Ingólfur - 28.10.1910, Blaðsíða 1
INGÖLFUR
VIII. árg.
Ileykjavík, fðstudaginn 28. október 1910.
43. blad.
* ■■■i.milmin.i .»a_« UU U l-i
mmnnnnnnnnnr
IKTGÓLFTJH.
•J kemur út einu sinni í viku að minsta
kosti; venjulega á fimtudögum.
Árgangurinn kostar 3 kr., erlend-
is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund-
in við óramót, og komin til útgef-
anda fyrir 1. október, annars ógild.
Eigandi: h/f „Sjálfstjórn".
Ritstjóri og óbyrgðarm.: Andrés
Björnsson Kirkjustræti 12.
Heima kl. 11—1.
Afgreiðsla og innheimta ó sama
stað kl. 11—12 hjá fröken Thoru
Friðriksson.
LililiiiliiililililAi uu uuiálá lá lá in li ii la la Ié i
P n n n ** '1 "1 M ‘I “inTyTnn nn nfrnnnrTnfr wn
Frá öðrum löudum.
Portúgal.
Hér í blaðinu heíir áður verið birt
•ímskeyti um það, að Portúgalsmenn
hófu uppreisn, ráku af höndum sér
konung sinn og stofnuðu lýðveldi. Þeir
hafa nú leitað samþykta annara ríkja
á þessum tiitektum og virðiat avo sem
þeir eigi litlum örðugleikum að mæta
út í frá:
Einungis verður það heimtað, eins og
anðvitað er, að ríkisstjórnin fari skap-
lega fram og alt verði með friði og
spekt. Sumir halda jafnvel að Eng-
lendingum hafi ekki með öllu verið
ókunuugt um aðdragandann að stjórnar-
byltingunni. Þeir eiga stórfé hjá Portú-
galímönnum og vilja því hafa hönd í
bagga með þeim. Mundu því ekki
hafa leyft þeim að stíga þetta spor, ef
þeir hefðu eigi ætlað, að það væri þeim
fyrir beztu. Auk þess voru ensk her-
skip grunsamlega mikið á ferðinni við
Portúgalsstrendur um það leyti sem
uppreisnin var og með þeim flýði. kon-
ungur til Englands, og er þetta engu
líkara en það hefði verið í samningum
að EDglendingar hefðu átt að taka við
honum, því að varla hefði hann sloppið
ef Portúgalsmenn hefðu viljað annað.
Þjóðverjar bera nú þetta npp á Eng-
lendinga og rífast þýzk og ensk blöð
um það.
Hitt virðist ætla að ganga öllu ver
fyrir bráðabyrgðastjórninni að koma á
góðu skipulagi innan lands. Það er
klerkalýðurinn, og þá einkum Jesúitar,
sem mesta mótspyrnu veita nýbreytn-
inni. Þeir hafa meira að segja barist
við herliðið, sem á að gæta góðrar
regln, skotið á það úr klaustrunum og
flúið svo burt neðan jarðar.
Konungssinnar vænta sér stuðnings
frá Spáni, því að þar í landi er líkt
ástand og áður var í Portúgal. Alfons
skelfur í hásætinu því að andróðurinn
gegn honum hefir fengið byr undir báða
vængi, er uppreisnin varð í Portúgal.
Mundi hann og hans menn því fegnir
vilja bæla hana niður, en hafa líklega
nóg að vinna að sjá um sig, af þeim
orsökum, er fyr var getið.
kcs" Carlsberg hds
Lagerol — Pilsner — Porter
Carlsberg
Lys Mork Skattefri
Þýzkaland.
Helztu tíðindi þaðan eru um misklið
þá, er varð í haust meðal jafnaðar-
manna innbyrðis, á flokksþingi þeirra.
Jafnaðarmönnum á Norður-Þýzkalandi
þóttu félagar sínir, sunnanmenn, vera
tefcnir að gerast sljórri í baráttunni,
en áður, og hafa ofmikil mök við aðra
flokka. Einkum voru þingmennirnir úr
Baden víttir. Svo fór, að hinir æstari
vandlætarar unnu sigur, oggekkBebel,
aðalforvígismaður þýzkra jafnaðar-
manna af fundi, er hann fékk eigi
miðlað málum. Þeir gengu og allir
af fundi, er víttir voru.
Þetta var mikil gleði íhaldsmönnum,
sem von var. Hældust þeir um frek-
lega, og kváðu hina feiga, á stjórn-
málavísu. Svo virðist og, sem jafnaðar-
menn hafi sjálfir séð hvilíkur háski
þeim mundi stafa af sundrunginni, því
að- síðan hefir alt verið gert til þess,
að jafna þetta og þagga niður missættið.
Má vera að það takist, en enginn vafi
er á því, að flokkurinn hefir glatað
mörgum atkvæðum á þessu.
Þá hafa og orðið götuóspektir miklar
og illkynjaðar í Berlín. Atti götulýður-
inn í höggi við lögregluna hvað eftir
annað, mest um nætur. Fjöldi særðist
og allmargir voru drepuir, og koma þó
eigi öll kurl til grafar, er svo stendur
á. Sumir útlendir fréttaritarar, sem
þarna voru staddir, vildu kenna lög-
reglunni fult svo mikið um hryðju-
verkin, eins og alþýðunni, enda er
Berlínarlögreglan kunn að eindæma
hrottaskap.
Frakklaud.
Þar stóð yfir fjarskalegt verkfall um
miðjan mánuðinn, mest á járnbrantum.
Þeir eru löngum óánægðir þar, sem að
slíku vinna „í þjónustu hins opinbera“,
póstar, símritarar o. sv- frv., segjast
vera ánauðugir þrælar ríkisins og svelta.
í fyrra var hjá þeim stórverkfall, eins
og menn muna. Nú lítur út fyrir að
þeir hafi ætlað að buga stjórnina sem
allra fyrst, hvað sem það kostaði, því
að þeir hafa gert hin mestu spellvirki,
hvervetna þar sem þeir gátu á braut-
um og byggingum. T. d. hafa véla-
stjórar tekið handföng og aðra limi
burt af vélunum, og þannig hálfónýtt
þær, látið eimreiðar rekast á o. s. frv.
Það er mælt að þeir hafi beitt sér með
svo mikilli harðneskju sökum þess að
þeir eigi oflítið fé í sjóði til þess að
draga verkfallið lengi. En þessi ofstopi
varð einmitt til þess, að stjórnin lét
hart mæta hörðu. Briand yfirráðherra
lét handsama forkólfana, en kalla alla
í herinn þá er til þess mátti skylda og
neyða þá að því búnu til þess að vinna
þau sömu verk, er þeir höfðu lagt
niðnr áður. Þegar siðast fréttist voru
allar líkur til þess, að takast mundi á
þenna hátt að bæla verkfallið niður.
Friðþjúfur Naiisen.
hefir haldið fyrirlestra nýlega í norska
vísindafélaginu, og haldið því fram, að
það væri hégilja ein og skröksaga, að
Leifur heppni hafi fundið Ameríku.
Lýsingin ætti ekki við Norður-Ameríku,
og Vínland hið góða væri ekki annað
en ævintýranafn. Trúlegt væri að fleiri
vísindamenn norrænir vildu eiga eitt-
hvert atkvæði um það mál.
Skopblað.
Oss vantar margt, íslendinga, af þvi
sem flestar eða allar aðrar menningar-
þjóðir eiga. Eitt af því eru skopblöðin.
Einhver kynni nú að segja að oss ríði
á mörgu meira og að lítils *é um þau
vert. Auðvitað er nokkuð til í þvi, að
margur skorturinn er sárari, en þó
hygg ég að þetta sé eitt af því, sem
við ættum að eignast sem fyrst. Og
ekki eru skopblöðin svo litils verð, sem
margir halda hér, Þau geta haft afar-
mikil áhrif — auðvitað bæði til góðs
og ills, eins og allir hlutir, en þó oftar
til góðs. Oftar en hitt veitist hæðnin
að því, sem öfugt er eða rotið í þjóð-
félaginu. , Svo þótti mönnum úr stjórnar-
flokknum þýzka, sem skopblaðið „Simpl-
icissimus“ hefði nokkur áhrif, þegar
þeir kendu því um kosningaósigur hér
um árið, og sögðu að það væri að ger-
spilla þjóðinni. En það er nú líka eitt-
hvert allra bezta skopblað í heimi, þótt
það sé einhliða í stjórnmálum. Önnur
skopblöð eru óvilhöll í þeim, en leyfa
öllum flokkum jafnt rúm, til þess að
skopast hver að öðrum. Þannig er t.
d. „KIods-Hans“ hinn danski. Eitt
slíkt blað ætti að vera nóg handa oss
fyrst um sinn.
Landinn er ekki sérlega fyndinn.
Hann segir, margur hver, ekki nema
svona eina fyndni á mánuði, og er þaö
þá oftast meinyrði um leið. En íslenzk
fyndni er ekkert lakari, en annara
þjóða, þótt hún sé minni að vöxtuuum.
Svo stöndum vér lika vel að vígi að
því leyti, að vér erum allra þjóða hag-
mæltastir, upp og ofan. Ekki mundi
skorta lesmálið í skopblað hjá oss. En
myndirnar ? Satt er það, að hér kunna
altof fáir að teikna, en úr því er nú
að rætast. Til eru jafnvel þeir menn
nú þegar, sem gert hafa skopmyndir
svo góðar, að það er sýnt, að þeir eru
vel efnilegir til þessa. Þær hafa verið
settar á póstspjöíd, ekki svo fáar, og
ætti þá eÍDs vel að mega setja þær í
blað.
Það vantar einungis framtakssemi
til þess að koma þessu fyrirtæki á lagg-
irnar. Það er ekki rétt, að láta slíkt
vera fylgirit einhvers annars blaðs, eins
og reynt hefir verið. Það þarf að vera
sjálfstætt og helzt koma nokkuð oft út.
Sumir munu sjálfsagt hafa skömm á
þessu og segja að nóg sé flokkahatrið
og illindin hérna, þótt ekki sé blásið að
kolunum með þessu. Þetta er mis-
skilningur. Menn gera nú þegar gabb
og háð hvor að öðrum hér eins og
alstaðar, en kunna yfirleitt mjög illa
að taka þvi frá öðrum. Það þurfa þeir
aQ læra, og það kenna skopblöðin allra
bezt. íslendingar eru altof orðsjúkir.
Fyrir nokkru var t. d. teiknuð skop-
mynd af Birni ráðherra og nokkrum
flokksmönnum hans, og þá tekur sig
til gáfaður maður, og kvartar sárt
undan þessari svivirðingu(I) í einu aí
Vestanblöðunum. Auðvitað var myndin
þó nokkuð rætin, en ekki þó svo, að
mönnum hafi ekki boðist brattara. Það
hefði verið réttara, að svara með ann-
ari af Hannesi Hafstein og hans flokk.
Til samanburðar má geta þess, að
þegar Holstein Ledreborg greifi fékkst
mest við dönsk stjórnmál á árunum, þá
varð enginn jaínhart útl og hann í
skopblöðunum, og þá keypti hann 2
eintök af þeim sér til skemtunar.
Norskur maður, Blix, snillingur í sinni
grein, fór jafnvel heim til sumra höfð-
ingja og bað þá að „sitja fyrir“, svo
að honum tækist betur að gera af þeim
afskræmismyndirnar!
Svona á það að vera. Háðið forðast
enginn, og það er hollara, að setja það
í blað, þar sem allir geta notið þess
jafnt — hafa það yfir hátt og venja
menn við það, heldur en að dreifa því
út að baki hinum spéhræddu og melta
svo með sér illindin út úr því þegjandi.
Stjórnir og stjórnmálamenn allra landa
eru auðvitað helztu skotspænir skop-
blaðanna, en þeim sem hátt eru settir
hjálpar eigi að fást um slíkt. Það
liggur jafnvel við að sumum þyki vegs-
auki í því, að þeirra sé þar getið. —
Það vekur eftirtekt á þeim,
Enginn hefir þvi ástæðu til þess að
óttast neitt verulegt, þótt vér íslend-
ingar eignuðumst slíkt blað. Eu á hinn