Ingólfur


Ingólfur - 16.03.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 16.03.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 43 Fylgi bannlaganna á þingmálafuiidum í vetur. ------ Frh. Norður-Í safj ar ð arsý sl a. Á fundi sem haldinn var á ísafirði 3. febr. 1911, var frestun bannlaeranna mótmælt með 18 samhl. atkv. ísafjarðarkaupstaður. Á fundi, sem haldinn var þ»r 21. jan. 1911 var stórritaratillagan samþ. með öllum greiddum atkv. gegn 1- Yesturísafj ar ðar sýsl a. Á fundum á Flateyri og Þingeyri var Stórritaratill. samþykt. Barðastrandasýsla. Fundur á Bakka í Tálkmfirði 31} des. 1910 skorar á þingið að halda fast við gjörðir síðasta þÍDgs í bannmálinu. Samþ. með 9 atkv. gegn 2. Fulltrúafundur í Berufirði (Geiradals- hreppi) 25. jan. 1911 skorar á þingið að framfylgja bannlögunum. (Átkvæða- tala ekki tilgreind). Fundur á Bíldudal 22. jan. 1911 vill halda faat við bannlögin. Atkvæðatala ekki tilgreind. Fundur á Patreksfirði 18. jan. 1911 tjáir sig mótmæltann frestun eða til- slökun á bannlögunum með 25 atkv. gegn 14, en samþykkir með 32 gegn 1 atkv. að aðhyllast tillögur skattamála- nefndarinnar! (Með öðrum orðum frest- un bannlaganna!!) Dalasýsla. Á fundi að Slóraskögi í Miðdölum 8. febr. 1911, voru 44 kjósendur staddir. Samþ. var með öllum atkv. að skora á þingið að fresta bannlögunum og láta nýja atkvæðagreiðslu fram fara á næsta sumri. Á fundi að Ásgarði 20. jan. 1911 var samþ. með 9 gegn 1 atkv. að skora á þingið að halda fast við bannlögin og fresta þeim ekki. Á fundi að Skarði 27. jan. 1911 voru 24 kiósendur viðstaddir. Vsr þar frestuu bannlaganna samþ. með þorra atkv. Snæfellsnessýsla. Á fundi að Hofstöðum 6. febr. 1911 var samþ. með 18 atkv. gegn 7 að skora á þingið að nema úr gildi bann- Jögin eða að minsta kosti fresta þeim. Fundur að Hofgörðum 14. jan. 1911 (7 kjósendur viðstaddir) vill að áfengii- bannið sé látið standa; samþ. með 4 atkv. gegn 2. .Á fundi að Brimilsvöllum 25. jan. 1911 var frestun bannlaganna samþ. með 10 atkv. gegn 7. Á fundi að Þverá 8. febr. 1911 var samþ. með 11 atkv. gegn 8 að skora á þingið að áfengisbannið sé látið standa óhaggað. Á fundi í Eyrasveit 2. febr. 1911 Var stórritaratillagan felld með 15 gegn 2 atkv. Á fundi á Sandi 23. jan. 1911 var frestuu bannlaganna samþ. með 2 7 atkv. gegn 3 Á fundi í ólafsvík var frestun baunlaganna samþ. Á fundi í Stykkishólmi 10. jan. 1911 var samþ. frestun bannlaganna með 42 atkv. gegn 8. Mýrasýsla. Á fundi að Kaðálstöðum 23. febr. 1911 var samþ. með 30 atkv. gegn 6 að skora á þingið að fresta bannlögun- nm að minnsta kosti þar til búið væri að ráða fram úr tollamálnnum. Borgarfjarðarsýsla. Á fundi á Grund í Skorradal 8. febr. 1911 var tillaga um að hslda bannJög- unum felld með 7 atkv. gegn 7. Á fundi á Akranesi 27. jan. 1911 var Stórritaratillagan samþ. með 51 atkv. gegn 5. , Á fundi að Varmalœk 28. jan. 1911 var frestun bannlaganna mótmælt með flestum atkvæðum. — Bráðófært veður var og örfáir á fundi. menn, að Stórstúkan sjé nú sjálf farin að sjá, að hér er ekki um annað að gera, og skyldi það gleðja o*s, ef hún vildi veita oss fylgi sitt í þessu máli. Það sést nú á suýrslu þeirri, er hér fer á undan, að af 60 þingmálafundum eru 33 banninu fylgjandi, en 27 þeirra ern meðmæltir frestun þeirra eða al- gerðu afnámi laganna. Skýrslan er tekin eftir þingmála- fundargerðum þeim, sem frammi liggja á lestrarsal alþingis. Hvað segir nú Templar og hvað segja nú þeir menn, sem mest hafa gumað af því, hversu fylgi bannlaganna háfi vaxið síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram? Af 60 þingmálafundum einir 6 fleiri sem óska eftir því, að bannlögunum sé haldið, og er þó aðgætandi, að bann- menn stauda miklu betur að vígi með að útbreiða skoðanir sínar og halda við trúnni hjá sínum liðsmönnum enn vér andbanningar, þar sem þeir hafa svo að segja í hverjum hreppi landsins eina eða fleiri Goodtemplarastúku, sem allar vinDa ósleitilega að því að afla bann- lögunum fylgis og brennimerkja alla þá menn með drykkjumannsstimplinum, sem ekki vilja fylgja þeirra kreddum og kyssa á vöndinn. Þetta er sterkt afl, eins og allir vita, og má best ráða það af því, á hve mörgum fundum hefir verið samþykt tillaga sú, aem Stórritar- inn „fabrikeraði" og sendi út um landið — óbreyttir liðsmenn í Templarafélag- inu skoða það meira sem skyldu sína að hlýða þeim boðum, sem út ganga frá aðalstöðvunum, heldur enn að sann- færing þeirra knýji þá til að hallast á þessa sveifina. Þessvegna er minna leggjandi uppúr þeimvilja kjósendanna sem opinberar eig í samþykt Stórritara- tillögunnar. Yér höfum nú dregið saman þessa skýrslu meira vegna þess, að mönnum kann að þykja fróðlegt að sjá, hversu stefnu vorri heflr vaxið fylgi síðan farið var að hreifa andmælum gegn ofstækis- stefnu bannmanna, heldur enu af hinu, að vér teljum á því velta það, sem nú lilýtur að Jiggja fyrir: frestun laganna. Það sjá allir menn, sem um það vilja hugsa, að lítið vit er í því, að fleygja frá sér e: 200,000 krónum á ári, án þess, að neitt komi í staðinn, og án þess, að nein nauðsyn knýji. Við ís- lendingar erum ekki svo ríkir, að við höfum efni á að gera slíkt að gamni okkar. Eu vér skulum alls ekki fyrir synja, að finna mætti einhvern þann tekjustofn, sem komið gæti í stað á- fengistollsins — og þó engann, sem jafnréttlátur sé og áfengistollurinn — en sá gjaldstofn er ekki fundinn enn og verður tæplega fundinn á þessu þingi; og jafnvel þb löggjafar vorir kæmu sér saman um að velja einhveru tiltekinn gjaldstofn, þá virðist það vera s-álfsagður hlutur, að gefa þjóðinni kost á að gefa til kynna sinn vilja um hvort hún vill hlíta honum eða ekki. Tolla- og skattamálum má því ekki ráða til lykta á þessu þingi, og getur heldur ekki orðið ráðið til lykta á þessu þingi á viðunanlegan hátt, og sýnist því eina skynsamlega ráðið, og einasta tiltækilega ráðið vera það, að fresta framkvæmd bannlaganna að minnsta kosti þartil búið er að finna aðra heppi lega leið missinn. Hvað er þingræði? Hér hefir verið rætt mikið nm þessa daga, að konungur hafi með þvi að út- nefna Kristján Jónsson sem ráðherra, brotið þingræðisregluna. Hafa nú þelr menn, sem halda þessu fram, gert sér ljóst hvað þingræði er? Alstaðar þar sem þingræði er komið á myndast flokkar um sérstakar skoð- anir og halda saman um þær, og eru meiri eða minni hluti þingsins. Þingrœði er nú það að konungur taki ráðherra sína úr meirí hlutanum. En forréttindi (prærogativ) konungs er það að kjósa hvern þann mann (ein- stakling innan flokksins, sem honum þóknast. Hann hlýtur að liafa þennan rétt. því að annars gæti hann ekki kall- astfrjáls að kjörinu ef hann væri bund- inn við kosningu meiri hlutans. Hann hlýtur að gera ráð fyrir aðflokksmenn fylgi málum en ekki persónnm. Því að annars væri öll stjórn orðin eigin hagsmuna stjórn en ekki þjóðarinnar. Hefir nú konungur rofið þessa reglu ? Nei! Hann hefir tekið mann — og það mann sem staðið hefir þar framar- lega — úr Sjálfstæðisflokknum, mann sem i öllum aðalmálum er sammála meiri hlutanum. Meiri hlutinn qetur því ekki mótmælt skoðunum þessa manns nema bann víki frá sínum skoðunum. Mótmæli gegn koiningu hans eru því mótmæli á móti rétti konungs til frjáls ráðherravals, en ekki gegn broti á þing- ræðisreglunni, því að konungur heíir hagað sér fullkomlega koustítútíónelt. Steinþóf. Ráðherraskiftin. Það hefir valdið allmiklum æsingi hér í bæ, að Kristján Jónsson varð við tiimælum kouungs um að taka að sér ráðherraembættið. Honum hefir verið vikið úr flokki þeim, er hann hefir fylt nú og undanfarið, og fengust til þess 16 menn að samþykkja þá ráðstöfun. Mótmælendafundur var haldinn í fyrra kvöld í Iðnaðarmannahúsinu, og mun hafa verið til hans stofnað í þeim til- gangi að mótmæla útnefningu Kr. Jóns- sonar í ráðherrastöðuna, enda fóru um- mæli ýmsra manna þar á fundinum í þá átt. En yfirlýsing sú, sem borin var upp og samþykt á fundinum, beitt- ist alls ekki á móti útnefningu Kr. J., enda voru á fundinum margir menn, sem mótmælt hefðu kröftuglega tillögu í þá átt, heldur tillaga einungis í þá átt, að lýsa yfir því, að fundurinnn vilji að þingræðisreglunnar sé gætt, og gátn auðvitað allir greitt þeirri til- lögu atkvæði sitt. Tillagau, sem samþ. var, var svohljóðandi: „Fundurinn mótmælir því fastlega, nsem ótvíræðu þingræðisbroti, að nokkur taki við ráð- herraembætti nema hann hafi fylgi meiri hluta þjóðkjörinna þingmanna; og telur sjálfsögðum rétti þjóðarinnar til þess að hafa áhrif á stjórn landsins freklega misboðið, ef þessarar meginreglu er ekki vandlega gætt.“—Og 7af þingmönnum neðri deildar hafa þegar borið fram þingsályktunartillögu um að lýsa van- trausti á Kristjáni Jónssyni sem ráð- herra, og munu flutningsmenn þessarar fylkingar bera fram, það, 8ð hér sé traðkaö þingræðisreglunni. Eu sé svo, að þessi vantraustsyfir- lýsing sé bygð á því, að Kr. J. hafi gert sig sekan í þingræðisbroti, er hann tók við ráðherraémbættinu, þá þykir oss sem hér sé farið of hart af stað. Kr. Jónsson hefir sem sé lýst því yfir í báðum deildum aiþingis, að hann hafl haft fulla ástæðu og hafl enn fulla ástæðu til að ætla, að 23 þingmenn (þar af 17 þjóðkjörnir þingmenn) séu sér fylgjandi eða vilji ekki amast við sér. Auk þess hafa 3—4 af þeim mönnum, sem Skúli Thóroddsen telur sína fylgismenn, sagt frá því að þeir hafi að eins gengið að því, að láta Sk. Th. óáreittan á þessu þingi. Ef Kr. Jónsson hefir skýrt þingdeildun- um satt frá, sem engum mun koma til hugar að draga í efa, þá verður ekki betur séð, enn að Kr. Jónsson hafi verið í fullukomnu samræmi við þjóð- ræðisregluna er hann tókst á hendur ráðherraembættið. Þess má geta, að þótt 21 þingmaður hefði nú tjáð sig fylgjandi Skúla Thóroddsen, eins og ísafold skýrir frá, þá er þar með engann veginn loku skotið fyrir það, að margir þeirra, sérstaklega Sparkliðið allt, væri fylgjandi Kr. Jónss., þar sem báðir eru úr sama flokki; það virðist vera ofur- eðlilegur hlutur, að hver flokksmaður geti búist við stuðningi samflokksmanna sinna, ef hann heflr ekkert móti flokkn- um brotið, en það hefir Kr. Jónsson ekki gert. Kristján Jónsson heflr þá tekið við ráðherraembættinu í góðri trú, í þeirri trú, að fullur helmingur þjóðkjörinna þingmanna sé sér fylgjandi eða vilji þola sig, að slepptu fylgi hinna konungkjörnu, og ennfremur vitandi það, að í öllu falli 3—4 af þeim mönn- um, sem taldir eru með Skúla, hafa ein- ungis lýst því yfir, að þeir muni láta hann óáreittan. Hanu hafði ekki á- stæðu til að efast um orð þessara manna, sem hefðu tjáð sig honum fylgjandi; hann hafði ekki leyfi til að tortryggja þá eða efast um orð þeirra. Þegar þessu er nú þannig varið, þá vírðist þar með fótunum vera kippt undaD þeirri vantraustsyfirlýsingu, sem þessir 7 menn bera fram gegn ráðherra Kristjáni Jónsiyni á þeim grundvelli, að hann hafi framið þingræðisbrot og virðist það hafa verið betur til fallið, að þeir hefðu aflað sér betri vitneskju um ástandið, eins og það var áður enn þeir fóru af stað. tillögu færa sem ástæðu fyrir sínu máli til að bæta landsjóði tekju- hið sama, sem ísafold og hennar fylgis- Enda segja svo kunnugir menn með Skúla Thóroddsen í broddi StórtíðindL ísafold segir frá því, að Krabbe skrif- stofustjóri hafl símað, að sér sé „veitt umboð til að láta þess getið, að von er á með næsta pésti oigin- laanclartoróíl (til B. J.) frá Hans Hátign.“ Eru þetta þá líklega þau stórtíðindi, sem ísafold spáði á fregnmiða sínum á mánudagskvöldið, og mun landslýður allur dást að þeirri miklu náð, er nú fellur í skaut fyrv. ráðherra Bj. J. Mannbjörg. Laugardaginn 11. þ. m. bjargaði fiski- skip:ð „Fríða“, eign Edinborgarverslun- ar í Reykjavík, skipstj. Ólafur Ólafsson 6 skipshöfnum úr Grindavík. Skipin höfðu róið til fiskjar á laugardagsmorg- un í góðu veðri; en er á leið daginn skall á ofsarok og hrakti skipin til hafs, og hefðu þar eflaust allar skipshafnirnar farist, ef svo heppilega hefði ekki viljað til, að „Fríða" kom þar að. Allsvoru það 54 menn, er björguðust, en einn dó hefir líklega orðið á milli skipa. 3 af skipunum brotnuðu, en 3 þeirra varð bjargað.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.