Ingólfur


Ingólfur - 21.07.1910, Page 2

Ingólfur - 21.07.1910, Page 2
114 INGÖLFIJR Sérðu’ ekki hafið? (Þýtt úr þýzlcu). Sérðu’ ekki hafið? Ljómmn leikur hýr um löðrið grátt. En undir búa perludjáanin dýr yið dimma nátt. Ég er aem haflð. Skapið ört og æst, sem ægis flóð. Um flötinn leika, iólakins-gulli glæst, mín gamanljóð. Á yfirborðið, gáska og ástum gylt, þann glampa ber. — En blóðugt hjarta berit og myrkri fylt í barmi mér. Hrafn. Alþýðuvísur. íslendingar eru vafalauat hagorðasta þjóð í heimi. Petta er ekki svo að skilja, að vér eigum, eða höfum átt, meiri skáld, en aðrar þjóðir, þótt vér höfum mörg góðskáld átt. En vér höf- um átt þau fleiri. Af svo fámennri þjóð, sem vér íslendingar erum, hafa verið og eru enn svo afarmargir menn vel hagmæltir, að slíks eru hvergi dæmi annars staðar. Það er oft sagt, og munu ekki vera svo miklar ýkjur, að varla geti nokk- urn þann íslending, sem komist hefir til vits og ára, að hann hafl aldrei reyht að gera vísu. Reyndar takast tilraunirnar misjafnt; sumum svo illa, að þeir verða annaðhvort leirskáld eða engin skáld, það er að segja, hafa vit á því, að flíka eigi skáidskapnum. En hitt gegnir þó furðu, hve mörgum hefir tekist vel, eða sæmilega. Langmestur hlnti ails þess, sem ort hefir verið hér á landi, eru lausavísur, stökur, mæltar fram svo margar að miljónum skiftir, við öll hugsanleg tækifæri. Það er ekki mikið, sem kveðið hefir verið af heillegum kvæðum í samanburði við allan lausavísnagrúann. Það er ekkert að marka það, þótt meira sé til af þeim í bókum, því að höfund- arnir og aðrir hafa oftast haft það meira við þau, en stökurnar, að tylla þeim á pappírinn. Þau hafa geymst, en þær hafa gleymst — mjög oft. Að vísu hafa nú margar af þessum alþýðuvisum ekki átt öunur betri for- lög skilið, en að gleymast jafnskjótt og þær voru gerðar. En svo margar hafa þó lifað langan aldur í manna minnum þótt hvergi væru þær skráðar, að það eitt ætti að vera nóg til þess að sýna hvílíkur mergur I þeim er, Og svo margar, jafnsnjallar, hafa glatast, að hörmung er til þess að vita. Nú er svo að sjá, sem íslendingar séu meir og meir að semja sig að útlendum skáld- skap, einkum smlsagnagerð, en hverfa heldur frá vísnagerðinni, og er það ef til vill vel farið að sumu leyti, því að ekki verður því neitað, að skáldskapur vor hefir verið nokkuð einhliða hingað til. En þá er einmitt því meiri ástæðan til þess, að vinda bráðan bug að því, að grafa upp og safna saman hverri einustu góðri lausavísu, sem til næst og ékki hefir verið prentuð, áður en áhuginn á þeim dofnar enn meira. Yíst hafa þeir mætu menn, er hafa geflð sig við þjhðlegum fræðum fyr og síðar á landi hér, forðað margri góðri vísu gleymsku, þótt annað hafi verið aðalmarkmið þeirra, en að safna þeim, en slíkt er þó ekki nema brota-brot. Mig minnir ekki betur, en að nokkrir menn binduat samtökum um þsð hér í Reykjavík um árið, að safna því, er hver þeirra fengi yfir komist, en ókunnugt er mér um árangur af þeim samtök- um. Á það er að líta, að það, er safna skal liggur dreift avo víða, sem menn byggja þetta land, svo að fáir menn anna litlu, þótt þeir hsfi hirðu á að halda því saman, sem þeir heyra við tækifæri. Eini vegurinn til þess, að þetta gðti tekis nokkurn veginn vel, er sá, að alþýða ljái til þess lið sitt, þann- ig, að hver rifji upp fyrir sér það sem hann kann, og sendi það til þeirra, sem við það fást, að safna visum. Ég vil nú nota tækifærið, úr því að ég er farinn að minnast á þetta, til þess að hiðja góða menn að segja mér og senda hverja þá alþýðuvísu, óprentaða, er þeir vita vel kveðna. Ef unnt er, verða höfundanöfn að fylgja með, og upplýsingar um það, hvernig á vísunum stendur, en auðvitað verður þeim samt tekið með þökkum, þótt eigi verði þær ættfærðar. Þær mega vera gamlar sem ungar, ljótar sem fallegar (að efninu til), en — vel kveðnar. Hver maður þekkir meira eðaminna af þessum perlum í vísnahafinu. Vísum, sem eru svo fagrar og blátt áfram, að það liggur við að þær hafi ilm og lit, eins og blómin — vísum, sem loga eins og eldur af ásíríðum og keudum — dvergasmíðum, þar sem hvert orð og hvert hljóð er hnitiniðað eftir ströng- ustu reglnm rímlistarinnar, án þess, að raskað sé réttri hugsun né máli, — manndrápsvisum, sem hitta menn eins og eiturörvar — og fleira, sem ekki verður upp talið. Ef menn að eins vilja styðja þetta mál, þá má það með litlum tiikostnaði — einu frímerki að jafnaði. Jeg vona því að mér verði vel til. Andrés Björnsson. Hljómieikar. * Schattuek. Hann „kom, sá og sigraði", eins og Cæsar forðum. Það fengu færri en vildu rúm í Bárubúð til þess að hiusta á hann þ. 14. og 16. þ. m. Það er þýðingarlaust, að fara að reyna að dæma um hann. Það yrði, hvort sem er, .ekfcert annað, en hól. Hann er svo fimur og smekkvís hljóðfærameist- ari, að það lá öllum í augum og eyrurn uppi, enda voru menn efcki annað, en eftirtektin eintóm, meðan hann iék. Það er og mælt að honurn hafi líkað vel við tilheyrendur sína, betur en hann hafði búist við, og er það vel. Julius Foss, organleikarinn danski, er leikið hefir á kirkjuorgeiið undanfarin kvöld, er vafa- laust mjög vel að sér í sinni rnent. Að minsta kosti lýsti leikur hans í sumum lögunum allmikilli æfingu og hæfileikum. Organið er svo margbrotið hljóðfæri, að sízt er að undra, þótt ein- stöku misfellur kunni að verða. Það sjá allir og segja, að Foss hefði getað hitt betar á, en að verða Schattuck samferða hingað. Hann mun skyggja á típiri en meðalmenn eina. Herra Oscar Johansen aðstoðaði hann með fiðlu sinni og tókst honum vel eins og vant er. Útlendir menn, sem ekki eiga von á slíku hér, hafa látið í Ijós undrun sína yfir leik hans. o Grestir flýja ,land‘. Eitt af því, sem vér höfum haft á móti banulögunum, er það, að þau muni stórum spilla fyrir, skemtiferðum út- lendinga hingað. Allir vita að slíkt væri landinu stórkostlegt peningatjón, önnur eins skilyrði og það á til þess, að vera fiölsótt ferðamannaland. Bann- vinum hefir gengið illa að sansast á þessu, eins og fleiri réttum rökum, og væri því, ef til vill, rétt, að benda þeirn á smásögu, sem gerðist hér í bæn- um á dögunum. Þegar snillingurinn Arthur Schattuck kom hingað til bæjarins, var honum ætluð gisting hjá templurum á „Hotel Island“. En er hann vissi hvers konar staður það var, þakkaði hann fyrir gott boð og hélt rakleiðis inn á „Hotel Reykjavík". Hann vildi vera frjáls að því, að neyta víns, en ekki þurfa annaðhvort að fara með það eins og þjófur í bústað sínum, eða vera án þess ella. Líkt hafði átt sér stað um eina tvo eða þrjá útlendinga aðra, sem dvöldu hér um það leyti. Þetta er nú ekki annað, en lítill fyrirboði þess, hvað verða muni, ef þvingunarlögin komast í fulla fram- kvæmd. Menn þeir, sem hér er um að ‘ræða, eru vanir allt öðrum viðtökum þar sem þeir koma, en þeim, að farið sé að rekast í því, hvað þeir láta ofan í sig. Ef allt ísland verður gert eins og „Hotel Island“ er nú í þessn tilliti, þá er trúlegt að mörgum góðum gesti verði að orði: „Ef ég fæ ekki að lifa hér eius og frjáls maður, þá held ég að ég verði að eyða mínum aurum annars staðar. Það eru nógir til, sem verða þeim fegnir, og verið þið nú sælirl“ Þau verða dýr um það er lýkur, bannlögin. Árni Jóliannsson ritar „furðulegan fávizkuvaðalu í 45. tbl. „ísaf.“ þ. á. Hann hefir nú legið á lárberjunum," síðau Sigurður Lýðs- son sýndi hvernig hann fór með tilvitn- anir og Magnús Einarsson benti á það, hvílíkir tíma- og peningaþjófar greinar hans væru. — Eu nú kemur haun aft- ur, þegar minst varir, „eins og þjófur á nÓttu“ (1. Þessal. 5. 2.), ogeruallar líkur til þess, að stúkumælskan muni ekki verða búin þegar hún er byrjuð. Ingólfur hefir opt orðið þess var, þeg- ar spurt var um álit manna á greinum Halldórs Jónssonar, meðan hann lét dæluna ganga, að menn svöruðu á þá letð, að þeir væru alveg hættir að lesa þær. „Hver haldið þið nenni að lesa aðra eins endileysu?" var sagt. Þetta er mjög óbeppilegt, því að það mundi snúa mörgum bannmönnum frá villu síns vegar, ef þeir læsu skrif þeirra „bræðranna“ með athygli. „Ingólfur“ hefir ekki rúm til þess, að birta grein- ar þeirra, og því síður til þess, að svara þeim orði til orðs, en verður að láta sér nægja að benda stöku sinnum á mestu fjarstæðurnar, til þess að menn taki heldur eftir greinunum. Hann skor- ar nú á alla góða menn að taka í sig kjark og lesa greinar Árna. Það er áreið- anlegt, að það svarar kostnaði. Þarna erum vér nú t. d. fræddir nm það, að nú sem stendur sje lagður á þjóðina 10000 kr. nefskattur — nefskattur — í því skyni, „að ala yfirkomna embætt- ishöfðingja og vandamenn þeirra, er þeir eru fallnir í valinn fyrir aðgang Bakk- usar.“ Það er hvorttveggja, að við er- um ríkir. enda er þetta mikið, 10000 kr á mann. Svo fá þeir nú til tevatns í greininni, Hannes Hafstein og Jón frá Múla. Þeir svara nú líklega fyrir sig, ef þeir biðja ekki dómstólana að gjöra þa$ Það hjálpar ekki, að láta það á sig fá, þótt ekkert sé rétt í grein Árna, nema neðri yfirskriftin — hún á vel við það, sem komið er af greininni. — Það verður að lesa greinarnar og dæma þær að verðleikum, það er málinu fyr- ir beztu. Seinna meir verður Árna ef til vill minst frekar. Réttu þeim næsta! Huð hjálpi mér, og engum öðrum! Eins og kunngt er, hafa margir fyrir orðtak, þegar þeir hnerra: „guð hjálpi mér!“ í þessu orðtaki felst stefnuskrá þess- ara manna, hugsjón og markmið, greini- lega og glögglega afmarkað. Og það er líka snildarlega skýrt; ekk- ert um að villast. Hringurinn er dreginn feitur og breið- ur og þykkur í kringum sjálfa þá, fast utan um þeirra eigin heittelskuðu pér- sónu. Ekki er verið að rétta út hendina, ekki einu sinni að hvarfla huganum til annara. 0, sussu nei. Ekkert út fyrir hringinn. Ekkert út fyrir þeirra eigin dýrmætu persónu. Alt fyrir utan þykka, breiða og feita hringinn er þeim gersamlega óviðkomandi. Hugsaðu um sjálfan þig, og engan annan. Berðu umhyggju fyrir sjálfum þér, og engum öðrum. Elskaðu sjálfan þig, og engan annan. Hjálpaðu sjálfum þér, og engum öðrum. „Biddu guð að hjálpa sjálfum þér, og engum öðrum.“ Það er skýrt og greinilegt. Það er sjálfselskan alein, eigingirnin alein. Það er með öðrum orðum að sá, sem biður guð að hjálpa sér, — hann hefir þar með lokað augum sínum og eyrum og tilfinningum fyrir öllu böli annara, lætur það vera sér alveg óviðkomandi. Yið það, að stara nógu fast og ein- beitt á sinn eiginn nafla, er hann orð- inn að steini, sjónlausu, heyrnarlausu og tilfinningarlausu nátttrölli. Þótt bróðir hans þjáist, þótt börnin hans kveljist, þótt móðir hans gráti og kon- an hans kveini, — auk heldur þá hörm- ar vandalausra — ekkert af þessu hefir hin minstu áhrif á hann. Oss, sem ekki höfum þetta orðtak, þykir það Ijótt, heiðinglegt og dýrslegt. Og það er hér um bil víst, að ekki notar Halldór Jónsson bankagjaldkeri það, því að hér er mikið til stuðst við rök hans og rithátt. (Sjá „Lögréttu* 34. tbl. þ. á.) Guð hjálpi Halldóri! FriDþjöfur Nansen er nú lagður af stað í ferðalag sitt til hafransókna hér við íslandsstrendur. „lsaf“. segir hann væntanlegan hingað, og mundi mönnum þykja bragð að þeirri gestakomu hér i höfuðstaðnum. 1

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.