Ingólfur


Ingólfur - 18.02.1910, Síða 3

Ingólfur - 18.02.1910, Síða 3
INGOLFUR 27 Mér er næsta óskiljanlegt, að jafnlærður maður og prófesaor Olaen skuli kalda, áð vega- lengdir sén mældir í klnkknstunduín, og hlýt ég að ieiðrétta þstta og fræða lesendur Ingólfs á þvi, að áðurnefnd fjarlægð samkvæmt mjög nákvæmum og áreiðanlegnm útreikningum mín- um 19. dag janúarmánaðar var 2677 rastir, 437 stikur og 3 læfðir. Að öðrn leyti kann ég honum heztu þakkir fyrir hinar skarpvitru athuganir hans, sem ég hefi haft mikið gagn af við ransóknir mínar. — Dað hefur löngum þótt fyrirboði stórtíðinda hafi halastjarna sést og sannaðist það nú sem fyr. Hún var næst okkur um það leyti sem póli- tísku fundirnir voru haldnir í Reykjavík um daginn og að þeim loknum fór hún á heimleið. Þá var hún búin að fá nóg af komnnni. Að endingu reiknaði ég út, að heunar er von aftur hingað til bæjarins einhverntíma, og líklegt að það verði um þ&ð lcyti, sem auka- þing verður haldið hér. Sem sé ekki þotta árið. Alþjóðamál. Eftir Þorstein Þorsteinsson. í 4. tbl. Ingólfs hefur ungfrú Thora Frið- riksson ritað grein um Esperantó, sem mig langar til að gjöra nokkrar athugasemdir við og vildi ég biðja ritstjóra Ingólfs um að ljá mér rúm fyrir þær í blaði sínu. Ungfrúin byrjar mál sitt með því að tala um hve vér íslendingar séum á eftir tímanum í mörgn. Sem dæmi þess nefnir hún það, að síðaBtliðið haust var hér gefin út kennslubók í Esperauto. Hún álítur, að bókin komi um seinan, því að Esperanto sé nú dottin úr sög- unni cða muni að minsta kosti falla um koll þá og þegar. Tit sannindamerkis um það getur hún þess, að um þær mundir, er bókin kom út, hah hafist mikil rimma um það, í írönskum blöðum og víðar, hvort Esperantó ætti ekki að víkja fyrir öðru heimsmáli, sem nefnist Ido. Eu mér finst þetta því að eins sanna nokkuð í þessu efni, að endirinn á rimmunni hafi orðið sá, að Esperantó ætti að víkja fyrir hinu mál- inu. Eða þá að líkur séu færðar fyrir, að svo muni fara. En það gjörir ungfrúin ekki. Ein- ungis segir hún, að „sumir hugsi að deilan verði svo hörð að bæði rnálin falli i valinn“. Ungfrúin gjörir sér þannig engu meiri vonir um þetta nýja mál beldur en um Eíiperantó, enda er það auðsjáanlega meiaing hennar, að hugmyndin um tilbúið tungumál sé í sjálfu sér fásinna, því að slfk mál geti ekki þrifist. Þarna finBt mér einmitt ungfrúin sjálf vera orðin nokkuð á eftir timanum. Fyrir mannsaldri síðan þótti þetta góð latína. Dá var það almennt álitið, að málin yrðu að skaþast ósjálfrátt á vörum þjóðanna, ef þau ættu að geta lifað, og fyrir þvi væri heimska að fást við að búa til ný mál. Þau væru eins og likneski hjá lifandi skepnu, þau gætu vorið álitleg að ytra útliti, en þau vantaði bara það eina nauðsynlega, sjálft lífið. En nú er annað orðið uppi á teningnum. Nú er það almennt viðurkennt af málfræðingum, að enginn slíkur eðlismunur sé á lifandi málum og tilbúnum, svo að ekkert sé því til fyrir- stöðu, að tilbúið mál geti þrifist og biómgast, ef það á annað borð or vel úr garði gjört. Keynslan hefur lika sýnt það, að slik mál hafa verið notuð bæði munnlega og skriflega alveg eins og lifandi mál. Ungfrúin segir í grein sinni, að tilbúin tungu- mál séu dauð að því leyti, að þau geti okki framleitt neinar bókmenntir. Þetta er í meira lagi hæpin staðhæfing og skil ég ekki í því, á hverju ungfrúin byggir hana. Ég fyrir mitt leyti er í engum vafa um, að þau geti fram- leitt bókmenntir og svo mikið er vist að all- miklar bókmenntir voru framleiddar á latinu á miðöldunum, enda þótt latínan væri þá ekki móðurmál nokkurs manns og svipaði að því lóyti til tilbúins tungumáls, að búið var all- mikið að breyta henni frá' því sem hún var töluð í Rðm. En þó bvo væri, að tilbúin tungsmál gætu ekki framleitt neinar bókmenntir, þá væri ekki þar með sagt, að þau væru dauð og gagnslaus. Mikill hluti — ef ekki meiri hluti — þeirra manna, sem útlend tungumál læra, gera það ekki vegna þoirra bókmenuta, som á þoim eru, heldur af ýmsum öðrum ástæðum. Svo er t. d. um verzlunarmenn, iðnaðarmenn, ferðamenn o. fl, Og pidgin english, málblendingurinn, semnotaður er mikið Bera verzlunarmál í Kína, hefur sýnt það, að mál getur verið fulllifandi, þó að það sé ekki bókmenntamál. Það eru ekki skáld eða fagurfræðingar, sem mesta þörf hafa fundið á að hafa eitt alþjóð- Iegt hjálparmál, auk móðurmálsins, er alstaðar mætti nota í viðskftum við aðrar þjóðir, heldur verzlunarmenn, iðnaðarmenn og aðrir þeir, er þátt taka í alþjóðíegum viðskiftum. Þessi þörf verður æ ríkari eftir því, sem samgöng- urnar batna, því að við það koma fleiri þjóðir inn í viðskiftahringiðuna, svo að málin verða fleiri, sem læra verður, auk þess sem alþjóðleg viðskifti ná dýpra niður í þjóðirnar og tala þeirra vex, er láta sig alþjóðleg málefni verða. Það er svo að sjá, sem uDgfrúin álíti, að úr þessari þörf sé þegar bætt, enskan sé slikt al- mennt hjálparmál, því að húu sogir, að með ensku megi komast áfram í öllum álfum. Það er að vísu rétt, að enskun er töluð af fleiri mönnum en nokkurt annað mál nema kinverska og mikið notuð í viðakiftum þjóða í milli, eink- um verzlunarviðskiftum, en mikið vantar þé á, að húu sé orðin alment ríkjandi hjálparmál á þessu sviði, svo að menn geti komist af með hana eina, hvað þá heldur á öðrum sviðum, svo sem í vísindum o. fl. En þó að enskan sé enn ekki orðin almennt hjálparmái, er eðlilegt, að menn ímyndi sér, að úr því að enskan hefur náð tiltölulega mestri útbreiðslu, þá sé hún líklegust til þess að verða alveg ofan á með timanum og verða almennt hjálparmál fyrir alla i framtiðinni. En þá verða menn líka að gæta þess, að það eru mikil öfl, sem vinna þar á móti. Það er auðsætt, að það mundi verða geysimikill ávinningur fyrir hinar enskumælandi þjóðir, eí enskan yrði slíkt almennt hjálparmál, og það mundi stuðla mikið að því að efla riki þeirra og völd. Það er því ofur eðlilegt, að aðrar þjóðir, sem keppa við þær um völd og yfirráð, reyni af öllum mætti að sporna við því og forðist að nota enskuna sem bjálparmál jafnvel þó þeim væri það innan handar, ekki síst ef þeirra eigið mál (svo sem t. d. franska) hefur verið notað sem hjálparmál í snmum efnum. Miklu meiri likiudi eru til, að menn gætu orðið ásáttir um, að nota som hjálparmál eitt- hvert mál, sem ekki veitti neinni sérstakri þjóð neina yfitburði yfir aðrar þjóðir. Það gera tilbúin tungumál auðsýnilega ekki og hafa að því leyti mikinn kost fram yfir allar þjóðtungur. En svo hafa þau einnig annan kost, en hann er sá, að þau geta verið margfalt óbrotnari og reglulegri og því margfalt auðveldari að læra heldur en nokkur þjóðtunga. Ungfrúin telur upp allmörg slík mál allt síðftn 1640, er'öll hafi sætt sömu forlögum að líða bráðlega undir lok. Hún segist hafa heyrt getið um 40 slík mál, en það er víst alveg óhætt að tvöfalda þá tölu. Allar þessar til- raunir, sem meira og minna hafa misheppnast, sanna samt alls ekki, að tilbúið tungumál sé nein fjarstæða. Þvert á móti benda þær til, að hér sé viðfangsefni, sem vert sé að leysa, og að veruleg þörf sé á slíku máli. Annars er harla fróðlegt að athuga þessartilraunir dálítið og taka eftir þeirri framþró- un, er lýst hefur sér í þeim. Flest eldri kerfin voru samin a priori þ. e. höfundarnir fundu upp hjá sjálfum sér allan efnivið mála sinna án þess að leita stuðnings í hinum lifandi málum. Mál þessi voru því svo ólík hvert öðru sem dagur og nótt. Seinni kerfin eru aftur á móti lang- flest samin a posteriore, þ. e. þau byggja ein- ungis úr því efni, sem fyrir hendí er, þau taka lifandi málin sér til fyrirmyndar og líkja eftir þeim, og það er nú orðin svo mikil eining um mörg grundvallaratriðin fyrir byggingu mála þessara, að nýjustu uppástungurnar líkjast hver annari svo mjög, að fremur má kalla þær mállýskur heldur en frábrugðin mál. Það hefur verið sagt, að alþjóðamálið þyrfti ekki að finna npp heldur að eius að uppgötva 3$ & «> i i i i 8 <í' £ p Verzl. „KAUPANGUR“ LINDARG. 41. TALS. 244. er jafnan byrg af nauðsynjavörum, selur allt með svo vægu verði sem unt er, gjörir sig ánægða með lítinn ágóða — lætur að eins hönd seljahendi. Láuar ekkert, gjörir öllum viðskiítin eins hagkvæm og frekast er hægt. Gleymiö eH.ls.1 verzl. i «> <>■> «> <x> «> <ý<> 3$ 3$ 3$ «> <» «> I \>4\>C^<-'<>c<><g<><í<>«>«>«>«>Z<> i i a I a Nýju vörurnar koma bráðum. | Þangað til gef ég 15°o afslátt af vctra,rli.ápu.tavLum. Eslll Jacolbsen. j.^iSraaaiT^lrS’lraiT^lrai^rgl^r^rgarparcsansaigai'^iTareansai'saisarai'saisai-; það, því að það væri þegar til, fólgið i flestum norðurálfumálunum og þyrfti þvi að eins að að leiða þad í ljós. Mikiil hluti af orðaforða þessara mála er sameiginlegur fyrir þau öll eða mörg þeirra og myndar hann kjarnann i alþjóðamálinu. Sé svo þairri reglu æfinlega fylgt að taka þau orð upp fyrir hverja hug- mynd, sem mesta útbreiðslu hafa i aðaimálum norðurálfunnar, kerast þar ekkert gjörræðí að og er þ’að bezta tryggingin fyrir því að málið haldist óbreytt i sama horfi í öllum aðalatriðum. Framh. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Gæzlustjórar Landsbankaus. Enn einu sinni hefar verið skift nm gæzlustjóra við Landsbankann! Jón Hermannsson nkrifstofuítjóri hefur sagt því starfi af sér. í hans stað er skip- aðnr Oddur Gíslason ylirréttarmála- flntningsmaður. Hann er því sjötti gæzlustjórinn, sem stjórnin skipar siðan 22. nóv. f. á. Það má kaila vel að verið. Einu sinni í vetur stóð grein í ísa- fold um „Lagamenn". Var því þar haldið fram, að yfirleitt væri engir óhæfari til gæzlustjórastarfsins eu ein- mitt lögfræðingar. Það er því allein- kennilegt að af þessum sex gæzlustjór- um skuli 4 hafa verið lögfræðingar. Er það af því, að þeir skari svo mjög fram úr öðrum stéttarbræðrum sínum, eða er þetta ávöxtur hinnar venjulegn stefnufestu bannlagaráðherrans? Leikfélagið. Leikfélagið lék leikrit Stepniaks, „Sinnaskifti“, í fyrsta sinni síðastl. laugardag. Leikrit þetta er víða mjög gott, og betur leikið, en vér eigum að venjast. Bankastjóruin frávikna hefur nú samið allmikið varnarrit, og er verið að prenta það. >■ frá verksmiðjunni Deutz í Köln . ► eru heztir og ódýrastir. Fást < *" að eins fyrir milligöngu undirrit- ” * aðs, sem gefur nánari upplýsingar * k þeim, sem þess óska. vélfræðingur. Akureyri. Lagasafnið óskast til kaups. Rit- stjóri vísar á kaupanda, Snjór er hér óvenjnmikilJ. Segja elztu menn, að þeir muni eigi annan eins. Botnia kom frá útlöndum 15. þ. m. Skip- stjóri er nú Aasberg sá, sem áður var á Lauru. Meðal farþega var Aage Möller stórkaupmaður (firma P. J. Thorsteinsson & Co). Slökkviliðsstjériiiu, Kristján konsúll Þorgrímsson, sagði af sér Slökkviliðsstjórastöðunni á bæjar- stjórnarfundi í gær. frá 1. n. m að telja. Ný goodtemplarastúka var stofnuð hér í bænum á sunnu- dagskvöldið var, 13. þ. m. Fyrir því gekkst meðal annara Sigurður danne- brogsmaður Eiríksson. Stúkan heitir „Skandinavion“ og er ætluð útlendingum hér í bænum. Þar drekka menn upp á dönsku.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.