. Er þar gott
dæmi þessa, sem eru DalamenD. Sýnir
þetta að þjóð vor hefir svo mikinn
þroska og svo einbeittan vilja í sam-
bandsmálinu, að hún hirðir eigi um
menD, en fer eftir málefninu. Er ois
það gott að vita, og góðs viti, þvi að
sú þjóð sem veit sitt lilutverk
er helgast afl um heim,
eins hátt sem lágt má falla
fyrir kraftinum þeim.
En þótt vér vitum heilan hug og
traustau vilja alþjóðar í þessu máli,
þá þurfum vér þó að hafa vakandi
auga á því, að e^ri sé loginn lmgur
úr mönnum, né þeim gerðar sjónar-
villur.
1. Er »ú hætta fyrir dyrum?
2. Frá hverjum stafar hún?
3. Hversu skal afstýra henni ?
* 1. Ég mun eigi fjölyrða um það,
hvort hætta þessi sé mikil eða ekki.
Hitt nægir að tilraunir hafa verið
gerðar í þessa átt, þótt fáir hafi enn
orðið til þeirrar fúlmensku, í-lenzkra
manna. Mun oss því sá einn kostur,
að búast svo um, að hennar geti verið
vou, og að hún reki upp úr jörðinni
sitt „nauðljóta höfuð“, Eyjólfsbauahaus-
inD, þótt nú fari hún lágt.
Er þess þá fyrst að gæta, hvaðan
hennar muni von.
2. Engum getur leikið hugur á að
Ijúga hugrekki úr þessari þjóð eða gera
henni sjónarvillur nema mótstöðumönn-
um vorum. Ög hverjir eru þeir? Þeir
eru tvens konar: íslendingar og Danir.
Eru nú nokkrar líkur til að íslenzk-
um mótstöðumönnum vorum leiki hugur
á slíku? Eg veit það eigi svo gjörla
sem skyldi, en harla ósennilegt er það.
Litum nú á, hvað í milli ber vor og
þeirra íslenzkra mótstöðumanna vorra,
sem vilja þessu landi vel. — Þeir segja
sem vér að þeir vilji frelsi og sjálfstæði
til handa þessari þjóð. En þeir vilja
fara aðra leið. Vér viljum gera fullar
kröfur til þess réttar, sem vér eigum
og viljum njóta, en aldrei þiggja nokk-
urn hluta hans gegn því, að afsala oss
hinum hlutunum og þá allra sizt höf-
uðatriðinu. Þeir vilja feta sig áfram
sem þeir kalla, lúta að litlum umbót-
nm ef þær nást, þótt vér játum yfirráð
Dana yfir oss i öðrum atriðum. Það
ætla þeir svo tímanum að lækna.
Þessi skifting leiðanna hefir komið
Ijóslega fram bæði þá er Þingvallafund-
urinn var haldinn síðast og eins í sumar,
er deilt var um frumvarp millilanda-
nefndarinnar. Deilan um þessar tvær
leiðir hófst með Þingvallafundinum.
Hann vildi ekki heyra um annað talað
en hreint konungssamband eða skilnað
að öðrum kosti. Mótstöðumenn vorir
vildu þá lúta að endurskoðun á stöðu-
lögunum eða því um líku. Þeir sátu
þá í meiri hluta á Alþingi og vildu
enga tilraun um það gera, hvora leið-
ina þjóðin vildi fara. Skoruðum vér
þá á þá að rjúfa þingið og láta fram
fara kosningar um þetta atriði. En
þeir sögðu þá:
Vér einir höfum valdið strangt,
verður standa, hvað gerum rangt.
Og þeir fóru sína leið og komust
eftir henni að frumvarpi því, sem deilt
var um í sumar.
En í sumar skar þjóðin úr, hverja
leiðina hún vill fara og varð mikill
meiri hiuti á vora hlið.
Hvað eiga þá mótstöðumenn vorir að
gera, ef þeir eru góðir íslendiugar?
Frægust orusta i Rómverjasögu er
orustan við Cannæ, þar sem Hannibal
vann fullan sigur yfir Rómverjum og
stráfeldi þá. Á undan þeirri orustu
deildu foringjar Rómverja um, hvort
leggja skyldi til orustu eður eigi, þeir
Varro og Paulus. Vildi hinn fyrrnefndi
ólmur berjast, en Paulus latti slíkt er
hann mátti. Vilji Varros varð fram að
gaDga, en þá skarst Paulus ekki úr
leik, heldur gekk hann allra manna
bezt fram og féll þar við góSan orðstír.
Hann sá það, að enginn mátti sér hlífa
úr því ákveðið var að berjast.
Þetta verða þeir mótstöðumenn vorir
að gera sem heita vilja góðir íslend-
ingar. Þeir geta þó aldrei gert sér í
hugailund að vor leið liggi til meira
tjóns en orustan við Cannæ, og eiga
þvi að fara að dæmi Paulusar ræðis-
manns. — Þjóðin verður að vera öll
einhuga og óskift, ef hún á að vinna
nokkuð á og því getur enginn góður ís-
lendingur skorist úr leik eða neitað að
leggja fram alla orku sína til þess að
vega til sigurs málefni þjóðarinnar með
þeim hætti sem meiri hluti kjósenda
hefir ákveðið. Og því betur á hann að
duga sem honum þykir lagt út í meiri
hættu. Þess vegna eigum vér sterkasta
stuðningskvöð að þeim, sem verst l zt
á leið vora. — Hitt væri landráð að
kljúfa íslenzku þjóðina og dreifa króft-
um vorum, sem eru ærið veikir þótt
óskiftir sé. Mundi slíkt minna um of
á utaDstefnur og annan óvinafagnað,
sem íslendingar gerðu á 13. öld og
leiddi ánauðina yfir oss.
Eg vona að allur fjöldicn af íslenzk-
um mótstöðumönnum vorum líti svo á
skyldu sína sem vér og leggi fram alla
krafta sína til þess að styðja oss. Frá
þeim stafar því engin hætta.
En einhverjir þeirra eru svo líkir
Sturlu Sighvatssyni og öðrum hlaupa-
seppum erlends valds á Sturlungaöld-
inni, að þeir láta ofurkapp ráða gerð-
um sínum og reyna fyrir hvern mun
að yfirstíga os», þótt þeir þurfi erlends
valds til styrktar og þótt þeir bindi
þjóð sÍDni helfjötur. Þessir menn eru
danskir Islendingar. Þeir reyDa með
öllu leyfilegu vg óleyfilegu móti að tala
kjark úr mönnum og Ijúga hug úr þeim
ef ekki vill betur til. Þessir menn eru
varhugaverðastir, því að þeir þekkja
þær leiðir og þá gagnvegi sem óttinn
á að hjarta þessarar þjóðar. Þeir kunna
og bezt skil á ísleDzkri glámskygni og
er því gjaldandi varhugi við að þeir
villi mönnum sjónir. Eu léttastan leik
eiga þeir þó, er þeir villa Dönum sjónir
á þvi, sem hér fer fram. Hefir Hannes
Hafstein reynt það í Berlingi eftir því
sem segir í hraðskeyti nýkomnu.
Slíkar tilraunir eru afar-háskalegar,
því að Danir eru eðlilegir mótstöðu-
menn vorir í þessari baráttu og harðla
harðsnúnir, þótt þeir séu viðfangsbetri
en danskir Islendingar. Er það lítill
vinargreiði við oss að segja þeim skrök-
sögur héðan og reyna að telja þeim trú
um að vorri stefnu fylgi að eins dreng-
ir og æsingamenn, eins og þessi mað-
ur, Hannes Hafstein, hefir reynt allar
götur síðan 1903. Þetta verður til þess
að danskir mótstöðumenn vorir halda að
hér sé eintóm veðrabrigði og engu að
treysta, en í rauninni en þeir svo sein-
ir að þekkja ráðherra-sannleikann sem
raun er á orðin.
En þótt þetta væri ekki, mundum
vér mega búast við að Danir reyndu
að hræða þjóðina og ósvífnir stjórn-
málamenn þeirra .reyna að ljúga hug
úr oss og villa oss sjónir á því, hvað
fá megi íslandi til handa hjá Dönum
sjálfum og öðrum þjóðum. En einkum
megum vér búast við því, ef versti
hluti íslenzkra mótstóðumanna vorra.
leikur lausum hala við auðtrúa eyru
danska mótstöðumanna vorra.
Hættan vofir yfir, sem ég áður nefndi
bæði frá Dönum, sem vænta mátti, og
frá dönskum íslendingum, sem eru til
af því, að íslands óhamingju verður alt
að vopni og hættulegir af því að þessi
þjóð á þann illa arf eftir svartálfa
kúgunartímans, að gremja hennar er
fljót til að urra og glepsa í smáar yfir-
sjónir, en hleypur burt með rófuna milli
fótanna, þegar hún sér framan í land-
ráða-refkeilurnar; eða blátt áfram sagt
rís í móti smábrotum en lætur sem hún
sjái ekki dauðasyndirnar.
3. Hvað eigum vér þá að gera til
þessa að afstýra þessari hættu.
a. Yér eigum að segja það drengileg-
um mótstöðumönnum vorum að vér
væntum eigi síður stuðnings af þeim
en sjálfum oss.
b. Vér eigum að vekja alþjóðar-gremju
gegn þeirri tegund manna sem ég hefi
nefnt danska íslendinga, svo að eng-
inn leggi trúnað á orð þeirra.
c. Vér eigum að óDýta róg þeirra erleudis,