Ingólfur


Ingólfur - 25.07.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 25.07.1911, Blaðsíða 3
INGÖLFUR 119 María Pía drotDÍng, móðir Karls kon- ung* í Portugal, þess er myrtur var, en amma Manuels fyrverandi Portugal*- konungs, dó í höll *inni nálægt 'Túrin 5. þ. m. Hitar hafa gengið geysimiklir um mestan hluta Bandaríkjanna snemma í þesaum mánuði, svo að meir en 500 manns hefir beðið bana af. Fólkið sef- ur þar undir berum himni, en mörgum verslunarhúsum hefir verið lokað, og starfsmönnunum gefið brottfararleyfi til að leita til sjávar, þar sem svaiara hefir verið. í Montreal í Canada hafa 183 manns beðið bana af hitanum. Hafnarlánið. Vér höfum átt tal við borgarstjóra um horfunar fyrir láni þvi, sem ætlast er til að bærinn taki til hafnargerðar- innar hér. Eins og lesendur vorir munu muna sögðum vér frá þvi um daginn, að lánið væri ófengið enn; þá hafði ver- ið leitað fyrir sér í Landmandsbankanum í Kaupmannahöfn, í Noregi og í Frakk- laDdi, en á engum af þessum stöðum var lánið fáanlegt. Þó segir borgar- stjóri að enganveginn sé vonlaust enn um að það fáist. Kvaðst hann hafa umboðsmann ytra, er eigi í samráði við ráðherra að leitast fyrir um lánið; ný- lega hafi verið símað hingað heim eft- ir ýmsum skjölom að þessu lútandi, og vonar hann alt hið besta. — Bæði íi- landsbanki og Landsbankinn munu einn- ig vera að leita fyrir sér um lánið. Það er annars ekki glæsilegt að vita til að það skuli ganga i öllu þessu stappi að ná í þetta 1200 þúsund króna lán handa bænum til jafn þarílegs fyr- irtækis og höfnin er. Reyndar kemur þetta vel heim við það, sem mennhafa Jesið hér í blaðinu í ræðu landritara á aðalfundi íslands Banka, er hann talar um lánstraust vor íslendinga hjá erlend- um peningamönnum; það hefir minkað að mun á þessum síðnstu árum, eftir þvi, sem landritari segir. Og þetta er sannarlega ekki óeðlilegt: óstjórn hr. 3—4 herbergi og eldhúa til leigu frá 1. okt. á góðum stað í Austurbænnm. — Vinpu- stofa, smiðja, hesthús og ýms fleiri hlunnmdi fylgja et óskað er. Ritstj. vísar á. Björna Jónssonar, árás hans á aðal pen- ingastofnun landsins, óáreiðanlegleiki har.s og óorðheldni, sem alþekt er orð- ið erlendis, afskifti hans af erlendum fjármála-spekúlöntum o. s. frv. — alt þetta er óneitanlega ekki vel fallið til að0 vekja traust áreiðanlegra peninga- manna á os* — að ógleymdu lika bann lagavastri hans. Vér munurn ekki vera búnir að súpa seyðið af öllu þessu — •' Iðnsýningin == verður lokuð að kvöldi sunnudaginn 30. þ. m. Opin verður húu aftur miðviku- daginn 2. ágúst og sunnudaginn 6. ágúst. Börnum frá 8—14 ára er veittur ókeypis aðgangur að sýningunni 27., 28. og 29. þ. m. frá kl. 12—4 síðd. — Aðgöngumiðar við inngaDginn. Skrá yfir sýninguna er til sölu og kostar 80 aura. Sýningarnefndin. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Með hverjn hefir bærinn stygt hina ódauðlegu guði, eða réttara sagt þann þeirra, sem hefir veðráttumálin á sinni stjórnarráðsskrifstofu ? Eða hefir veður guðinn ef til vill tekið sér sumarfrí með einhverri af þeim sjötíu og tveim- ur svarteygu Houris og situr hann nú og frílistar sig í einhverjum skuggasæl- um pálmaviðarlundi í Edons frjósama aldingarði, hafandi gleymt vesalings Mörlandanum, hafandi gleymt að nú er komið fram á Hundadaga og að samt snjóar eun á Esjuna á hverri nóttn? Vér skulum nú til áminningar birta þær viðbjóðslegu tölur, sem hann lætur sér sæma að festa upp á pósthúshorninu: 119- 20. | 21. 22. | 23. | 24. | 25. Rvík . |10 |10 | 10 9 1 6,81 6,2| 6,7 í*afj. . | 9 12 7,6| 5,8| 3,91 5 | 4,5 Bl. . • 1 7,8| 9,3| 9,8 5,8| 3,61 3,5j 3,5 Ak.. . | 5,3 11,8 12,5 6 I 6,5 j 4 1 5 Grst. . | 2,6 11 11,9 2,4 2,6] 1,5 3 Sf. . . | 8.2 6,9 7,3 8,4 7,41 6 6,2 Fær. - | 8,2 8,5 10,1 10,5|10,2 9,1 9 Nýlega er dáinn hér í bænum Sig- hvatur Árnason, fyrrum alþingismaður. Á sunnudaginn var voru gefin saman í hjónaband frú Sigrún ísleifsdóttir, ekkja Björns sál. Ólafssonar angnlækn- is, og Þorleifur H. Bjarnason adjunkt. Þau tóku sér far til útlanda með Sterl- ing um kvöldið. Jón ísleifsson verkfræcfingur hefir lokið prófi í Noregi með góðum vitnis- burði. Hann kom hingað með „Flóru“ um daginn og ætlar sér nú að dvelja hér. Mr. Armez, einn af þingra. Frakka kom hingað með „Ceres“ á sunnudag- inn var. Hann hefir nm meir enn 30 ár verið þingmaður fyrir bæinn Paimpol á norðanverðu Frakklandi. Mr. Armez mnn ætla sér að dvelja hér um tíma. Nú er verið í óða önn að brjóta upp götur bæjarins og leggja eftir þeim hol- ræsa. í Aðalstræti er þegar búið að leggja þá og jafna yfir, en byrjað á Austurstræti, og er nú ófært um þá götu þesaa dagana. Þetta er nú í þriðja sinni sem grafnar eru npp götur bæjar- ins, fyrst fyrir vatninn, svo fyrir gas- inn, og nú síðast fyrir holræsnnnm. Ó þér bæjarins aivisu feður, hversu órann- sakanlegir ogsvoframvegis! SkípaferUir: „Botnía“ fór til útlanda þ. 19. þ. m. með nokkuð af farþegum. „Ceres“ kom frá útlöndum á sunnu- dagsmorguninn var; farþegar: kaopm. P. J. Thorsteinsson frá Höfn, Mr. Armez frá Frakklandi, nokkuð af fólki frá Ameríku o. fl. „Atk“ kom frá útlöndum lika á sunuu- dagsmorgnninn. „Sterling“ fór iil útlanda sunnudags kvöld. „Austri“ fór kringnm land í gær- morgun. Farþegar: Dr. Ólafur Daní- elsson til Akureyrar, Guðm. Hlíðdal verkfræðingur til Seyðisfjarðar til að gera áætlun um raflýsingu, Brillouin konsúll til Eskifjarðar, o. fl. Hr. Bj'órn Jónsson fyrverandi er nú á góðum batavegi, og von um algerðan bata „með réttri meðferð“, eftir því sem „ísafold“ segir. 5 $ i uryi] yfirréttarmálaflutningsmaöur Austurstræti 3. Heima kl. 11—12 og 4—5. ^ Talsími 140. ^ $ $ * i Sveinn Bjömsson i Lyfirréttarmálaflutningsmaöur t Hafnarstræti 16. £ Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður Pósthústsræti 17. Ven,juiega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsíml 16. Athygli karlmanna viljum vér vekja á þvi að vér sendum hverjum, sem óskar þess 31/* m. af 135 sm. hreiðn svörtn, dökkbláu eða gráu nýtýsku ullarefni í falleg og sterk föt fyrir einar 14. kr. 50 aura. — Efnið sendum vér farfrítt gegn eftirkröfu, og tökum það aftur ef það er ekki að óskum. Thybo Molles Klædefabrik, Köbenhavn. Pistlar Ingólfs. t Laga- og réttar-innlimun (slands í Danmörku. Öll barátta íslendinga við dönsku stjórnina hefir verið barátta gegn inn- limuninni. Af ýmsum ástæðum hefir baráttan þó að mestu Ieyti einungis verið háð gegn síýórnar/ars-innlimnn. Þó að fjárhagssjálfstæði, verslunarsjálf- stæði, menningarsjálfstæði og réttarsjálf- stæði sé nauðsynleg undirstaða og mátt- arstoðir stjórnfrelsis, þá hefir fjárhags- innlimun, verslunarinnlimun, menning- arinnlimun og réttarinnlimun íslands í Danmörku verið lítill gaumur gefinn. Vér höfum að vísu stofnsett innlenda banka, og með því fengið skilyrði fyrir formellu fjárhagssjálfstæði; en hinshef- ir ekki verið gætt að bankarnir væru óháðir í rann og vern, og enn aiður er áhersla lögð á að landsmenn séu fjár- hagslega sjálfstæðir í rann og veru. Vér höfum barist fyrir verslunarfrelsi — en kaupmenn margir og flest kaup- félög lifa enn á náð danskra kaupmanna; innlendri verslun fer þó fram og er ýmislegt gert til þess að efla hana. Há- skóla vhöfum vér stofnsett og er það nauðsynlegt skilyrði þess að íslending- ar verði sjálf*tæðir í menningarlegu til- liti. Fyrir réttarsjálfstœði Islands hefir aft- ur á móti ekkert verið gert. Hitt er fremur, að íslendingar hafa þar ajálfir almennt unnið að innlimuninni og gera slíkt hið sama enn. íslendingar áskildu sér að vísu að halda íslenskum lögum þá er þeir ját- uðust undir Noregskonung 1262 —1264. En þrátt fyrir það samþyktu þeir 6 —7 árum seinna, er þeir samþyktu Járn- ■íðu, að öll hin fornu íslensku lög skyldu afnumin og norsk lög koma í staðinn. Járnsíða var þó aftur tekin úr lögnm eftir tæp io árog Jónsbók kom ístsð- inn. Jónsbók mátti heita íslensk lög- bók, þótt hún væri samin eftir fyrir- mynd almennu norsku landslaganna. Landvarnarbálkur landslaganna erékki í Jónsbók, og á hinn bóginn eru í Jóns- bók þegnskylda, framfæralubálkur og rekabálkur, sem ekki eru í landslögun- um ogeru algerlega íslenskir; aukþess er í flestum hinum bálkunum mikið bygt á eldri íslenskum lögum. — Al- þingi hélt löggjafarvaldi sínu og Dotaði það við og við, og hélt rétturinn í*. lensku bragði »inu að mestu leyti á 14. og 15. öld. Þó fór snemma að brydda á því að menn notuðu norsk og síðan dönsk lög, þar sem Jónsbók og íslensku réttarbæturnar náðu ekki til. En notk- un útlends réttar í þvílíkum tilfellum var á þeim tíma ekki óþekt annarsstað- ar á Norðurlöndum. Þegar líður á 16. öld byrjar innlim- unin. l*lendingar spyrntu í fyrstu á móti, og sló i hart með þeim og konungsvald- inu; en konungsvaldið bar sigur úr být- um og var danska kirkjnordinanzian lögleidd fyrir Skálholtsbiskupsdæmi 1541 og Hólabiskupsdæmi 1551. 1587 kom hjónabandatilskipunin danska. Með ts. 20. mars 1563 var svo ákveðið að farið skyldi eftir „Kolding Reces“ Krist- jáns III. þar sem Jónsbók næði ekki til. Slík ákvæði eru sérstaklega hættuleg og valda glundroða, sem varla er hægt að komast út úr; enda tóku nú íslensk- ir dómstólar að dæma eftir dönskum og norskum lögum jafnvel þar sem ákvæði voru til í Jónsbók. „Skal ég núþegja um þann harm og það mart ílt, sem af þeirri dirfsku dómaranna sprottið hefir“ segir Páll Vídalín (Skýringar yfir forn- yrði lögbókar 396). — Eun hafði al- þingi þó löggjafarvald og notaði það stundum, t. d. er það dæmi Stóra dóm 1564. Eu það var af tekið þegar ein- veldið var lögleitt 1662. Alþingi hafði nú einungis dómsvald, en dómararnir voru svo apiltir sem áðan var sagt, og spiltust auðvitað margfalt við þetta. Jarðvegurinn var því undirbúinn og mótstaðan gegn innlimuninni minni en engin. EÍHmitt um þetta leyti höfðu öll dönsk og, norsk lög verið endurskoð- uð og safnað í lögbækur, en það eru dönsk lög Kristjáns V. frá 1683 og norsku lög Kr. V. frá 1687. Beinasti vegurinn til fullkominnar innlimunar var því að þýða aðrahvora þessa lögbók og lögleiða á íslandi. Stjórnin gerði líka hvað eftir annað ráðstafanir til nndirbúnings, en af ýmsum ástæðum drógust framkvæmdirnar. Meðan beðið var eftir þessari nýju lögbók var svo haldið áfram að innlima í smáskömtum eins og áður, en nú gekk alt hraðari skrefum. Hjálpaði það til að Jónsbók var í raun og veru orðin úrelt í mörg- nm atriðum og þurfti endurbóta við, en íslendingar höfðu ekki vald eða mann- dáð til þess að endurskoða hana sjálfir. 30. maí 1718 var stórt skref stigið í innlimunaráttina. Þá var svo ákveðið að um form og rekstur mála skyldi far- ið eftir N. L. Chr. V. Varð þetta til þess að dómstólarnir gleyptu — með

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.