Ingólfur - 22.11.1911, Blaðsíða 2
186
INGOLFUR
bnrtu úr borginni og er því borið við
að rangt hafi verið skýrt frá viðburð-
um i stríðinu.
Búist er við að ítalgki flotinn muni
eiga að fara að ströndum Tyrk-
lands bráðlega, en ekki er kunnugt um
hvar hann eigi að leggja að landí. Geta
ítalir með því unnið Tyrkjum mikinn
ógreiða þar heima fyrir.
Mælt er að 20,000 Arabar hafi verið
á leið til Tripoli* til liðveislu við Tyrki
Siðast er til fréttist var skæð kólera
farin að geysa í Tripolis í liði ítala, og
er hin mesta óstjórn og ringulreið á
öllu herliðinu þar, svo að jafnvel er
mælt að hermennirnir hafi ætlað að
ráða liðaforÍDgjum sínum bana. Heima
fyrir í Ítalíu er óhug farið að slá á
menn útaf óförunum.
Mikið er látið af hriðjuverkum ítala.
Þeir myrða alla Tyrki og Araba, hvar
•em þeir ná til þeirra, iafnt konur og
börn sem aðra. Tyrkir hafa í tilefni
af því hvað eftir annað snúið sér til
stórveldanna og beðið þau að skerast
í leik, svo að þessurn hriðjuverkum
mætti linna. Eru Tyrkir nú komnir á
fremsta hlunn með að ví«a burtu úr
landi þar öllum þeim ítölum, sem þar
búa.
ítalir hafa nú kallað inn til hor-
þjónustu, auk þeirra sem fyrir voru,
alla vopnfæra menn frá árgöngunum
1885 og 1886, og er svo að sjá, sem þeir
búist við, að stríðið verði langvarandi,
Stórveldin hafa verið að reyaa að koma
á sáttum, en Tyrkjastjórn hefir svarað
að hún geti að svo komnu ekki geng-
ið að neinum sáttum.
Horfurnar eru ekki glæsilegar fyrir
ítali.
Sdkn og yörn.
„ísafold“ biður oss að „skýra frá
því hvað það er (í silfurbergsmálinu),
som B. J. hafi gert «ig sekan í, sem
varðað geti sakamál*rannsókn.“
Vér skulum fyr»t geta þess, að vér
höfum aldrei æskt eftir sakamálsrann-
sókn á hendur B. J. útaf silfurbergs-
málinu heldur aðeins talið rétt 'að rétt-
ir hlutaðeigendur öfluðu sér sem ítar-
legastra upplýsinga fyrst um sinn.
Vér skulum ennfremur geta þes*, að
vér töldum æskilegt, sð alt þetta silfur•
bergsmál væri rannsakað, ekki einnngis
afskifti hr. B. J. af því, heldur og margt
annað, svo «em ákærurnar á M. Th. S. Bl.
ogG. J., og margt fleira. En vel geturn
vér gert „ísafold" það til geða að telja
upp nokkrar af þeim ráðstöfuDum hr.
B. J., sem vér teljum þess eðlis, að
æskilegt væri að þær væru rannsakað-
ar til hlítar.
1. Hveravegna taldi hr. B. J. ógern-
ing að veita Páli Torfasyni ailfur-
bergsréttindin með G. J., en lét
þess getið, að þau myndu auðveld-
lega fást, ef G. J. tæki hr. Magnús
Th. S. Blöndahl í félag með aér?
Hr. P. T. hefir skýrt rannsóknar-
nefnd efri deildar frá því, undir eiðs-
tilboð, að sér hafi verið færð þau
skilaboð frá hr. B. J.
2. Hvernig atóð á þvi, að hr. B. J. neit-
aði Zeiss í Jena um að ganga inn
í ailfurbergsréttindi þeirra G. J. og
M- Bl., en lagði skömmu síðar sam-
þykki sitt á, að Banque Ifrancaise
fcngi þau réttindi. Landsajóður átti
ekkert að fá fyrir réttindaafsalið,
og mátti því standa á sama um hver
fengi það.
3. Hversvegna úrskurðaði B. J. fyrst,
að landssjóður ætti allar Tuliniusar-
birgðarnar, en féll síðan frá því án
dóma eða laga?
4. Hversvegna banð B. J. Tuliniuai að
skifta birgðunum til helminga, þar
sem Tulinius átti þó, samkv. samn-
ingi sinum, ekki tilkall til annars
en að fá helmiug af andvirði birgð-
anna, og á því tvennu er atór mikill
munur.
5. Hveravegna gekk B. J. að því, að
þeir G. J. og M. Bl. fengju 45°/0
í sölulaun af þeim helmingnum, sem
kom í landssjóðs hlut, þar sem aölu-
launin eru þó í aamningnum ákveð-
in [einungis 3°/0? Og enn mætti
efalaust telja fleira, sem þess væri
vert, að það væri rannsakað.
Þegar þess er gætt, að landsjóður
hefir ómótmælanlega beðið afarmikinn
skaða af þessum ráðstöfunum hr. B. J.,
ef til vill nálœgt 300,000 kr. skaða, og
þegar þess er ennfremur gætt. að „ísa-
fold“ hefir ekki gert avo mikið sem|að
reyna að véfengja það, þá gegnir það
furðu, að blaðið skuli undrast að rann-
sókn er talin æakileg. Það er því líka
fjarri því, að vér viljum „éta ofaní“
oss neitt af því, er vér höfúm sagt í
þeasu máli, vér höldum því fram, að
aðfinslur vorar hafi verið réttmætar og
á rökum bygðar.
„ísafold“ kallar aðfinslur vorar útaf ailf-
urbergsmálinu „Silfurbergsró^rów." Ann-
aðhvort er það, að blaðið veit ekki hvað
orðið „rógur“ þýðir — og mun flestum ef-
laust þykja það ótrúlegt um „ísafold“ —
eða það svífist ekki að sverta menn að
ósekju með ósönnum sakargiftum. Yér
höfum leitt rök að öllum aðfinslum vor-
um við B. J. útaf silfurbergsmálinu, og
„ísafold" hefir ekki tekist að hrekja
eitt þeirra; það má því heita æði óvandað
af blaðinu að bríxla oss um róg, og
hefði mátt vænta þess, að jafn gamalt
og vel þekt blað og „ísafold" er, léti
aér það ekki aæma. Eða heldur blað-
ið, að það sé ekki meiri vandi en að
éta og drekka að bríxla saklausum
mönnum um róg ? Með hvaða réttijjget-
ur blaðið búist við að ávalt verði far-
ið með það einsog ósvifinn götustrák,
sem kallar eftir heiðvirðum mönnum ó-
kvæðisorð á götunni og sem enginn vill
sýna svo mikinn heiður sem að sparka í
hann? Jafnvel þó svo kunni að vera,
að blaðið hafi unnið tíl slíkrar meðferð.
ar, þá má þó gera ráð fyrir að það
geti hugsast að einhver trúi því, sem
það aegir, og þessvegna hljóta menn að
heimta af því, að það hafi einhverja
ábyrgðartilfinningu og eitthvert gát á
því, að það sem það aegir sé ekki á-
stæðulausar og tilefnislausar mannorðs-
meiðingar.
Eunfremur segir íaafold að ráðherra
sé að láta blað sitt akora á sig að rann.
saka þetta mál“. — Þessiþvættingur ísa-
foldar", að ráðherra „látiu Ingólf gera
þetta eða hitt er bæði heimakulegur og
lubbalegur. Hún hefir blátt áfram
skrökvað þeaau upp út í loftið án þeas
að hafa neitt við að styðjast. Slíkt er
hverju heiðarlegu blaði ósæmilegt, og
ísafold má því vita að hún dæmir sig
sjálf í augum heiðarlegra manna er hún
gripur til slíkra ráða. En ef til vill telur
hún sér ekki „públikum" í þeirra hóp,
og skulum vér þá ekki deila við hana.
Aunara getum vér ekki stilt oss um
að benda „ísafold“ á, að sá orðrómur
er af henni fer, er þannig vaxinn, að
það getur tæplega taliat hættulaust fyrir
hana að bregða öðrum um „leppmensku";
það er óvarkárt , og má blaðið þakka
fyrir ef það vopn reynist því ekki tví-
eggjað.
Alþingiskosningar.
Skúli Thóroddsen er kosinn í Norð-
ur-íaafjarðarsýslu með 232 atkv. Magn-
úa Torfaaon aýalum. haut 100 atkv.
Er nú frétt um úralitin í öllum kjör-
dæmum.
Tvær embættaveitingar.
Þó mér sé skylt málið, ætla ég að
minnaat á það, hvernig tvö ernbætti
hafa verið veitt við háakólann okkar
nýja: prófeaaorsembættið í heimapeki
og dósentsembættið í sögu íslands.
Bæði þessi embætti áttu aammerkt í
því, að óvíat þótti fyrir fram, hverir þau
ættu að hreppa. Um hin önnur há
skólaembættin var nokknð öðru máli að
gegna, því að rétt mun hafa þótt, að
þeir sem voru kennarar víð skóla þá
er voru frumstofn háskólana fengju og
embættin við hann.
Allir mnnu því hafa búist við því
að ekki yrði flaustrað að því að sk’pa
í þessi tvö embætti. Áður en ég sigldi
til Frakklands í vor sem leið heimsótti
ég ráðherra Kristján Jónsson og sagði
honum að ég mundi sækja um pró-
fesaorsembættið í heimspeki. Eg gat
þesa og, að ég hefði aent háskólanum
í Kaupmannahöfn doktoraritgerð, sem
ég gerði mér von um að fá að verja
fyrir hauatið. Hann kvað ekkert mundu
verða gert um það embætti fyr en hann
kæmi til Kaapmannahafnar í júnímán-
uði og gætum við talast við um það
þar, er ég kæmi þangað frá Frakklandi.
Eins og kunuugt er, voru þó áður
en háskólinn var vígður settir menn í
öll embættin, einnig í söguembættið og
heimspekisembættið. Að vísu kvað það
hafa verið gert með þeim formála, að
þessi setning bæri ekki í sér neitt
loforð um embættin. Ekkert var at-
hugavert þó þeir menn væru settir í
embættin er sjálfsagfc var að fengju þau.
Hitt var varhugaverðara, að setja menn
í þau tvö embætti, er ég nefndi, vegna
þess að þau voiu ný og eftir að vega
umaækjendurna. Það er engum manni
sómi að vera settur í embætti og hrund
ið úr því aftur án þess að nokkur
breyting' hafi orðið á aðstöðu hans frá
því er hann var settur. En auðvitað
má sá sjálfum sér um kenna, er vill
láta setja aig og eiga þó slíkfc á hættu.
Aðalatriðið er, að það var öldungis ó-
þarft að setja menn í þessi tvö embætti.
Háskólinn gat ósköp vel annast þau
störf er vígslunni fylgdu, þ> þossa tvo
vantaði, enda væri það hlægilegur há-
skóli er ekki gæti slíkt.
Nú fór svo er til kom, að sá er settur
var í söguembættið fékk það ekki, og
sést af því að stjórnin hefir ekki talið
setninguna bindandi. Um það embætti
sóttu þrír, og mun mega vel við una, að
sá hlaut, er hefir það.
Engu að síður verður naumast sagt
að neinn þessara þriggja hafi verið
sjálfsagður í embættið. Eu þegar svo
stendur á, þá á hver aamvizkusöm stjórn
að láta umsækjendur keppa um embætt-
ið, og kveðja i dómneínd þá menn, inn-
an lands eða utan, sem færaatir eru að
dæma um hæfileika umsækjenda. Þetta
er nú svo mikill siður með þeim þjóðum
er^ beat meta mannvit og vísindi að
naumast mun útaf brugðið. Mér er
kunnugt um, að bæði Norðmenn og Sví-
ar hafa hvað eftir annað kvatt danska
vísindamenn ,í dómnefnd, er kept hefir
verið um kennaraembæti við háskóla
þeirra, og þykir það engin minkun að
beygja sig fyrir vitinu og þekkingunni
hverrar þjóðar sem eigandinn er.
1 íslenskum söguvisindum eígum vér
nóga menn er vel hefðu verið færir
nm að dæma vísindastörf og hæfileika
þeirra er sóttu um söguembættið. Eg
•kal t. d. nefna prófessor Björn M. Ól-
sen, próf. Finn Jónsson, Dr Yaltý
Guðmundsson, Dr. Jón Þorkelsson, próf.
Þorv. Thoroddsen; Það befði þvf átt
að vera skylda stjórnarinnar að kveðja
þessa menn eða aðra jafnhæfa, ef til ern,
í dómnefnd til að dæma um þá er sóttu
um söguembættið.
Um heimspekina gegnir öðru máli.
Hér á landi er ekki, svo eg viti, völ á
mönnum, er treystandi væri til að skera
úr því hvor okkar Ágústs Bjarnasonar
væri meiri vísindamaður og af þeim or-
sökum hæfari til að verða prófesaor í
heimspeki. Þesa vegna hefði átt að
leggja það undir dóm kennaranna í heim-
•peki við háakólann í Kaupmannahöfn.
Lítum á hvernig sakir stóðu. Við
Ágúst Bjarnason lukum báðir meistara-
prófi í heimspeki sama dag og ár, 13.
apríl, 1901. Við höfum báðir notið
styrks af sjóði Hannesar Árnasonar og
stundað heimspeki 3 ár við erlenda há-
skóla, en haldið opinbera fyrirlestra hér
í Reykjavík hið fjórða árið. Ágúst fekk
atyrkinn 6 árum fyr en eg og hafði
því, með styrk af landsjóði, gefið út
fyrirlestra sina aukna, í þrem bindum.
Mínir fyrirleatrar voru óprentaðir, en
síðasta alþingi hafði veitt fé til að gefa
þá út. Eg hafði ritað og þýtt nokkrar
greinar um heimspekileg efni, auk þesa
er eg hef ritað um mentamál og önnur
efni, og mun það samtals ekki vera
minna að vöxtum en það sem Ágúst
hafði ritað. Báðir höíðum við verið í
þjónustu landsins: Ágúst verið auka-
kennari við mentaskólann, en eg starf-
að 4 ár að skólamálunum. Það virt-
ist því líkt á komið' með okkur.
Umsóknarfrestur var til 10. ágúst þ.
á. Með umsókn minni nm embætt-
ið sendi eg yfirlýsingu dagsetta 7.
júlí og ritaða af prófessor Heffding um
það að allir þrír háskólakennararnir
(Höffding, Kroman og Lehmann) er
doktorsritgerð mÍDa dæmdu, legðu það
til að hún yrði samþykt og að enginn
efi væri á því að eg fengi að verja hana
fyrir • lok septembermánaðar. Ágúat
hafði þá ekki fengið sína doktorsritgerð
samþykta.
Þegar eg talaði við Kristján Jóns-
son ráðherra um þetta mál, hélt ég því
fram, að annað hvort bæri að fara eftir
því, ef annar hvor okkar umsækjenda
væri sama sem doktor og binn ekki
þegar umaóknarfresturinn væri liðinn,
eða leita álxts kennara okkar við há-
skólann í Kaupmannahöfn, eða kveðja
þá i dómnefnd og láta okkur keppa
fyrir henni. Það hefði eflaust verið
hægt. Við Ágúst vorum báðir staddir
í Khöfn seinni part sumarsins. Það
hefði mátt leggja doktorsritgerðir okk-
ar til grundvallar og svo láta okkur
halda nokkra fyrirlestra við háskólann
í septembermánuði til að sýna hæfileika
okkar frá þeirri hlið.
Ekkert af þessu var gert. Embættið
var ekki veitt fyr en 26. september,
sama daginn og ég varði doktorsritgerð
mína á háskólanum. Það var beðið
eftir því að Ágúst lyki sér af og fengi
sína ritgerð samþykta, og að því búnu
var enn beðið eftir honum meðan hann
var að láta prenta hana,Jog verja hana,
bvo að heimspekiskenslan hér við há-
skólann byrjaði mánuði seinna en orðið
hefði, ef ég hefði blotið embættið.
Það virðist þá »uðsætt, að hinu ís-
lenska veitingavaldi hafi virst að eg
gæti alls ekki komiðtil greina viðhlið-
ina á Ágúst til þessa embættis.
Á hverju byggir ráðherra slíka skoð-
un, því ég geri ráð fyrir að hann hati
ráðið veitingunni og hafi farið eftir ein-
hverri skoðun, en ekki veitt í blindni.
í hverju landi, er rétt metur mann-
vit og lærdóm, þykir það ajálfsagt, að
um veitingu háskólaembætta sé að eins
farið eftir vísindamanns-og kennara-
hæfileikum þeirra er um embætti aækja.
Aflaði þá ráðherra sér vitneskju um