Ingólfur


Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 18.10.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 167 svo mikilli græðgi og smjatta á eftir, alt þetta hlýtur að hrópa til þeirra með gjallandi rödd um lækning grásleppu- bölsin*! Við skulum íyrir alla muni hefja alvarlega baráttu á móti siginni grásleppu, með sálmasöng og æfilöngu bindindisheiti, og danileikum og ræðu- höldum og heila kleresíinu! Það er ílt að heita hundur og vera það ekki, það er ílt að vera taliuu vitlaus og skrælingi og vera það ekki — en með aðstoð Templara er góð von um að við getum orðið hvorttveggja! Þetta er bara vitfirring — kann ein- hver að segja. Það getur vel verið; en svo sannarlega sem tveir og tveir eru fjórir er þetta þó ekki meiri vitfir- ing en það, aem í þrælalögunum felst. Það er óholt að drekka sig ölvaðann á hverjum degi, en það er engu minni óhollusta að því, að éta á sig ræpu í síginni grásleppu á hverjum degi. Því þá ekki að gerahvorutveggju jafn hátt eða lágt undir höfði? Vegna þess að fáir éta signa grásleppu í óhófi — geri eg ráð fyrir að Templar litli glókollur segi. Það er eflaust satt; en þeir eru líka tiltölulega fáir, sem drekka áfengi í 6höfi hér á landi, og þó ná þrælaá- kvæðin alveg jafnt til okkar hinna. Þesavegna er alveg eins mikil skyn- semi í því, að banna öllum að éta signa grásleppu af því að einhver kynni ef til vill að éta á sig ræpu, eins og því að banna öilum að neyta áfengis, af því að einhver kynni að drekka sig fullan í því! Framhjá þessu skeri ætla nú bann- menn auðsjáanlaga að synda með því, að reyna að stimpla það sem glœp, að fá sér í staupinu, eða verða ölvaður; og sú fullyrðing er það, sem hlýtur að liggja til grundvallar fyrir þessu hneyskl- anlega ákvæði sem prentað er upp í upphafi þessa máls. Mér er nú spurn: Göta þessirmenn búist við miklum eða góðum árangri af þessu löggjafaratarfi, þegar þeir byggja það á öðrum eina heimsku þvættingi eins og þetta. Það kann að vera að einhverjir Templarar séu svo nndarlega úr garði gerðir af náttúrunnar hendi, að þeir telji það synd eða glæp, að drekka einn bjór eða eitt staup af brennivíni. Það er margt aem hendir til þess, að skoðanir þeirra' um rétt og rangt séu öðruvíai lagaðar enn annara menskra manna. En það virðist vera til of mikils ætlast af þeim herrum, að við hinir förum að taka undir í þessum hysteriska og móðursjúka hjálpræðis- hers-kór þeirra og förum að telja það ósæmilegan glæp í dag, aem við töldum hverjum manni heiroilt og syndlaust 1 gær, bara vegna þess að þeir hafa bögl- að saman einhverju sem þeir kalla lög, og þar sem því er alegið föstu að þetta sé glæpur. Lög eru ekki haldin bara vegna þess að þau heita lög; þau eru því að ein» haldin, að þau eigi »ér ein- hverja rót í meðvitund manna um rétt og rangt; það eiga þeasi lög ekki, og því má gera ráð fyrir, að þau verði aldrei haldin. Nei, þið herrar Templarar og bann- berserkir, aldrei fáið þið nokkurn mann með nokkurnveginn óbilaðri skynsemi tíl að trúa því, að það sé synd að drekka eina flösku af öli sem inniheldur af áfengi, en að það sé engin synd að drekka öl sem inniheldur 2°/0 af áfengi. Af þeirri einföldu ástæðu, að það fer í bága við alla heilbrygða móralaka með- vitund og jafnvel ykkar eigin kenning- ar. Þið þykist heyja baráttu ykkar á kristilegum grundvelli; reynið þið þá að minnaat þess, að það var Kriatur »em breytti vatni í vín. Pað er sama hvernig þið snúið ykkur og engist í heilugum hlykkjum og vafningum, þið getið aldrei talið heilbrygðri skynsemi trú um, að áfengisnautn sem slík sé synd; það er sama hvernig þið krossið ykkur og »ignið í bak og fyrir, það eru regin ósannniudi sem þið byggið baráttu ykkar á, og verst af öllu er það, að þið vitið það sjálfir. Bankabókarastaðan. Hr. bankastjóri Björn Kristjánsson bauðst til þess að fyrra bragði í „ísa- foId“ um daginn, að færa fram órækar sannanir fyrir þvi, að skýrsla sín til stjórnarráðsins um tillögur bankastjórn- arinnar um bankabókarastöðuna hafi verið rétt og að einungis einn af banka- stjórunum hafi lagt með séra Rikkarði Torfasyni. Þetta kvaðst B. Kr. mundu sanna, ef skýrsla hans yrði vefengd. Vér bentum á það í síðasta blaði, að skýrsla þessi hafi verið marg-vefengd; alt um það hefir hr. B. Kr. enn ckki, svo menn, viti lagt fram þessar sannan- ir sínar. Vér bentum einnig á það í síðasta blaði, að hr. B. Kr. bæri siðferðisleg shylda til að færa sönnur á sitt mál, vegna þess, að þe»si skýrsla hans er lögð til grundvallar fyrir árás á stjórn- ina í aðalstuðningsblaði ha'ns; vér shor- um því enn á ný á hr. B. Kr. að legqja liið állrábráðasta fram opinber• lega þessar sannanir, er hann bauðst til að fyrra bragði. Manni dettur ósjálfrátt í hug, hvort jafnvel „ísafold" sé farin að efast um að þessi skýrsla hr. B. Kr. sé rétt, þar sem hún er nú upp á síðkastið farin að leggja mjög mikla áherslu á það, að gæslustjórarnir eigi engan ætkvæðis- rétt eða tillögurétt að hafa um skipun bókarastöðunnar. Hvaðan kemur nú „í»afold“ sú viska? Hvar er gerður sá greinarmunur á framkvæmdarstjór- um og gæslustjórum í reglugjörð bank- ans? Hvergi. Þetta er bara vandræða- legt yfirklór hjá „ísafold„. „ísafold" var bent á það um daginn hér í blaðinu, að skurðgoð hennar, hr. Björn Jónsson fyrverandi, hafi veitt póstafgreiðslustöður án þess svo mikið sem að leita álits póstmeistara, þóttsvo sé fyrirshipað í reglugerðinni, að sá starfi shuli veittur „eftir uppástungu póstmeistarau. Þetta hlýtur því jafn- vel eftir skoðun „ísafoldar“ að vera hið hremmilegasta lagabrot, Vill nú „ísafold“ stuðla til þess, að sá maður er drýgt hefir slíkt lagabrot í ráðherrasessi, komist í þann ráðherra- sess aftur? Vill hún verða þess vald- andi, að slikur lagabrjótur komist aft- ur til nokkurra valda í landinu? Oss þykir það ólíklegt um „ísafold“ sem orðin er svo vandlætingasöm í seinni tíð. Bindindisheimilið. (Úr þýsku blaði). Stúdent nokkur var boðinn til mið- degisverðar hjá foreldrum tveggja kunn- ingja siuna. Maturinn var ágætur, en ekkert að drekka með matnum nema templaradrykkir, þvi húsfólkið var alt f bindindi. Hjónin voru mjög vingjarn- leg við gestinn, og eftir borðun bauð frúin honum að sýna honum fallegar myndir sem hún ætti inni í sínu her- bergi. En óðar en hún er búin að láta aftur hurðina á eftir þeim, dró hún, hálf-feimnislega, flösku og tvö glös út úr skáp, og helti á fyrir þau. „Kæri ungi vinur“, «agði hún, „ég hefi sár- kent í brjóati um yður við borðið, því að auðvitað hefðuð þér viljað víndropa með matnum, en maðurinn minn og synir mínir eru svo voðalega strangir með þesskonar, að hér má alls ekki hafa áfengi um hönd. En ég er nú vön því frá blautu barnsbeini að fá mér glas af víní. Eg vona að yður smakkist það líka, og að þér látið ekki á þessu bera“. Stúdentinn sór auðvitað að steinþegja, naut með ánægju þess er að honum var rétt, og fór svo inn í stofuna aftur. Þá gaf húsbóndinn honum bendýngu að finna sig einslega inn í skrifstofu sína, og dró þar brosandi, með miklu augna- depli, fram úr horni flösku af gömlu Búrgundarvíni. „Yeslings maður“, sagði hann, „að þér skylduð geta sett í yður bansett vatnsgutlið! Það er hræðilegt, þetta bindindisfargan í konunni minni og drengjunum. En mér er nú — yður að segja — svo farið, að ég þoli þetta alls ekki. Ég má til, heilsunnar vegna, að fá ærlegt glas ofan á það. Skál, og svo tönn fyrir tungu!“ Þegar flaskan var búin í besta gengi fór stúdentinn aftur inn til vina sinna, ungu mannanna, og þeir fóru með hann upp í lestrarherbergi sitt. Þegar þangað var komið, hrópaði ann- ar þeirra: „Hamingjunni lesist lof! Það var mikið að við gátum loks feng- ið að vera einsamlir. Foreldrarnir okk- ar ætla hreint að gera út af við mann með bindindissullinu sínu. Nú skulum við svei mér fá okkur ósvikið og ær- lega neðan í því.“ Útdráttur úr bæjarþingsdómi, uppkveðnum 10. nóv. 1910. „Stefndur Einar M. Jónasson hefir und- ir rekstri málsins látið bóka það, að stefnendur hafi svikið lánveitingu eða lánveitingarloforð og hafa stefnendur krafist þess að orðið svikið sé dæmt dautt og ómerkt, og hann dæmdur til hegningar fyrir ærumeiðing þá er í orð- inu liggi, með því að orð þetta ogum- mæli hans í sambandi þarvið séu til- hæfulaus. Stefndur Einar M. Jón&sson heldur því aftur á móti fram, að um- mælin séu réttmæt og auk þess ekki ærumeiðandi. Það þykir ekki alveg ástæða að sekta stefndan Einar M. Jónasson végna þessa fyrir ósæmilegan rithátt eða ósæmi- lega framkomu fyrir rétti, en um hegn- ing fyrir meiðyrði og ómerking, vísast til meiðyrðamáls ef til kemur. Jön Magnússon.u Þessi dómur var uppkveðinn í máli, er Landsbankastjórarnir höfðuðu gegn Einari M. Jónassyni yfirdómslögmanni í fyrra. Hr. B. Kr. þykist láta sér mjög ant um að hreinsa nafn sitt, og þykist af þeirri ástæðu hafa höfðað mál sitt gegn Ingólfi. Yér höfum áður sýnt það ljós- lega, að það er ekki annað en „hum- bug“ og skollaleikur af hr. B. Kr., er hann þykist ætla að hreinsa nafn sitt með þessari málshöfðun gegn Ingólfi, sem ekki hefir sagt annað en að aðrir hafi meiðyrt hr. B. Kr., án þess að hann hafði gert tilraun til að hrinda meiðyrðunum ; og vér höfum bent hr. B. Kr. á að beinasti vegurinn hefði verið, að snúa sér til þeirra, sem upp- tökin áttu að meiðyrðunum, í þessu til- falli hr. Tryggva Guunarssonar. Með því átti hr. B. Kr. að hreinsa sig ef hann gat. Eu hér er nú líka annað verkefni fyrir hann. í dómsútdrætti þeim, sem hér er prentaður, er neitað dæma dautt og ómerkt orðið „svikið“, sem haftvar Fyrirlestur um Uannmáliö heldur Dr. Guðm. Finnbogason fimtu- dag 19. þ. m. kl. 9 siðd. í BÁRUBÚÐ. Aðgangur 25 aura við innganginn. Húsið opnað kl. 81/2. AtVÍnmi við jarðabæt- ur geta 6—10 menn fengið nú þegar. Helgi Jónsson Tungu um bankastjórana. Hinsvegar bendir dómarinn þeim á, að þeir geti farið í sérstakt meiðyrðamál útaf þessum um- mælum, ef til þess kæmi. En það nieið- yrðamál er éhhi homið enn, og er þó bráðum liðið ár síðan dómur þessi var upphveðinn. Hvað sem öllu öðru líður, verðum vér að telja það gersamlega ófært, að menn í jafnábyrgðarmikilli stöðu og banka- stjórarnir eru, telji það samboðið em- bættisstöðu sinni, að liggja undir svo freklegum meiðyrðum sem þetta. Það er svo fjarri því, að t. d. hr. B. Kr. telji skyldu sína að hreinsa sig, að hann stefnir Ingotfi fyrir það að benda á að hann hofi verið meiðyrtur. En sá sem meiðyrti hann, er látinn óáreittur! Svona hreinsar hr. B. K. nafn sitt. Frá Gróttu tll Gvendarbrunna. 12. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band frk. Ólöf Björnsdóttir, dóttir Björns sál. Jenssonar adj. og Pétur Haldórs- son bóksali, sonur Haldórs Jónssonar bankagjaldkera. Hjónavíxlan fór fram í dómkirjunni, og var viðstaddur mesti fjöldi manns. „Alliance Francaiseu. Máuudagskveld- ið var héldu nokkrir menn hér í bæ fund með sér, og var þá ákveðið að setja á stofn félag með þeim mönnum, er áhuga hafa á frakkneskri tungu, og bðkmentum. Gengu þar á fundinum núml. 30 menn í þann félagsskap, og var kosin nefnd til að undirbúa laga- smiði, o. s. frv.; í nefndina voru kosn- ir þeir Magnús Stepensen, fyrv. lands- höfðingi, dr. Guðm. Finnbogason, Brynj- ólíur Björnsson tannlæknir, Pétur Gunn- arsson hótelstjóri og Páll Þorkelsson gullsmiður. Var áformað, að félagið setti sig í samband við alsherjarfélagið AUiance Francaise, sem hefur deildir um allan heim. Dr. Ouðmundur Finnbogason ætlar að halda fyrirlestur um bannmálið á morgun kl. 9 í Bárubúð; sjá auglýs- ingu hér í blaðinu. Þingmannsefni höfuðstaðarinn hafa nú komið sér saman um að halda þing■ málafund á sunnudaginn kemur í barna- skólaportinu, eins og sjá má af auglýs- ingu hér í blaðinu. Er þar ætlast til að hvert þingmansefni megi tala í hálf- tíma fyrst, eu hafa síðan 10 mínútur til andsvara. Með „Sterling“ um daginn komu hingað meðal annara dr. Guðm. Finn- boga*on, Mr. Courmont, franski dósent- inn, Bjarni Jónsson viðskiftaráðunaut- ur og frú hans, próf. Björn M. Olsen og fleiri.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.