Ingólfur


Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 2
190 INGOLFUR sem liggur í orðum bankastjórans, að þau bæru þá yflr torfærurnar. Næsta stig er þá að taka fyrir viðíkiftin, er byrjuðu með því að krefjast þess’jað eg borgaði upp 600 kr. víxil með 1. veð- rétti í fast'úgn, en sem eg þó fékk framlengdan eftir ianga mæðu og rif- rildi. Þá voru nú eftir þrír víxlar, en þegar eg sá að 1. veðréttur í fasteign ekki gat verndað mig frá ofsókn, hvað mundi þá verða þar sem engin trygg- ing stæði á bak við, og niðurataðan varð aú, að þeir vóru allir afsagðir. Svo bófust málaferlin. Reyndar gerði eg tilraun til þess að fá tvo víxlana greidda að fallu upp, sem voru samtais 700 krónur. Svo atóð á að eg átti 700 kr. verðbréf með 2. veðrétti í faateign, er hin eldri stjórn hafði keypt af mér og bankastjórinn gert mér aðvart um; en svo vildi til um bréf þetta, að það láí glugganum 22. nóvember, er eldri stjórn- innni var vikið frá, og var utaná um- slagið ritað af Tryggva Gunnarssyni veitingin. Er eg svo kom að vitja þess voru rannsóknarnefndarmennirnír gæslu- •tjórar, og þá var nú komið annað hljóð í strokkinn; bréflð fekk eg að vísu keypt af bankanum ef eg annaðist um þinglestur þesi; svo sendi eg það straks og það kom þinglesið. Er eg svo kom með það í bankann, vóru enn nýir gæslustjórar komnir, og þeir vildu ekkert hafa með bréfið að gera. Eg fór ekki fram á borgun á því öðruvísi en uppí eldri skuldir. Svo beið eg með bréflð þartil eg fór að vænta stefnu frá bankastjórunum á þessam tilsamans 700 krónum; sendi eg þá beiðni til bankastjórnarinnar um þessi kaup á bréfinu, en fæ svarað og eudursenda láðbeiðnina með uppáskrift: „þessi víxill kaupist ekki.“ Nú fór eg og'fann Björn Kristjánsson og bað um hans virðulega nafn undir neitunina, en það kvaðst hann hvorki vera skyldur né vanur að gera, en hinsvegar kvaðst hann mundi kann- ast við að bankinn hefði tekið fyrir öll viðskifti við mig. Þá fór mér nú ekki að standa á sama, þegar eg ekki einu sinni gat greitt bankanum fé sitt með fé jafn háu er eg átti inni í bankanum, því svo skoða eg að verið hafi þar sem lánið var veitt bæði af eldri og yngri stjórn bankans, eins og auðvelt mun að færa sönnur á. En svo bættist nú einn- ig ofaná að 400 kr. víxillinn var upp- runal. keyftur af bankanum með því skilyrði að hann raætti bíða þartil gert væri út um ágreining bankins og min. Og eg kannast við að hafa lýst þá svikara út af gerðum sínum á þeim víxli, sem eg endnrtek í grein þessari. Þannig eru nú sakir fyrir bankastjór- unum um fíxla þá, er þeir eru nú að láta gera fjárnám fyrir. En hvað er nú þetta alt hjá svo mörgu öðru, er þeir bankastjórar hafa leyft sér gagnvart mér; hér er að ræða um eigin skuldir mínar, en svo sviku þeir mig inn á víxil fyrir BjörnGísla- son 2. júní 1910. En þar sem það yrði of langt mál að rekja sögu þess máls í þessari blaðagr, sem þegar er orðin nægilega löng, leyfi eg mér að draga saman í fáar línur aðal sakargiftir mín- ar á hendur núverandi bankastjórum við Landsbankann. 1. ) Hafa þeir beitt grófri sviksemi gagnvart mér útaf lánveitingu til Björns Gislasonar, er var honum veitt 2. júní 1910, annar eða báðir. 2. ) Hafa þeir brúkað atvinnuróg í minn garð. 3. ) Hafa þeir á ósæmilegsn hátt ráð- ist á persónulegt sjálfstæði mitt, og mis- brúkað fé bankans til þess og stöðu sína sem bankastjórar. Eg vil geta þess að bréf það erget- ur um framar í grein minni að hin eldri stjórn hefði keyft og eg ætlaði að setja til tryggingar binum afsögðu víxlum átti að falla til útborgunar rúmum 2 mánuðum eftir að eg ætlaði að veðsetja það, en var af prófessor Lárusi Bjarna- son greitt með peningum fullum 3 vik- um áður en það féll til útborgunar. Þannig fyrirlíta hinir nýju bankastjór- ar gerðir hinnar eldri stjórnar, að bréf sem hún hafði veitt i einu hljóði, þar á meðal núverandi ráðherra, mátti ekki koma inn fyrir dyr bankans hvað þá heldur leggjast saman við það allra helgasta. Þó bankastjórarnir froðufelli af ilsk- unni .er eg ekkert hræddur við þá; þó þeir haldi áfram að misbrúka stöðu 8i'ua hér eftir eins og þeir hafa gert hingað til, kemur mér ekki á óvart og nú varast eg þá fremur en áður. Eft- ir fyrri kynningu minni af Birni Sig- urðssyni álít ég ekki þetta svo honnm að kenna |sem hinum, auðvitað verður hann að sæta ábyrgð á gerðum nafna síns, og þykir mér leitt að hann skuli vera í þessum félagsskap. Sem niðurlag vil eg tileinka Birni Kristjánssyni vísu þessa: Eftir því sem eg hef vit, en athugað í flýti, hefir hann vöxt og háralit húsbóndans í víti Einar M. Jónasson yfirréttarmálafærslum. Frá Templurum. „Kafli úr nýfluttri líkræðu yfir gömlum drykkjumanns-ræfli. —--------Og á ógæfubrautinni, sem hann þannig komst inn á strax í æsk- unni, hélt hann svo áfram alla tíð á meðan æfin entist, þessi framliðni mað- ur. — Með hverju árinu varð hann æ meiri og meiri aumingi, altaf sökk hann dýpra og dýpra ofan í fen óregluunar, altaf minkaði siðferðisþrekið til þess að veita spillingunni viðnám. Hinir ágætu andlegu og líkamlegu hæfileikar, sem hann upphaflega var gæddur, urðu svo gott sem að engu eða jafnvel verra en að engu, í solli og spillingu heimsins. — Enginn yðar vinir mínir, þarf um það að spyrja, hver hún var, ógæfan, sem hann rataði í, þessi Iátni maður, því yður er það öllum kunnugt, að það var ógæfan mikla, drykkjubölið, sem svo margan afbragðsmanninn hefir eyði- lagt fyr og síðar. — En þegar vér lít- um á æfiferil þessa vesæla manns, og þegar vér hugsum oss, hvílíkur nyt- semdarmaður hann hefði getað orðið, slíkur hæfileikamaður, sem hannjvar að upplagi, þá getur oss naumast annað en óað við hugsunarhætti þeirra manna, sem friðlausir berjast með hnúum og hnefum fyrir því, að haldið sé fram- vegis í landinu þeirri ólyfjan, sem vald- ið hefir timanlegri ógæíu, ekki að eins þcssa framliðna manns, heldur og fjölda margra annara fyr og síðar, og það ekki •íst þeirra, sem voru yfirburðarmenn að andlegum hæfilegleikum.--------Og vér spyrjum sjálfa oss: gera þessir menn, sem vilja halda voðanum áfram í land- inu, þrátt fyrir yfirlýstan- vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar, gera þeir sér grein fyrir hverju þeir eru að reyna að fá tii vegar komið? Vita þeir sjálfir hvílíka þjóðarógæfu þeir vilja íá áfram lögfesta í landinu ? — Engum heilvita manni dettur í hug að láta óvita börn ná í voðaj; líkurnar íyrir því að tjón hljótist af, ef þau hafa hönd á honum, eru svo miklar, að enginn villeigaþað á hættu. En erum vér mennirnir ekki allir saman meiri og minni börn í ýms- um skilningi; þótt vér séum fullorðnir taldir að árunum til? Og hefir ekki áfengiseitrið reynst miklu háskalegri voði fullorðnu börnunum, heldur en nokk- urntíma hnífar og skæri óvitunum ? Eg held að þetta sé svo augljós sannleikur að ekki þurfi um að deila; og að minsta kosti er framliðni maðurinn, sem liggur þarna í líkkistuuni, eitt af ljósu dæm- unum um þetta. — það er meira en sorglegt að sjá hina bestu hæfileika fara mikið ver en til einskis, bara vegna einnar ástæðu, einnar hættu, sem ekki tekst að sigra, en auðvelt er að gera landræka. Þjóðin okkar er sannarlega ekki svo rík af hæfileikamönnum, að hún megi við því að missa þá á þenn- an hátt.------— ó.“ Þeasi „kafli úr líkræðu“, sem vér birtum hér, er tekinn orðrétt upp eftir málgagni baunmanna, „Templar11. Svo er að sjá sem blaðið sé afar^nægtjmeð þessa svívirðu. Vér jskulum láta ósagt um, hvort blaðið segir það satt, að önnur eins ræða og þetta hafi verið haldin yfir dauðum manni, eða hvort það skrökvar þvi upp. Eu oss finst full ástæða fyrir biskupinn að grenslast eftir hvern ig þessu er varið, hvort til eru í presta- stéttinni þeir menn, er þannig misbeita stöðu sinni, eða hvort „Templar“ hefir ómaklega sett þennan blett á presta- stéttina. Því vér gerum ráð fyrir að allir geti verið oss sammála um, að það væri ósvinna ef satt væri, að nokkur prest- ur hefði haldið slíka ræðu sem þessa yfir dauðum manni; ef nokkur prestur leyfði sér að svívirða dauðann mann í gröf sinni, fyrir það eitt, að hann hafi ratað í ógæfu, og notaði slíkt tækifæri til þess að agitera fyrir ákveðinni póli- tiskri stefnu í landinu. Menn hljóta að spyrja sjálfa sig: eru enqin ráð til að varna því, að ósvífni þessara ófyrirleitnu manna setji hvað eftir annað á alla þjóð vora ekki ein- uagis skrælingjamarkið, heldur einnig óþokkamarkið ? Getur það verið, að sið- aðir menn vilji láta viðgangast umtölu- laust allar svívirðingar þessara manna, •em ekkert er heilagt, ekki einu sinni dauðiun, ef þeir þeir sjá sér færi að sverta mótstöðumenn sína og hefja sjálfa sig til skýjanna? Það er etftirtektarvert, að þeir menn sem þannig eru innrættir eins og þessi „líkræða“ ber vott um, þykjast hafa í stafni merki mannúðar og mannkærleika! Þeir þykjast vera þeir miskunngömu Samverjar, sem vilji binda um lár þeirra vegamóðu vesalinga, sem hníga niður örmagna á vegarbarminum. En þeir segja hér rangt til um nafn sitt; ef þeir vilja velja sér nafn úr biblíunni, þá ætti það að vera nafn Fariseans, það á betur við. Vér viljum nú skora alvarlega á bisk- up landsins, að hann gangi úr skugga um hvort nokkur prestur hefir leyft sér að senda framliðnum manni jafn kalda kveðju, og blaðið „Templar“ segir. Það er trúa vor, að vér gerum þjóð vorri ekki of hátt undir höfði þó vér full- yrðum, að meðvitund hennar um rétt og rangt sé enn ekki svo sljófguð, að hún vilji til þess vita, að hún eigi nokk- urn birði, sem sé annar eins óþokki og „Templar“ lætur í veðri vaka. Um „Templar" og skoðanabræður hans höfðum vér þó ekki haldið það, að ofstæki þeirra næði svo langt, að það næmi jafnvel ekki staðar við graf- ir dauðra manna; og enn síður hefðnm vér getað trúað því, að þeir blygðuðust sín ekki fyrir að játa það. Eu vér vit- um það nú, og oss blöskrar að hugsa til þess, ef það er stefna þessara manna, sem á að ríkja framvegis á þessu Iandi. „Lord Nelson“ sokkinn. Fiskiveiðafélagið „Mars“ hér í bæn- um hefir orðið fyrir því tjóni að missa annan botnvörpunga sinna, „Lord Nel- son“, sem félagið keypti frá Englandi í fyrravetur. „Lord Nelson“ fór um daginn til Eng lands með hleðslu af ísvörðum fiski, er hann ætlaði að selja í Hull eða Grims- by. Hinn botnvörpungur fél, „Mars“, var þar staddur um líkt leyti. Þeir voru nú báðir búnir að selja afla sinn og lögðu af stað heim á leið því nær samtímis. Er þeir voru komnir æði- langt norðureftir, rétt framundan smá- bænum Peterhead á Skotlandi, var „Lord Nelson“ spölkorn á undan, en „Mars“ á að giska 10 mínútna ferð á eftir. Veður var hvasst og stórsjóað. Kemur þar þá að einn skoskur botn- vörpungur, ,,Norman“(?) [frá Aberdeen, og heldur í beina stefnu á móti „Lord Nelson“ ; einhvernveginn hefir það þá atvikast svo, að þeir hafa ekki getað stýrt hvor undan öðrum, og ráku þeir stefnin hvor í annan. Kom þar stórt gat á „Lord Nelson", sniðhalt við stefn- ið, og fossaði sjórinn inn. Skipverjar settu þegar út skipsbátinn, en í því kom „Mars“ að og bjargaði hann allri skipshöfninni. Skömmu seinna sökk „Lord Nelson“. Hinn botnvörpungurinn mun einníg hafa laskast eitthvað, en komst þó klakklaust í höfn. „Lord Nel8on“ var besta skip, sterkt og vel bygt; og er félaginu því 'hinn mesti skaði að þessu. Þeir félagar munu nú ráðgera að fá sér annað skip í staðinD, en ekki mun enn vera ákveð- ið hvort þeir láta byggja nýtt skip, eða kaupa brúkað skip. Rúðuförin í frönskum blöðum. Oss hefir nýlega gefist kostur á að sjá eitt eintak af franska blaðinu „ Jour- nal de Rouen“, sem gefið er út í Rúðu- borg. í þessu tölublaði, frá 27. sept. þ. á., er minst á hina frægu för al- þingisforseta vors til Rúðu. Greinin heitir: „Kynlegur ágreiningur á ís- landi“ („Un curieux Conflit en Is- lande“) og byrjar á þessa leið: „Dönsk blöð skýra oss nú frá kynlegum ágrein- ingi, sem nýlega hefir risið á íslandi, og skal hér skýrt frá tildrögum hans.“ Síðan kemur frasöguin um för al- þingisforsetans og alt það, sem út úr henni spanst, og er þar furðanlega rétt skýrt frá; en ekkí er blaðið alveg *ak- laust af því að henda ofurlítið gaman að forsetanum, og er varla hægt að ásaka það fyrir slíkt. Þar segir meðal annars: — „Þrem vikum seinna kom hann heim aftur til Reykjavíkur, fok- vondur yfir því, að ekki hafi verið tek- ið á móti honum, sem kominn væri í beinan karllegg frá Norðurlandahetjunni Hrólfi, með þeim heiðri, er slíkum manni bæri, menn hafi jafnvel látið eins og þeir vissu ekkert af, að hann væri þar viðstaddur.“------- Þegar blaðið hefir rakið söguna, bæt- ir það við frá sjálfu sér: „Að því er vér vitum best til, var að eins einn ís- lenskur sendimaður við þúsund ára há- tíðahöldin. Það var hr. Finnbogason, sem sótti hátíðina fyrir hönd „Hins ís- lenska bókmentafélags“. Hr. Finnboga-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.