Ingólfur


Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 1
INGÖLPUR IX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 29. nóvember 1911. 48. blaö. >#M#H*HM-M-MMMMHHMMHHHHHMMHÍH í kemur út einu sinni 1 viku að minsta £ J kosti; venjulega á þriðjudögum. ^ $ Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- J * is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- £ í in við áramót, og komin til útgef- í Í anda fyrir 1. október, annars ógild. í tRitstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ? ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — f * Má finna á afgreiðslunni frá kl. 5 | 11-12. T ± Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- J | strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá J * P. E. J. Halldórssyni, lækni. J Um neyslu átengis. Fyrirlestur haldinn í Dæjarstjórn Iíristianiu. Eftir prófessor dr. N. Wille. , Framb. Af öðrum slíkum örfunarmeðulum fyrir líkamanrj má nefna krydd við mat, sýrur o. fl. í ávöxtum, kaffl. te, o. s. frv. Þeir eru margir, sem fá aukna mat- arlyst við staup með feitum mat eða hálfa flöska af öli með máltíð, og ég get ekki séð neitt athugavert við svo hóflega nautn áfengis fyrir þá, sem þola hana. En það skal þó játað, að til eru menn sem hafa svo slæm meltingar- færi, að eitt staup af óblönduðu brenni- vihi heíir skaðlegar verkanir — sjálfur er einn af þeim — og þeir ættu því heilsu hinnar vegna að vera v&rkárir. Með verkunum sínum á taugakerfið geta hæfilegir skamtar af áfengi aukið starfsemi vöðvanna. Auk þess eykur áfengi blóðrásina, qg getur með því eytt þreytuefnum í vöðvunum. Auðvit- að mun áfengi, sem notað er á þennan hátt, hafa í för með sér efnamis3ir, sem síðar verður að bæta upp. Ea aé þess neytt af líkama, sem er nægilega sterk- ur fyrir, eða hefir tækifæri til að eta nóg og sofa nóg á eftir, þá getur lítill skamtur af áfengi hjálpað til að við- halda starfaeminni, þannig að komist verði fram hjá „dauða punktunum", og þær krafta-lindir notaðar, sem líkaminn á ráð á. Eg hefi oft séð þessa dæmi á göngu- förum, en vitanlega verður að nota var- lega slíkt örvunarmeðal, og það er aug- Jjóst að ekki má nota það að staðaldri, heldur að eins við og við. Enn geta áfengis-skamtar á annan veg haft gagnlegar verkanir fyrir líkam- ann, sem sé þegar jinenn eru nýoðrnir kvefaðir. Stórt staup eða heitt toddí getur þá varið líkamann gegn yfirvofandi sjúkdómshættu. Yfirleitt er óhætt að segja þaðt að tiltölulega litlir og hóflegir áfengis- skamtar eru líkamanum ekki skaðlegir. Að því er eg best veit viðurkenna þetta líka margir bindindiimenn, sem leyfa neyslu þeirra drykkja, er hafa inni að halda alt að 1 eða 2 prósent af áfengi, svo sem súr mjólk o. fl. Spurningin verður þá hvar eigi að setja takmörkin, og það fer, eins og áður er sagt, eftir ýmsum atvikum. í andlegu tilliti getur áfengið lika ef þess er neytt í amám skömtum og sjaldan, verið til góðs. Menn halda þvi fram að í andlegu tilliti hafi áfengi þær verkanir, að það rýri skynjunar-hæfileikana og sljófgi dóm- greindina, sérstaklega dómgreind ein- staklingsins um sjálfan sig, hann geri of lítið úr örðugleikunum, og geri of mikið úr kröftum'sjálfs sín. Þessvegna eru menn, eins og Krapelin hefir sýnt fyrir löngu með tilraunum sínum, ver færir um að leggja saman talnaraðir eftir neyslu áfengis, þó munurinn sé lítilfjörlegur, þegar um smáa áfengis- skamta er að ræða. Afengi veikir skilninginn og athug- un skynseminnar á utanaðkomandi atvikum, en gerir auðveldara fyrir með önnur hugsunarsambönd, einsog t. d. einföld orðasambönd, upptalning, almenn orðtæki, og sömuleiðis rím, bók8tafarím, o. s. frv. Auk þess nem- ur áfengið burtu sorgar- og óþæginda- tilfinningar, og vekur nokkurskonar vel- líðan. Það eru þessir eiginlegleikar — sem eg hef talið hér upp eftir fyrirsögn eins hinna best vísindalega mentuðu bindind- ismanna Svía, — sem gera það að verk- um, að áfengið er svo mikilsvarðandi til skemtunar í félagslífi manna inn- byrðis, ef þess er neytl í hófi, en avo óheilladrjúgt ef þess er neytt i óhófl. Margir menn, sem eru of harðir í dómum um sjálfa sig, þora ekki að neyta allrar orku sinnar, eru þurrir á manninn og fúllyndir i umgengni sinni og þora ekki að ganga aðrar leiðir enn þær, sem alment gerast, vegna þess að þeir óttast dóma annarra og treysta ekki sjálfum sér, þeir geta orðið kátir og skemtilegir eftir góða máltíð þar sem vín er áf borðum, hið sanna eðli þeirra kemur þá fram, og þeir geta þá knýtt þau vináttubönd, sem annars hefðu ver- ið óhugsanleg. Hversu oft er þaðekki að smáir skamtar af áfengi vekja blíð- ar og vinalegar tilfinningar í manns- sálinni; menn fer að langa til að sjá aðra jafn glaða sjálfum sér, og oft verða menn samningafúsari enn ella eftir að hafa neytt dálítils af áfengi. Það góða skap og sú bjarta lífsskoð- un, sem menn geta öðlast um stundvið hæfilega neyslu áfengis, hlýtur að telj- ast ávinningur, þegar unt er að ná þessu án nokkurs skaða fyrir líkamann. En það vil eg taka fram, að þessi ávinn- ingur hvefur og annað verra kemur í staðinn ef einstaklingurinn neytir á- fengisins í óhófi. Það er þá eingöngu til skaða. Á seinni timum hafa menn leitast við að sanna, að áfengisnautn hafi óheilla- vænleg áhrif á afkvcemið. Það á að ¦ýkja kynfrumlurnar. Frönsku liffæra- fræðingarnir Bouin og Chr. Gornier hafa reynt að sanna þetta með því móti, að þeir hafa gagnsýrt hvítar rottur með áfengi. Þeir komust þá að þeirri nið- urstöðu, að það léki fullorðnar kynfruml- ur mjög illa. En að svo miklu leyti sem mér er kunnugt hafa menn ekki leitt neinar sönnur að því, að þessar spiltu (abnorm) kynfrumlur geti af- kvæmi. Ennfremur þarfnast þær staðhæfing- ar mjög svo grandgæfilegra rannsókna, að óhófleg áfengisnautn hafi í fór með sér erfðasjúkdóma, svo sem áfengissýki (alkoholisme) og geðveiki, af því að slíkar erfðakenningar eru gagnstæð- ar sögulegri reynslu. Á fyrri öld- um var drukkið svo mikið í Norðurálfu, að þessar þjóðir væru með öllu liðnar undir lok, ef þessar kenningar væru réttar. 1883 var brennivínsnautn í Noregi ekki minni en 16 lítraráhvern íbúa, þegar reiknað er með 50% af áfengi, þar sem hún var að eins 3,4 lítrar 1901. Eu sú kynslóð, sem fæddist á voru landi frá 1830 til 1850 hefirekki verið haldin neinum áfengissjúkdómi, sem hún heflr fengið að erfðum, og ekki heldur geðveíki né flogaveiki (epi- lepsi), þótt áfengisnautnin væri svo mikil á þeim tímum. Því er víst þannig háttað, að það eru ístöðulitlir menn í skapi, sem verða ofdrykkjumenn. En reynslan »ýnir, að þesskonar ístöðuleysi gengur að erfð uro. Og ef sJíkt skaplyndi er ekki hert og treyst með góðu uppeldi og sjálfsaga, getur ístöðulítill sonur hæg- lega orðið drykkjumaður, hvort sem faðirinn hefir verið drykkjumaður eða ekki. Það er sannanlegt, að veila á geðsmunum gengur að erfðum, eins og flogaveiki, án þess að áfengisnautn þurfi að vera ástæðan til sííks. Eg held því, að erfðunum verði ekki beitt sem röksemdum í áfengisdeilunni. Vér erum fáfróðari um þau efni en svo, að vér getum fullyrt nokkuð um áhrif a'lstórra áfengisskamta, hvað þá heldur um áhrif smáskamta og hóflegrar áfeng- isnautnar, sem vitanlega eru miklu minni. Framh. • Landsbankastjórarnir. í 21. tölubl. Iugólfs ritaði eg grein um núverandi Landsbankastjóra, en en ekkert svar birtist frá þeim, enda er það eftir minni meiningu hið skynsam- legasta er þeir geta gert að haga sér eins og góðu börnin, er þau hafa gert af sér óknyttabrögð, sem sé fela sig og skamm- ast sín i kyrþey. Að vísu. birtist eitthvað sem svar uppá grein mina í Þjóðólfi eftirtíjörn Gíslason; sé það svar þeirra félaga, virðist mér ritháttur og stjórnsemi hvað hæfa öðru. Nu fyrir skömmu hófust Landsbanka- stjórarnir handa með fjárnám hjá mér útaf skuldum við bankann, og nú fyrst vaknar hjá mér hugmynd um tilgang þeirra herra með því að neita mér um að setja tryggingu fyrir sömu víxlum og þeir nú krefjast fjárnáms eftir; sem sé alt bendir til þess að þetta hafl átt að vera einn liður. í hinu dásamlega á- formi bankastjóranna, því að gera mig gjaldþrota mann, fyrst alveg að ástæðu- lausu að svifta mig starfi fyrir bankann eða að gera mér allar framkvæmdir í því starfi ómögulegar, með því sum- part að semja við óviðkomandi menn í fjærveru minni meðan eg var að starfl mínu fyiir bankann. — sem eg álít, þar sem bændur vestra buðu 10,000 kr. borgun en sem bankastjórarnir settu niður í 7000 kr. borgun, hafi bakað bankanum minst 3000 kr. tap. Næsta stig vóru skipin hér á höfninni. Banka- stjórunum var kunnugt um 7000 kr. tilboð í annað skipið, og tóku þeir ekki þannig framfyrir höndur Björns Gisla- sonar. er þeir afhentu okkur skjölin er þeir kliftu neðan af eða létu klippa, að þeir gerðu honnm ófært að koma skip- unum austur, þar sem þeir eftir að hafa svikið orð sín og gerðir við Björn kröfð- ust af honum þeirrar tryggingar, er ekki var uppr. til ætlast. ogeinnigeins og á stóð illfært að ná sér í peninga til vátryggingar skipunum. Bankastjór- arnir gátu ekki búist við því að eg, sem var valinn af hinni eldri stjórn til þessa starfa, gerðist leppur þeirrs, eða horfði rólegur á það að eignir, sem mér var trúað fyrir, yrðu að engu í höndum mínum, og vildi eg taka fyrir það að nokkuð félli á mig út af þeim gjörð- um, er mér vóru þvert um geð, en sem eg þó sem umboðsmaður hefði verið lát- inn bara ábyrgð á. Útaf þessu risu málaferlin. Næsta stig var þvínæst neitun á því að greiða mér umsamda borgun fyrir starfið. Á fundi þeim er bsmkastjórarnir boðuðu mig á í júní áður en eg fór vestur, vóru ekki aðrir en bankastjórnin og eg, sem sé báðir gæslustjórar líka. Þar sem allur ágrein- ingur var jafnaður milli mín og Björns Kristjánssonar, er aðeins vildi fá mig til að ákveða innköllunargjaldið í vissum procentum, varaðist eg ekki að taka skriflegt af stjórn bankans um þetta atriði, enda sent þetta skriflegt til þeirra áður en eg fór vestur, hver mín skil- yrði væru, og munu gæslustjórarnir kannast við að engum úr stjórninni á fundinum hafl þótt það of hátt reikn- að. í máli minu við bankann er mér svo neituð fyrir undirrétinum að leiða gæslustjórana sem vitni. Þegar svo bankastjórarnir neita öllu og alt er gert ómögulegt fyrir mér um upplýs- ingar, gat eg ekkí stuðst við annaðen bréf mitt er eg sendi áður en eg fór, og samkvæmt því tildæmdi undirréttur- inn mér vissa upphæð. En þá var nú yfirrétturinn eftir. Hann fann það út að Björn Kristjánsson hafði um veturinn áður en samningar tókust milli okkar, hótað mér með því að taka fyrir öll viðskifti við mig ef eg héldi fram lög- mætum umboðum af lögmætri stjórn bankans. Málafærslumaður bankans gat ekki rekið augun i þýðinguna, sem lá í þessum orðum, því hann lýsirþautiJ. hæfulaus, og bæjarfógetanum yfirsást þar lika, og þá var ekki undarlegt að mér skyldist sú skynsamlega hugsun

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.