Ingólfur


Ingólfur - 07.02.1909, Blaðsíða 2

Ingólfur - 07.02.1909, Blaðsíða 2
18 INGÓLFUR iagéifir kemnr íit að rninata kosti einu sÍBni í viku. Yerð árgangiins 3 krónur innan- landi, er borgist fyrir 1. ]úlí. Brlendi* 4 kr., er borgist fyrir- fram. Úrsögn bundin við áramót, ógild nema akrifleg aé komin til af- greiðslum. 1. okt. Afgreiðslum. og gjaldkeri: Theodór Árnason Hverflsgötu 2. Talsími 10. Utanáskrift til blaðsina: Ingólfur Pósthólf 77 Reykjavík. Hvað vill þjóðin? Eftir að búið var að leita með log- andi ljóai að vilja þjóðarinnar í sumar með þingkosningunum, verður að álíta að hún vilji ekki millilandanefndar- frumvarpið, og ekki þá stjórn sem er því hlynt, heldur að aðrir taki við. Þjóðin vill að löggjafarvaldið sé réttlátt gegn efnum og á»tæðum þjóðar- innar, veiki ekki þroska hennar með ofmörgnm og ofmikið launuðum föstum embættismönnum, heldur sníði aér þar stakk eftir vexti, samanborið við fólks- fjölda og arð af aðalatvinnuvegum landsins. Hún vill leggja fram fé eftir fremsta megni, til þess að landið verði byggi- legt land, efla búnaðinn, bæta »am- göngufærin og lýsa svo upp strendur landsins að þær verði sem hættuminstar fyrir sjófarendur. Hún vill að peningaatofnanir lands- ins ,sé svo úr garði gerðar, að þær geti í hvívetna hlaupið undir bagga með arðberandi fyrirtækjum, en gæta fremur varhuga við útlánum til húsa- gerðar í kaupstöðum, og annara fyrir- tækja er ekki gefa beinar tekjur. Þessu líkt get ég hugsað mér erindia- bréf þjóðarinnar til þings og stjórnar. Þetta sýnast ekki ósanngjarnar kröfur, en hvernig þeirra hefir verið gætt skal ég ekki dæma um, en þess vil ég þó minnast, að mér finst þeim hafa verið eius mikill gaumur geíinn á síðustu þingum sem þeim fyrri að mörgu leyti. Hvað fyrsta atriðið snertir er ég ekki viss um að þjóðin sé á því hreina, þó læt ég mér detta í hug að hún óski ekki eftir neinum þeim skiftum við Dani er kosta mikið ljárframlag og ekki eftir skilnaði sem stendur, heldur viðurkenni að sambandið við þá hafi að mörgu leyti verið mannúðlegt af Dana hálfu á rikisáram Kristjáns konungs níunda, og þeir með því tals- vert bætt fyrir gerðir sínar þar áður, er þeir notuðu sundruug og lunderni íslenzku þjóðarinnar til að fletta landið eignum og virðingu. Þá er annað atriðið; þar hygg ég að þjóðin álíti löggjöflna ekki nógu réttláts, er stafar máske af því, að þingið hefir mest megnis verið skipað embættismönnum, o? löggjöfinni þar af leiðandi stjórnað of einhliða án nægrar þekkingar á högum alþýðunnar, og án þess að gæta þess nógu vel hve mikið burðarafl atvinnuvegir landsins hafa Um þriðja atriðið blandast víst eng- um hugur, að síðustu þing hafa þar tekið stór stökk. Þó að sumt af verk- legu framförunnm sýnist nokkuð dýrt keypt, þá má lengi um það þrátta hvort svo er. Það virðist heldur ekki réttmæt krafa af þjóðinni, að heimta nýjar og miklar framfarir án mikils fjárf'ramlags. Bn það finst mér ætti að vera ein af helgustu skyldum þings og i«t;órnar, að nota »em mest innlenda krafta til framkvæmdanna, því að bæði er það minkun fyrir þjóðina að eiga ekki færa menn til að sjá um fram- kvæmd á flestum þeim verkum sem hér hafa verið gerð til þessa, eins og það er uppbyggilegast fyrir þjóðfélagið sjálft, að þess eigin menn njóti atvinnu þeirrar er leiðir af Dýjum störfum og stjórn þeirra, ættum við því fremur að sækja þá þekkingu er við þurfum að fá að þannig, að efnilegir menn væri kallaðir til að flytja hana heim fyrst heldur en að byrja á verkinu áður en nokkur innleDd þekking getur tekið að sér framkvæmd á því, kaupa svo afardýra útlendinga er þekkja eðlilega ekki mislyndi náttúrunnar hér og ýmsa staðháttu, er valda hindrunum sem reynslan leiðir í ljó», en margfalda kostnaðinn. Um fjórða atriðið er ekki heldur hægt annað að segja en þing og stjórn hafi gert skyldu sína, þó að það hefði verið æskilegast að við hefðum átt peninga- stofnanir okkar sjálfir, en úr því að svo gat ekki orðið, var engin von til að þær yrðu okkur eins hagfeldar og æskilegt væri. Ég jjbýst ekki við að hafa sagt hér neitt, sem ekki ríkir í meðvitund hvers manns. En ég efsst ekki um að menn- irnir sem stjórna löggjöfinni hafi þetta og margt fleira hugfast, þegar þeir eru að sannfæra kjósendurna á veiðmæti sinna skoðana, vitandi að þjóðlífið stór- líður, sé löggjöfin ekki réttlát og hag- kvæm. Daníel Hjálmsson. [Grein þessari er Ingólfur ekki samþykkur um sumt]. Kappleikar. Mikið gleðiefni er það, hversu mikið áhuginn á íþróttum hefir vaxið hjá höfuðstaðarbúum síðustu árin. í bænum eru nú fjögur fjölmenn fé- lög, sem hafa það markmið að halda þessum áhuga við og auka hann. Og má vænta góðs árangurs af starfsemi þeirra, ef þeim verður eins mikið á- gengt hér eftir sem hingað til. Félög þes»i eru: Glimufélagið Ármann, Ung- mennafélagið, Skautaféiagið og íþrótta- félagið. Þrjú hin fyrstnefndu hafa nýlega efnt til kappleika, Ármann og Ung- mennafél ti! kappglímna, en Skautafé- lagið til skautakapphlaupa. Þegar ís lagði á Tjörnina í haust, lét Skautafélagið girða allstórt svæði á henni. Þar hefir það haldið ruddri skautabraut í allan vetur, svo að oftast nær hefir verið hægt að nota ísinn til skautahlaupa, þegar veður hefir leyft, og á kvöldin hefir félagið látið lýsa alt svæðið, enda hefir skautaíþróttin verið iðkuð hér meira í vetur en nokkru sinni áður. Er það aðallega að þakka norskum manni, Muller að nafni, verzl- unarstjóra við Brauns verzlun. Hann er áhugamikill íþróttamaður og hefir staðið fyrir þessum framkvæmdum Skautafélagsins. Fyrir fyrstu kappleikunum stóð Ung- mennafélagið. Þeirra er getið í; 2. tbl. Ingólfs þ. á. Þá vóra næst skautakapphlaupin þreytt 31. f. m., að viðstöddum mikl- um fjölda Rvíkurbúa. Svæðið var alt skreytt fánum og skrautveifum. Veður var hið bezta og skemtu menn sér vel. Keppendur vóru 22 og var þeira skift i fjóra flokka eftir aldri. í 1. fl. vóru drengir innan 12 ára og hlutu þessir verðlaun: 1. Adolf Lárusson, 2. Magnús Jónsson, 3. Emil Þ. Thoroddsen. 1 2. fl. 12—15 ára: 1. Páll Nolsoy Patursson, 2. Páll Skúlason, 3. Trygjgvi Gunnarsson. í 3. fl. 15—18 ára: 1. Eyþór Tóm- asson, 2. Luðvig Einarsson, 3. Einar Pétursson. 1 4. fl. 18 ára og eldri: 1. Sigurjón Pétursson glímumaður, hljóp 1000 stik- ur á 2 mín. og 2D/5 sek., 2. Magnús Tómasson, 3. Magnús Magnússon, kenn- ari. Að kvöldi næsta dags, mánudaginn 1. þ. m., var kappglíman um Ármanns- skjöldinD, sem Hallgrímur Benediktsson hlaut í fyrra. Glíman var þreytt í Iðnaðarmanuahúsinu og var þar hús- fyllir af áhorfendum. Keppendur vóru 12, og skyldi einn glíma við alla og allir við einn. Þótti áhorfendum skemtunin hin bezta, enda mun glimu- mönnunum sjaldan hafa tekist betur, þótt þetta væri kappglíma. Að umferðinni lokinni stóðu leikar þannig, að þeir Hallgrímur Benediktss, Guðm. Stefánss. og Sigurj. Pétursson vóru jafuir. Hafði Guðm. fallið einu sinni fyrir Hallgrími, Hallgr. fyrir Sigurj. og Sigurj. íyrir Guðm. Urðu þeir því að glíma saman á Dý. En alt fór á sömu leið og vóru þeir enn jafnir kapparnir þrír. — Eu i þriðju atrennunni feldi Hall- grímur þá SigurjÓD og Guðmund og hélt þvi skildinum. Allmikill jötunmóður var farinn að færast í þá kappana undir leikslokin og tókust þeir á allsterklega. Bn mjög er jafnt á komið með þeim og ilt að greina hver fræknastur er þeirra. Þó mun Guðmundur vera þeirra hand- sterkastur, Hallgrímur eirna fimastur og fótvissastur en Sigurjón brögðóttast- ur. Margir hinna glímdu afbragðsvel. Einkannlega þeir Guðbrandur Magnús- son og Guðmundur Sigurjónsson. Báðir eru þeir litlir menn vexti, en fádæma flmir. Guðmundur er atimeiri og brögð- óttari, en Guðbrandur verst fimlegar og fer betur úr brögðum. Unun er að horfa á glímu þeirra, einkum er þeir eiga við jötnana. Tveir menn meiddust nokkuð og urðu að ganga frá áður en leikum var lokið. íþröttavinur. Mannslát. Dáinn er 31. f. m. úr lungnabólgu Jön Jöhansson húsmensku- maður á Vindhæli á Skagaströnd. Fæddur í Engihlíð í Langadal 30. okt. 1835. Hann var kvæntur IngunDÍ Árnadóttur, aystur Magnúaar Árnason- ar taésmiðs í Reykjavík og lifir hún mann sinn. Bigi varð þeim barna auðið, en Jón sál. átti einn son og er það Jónas H. Jónsson trésmiður i Reykjavik. Jón sál. var vel gefinn maður, en hafði fremur litla mentun fengið á uppvaxt- ar árum. Gleðimaður var hann mikill og skemtinn í viðræðum, ágætur verk- maður og mjög laghentur smiður bæði á tré og járn. Hann var óbilandi til allra starfa alt til æviloka. (Eftir sím- frétt frá Blönduósi.) Ofan af Mýrum. Akbrautin Dýja: Borgarfjarðarbrautin er nú að mestu fullgerð upp að Gljúfrá, og erum við Mýramenn eftir vonum ánægðir með hana, uama er að segja um brúna á Gljúfrá, sem enn er ekki fullsmíðuð. Fyrsti kaflinn af brautinni: frá Borgarnesi upp að Galtarholtslæk, (eða hér um það) er eftir hr. Erlend Zakaríasson, og er ekkert um hann að segja, annað en að hann þarfnast aðgerðar næsta sumar. Annars eru verk hr. Erlends svo kunn að ðþarft er að lýsa þeim. Líkt má segja um næsta kafla brautariunar upp fyrir Skarðslæk: að fatt mun þar af frnmlegum listasmíðum, en þau einkenna mjög nýja k&fhnn er hr. Guðjón Bakkmann lagði siðastliðið sumar. — Hver sem ferðast eftir þessum kafla brautarinnar, hlýtur að ejá, að fyrir verkinu hefir Btaðið maður Bem aðdáan- lega sameinar fegurð og nytsemi. — Hliðarnar á brautinni eru mjög víða prýddar með upp- hleyptum rósum, gerðum af ærnum hagleik; og brattari eru þær á þessum kafla en hinum og er það ólíkt myndarlegra; gefur líka von um atvinnu í framtíðinni, þegar hliðarnar taka að rísa, kemur það sér vel, ef sýslusjóðurinn verður of-fullur. — Margar rennur á þessum kafla eru hlaðnar úr torfi, af miklum hagleik; og er mælt að hr. Guðjón Bakkmann hafi frætt hr. Jón Þor- iáksson verkfræöing um þann einkennilcga nyt- Bama sannleika að það væri miklu tryggilegra en hlaða þær úr grjóti. Mikið mein að enn er ekki fundin vél til að breyta grjóti i torf. Á einum Btað, Bkamt fyrir austan Svignaakarð er önnur hliðin á brautinni talsvert hæiri en hin, og byggium við Mýramenn að það eigi að sýna á ekáldlegan hátt, miemun á etöðu manna í mannfé'aginu. Skamt þar fyrir austan liggur brautin yfir lága mýri. Þar sem mýrin er lægst, er lægð í brautina og mun það gert til að Bpara rennu sem annars hefði þurít að vera þar. 1 leysingum á vetrum mun ferðamönnum gott að vatna þar heetum BÍnum uppi á vegin- um; er slik bugulscmi mikilsverð, því að varla mun dýrum sýnd ofmikil nærgætni hér á Mýr- um. íromur en annarstaðar. Þó nær snildin ekki hámarkinu fyrr en við brúna á Gíjúfrá enda var verkfræðingur iands- ins, hr. Jón ÞorláksBon, þar með i ráðum. Upphaflega var ákveðið að brúin yrði lögð á ána hóti neðar en brautin liggur að henni. Yar þar þörf á nokkuð mikilli uppfyllingu að sunnanverðu við ána, en að vestanverðu þurfti enga uppfyllingu og ekkert að sprengja, til þess að brautin yrði jafnhá brúnni; en það versta var, að þar hefði aldrei tollað snjór á brúnni, né brautinni nálægt henni, og var þá sýnilegt að ofmikil notkun á brautinni myndi spilla henni innan litils tíma. En til allrar hamingju -uppgötvaðist það BÍðastliðið vor af Jóni verkfræðing Þorlákssyni að mælt er, að brúin yrði einni alin styttri ef hún væri lögð yfir ána Bpölkorn ofar. Það var tilvinnandi að láta brúargerðarflokkinn allan verja heilum mánuði (sumir segja hálfum öðrum) til að Bprengja kletta, svo unt yrði að leggja braut- ina meðfram ánni, að brúarstæðinu, sem J. Þorl. fann. Að austanverðu við ána þurfti þar ekki miklu minni uppfyllingu en neðar þar sem áður var ákveðið að brúin yfði lögð, og að vestanverðu þurfti talsverða uppfyllingu. En hvað gerði landssjóði það til, þó að þessi eina alin yrði nokkuð dýr? Hitt er ómetaDlegur kostur að þarna er brautin, beggja megin við brúna, i skjóli fyrir aðalsnjóáttunum, og því breiðaet yfir hana afbragðs-fagrir ekaflar þpgar snjóar, (og kom það vel í Ijós eftir bylinn 27. nóv. f. á.) og vinna þeir tvent í einu: vernda brautina fyrir froBti og næðingi og takmarka nægilega umferð um hana með áburðarhesta og kerrur. En eí menn vilja um fram alt nota brautina þegar skaflar hylja hana, geta þeir fengið tækifæri til að hita sér á því að bera flutninginn bíuu yfir skaflana, eða moka þeim á braut, kemur það sér vel þegar kalt er á vetrum. Eg vona að það sem hér er sagt, nægi, til að Býna að það er ekki um skör fram, þótt við Mýrameun flytjum þeim berrum Jóni Þorl. og

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.