Ingólfur - 21.07.1910, Side 1
VIII. árg.
Reykjavík, limtudagiim 21. júlí 1910.
29. blað.
»I* UU UUUUULi UUUklU fcf
| INrOÓLFUR.
J kemur út etnu sinni i viku að minsta
Íkosti; venjulega á fimtudögum.
Árgangurinn kostar 3 kr., erlend-
| is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- ±_
^ in við áramót, og komin til útgef- ^
Íanda fyrir 1. október, annars ógild. A
Eigandi: h/f „Sjálfstjórn". |
| Ritstjóri og ábyrgðarm.: Andrés |
t Björnsson Kirkjustræti 12. ♦
í Heima kl. 11—1. |
J Afgreiðsla og innheimta á sama x
stað kl. 11—12 hjá fröken Thoru J
Friðriksson. V
Lagahlið bannmáisms.
„Ingólfur“ hefir átt tal við einn af
hinnm merkustu lögfræðingum vorum
um bannlögin okkar, #aman borin við
aðra löggjöf vora yfirleitt.
Honum fóru*t orð hér um bil á þesaa
leið:
Audstæðingar bannlaganna hafa hald-
ið því fram, að þau #éu þvingunarlög,
er gangi of nærri einntaklingafreliinu.
Þetta hafa bannvinir aldrei látið #ér
akiljaat, eða viðurkennt. Að vísu hafa
þeir viðurkent þetta óbeinlínia, með
undirbúningi þeim, er málið fékk. Þeir
hafa fundið til þea#, að hin fyrirhuguðu
bannlög voru ólík annari löggjöf, og
viðurhlutameiri, og því hafa þeir haft
þann undirbúning, er aldrei hefir tíðk-
ast hér áður, alþjóðaratkvæði. En #íð-
an lögin voru samþykt, hafa þeir þó
sí og æ neitað því, að þau aéu þving-
unarlög, eða aagt að ef þau aéu það,
þá séu öll önnur lög það líka — öll
lög séu skerðing á frelsi einstaklingsins.
Þeir hafa nefnt ýms lagaákvæði, er
þeim virðast hafa í sér fólgna jafnmikla,
eða sams konar frelsisskerðingu, og
bannlögin. En er nánar er að gáð,
kemur það í Ijós, að því fer fjarri.
Flest af þessum ákvæðumsnerta viðskifti
manna á milli, én alla eigi mál, sem
snerta jafneindiegið hvern einstakling,
eins og það, hvað menn eta og drekka.
Minst hefir verið á vinnuhjúalöggjöf-
ina-, sagt að mönnum sé þess varnað,
að vera í lausamensku. Hérgeturekki
verið að tala um neinn samanburð. Það
má kaupa lausamenskuleyfi, alveg eins
og t. d. verzlunarleyfi (borgarabréf), svo
að þetta er miklu fremur akattur á lausa-
mönnum, en bannlög, og ekki trúi ég
að meBn eigi að geta keypt sig undan
aðflutningsbannslögunum.
Þegar talað var um horfellislög og
heyforðahúr á þingi, kom einhver með
það, að hér ætti að skerða einstaklings-
frelsi bænda. En hér er auðvitað al-
veg sama máli að gegna og áður, ein-
göngu um atvinnulöggjöf að ræða.
Sóttvarnalög er nokkru nær að taka
til dæmis. Það er mikil skerðing á
frelsi einstaklingsins, þegar honum er
eigi látið frjálst að fara ferða sinna.
En þó er hér sá mikli munur á, að
sóttvarnaráðstafanir eru bundnar við
vissa tíma og vissa staði, en liggja ann-
ars í dái, milli þess, að á þeim þarf að
halda. En bannlögunum nýju er ætlað
að gilda altaf og alataðar. Sóttvarnir
eru alger undantekning, sem líkja má
við herkví. Þegar lönd eða landshlut-
ar ern í herkví, gilda jafnvel eigi sjálf
grundvallarlög landanna, frekar en verk-
ast vill. Eíns er með sóttkví. í stjórn-
arskrá vorri stendur að heimilið #kuli
vera friðheilagt, en þetta ákvæði brjóta
sóttvarnalögin á bak aftur. Þegar
þeim er beitt, mega læknar vaða inn á
heimili manna og skipa þar öllu, án
undangengins úrskurðar. Þetta er því
alt annars eðlis, en bannlögin, og get-
ur aldrei orðið hliðstætt þeim.
Þá hafa verið nefnd ýma lögreglu-
ákvœði, en um þau er hið sama að
segja, sem um aóttvarnirnar. Þau eru
eigi almenns eðlis, gilda eingöngu á
vissum stöðum. T. d. má eigi ríða hart
á Reykjavíkurgötum, en það er frjálst,
þegar komið er út fyrir bæinn o. a. frv.
Einu lögin, sem eg man eftir &ð nefna
mætti í þessu aambandi, eru gömlu prent-
lögin. Samkvæmt þeim fór fram rit-
skoðun á því, sem átti að koma almenn-
ingj fyrir sjónir, og mátti þá banna
birtingu á því, ef svo bar undir. Hér
kemur fram alveg hið sama og í bann-
lögunum, aem aé það, að varna því fyrir-
fram, að brot séu drýgð. En nú eru
þessi lög úr gildi numin, og samkvæmt
stjórnarakránni má eigi leggja nein slík
höft á menn. Nú er svo komið, að
enginn af öllum þeim glæpum, sem
nefndir eru í hegningarlögum vorum,
er hindraður á þenna hátt. Menn hafa
hvervetna horfið frá þeirri stefnu, af
því að hún reynist óframkvæmanleg,
nema með því að misbjóða beinlínis ein-
staklingsfrelsinu, en hitt ráðið tekið, að
að láta hvern sjálfráðan um gjörðir
sínar, en láta hann um leið bera ábyrgð
á þeim.
Þá er og það um bannlögin að segja,
að þau eru ranglát, að því leyti, að þau
koma jafnt niður á sekum og saklaus-
um. Þeir súpa jafnt seyðið af þeim, sem
aldrei misbrúka vín, og hinir, aem* það
gjörá. Þetta er gífurlegur ókoatur, og
það því fremur, sem allur þorri lands-
manna er nú orðið saklaus í þessu efni.
Hinir aðeins örfáir.
Ennfremur er þeas að geta, að hér
er löggjöfin að komast inn á nýja braut,
eða réttara sagt að snúa aftur áþeirri
braut, er gengm er með öllum menn-
ingarþjóðum heimsins. Því að hér er
verið að víkka það svœði, er refsingar-
vert athæfi á heima á. Hingað til hefir
það svæði verið þrengt meira og meira,
eftir því sem menningin hefir vaxið.
Það má nefna tvö dæmi: Áður lárefs-
ing við því, að eiga óskilgetin börn, nú
er það ákvæði burtu numið. Sömuleiðis
er nú iýmkað um það frá því sem áð-
ur var, hve háa vöxtu má taka aflán-
um. Þessi dæmi snerta einmitt hið
skma, sem bannlögunum er ætlað að
gjöra, þ. e. siðmenniuguna, svo að það
kemur enn ljósar fram, hve öfug bann-
lögin eru og hjáróma við framfarastefnu
nútímans.
í stuttu máli er óhætt að ségja, að
þau séu einstætt „monstrum", óskapn-
aður í löggjöfinni.
IJm þjóðlagasafnið.
II. Frh.
Svo ég víki nú til inngangains aftur,
þá er eitt atriði á bls. 51, sem mér
þykir höf. vera of djarfmæltur nm.
Þar aegir hann um séra Odd á Reyni-
völlum: að hann hafi snúið Davíða sálm-
um eftir frumtextanum í íslenzka sálma
nóteraða með óþektum lögum, eða með
öðrum orðum húíð til lög við Davíðs-
sálmau, því nokkru síðar í bókinni
sannar séra Bjarni alveg övart og
öafvitandi (eins og h&nn segir um
Mascagni, er honum finst hann hafa
dottið ofan á tónana úr „Stássmey sat
í sorgum“ bls. 530) einmitt hið gagn-
stœða. Séra Oddur virðist hvorki hafa
snúið sálmunum eftir frumtextanum, né
heldur búið til lögin sjálfur. Hann
hefir þýtt „Franska reformeraða Psalt■
arann“, sem kallaður er, en líkléga
þó að mestu, eða öllu leyti farið eftir
þýðingu Ambroa. Lobwassera og haft
við þá hin upprunalegu frönsku lög,
aem mörg eru eignuð Glaude Goudimel
og öll raddsetti hann þau og lagði að-
alröddina í tenórinn (cantus firmui).
Þetta er ekki ómerkilegur fundur í
bókmentasögu vorri og óvíst hvenær
hann hefði komið fram í ljóaið, ef aéra
Bjarni befði ekki ritað í bókiná, að
minsta kosti mundi ég ekki hafa náð
í þessa rúsínu þá.
Þýðing Lobwassers á Franska Psalt-
aranum er fræg um allan meginhluta
Norðurálfunnar, ekki þó fyrir fagra
meðferð á efninu þvi hann var ekki
skáld og þýðingin er stirð, heldur af
því að söngbók þessi varð aðal-aöngbók
allra lúteskra aafnaða á Þýzkalandi
meira en 200 ár og sálmarnir þýddir
á fleat mál Norðurálfunnar, þar sem lút-
erskir eða „reformeraðir" söfnuðir voru,
því þeir tóku höndum saman með
þessa bók. Þó veit ég ekki til að
þeir hafi verið prentaðir sem heild í
danskri þýðingu, en nokkurrir þeirra
eru í Kingoa sálmabók. Ekki vissum
vér heldur að þeir hafi verið þýddir á
íslenzku fyrri en nú að séra Bjarni
finnur þá í Melodía, handriti í Rasks
safni nr. 98 8IA Þar eru nokkrir
þessara sálma með sínum frumlögum
og meira að segja ekki þeirn algeng-
ustu.
Þá kemur til nótnanna í bókinni og
eru þar fyrst Þorlákstiðir og fleiri l&t-
ínskir söngvar á bls. 82—206. Ekki
heyra messur þesaar né söngvar til
neinu þjóðlagasafni-, hefði því heldur
átt að taka það sem nýtilegt var í
þessnm kafla í sérstaka bók, ekki þó
með nútíðar rithætti á nótunum, heldur
gömlum Grallaranótum (Kóralnótum).
Messunótur er varla hægt að farameð,
ef þær eru settar með vanalegri nútíð-
ar gerð nema því meiri nákvæmni sé
fylgt og annars efasamt hvort það er
mögulegt. í gamla stílnum eru svo
margar táknanir um áherzlu og hraða,
sem ekki er hægt fyrir aðra en sér-
fræðinga að syngja rétt, ef nótur og
lyklar er fært í nútiðar búning. Eg
segi fyrir mig, að ég get ekki fengið
gamla katólska mesau út úr því, sem
hér er á pappírnam og ætla ég því að
lofa þeim sem betur kunna að fara
með helgar tíðir, að gleðja sig á þess-
ari Þorlákamessu. Líklega er textinn
frumsaminn hér og máske eitthvað af
tónunum líka, en rómverskt er lagið
við fyratu antifónuna og fer mann þá
að gruna að svo muni vera við fleiri.
Þar á móti er niðurlaga söngur mess-
unnar á bls. 115 sjálfsagt allur ortur
hér og hefur séra Bjarni ekki vel borið
versið „A solis ortus cardine", saman
við sálm Seduliusar, því að eins byrj-
unarstefin eru samhljóða (ajá Königs-
feld: Hymnen und Gesánge I bls. 53),
og verður þá hjá höf. hausavíxl á því
sem hann telur innlent og útlent.
Fremur eru skinnhandritin, sem höf-
undurinn tínir dæmi úr ómerkileg fyrir
ísl. söng, og sum líklega nokkuð yngri
en getið er til; að minsta kosti er ekki
sennilegt, að handr. AM. 6224 t0 (bls.
131) sé frá 1550. Það getur varla
verið eldra en frá 1600 ef það er skrif-
að hér á landi. — Og hversvegna? —
Vegna þess að höf. kemur þar með sýnis-
horn af l&tínskum lofaöng: „Jesus
Christus uostra salu*.“ Þetta er byrj-
unarvers á sakramentissálmi Jóh.# Húss.
Lúter þýddi þennan sálm, en breytti
bæði efni hans og lagi, sem líka er
eignsð Jóh. Húss og er sú þýðingLút-
ers alkunnug frá fyrstu söngbók hans,
Enchiridion 1524. Latínska frum-
sálminn sungu Bæheimsbræður einir, og
var hann síðar tekinn upp í katólskan
söng. í Leisentrits katólsku söngbók
er hann fyrst 1584 og kallaður ljóð
Jóhannesar Hús# og þar tekið fram:
að þótt Húss væri villutrúarmaður,
hefði hann þó verið samdóma katólskri
skoðun um altarissakramentið (abr.
Báumker I bla. 712). Ekki hefi eg
neinataðar séð lagið komast niður á
„litla a“ í niðurlagi 1. bendingar nema
hér í Þjóðlagasafninu, en að öðru leyti
er það likt og hjá Leiaentritt, en hann
segist fara nær frumlaginu en Lúter.
í Hólabókunum og Gallaranum, er þýð-
ing á Lúters-sálmi „Jesus Christus er
vor frelsari" en nafn latínska sálmsins
vantar þar, svo það lítur næstum svo
út sem Guðbr. biskup hafi ekki þekt
hann, og er hann þó vanur að rekja til
latínskra sálma þar sem hægt er.
Margt hefir síra Bjarni rekið augun
í, en ekki rannsakað nógu nákvæmlega.
Á bla. 189 kemur hann með brot úr
Grallara Snorra Sturlusonar. Víða
var nú Snorri heima, en ekki hefir hann
verið frumlegur í kirkjuaöngnum, það
sýnir söngbrotið sem tekið er. Það er
gamall katólskur tíðasöngur á mánndag-
inn í Dymbilviku (Feria secunda Majoris
Hebdomadæ) með sínu frumlagi, sem
finna má í Graduale Romanum.