Ingólfur


Ingólfur - 14.11.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 14.11.1911, Blaðsíða 2
182 INGfOLFUR hæli. Ég vona að þjóðin sé enn svo beilbrygð, að hón heimtj á hverjnm einaata þingmálafundi að þrœlalögin verði afnumin. Sdkn og vörn. „ísafold segist vera ánægð yfir því, að andatæðingablöð hennar kalli bosn- ingaúralitin „ósigur ísafoldar," og þyk- ir henni ánægjulegt að henni akuli vera eignuð svo mikil áhrif og völd í land- inu, að kosningaúrslitin skuli miðuð við þetta: „sigur eða óaigur ísafoldar.“— Ekki skulum vér á neinn hátt reyna til að rýra þá ánægju, sérstaklega þar eem svo fór nú, að blaðið beitti þeasum ógnaf „áhrifum og völdum sínum“ til þess, að fella þá menn, sem það studdi. Vér akiljum það svo vel, hvað „ísafold“ finnur til síd, er hún litnr yfir valinn og sér að tala þeirra liðsmanna sinna sem lagðir hafa verið að velli fyrir „á- hrif“ hennar og „völd,“ „slagar mjög hátt uppí tölu sigurvegaranna", og vér samgleðjumst henni með þenna óvenju- lega og mikilfenglega árangur. Vér hljótum með skömm að játa, að áhrif eða völd Ingólfs í þessa átt komast hvergi nærri þvi aðslaga uppi „Isafold." Pað er ekki eins mibilfengleg sjón, sem verður fyrir oss er vér lítum yfir valinn einsog fyrir „ísafold;“ „ísafold“ gerir oss þó þann heiður að minnast á fall þeirra H. D. og G. F. sem Ingóltur studdi. En hvaða tala er þetta, einir tveir, á móts við þann stolta hóp, sem „Isafold" hefir lagt að velli með með- mælum sínum? Vér teljum oss það skylt — og reyndar jafnframt árægju- legt að játa yfirbnrði „ísafold»r“ í þessu efni. „ísafold" segir: „í þessu blaði (o: Ing- ólfi) er mikið um það gasprað, að bar- ist hafi verið nú við kosningarnar um valdameðferð, þ. e. „óstjórn“ B. J. — Þetta segir blaðið nú, af því að sjálf- stæðismenn urðu undir. En á hinu er einginn vafi að ef sjálfstæðismenn hefðu orðið ofaná, mundi hátt hafa sung- ið í tálknum þess að barist hefði verið um sambandsmálið, það hefði fleytt sjálf- stæðismönnum ínn á þing.“ Þetta er alveg rétt athugað hjá „ísa- fold;“ ef sjálfstæðismenn hefðu orðið í meiri hluta, þá er enginn minsti vafi á því, að það hefði verið sambandsmálinu að þakka. „ísafold“ var þetta fullkom- lega Ijóst fyrir kosningarnar, og af þeirri ástæðu var það að hún lagði svo fast að öllum sjálfstæðismönnum að taka ekki tillit til neins annars enD sam- bandsmálsins. En þeim Bjössurum varð nú ekki kápan úr því klæðinu; þeim tókst ekki að nota sambandsroál- ið eins og eínhvern hjúp til að hyjja með ávirðingar hr. B. J. — Heimastjórn- arblöðin öll (að undanteknum Þjóðólfi) héldu því fram, að barist væri um valda- meðferð B. J. og þingmannaefni þeirra sögðu hið sama, („ísafold" má ekkí marka það, þótt þingmannaefni sjálf- stæðismanna reyndu að eyða slíku tali, það hefði sannarlega ekki verið árenni- legt fyrir þá að ganga til kosninga með annað eins prógram!) og úrslitin sýna, að Birni Jónssyni en ekki gambands- málinu er um að kenna. Eða vill „Isa- fold“ halda því fram, að það sé senni- legra að allur þessi kjósendasægur hafi tapast aftanúr i sambandsmálinu síðan 1908, heldur enn að fylgi Björns Jóns- sonar hafi minkað, þar sem blaðið þó veit. að hann hefir vakið ágreining inn- an tiokks síns. Jafnvel þótt „íaafold" væri bæði ein- pyg og og rangeyg, ætti hún auðveld- Iega að geta séð hvort af þessu er sennilegra Eu meðan hún gengur með þessi gleraugu, sem húu hefir fengið að láni hjá gamla manninum og sem eru lituð af honnm, er varla tiltöku- mál þó húu sjái ekki eins vel og aðrir menn. Hortensíns gamli Jónsson segir í „ísa- fold“, að hinum „raunalegu leikelokum", (þ. e. kosningarúrslitunum) haíi í fremstu röð valdið: „1. taumlaus blekking við kjósendur af þeirra heDdi, sem skylt er öðrum fremur að leiðbeina þeim, en afvega- leiða ekki, og 2. svæsin fjárvaldsmisbeiting." í fyrstu gæti mönnum dottið í hug, að gamli maðurinn væri hér að skýra frá hvernig „ísafold“ fór að beita „á- hrifum sínum og valdi“ til að fella sína menn. Svo er þó ekbi, og sést það síðar í greininni að hann á við Heima- stjórnarmenn. Yér gerum ráð fyrir, að þeir muni sjálfir svara þessum ásökunum gamla mansins, og eins því, er hann dróttar að þeim, að þeir hsfi þáð fé af Dönum til styrktar í kosningaleiðangri sÍDum. En veit Hortensíus gamli hvor flokk- urinn það var, sem laug því upp rétt fyrir kosningarnar, og hafði 6 sendla til að breiða það út í Borgarfirðinum, að Kr. Jónsson ráðherra hafi rekið Jakob Möller úr Landsbankanum þvert ofan í mótmæli bankastjórnarinnar! Veit hann úr hverjum flokknum sá maður var, sem sagt er að sett hafi tvö þúsund krónur til höfuðs Jóni Ólafssyni! Horteníus gamli ætti ekki að fara út í þessa aálma. Hann ætti miklu heldur að Iáta aér nægja að hrósa sjálf- um sér eins og hann gerir í þessari „Isafoldar,, grein, bann fær hvort sem er engau annan til þess. „GóðkunnÍDgi vor“, J. Ó., ber Ingólfi í «íðasta blaði "Rvíkur,, á brýn „ísa- foldar“skap. Þetta er „ekki aðeins óvin- gjarnlelegt, heldur með öllu ósæmilegt" af J. Ó, slíkan vitnisburð þykjumst vér ekki hafa verðskuldað. Áatæðan til þessa áburðar er sú, að 28. f. m. gát- um vér þess, að sagt væri í bænum,að S8mþykt hafi verið á fundi í „Fram“, að dreifa því út um bæinn að þeir H. D. og G. F. ætluðu að draga sig til baka. Það gleður oss nú að heyra af vör- um hr. J. Ó, að þessi orðrómur hafi verið ósannur, og að “Fram“-menn séu ekki svo gerðir, að þeir breiði út ósann- indi En því raiður verðum vér að segja J. Ó. það, að ekki allfáir af „Fram“mönnum voru þó svo gerðir að þeir sögðu ósatt um fylgi sitt við þing- mannaefni vor, andbanninga. Eins engil- hvítir og hr. J. Ó. lætur eru því „Fram“- menn tæplega allir. Hr. J. Ó. segir, að þeir Heimastjórn- armenn hafi jafnan séð „Ingólf“ í friði, og er svo að sjá, sem hann telji oss standa í mikilli þakklætisskuld til þeirra fyrir það. Vér getum þó ekki kannast við að Heimastjórnarmennj hafi þar til neinnar skuldar að telja hjá oss. Fyrir viðburðanna rás hefir það atvikast svo að vér höfum að nokkru leyti orðið samherjar’ Heimastjórnarmannanna við kosningarnar, og sameinuðum krafta vora við krafa þeirra til þess að koma í veg fyrir þá þjóðarógæfu, að andi Björns Jónssonar yrði rikjandi aftur hér á landi; vér getum því ekki séð hvaða ástæðu Heimastjórnarmenn hefðu áttað hafa til að fjandskapast við oss, eða hvers vegna vér ættum að vera þeim þakklátir fyrir að þeir gerðu það ekki. ÁnDars verður það tæplega með sanni sagt, að hr. J. Ó. hafi „séð Ingólf í friði“, þvi að eins og kunnugt er hefir hann fleirsinnis verið að reyna að á- sælast vin vorn Ingimund, og í næst- síðasta blaði „Rvikur" gerði hann sér lítið -fyrir og hnuplaði frá oss “sjálf- stæöismerinni“, án þess að geta um heimildir! Vér getum heldur ekki séð, að vér höfum nokkra ástæðu til að forðast að „abbast upp á“ Heimastjórnarmenn, ef vér teljum það rétt; og vér höfum aldrei beðið þá um að “sjá oss í friði“ frekar en þeir vilja, þeir geta í því efni gert hvað sem þeim sýnist. Banatiíræði? Tveir grímuklæddir menn ráðast á mann og veita honum hnífstungnr. Unglingsmaður, að nafni Sigurður Guðmundsson, sem um tveggja ára tíma heflr verið þjónn konsúls J. P. Brillou- ins, varð fyrir tilræði að hendi tveggja þorpara á mánudagskveldið var. Gerð- ist það með þeim bætti, er nú skal grein*. Sigurður bafði verið sendur um kveld- ið af húsbónda sínum til að sækja bréf á pósthúsið. Eu er bann var kominn á heimleið og beygði niður veginn sem liggur frá Laugaveginum og uiðnr að húsi kon^úlsins á Félagstúni, sátu fyrir honum tveir menn við efra hliðið á vegi hr. Brillouins. Þegar Sigurður var kominn inn um hliðið, hlupu menn- irnir til, og voru báðið grímuklæddir; fór annar framan að honum og hinn að aftan. Sigurður spurði þá hvað þeir vildu. Þeir svöruðu honum ekki, en annar þeirra ávarpaði félaga sinn, að því er Sigurði virtist á norsku og heyrð- ist honum Ijann segja: „Er det ham“? Þá svaraði hinn, og heyrðist Sigurði hann segja „Ret“. Tilræðið. Nú brá annar þeirra félaga npp hníf, og ætlaði að reka hann fyrir brjóstið á Sigurði, en Sigurður brá hendinni undir olnbogann á honum, svo að hníf- stungan mistóksfc. Þá bregður hinn félagiun við, og ætlaði að leggja hnífi sínum í Sigurð, en honum gat Sigurður hrundið til, svo að hann féll aftur á bak. En í því gat hinn sem uppi atóð séð sér færi og lagði hnífi sínum af afii miklu í hálsinnn á Sigurði; vidi það eitt honnm til .lífs, að hann hafði tvö- faldan flibba, og fór hnífurinn að eins inn úr flibbanum og í hálsinn á Sigurði og særði hann þar allmikið; má telja það víst, að annars hefði hann beðið bráðan bana ef flibbinn hefði ekki orð- ið fyrir. Nú var hinn félaginn kominn á fætur aftur, og miðaði hann hnífi sín. um í síðuna á Sigurði, en hann gat undið sér undan, og kom vopnið þá á snið í lærið á honum, særði hann þar lítilsháttar og reif allar buxurnar. — Rétt í þessu heyra þeir, að vagn kem- ur ofan eftir veginum. Þorðu tilræðis- mennirnir þá ekki að bíða lengur, og fór sinn í hvora áttina yfir Félagstún og hurfu út í náttmyrkrið. Komst Sigurður nú loksins þannig leikinn heim til sín og sagði húsbónda sinum hvern- ig farið hafði. L'ógreglunni gert viðvart. Þetta var um kl. 8 síðdegis. Þegar er Sigurður kom heim og sagði frá því, er fyrir hann hafði borið, fónaði hr. Brillouin til bæjarfógeta, og skýrði hann honnm frá tilræðinu. Bæjarfógeti sendi strax tvo lögregluþjóna þangað inueftir og lögðu þeir nokkrar spurningar fyrir Sigurð. En hann gat engar upplýsing- ar gefið, er bent gæti í áttina hverjir tilræðismennimir væru. Þeir voru báð- ir grímuklæddir, eins og áður er sagt, og gat hann hvornugan þekkt; en þsð hélt hanD, að þeir væru útlendingar. í dag hélt bæjarfógeti próf yfir Sigurði en' ekki er oss kunnugt um, að neitt nýtt hafi þ»r fram komið. Tilgangurinn ? Það er örðugt að geta sér til um, hver tilgangurinn hefir verið með þessu tilræði. Yér höfum spurst fyrir um hvort Sigurðurj hafi haft nokkra pen- inga, og er oss sagt, að svo hafi ekki verið, hann hafi einungis verið með bréf af pósthusinu. Enda er ólíklekt að þessir menn hafi ætlað sér að ræna af honum peningum eða öðru, því að til þess hefðu þeir ekki þurft að stinga hann með hnífurn; ef svo hefði verið myndu þeir sennilega hafa látið sér nægja með að slá hann í rot, eða eitt- hvað þvílíkt, og hefðu þeir auðveldlega getað það, þar sem þeir voru tveir og komu að honum óvörum. Sigurður hefir líka verið spurður, hvort hann ætti nokkra fjandmenn sem hann gæti hugsað sér, að ættu einhvers að hefna á honum, en hann kveður nei við því Alt þetta tilræði er því næsta óskiljan- legt, og örðugt að geta sér til um í hvaða tilgangi það hefir verið unnið. En vonandi tekst lögreglunni bráðlega að komast fyrir hið sanna. Yerðlaun fyrir uppljóstrun. Vér skulum vekja athygli manna á auglýsingu hr. Brillouins á öðrum stað í blaðinu, þar sem hann heitir þeim 200 kr. að verðlaunum, er geti gefið upplýsingar um hver verkið hefir unnið. Ef einhver veit eitthvað, er hann held- ur að geti leitt til þess, að tilræðis- mennirnir verði gripnir, þá ætti hann að gefa sig hið fyrsta fríim við bæjar- fógetann eða hr. Brillouin. Þess mun vandlega verða gætt, að ekki berist út hver slíkar npplýsingar gefur, svo að enginn þarf að óttast að nein hætta stafi af því. En að því er enn verður séð, virðist liklegast að hér sé um beint banatilræði að ræða, og er því áríðandi vegna öryggis almennings að sem fyrst verði komist fyrir hverjir mennirnir eru. Eins og menn mun reka minni til voru templarar að rifast um það inn- byrðis í blöðum í sumar, hvort telja bæri „br. fyrv. ráðherra“ Björn Jóns- son góðan félagsmann Reglunnar. Oss hinum þótti það óneitanlega dálítið kyn- legt, að „bræðurnir“ skyldu vera að rífast um það, hvort höfuðpaurí þræla- lagann* sómdi ekki vel templarafélag- inu. Yér setjum nú hér grein, sem birt- ist í 43. tbl. Heimskringlu, eftir br. Sig. Júl. Jóhannesson, einhvern hinna á- kveðnustu templara, og má þar sjá, hvað „br. fyrv. ráðherra" er fundið til foráttu: „Alvara. Heimskringla flutti nýlega part af grein eftir Jóhann bróður minn, er hann hafði skrifað í blað heima. Tilgang- urinn með því, að taka þessar línur upp hefir ef til vill verið sá, að veita A. J. Johnson að málum, þótt hann virðist nú hafa tekið sinnaskiftum eft- ir bréfkafla hans að dæma; að minsta kosti ber hann þar ekkert í bætifláka fyrir Björn. Ég hafði haldið því fram — tilknúð- nr af útúrdúrum Bjarna Magnússonar — að Björn Jónsson, fyrverandi ráð- herra hefði brotið oftar Goodtemplara- Bjðrn Jónsson og Goodtemplarareglan.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.