Ingólfur


Ingólfur - 14.11.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 14.11.1911, Blaðsíða 1
INGÖLFUR IX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 14. nóvember 1911. ■H*MM-MH-H*-M-H-HH-*4HH++HHHH-H*H+fH-£H I * I í IHTGÓLFtnR- kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega 6 þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend* is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- stræti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. LlXililjÍ, Um hvað var barist? Vér gátum þess í síðasta blaði, að kosningasigur Heimaatjórnarmanna væri ekki að þakka millilandafrumvarpinn, því um það haíi ekki verið barist. Bæði „E>jóðólfur“ og „Beykjavík" hafa fund- ið ástæðu til að andæfa þessari stað- hæting, og telja hana gripua úr lausu iofti. Vér héldum því þó fram að vér hefðum orð Heimastjórnarmanna fyrir því, að ekki væri barist um sambands- málið, og er oss auðvelt að sýna það. Fyrst og fremst er yfirlýsing mið- stjórnar flokksins, er segir að málið akuli ekki leitt til lykta nema það verði fyrst sérataklega borið undir þjóðina. Ef ætlast var til þess, að við þessar kosningar yrði barist um frumvarið, þá var málið þar með borið undir þjóðina, stefna flokksins í því máli 1909 lögð undir hennar dóm, og er örðugt að sjá hver ástæða hefði þá átt að vera til þeas, að leggja málið enn á ny undir þjóðarúrskurð. Nei, um það þarf ekki að þrátta, að tilgangurinn með þeasari yfirlýaingu flokksins var öllum vitanlega sá, að gefa til kynna, að flokkurinn ætlaðist til að sambandsmálið kæmi ekki til greina við þeasar koaningar, til þoss acl gera unt þeim frumvarpsandstœðingum, sem fráhverfir voru ordnir Sjálfstœðis- fiokJcnum, að veita Heimastjörna»mönn- um lið. í öðru Iagi höfum vér orð hr. J. 0. sjálfs í „Rvík“ fyrir því, aðsambands- málið verði ekki á koaningadagskrá Heimaatjórnarflokkins við kosningarnar, þó flokkurinn hafl auðvitað það mál jafnan á stefnuskrá sinni. Þessar heim- ildir vonum vér að hr. j. ó. að minsta kosti taki gildar. Og loks akulum vér leyfa oss að benda báðum þessum blöðum á, að í „Lög- réttu“, sem út kom27. okt., daginn fyr- ir kosningarnar, atendur á fremstu síðu, með stærsta letri grein, sem heitir „ TJm hvað er kosið? Yalda meðferð óaldarflokksins", og eru þar siðan alt- in upp ýms af hinum hneykslanlegustu atriðum í stjórnarsögu Björns Jónasonar. Ennfremur sagði próf. Lárus Bjarna- son á fundinum í Barnaskólaportinu er hann |h»fði minnst á sambandsmálið, stjórnarskrármálið og bannmálið: „En um ekkert þessara 3 mála eiga kosn- ingarnar að anúast. Þær eiga að snú- ast um valdamcðferð fyrv. stjórnar og alþinglsmeirihlutans" Og þetta er rétt athugað. Orð mið- stjórnarinnar gáfu tryggingu fyrir því, að sambandsmálinu yrði ekki ráðið til Iykta án nýs þjóðaratkvæðis; þar með voru burtu fallnar allar skynsamlegar ástæður til að láta kosningarnar nú snúast um það mál, og þjóðinni gefinn möguleiki til að marka afstöðu sína til veldameðferðar Björns Jónssonar, án tillits til annara mála. Og þetta var einmitt það, sem gert var við koaningarnar. Mikill fjöldi frumvarpaandatæðinga út um alt land kaua með Heimastjórnarmönnum nú, einmitt vegna þess, að sambándsmálið kom ekki til greina; og því höldum vér fram, að þeasir menn, frumvarpsand- stæðingar, sem fráhverfir voru orðnir flokk sinum, hafl verið þeir, sem riðu baggamuninn við kosningarnar. Vér hyggjum, að bæði Þjóðólfur og „Reykj»vik“ hafi skilið, að það var þetta sem vér áttum við er vér sögðumísíð- asta blaði, að sigurinn hafi „fyrst og fremst verið að þakka þeim sjálfstæðis- mönnum, sem óánægðir voru orðnir og flæmst höfðu burt úr flokknum,“ og var því óþarfi fyrir bæðf þessi blöð að snúa útúr þessum ummælum. Ástæðan til þess að vér höfum viljað taka þetta fram er ekki aú, að vér höfum viljað metast um hverjum sigur- inn væri að þakka, ekki heldur aú, sem „Rvík“ getur sér til, að vér óttumst að hinn sterki meiri hluti vilji nú steypa hr. Kr. J. af stóli — það visa- um vér að þeir gátu hvort sem var, hvenær sem þeír vildu veita Bjössur- um lið til þess. Nei, ástæðan er sú ein, að vér erum þess fullviasir, að þesa- ar nýafstöðnu kosningar hefðu farið öðruvísi, ef sambandamálið hefði átt að ráða úrslitunum, og því er það, að þetta sem nú er orðið, gefur engan vegin rétta hugmynd um fylgi frnmvarpsins hjá þjóðinni. En þetta var nauðsynlegt að gera sér ljóst, til þess að vita á hvaða grundvelli nú má byggja. Það er ekki rétt, og það er ekki „fair“ af Heimastjórnarmönnum, að biðja kjósendur fyrat um atkvæði ain til þess að berjast gegn óstjórn Björns Jónssonar, en skrifa síðan á reikning frumvarpsins þann aigur, sem þeirhafa unnið einmitt með þessum atkvæðum. Þrælalögin. Yfirlit og atliugasemdir. Ég þykist nú hafa sýnt fram á það, að þes9i lög aem samþykkt voru á þ*ng- inu 1909, og sem hlotið hafa hið veg- lega nafn þrœlalög, séu í öllum grein- um sínum meira eða minna gölluð; að aum atriði þeirra eru svo heimskuleg og naglaleg, að þau eru blettur á lög- löggjafarsögu þjóðar vorrar; að önnur atriði þeirra eru svo hörmuleg og sví- virðileg, og ganga svo í berhögg við hin ajálfsögðustu og heilugustu réttindi einstaklinga þjóðfélagains, að sliktmundi talið hverri siðaðri þjóð ósamboðið og að þau séu blettur á menningarsögu þjóðar vorrar. Andstæðingar vorir hafa ekki treystst til að andæfa á nokkurn hátt aðflnnslum vorum um þrælalögin, og mun þó sennilega hafa skort eitt- hvað fremur til þess, en vilja. Ég geng því að því sem vísu, að þeir séu mér samdóma um það, að lögin eins og þau eru úr garði gerð, séu mjög gölluð. Um hitt atriðið, grundvöllinn sjálfan, bannið, hefi ég litið talað í þessum athugasemdum mínum, en einungis reynt að sýna fram á, að framkvæmd þess sé ómöguleg, og að þau brögð, aem lögin ákveða að beita skuli til að framkvæma þau, séu svívirðileg. Ég skal nú leyfa mér að fara nokkr- um orðum um málið í heild sinni. Tilgangurinn með þessu lagaafskræmi mun vera sá, eftir því sem bannmönn- um aegist frá, að útryma áfengi alger- lega úr landinu. Ég skal fyrst um sinn láta það liggja milli hluta, hvort þetta væri æskilegt eða ekki. Eu hitt skal ég leyfa mér aðyfullyrða, að slík útrym• ing á áfengi er með öllu óframkvæm- anleg. Það gildir einu hvað góðan vilja templarar hafa á þvi, að varna því að lögin séu brotin, það gildir einu hvað lyktarnæmir eða ágengir sporhundar þeirra verða, þeir geta þó aldrei komið í veg fyrir það, að menn geti náð sér í eins mikið áfengi og hver vill hafa. Þessu hefi ég ekki heldur séð neinn bannmann neita, enda er auðvelt að ráða þetta af reynaiu þeirri, er Jaðrar þjóðir hafa í þessum efnum.. Fyrst og fremst er ávalt hægt að brjóta lögin og flytja inn áfeng- ið án þess að upp komist, og í öðru lagi getur hver maður unnið sér áfengi úr ýmsum þeim jurtum, sem hér vaxa, svo 8em kartöflum, rófum, berjum o. s. frv., auk þeas sem auðvitað má vinna gott vín t. d. úr eplum, sem altaf flytj- ast hingað til lands, og sem enn hefir ekki heyrst um að bannmenn vilji gera landræk. Krafa bannmanna um út- rýming áfengis úr landinu er því eins og hvert annað óvita bull, og fótunum er þarmeð algerlega kippt undan allri þessari makalausu lagasmíði. En auk þessa er það, að menn eru engan veginn á það sáttir hvort nokkur 46. blað. Við þökkum innilega öllum þeim, sem heiðruðu minningu föður okkar og eiginmanns, Þ. Egilsson, kaupmanns í Hafnar- firði, með návist sinni við út- förina, eða á annan liátt. Sveinbj. Á. Egrilssou Jón Á. Egilsson Þór. B. Egilsson Gunnar Eg-Ilsson Rannveig Egilsson. vinningur væri í því, þó það reyndist nú framkvæmanlegt að útrýma áfengi úr landinu. Og mér er nær að halda að í allri þessari deilu með og mót að- flutningebanninu, hafi alls ekki verið tek- ið hæfilegt tillit til þess menningargildis, sem vín hefir ómótmælanlega, ef þess er neytt í hófi. Og þó sumir menn kunni ékki að neyta þess nema í óhófi, þá er það engin sönnun þeaa, að það hafi ekki menningargildi fyrir okkur hina, aem kunnum það. Það er rangt og það er heimskulegt af Goodtempl- ararefunum að heimta það, að við förum að 8kella af okkur rófuna, þó þeir hafi verið neyddir til þesa. Staðhæfingar templara um það, að áfengið sésúupp- spretta alls böla og ófarnaðar, að eng- inn ætti af henni að bergja, eru ósann- ar; það er að vísu Batt, að til eru þeir menn hér á landi, sem ekki kunna sér hóf um þá hluti, og þeir menn hljóta visaulega margvíslega bölvun af því; en hverau mörgum er áfengið lika ekki uppspretta gleði og saklausrar ánægju; ég fullyrði að þeir séu miklu, miklu fleiri eu hinir, og að ánægja þeirra vegi fyllilega upp bölvun hinna. Það er heimskulegt að halda því fram, að gleðin sé einskis virði, og ekki síst ættum við á okkar kalda og dauflega landi að kunna að meta hana, og bægja henni ekki frá okkur að óþörfu, hún vex hér ekki á hverju strái. Ég trúi því ekki, að þessi fúli ajúkdómur, svart- sýkin og hið blóðlausa og úttærða of- atæki, sem er undirrótin að hinum nýja sið er bannlögin boða, hafi náð svo föst. um tökum á þjóð vorri, að hún eigi ekki von um afturbata; ég vona að heilbrygð lífsskoðun sé enn yfiraterkari, og að hún muni áður en langt um líð- ur vinna bug á móðuraýkinni og svart- sýkinni, aem banngarparnir eru altaf að reyna að gera landlæga hér. Ég vona að sú stefna verði yfirsterk- ari hér á landi, framvegis eins og hingað til, að persónulegt frelsi ein- staklinganna sé ekki talið svo lítils virði, að hverri óvaldri heybrók leyfist að ósekju að hrækja á það og traðka. Ég vona að meiri hluti þessarar þjóðar sé ekki svo haldinn af hinu sjúka of- stæki, að hann lítilsvirði þau mann- réttindi, sem hver siðuð þjóð telur sér skylt að varðveita Ég vona að þeasi þjóð sé ekki avo heillum horfin, aðhún af eigin frjálsum vilja setji ásigskræl- ingjamarkið frammi fyrir öllum heimin- um. Ég vona að tilraun bannofstækis- mannanna mistakist, sú tilraun, að gera ísland að einu alsherjar drykkjumanna-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.