Ingólfur


Ingólfur - 11.05.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 11.05.1911, Blaðsíða 2
74 INGOLFUR Menn standa agndofa yfir hinu ágæta verði Vöruhússins í Austurstræti 10. Tn|/]A SUMARALFATNAÐUR r» L« OK on ldlviU Cllíi • (jakki, vesti og bnxur) fyrir einar O xvl • Clll* Hver vill sauma alfatnað íyrir sllkt verð ? forsómnn hefir fyrv. ráðherra, sem sjálf- ur veitti leyfi til framsalsins, bakað landaajóði tap, sem nemur mörgum þús- undum, jafnvel tugum þúsunda. Og enn er það vottur um, að hags- muna leiguliða landsajóða hefir verið betur gætt en hagsmuna landssióða, að G. Jak. og M. Bl. og eftir þá „B FranQ.“ hifa aamkv. 9. gr. «br. 8. gr. aamnings- ina 17. júní 1910 bls. 69, aömu ómaks- Iaun, 45°/o- fyrir sölu á því ailfurbergi, sem þeir tóku við af Taliníusi án allr- ar fyrirhafnar, og þeir hafa það ailfur- berg, er þeir unnu ajálfir úr námunni með fyrirhöfn og tilkoatnaði. E>á má það og teljast mjög óheppilega ráðið að láta hr. Tulinius eítir helming af birgðum þeim, er hann hafði unnið úr námunni en ekki selt, áður en leigu- tími hans var á enda; Hr. Tulinius átti að minsta koati ekki heímting á meiru en helming söluverds af þeim birgðum. Landsstjórnin hélt því jafnvel fram, að hann ætti ekkert í þeim. — Skiftin eft- ir gæðum var og óforsvaranleg, svo sem Bée hæstaréttarmálflm. hefir eftir hr. Tuliníus í bréfi 1. VII. 1910: „om nogen Deling in natura kan der jo eft- er Deres Udtalelser ikke være Tale“ Og slík skifting var því hættumeiri fyr- landssjóð, sem réttargæzlumenn hans við afhendinguna, Magnúi Blöndahl í Khöfn og Guðmundnr Jakobison á Bskifirði, báru þá eðlilega lítið skyn á silfurberg — Með afhendÍDgu hálfra birgðanna til hr Taliniuiar var og sköpuð óheppileg samkeppni við landssjóð og leiguhafa Helgustaðanámunnar. Og enn leiðir það af aðferð þessari og ákvæði samnings- ins um jöfn sölulaun af öllu silfurbergi er þeir Ga0muodur Jakobsson og Magn- ús Blöndahl seldu, að landssjóður blaut að tapa öllu hundraðsgjaldi, af því silf- urbergi, er féll í hluta Tuliniusar, en varð hinsvegar að greiða þeim sölulaun 45°/0 af þeim hluta, er honum hlotnað- ist við skiftin, Það er ómögulegt að verðleggja tap landssjóðs út af þessari aðferð. en sennilega nemur það mörg- um tugum þúsunda, Hr. Tulinius tjáist í. bréfi til konsúls Brillouins, 13. jan. þ. á., bls. 74—75, hafa selt nokkurn hluta birgða sinna fyrir, eftir því sem næst verður komist, kringum 75.000 kr. Af þeirri upphæð hefði landssjóður samkv. samningnum við hr. Tulinius átt að fá sem næst helming eða um 37,000 kr., en í stað þess fékk landssjóður silf- urberg, að magni til jafnt því, er hr. Tulinius seldi fyrir nýnefnt verð, og verður að borga seljendunum 45°/0 í sölu- laun af því, þegar það selst. Loks er það mjög aðfinningarvert, að ekki sést. að fyrv. ráðh. hafi látið hafa neitt eitirlit með námuvinslunni né með sölu silfurbergsins. Að vísu hafa fyr- irrennarar hans heldur ekki haft nægi- legt eftirlit í því efni, en þeim var meiri vorkunn, því að í þeirra tíð þektu menn hér á landi ekki hið sanna verð- mæti silfurbergsins. Aftur á móti er eftirlitsleysi fyrv. ráðherra óafsakanlegt eftir að „B. Franr;.“ og Jena-Zeiss fóru að keppa um Helgustaðafjallsnámuna. Við svo lagað eftirlitsleysi má ekki með nokkru móti lengur standa. Það verður bæði að hafa eftirlit með vinslu námunnar flokkun silfurbergsins, og eft- ir því sem kostur er, með sölu þess, enda mun nefndin hlutaet til um, að farið verði fram á fjárveitingu i því skyni á næstu fjárlögum, og ef vel ætti að vera þyrfti líka að rannsaka með- ferð fyrv. leiguliða á héraðlútandi hags- munum landssjóðs. Framh. Símskeytatillagan feld. Þingályktunartillaga sú, sem getið var um í síðasta Ingólfi, um skipun nefndar til þess að ransaká simskeyti sem send voru íslensku stjórnarskrif- stofunni í Kaupmannahöfn um ráðherra- skiftin var feld í neðri deild 5. þ. m. Móti henni vorn aliir Heimastjórnar- mennirnir, Jóh. Jóhannesson, Jón á Haukagili, Sig. Sigurðsson og Björn Jónsson fyrv. ráðherra. Ól. Briem var ekki á fundi. Tillagan féll því með 12 atkv. móti 12. Með þessu er loku skotið fyrir að simskeyti Björns Jónssonar, Jens Páls- sonar og H. Hafsteins komi opinberlega fram, nema þeir geri eins og Hannes ÞorsteinssoD, Skúli Thoroddsen og Krist- ján Jónsson, og skýri frá þeim óknúðir. Afturköllun bankamálsins. „ísafold" skýrir rangt frá. „ísafold“ skýrði frá því á miðviku- daginn i síðustn viku að bankamál- in hefðu verið afturkölluð af ráðherra. Kallaði hún þetta „stórhneiksli" og sagði að ráðherra notaði stöðu sina til þess að hindra að réttur dómstóll skæri úr þessum málum. Engum skyldi koma á óvart þessi framkoma „ísafoldar" eða hin atóru og fögru orð hennar. Hún hefir nú beðið og beðið eftir einhverju tækifæri til þess að ráðast á núverandi ráðherra. Henni er það ekki láandi. Ekkert blað, engin stjórnmálastefna, enginn maður, hefir nokkru sinni beðið eins mikinn ósigur eins og Björn Jónssou og „ísifold" beið þegar kouungur kvaddi Kr. J. til þess að verða ráðherra. En „ísafold“ beið tækifærisins árangurslaust. Hún fann hvergi höggstað á Kr. J. Og það var nýlunda að tveir mánuðir liðu án þess að heyrðist um einhverja vitleysu eða „stórhneikali" frá æðsta stjórnanda Iands- ins. Slíku voru menn ekki vanir í stjórn- artið hr. B. J. „ísafold“ sá að svo búið mátti ekki standa. Hún hefir því ásett sér að taka næsta verk hr. Kr. J. og ráðast á það, hvernig sem það væri, snúa því heldur við, segja ekki rétt frá heldur en að þegja lengur. Svo kom fyrirspurn frá Rée hæsta- réttarmálafl.m. um það hvort „innsetn- ingarmálið“ ætti ekki að falla niður úr því að alþingi hefði endanlega sett gæslustjóra landsbankans inn í stöðu þeirra. „í«afold“ skýrir rangt frá þessu; húu gefur í skyn að hr. Kr. J. hafi aftur- kallað bankamálin, þ. e. bæði „innsetn- ingarmálið“ og „launamálið“. Þetta er rangt. Launamálid er óafturkallað, hef- ir aldrei verið spurst fyrir um það, og aldrei gefin skipun um að það skyldi niður falla. „ísafold“ þurfti að rang- snúa þessu, af því að hún vi?si, að launamálið er aðalmálið, það mál sem er um aðalatriðið: hvort Kr. J. hafi ver- ið löglegur gæslnstjóri eða ekki. Kr. J. hefir því als ekki hindrað neina dóma um aðalefni málsins. Málið gengur sinn gang, ef bankastjórunum þykir á- stæða til að demba á bankann enn kostn- aði algjörlega að gagnslausu. Því að það er vitaskuld að ályktun alþingis um útborgun launanna stendur án til- lits til þess hvernig hæstiréttur dæmir í málinu. Hr. Kr. J. vill einmitt að málið gangi fram til þess að fá enn staðfesting hæstaréttar á málstað sín- um. En „innsetningarmálið“ hefir hann stansað. Til skýringar fyrir almenuing er hér fyrirspumin frá hr. B,ée, og hefi ég undirstrikað það, sem mestu máli varðar: „Til stjórnarráðs íslands Reykjavík, ísland. Árið aem leið var ég fyrir tilstilli yfir- réttarmálaflutningsmanns Sveins Björns- sonar beðinn af fyrv. ráðh. íslands Birni Jónssyni f. h. islenzku landsstjórnar- innar og af bankastjórunum Birni Kriat- jánssyDÍ og Birni Sigurðssyni fyrir hönd Landsbanka íslands, að áfrýja til hæsta- réttar landsyfirréttardómi um innsetn- ingargerð í Landsbanka íslands, sem núv. ráðherra íslaDds, en þáverandi há- yfirdómari Kristján Jónsson hafði kraf- ist; jafDfrarat var ég beðinn að flytja málið fyrir hæstarétti. Ég/ hefi tekið út stefnu í málinu til fyrirtektar fyr en venjulegt er, í hæstarétti, sem hald- inn er á þessu ári, og er stefnufrestur útrunnin 16. júní þ. á. Eftir þeim opinberu upplýsingum sem nú eru fyrir hendi um pólitíska ástand- ið á íslandi, verð ég þö að œtla að máli þessu verði ekki haldið áfram heldur verði að afturkalla það og það að falla niður. Hinn fyrverandi ráðherra getur að minsta kosti ekki eftir að hafa fengið lausn, komið fram sem sækjandi málsins f. h. landsstjórnarinnar, og ég get ekki álitið að hinn núverandi ráðherra vilji koma fram sem sækjandi fyrir hönd stjórnar- innar í máli gegn sjálfum sér, að því öldungis sleptu, að slíkur málatilbúning- ur að mínu áliti er lagalega séð ómögulegur. Að vísu mætti halda málinu áfram svo *ð Landsbankinn væri einn sækj- andi, en eftir því sem ég hefi heyrt um ályktanir alþingis í bankamálinu verð ég að telja það ósennilegt, að bankinn óski málið flutt fyrir réttinum og leitt þar til lykta. Að svo vöxnu máli verð ég að biðja hið háa stjórnarráð að skýra mér frá — svo tímaulega, að ég fái vitneskju um það fyrir 16. júní þ. á. — hvernig ég á að hegða mér í þessu hæstarétt- armáli, sumpart hvort binn núverandi ráðherra íslands vill halda þessu máli áfram fyrir hönd landntjórnarinnar, sumpart hvort landsbankinn vill halda málinu^áfram eða vill að það falli niður.“ Það var því „lagalega séð ömögulegtu að halda málinu áfram. Hr. B. J. hefði ef til vill getað dottið það í hug, og „ísafold“ getur meint það í alvöru. En hr. Kr. J. er góður lögfræðingur og sá að slík málaferli voru hlægileg, háðung fyrir landið. Því um hvað snerist innsetningar- málið ? Um það hvort fyrst um sinn — þangað til endanlegur dómur væri feng- inn um málið — skyldi veita Kr. J. aðgang að bökum, skjölum og húsum bankans. Endanlegi dómurinn er nú fenginn: Alþingi hefir endanlega sett Kr. J. inn í gæslustjórastöðuna. Til hvers á þá að halda málinu áfram? Á að sækja staðfesting dansks dómstóls á ályktun alþingis? Einkennilegt er að „Sjálf• stœðismennu skuJi verða til þess að halda þvi fram að danskur dómstóll standi yfir alþingi. En hngsum okkur að dómur hæsta- réttar félli — og hæstiréttur bætti einu tílfelli við þau tilfelli þar sem hann hefir ekki setað skilið islenska löggjöf og stjórnarfar, og feldi úrskurðinn úr gildi. Hvað þá? Þá ætti líklega Kr. J. ráðherra að skrifa Kr. J. gœslustöra — sem ekki er til lengur — og banna honum að ganga að bókum, skjölum og húsum Landsbankans — sem hann hefir ekki lengur, því að hann er hættur að vera gæslustjóri. Sér ekki hver heil- vita maður að þetta er meiningarleysa? Eða kanske Kr. J. hefði átt að reka þann gæslustjóra, sem nú er í bankanum, þaðan samkvæmt dóminum? Ekki veit eg hvað „ísafold“ vill. Eu hver maður með fullri skynsemi, sem vill hugsa rétt, hlýtur af þessu að sjá að afturköllun „innsetningarmálsins11 var sjálfsögð, því að 1) innsetningin var til bráðabirgða og féll því af sjálfu sér úr giidi þá er efri deild hinn 13. mars setti Kr. J. endanlega inn í stöðu hans, og 2) innsetningin var í starf sem Kr. J. hefir nú látið af, og því er ómögu- legt að setja hann frá. Og er þó hinu slept að það er lagalega séð ómögulegt að Kr. J. sé í máli við sjálfan sig. Um „launamáliðu er öðru máli að gegna. Það er ura aðalatriði málsins og hefir ekki verið afturkallað. Jönatan. Matið. „Tiipuðu“ lánin, sem eru borguð. Eitt atriði er það i Landsbankareikn- ingnum 1910, sem lauslega var getið um í síðasta Ingólfi, en er þess vert að því sé gefinn gaumur. Það er reynsla sú, sem fengin er af mati ransóknar- nefndarinnar. Ransóknarnefndin „mat“ útistandandi skuldir LandsbaDkans svo að 400,000 krónur voru þegar tapaðar. Þetta breyttist nú svo i meðferðinni hjá hin- um nýju bankastjórum, að tapið varð 15000 kr., en afgangurinn — 385000 — var áætlaður fyrir tapi á næstu árum. Með þessu er gefið í skyn að banka- stjórarnir séu nefnarmönnum ekki alveg ósamdóma um tapið, en álíti það ekki þegar komið fram, með öðrum orðum að 385,000 krónurnar — eða uppruna- lega 400,000 kr. — séu tap gömlu banka• stjórnarinnar, sem verði afskrifað eftir því sem það komi fram. Þannig hlýt- almenningur að skilja þennan reikning. Eitt ár hefir þetta ástand staðið og þessa árs reynsla er lærdómsrík. Af þeim 15,000 kr. sem gamla banka- stjórnin „var búin að tapa“ um árslok 1909 eru 970 krónur greiddar á árinu 1910. Fimtándi partur als „tapsins“ er als ekki tapaður — svo langt frá því að vera tapaður að hann er þegar greidd- ur, greiddur sama árið sem hann er strykaður út. Manni dettur í hug að spyrja hvernig er með hitt „tapið“. Það lítur út eins og bankastjórnin stryki alt út, sem er veikt nú sem stendur og strax greiðist þegar lántakandinn réttir við. Og oft hefir það tekið lengri tíma en eitt ár að rétta við, og margirhafa verið ár eftir ár að greiða skuldir þær sem þeir komust í á vcrri árunum.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.