Ingólfur


Ingólfur - 13.12.1911, Blaðsíða 2

Ingólfur - 13.12.1911, Blaðsíða 2
198 INGOLFUR upphæð bauð hr. Brillouin naér. Þótt boðið væri seinna hækkað um 10,000 kr. þá kom það ekkert matinu við, heldur lá það í þeim skilyrðum, sem kaupin áttu að vera bundin, meðal annars sú skuldbinding að ég máttí eigi upp frá því verzla með silfurberg. — í bréfinu til Brillouins skýri ég frá að ég hafi selt silfurbergið, að undau- skildum nálægt 4500 kílógr. D. og A, sem hr. Jobin taldi sama sem einskis virði, fyrir „alt að því þrefalt hærri upphæð en Jobin virti það á“, en sú upphæð var 15 000 kr. fyrir allar birgðirnar. Af þessu getur hver maður aéð, að ég hef fengið minna en þrenn 15,000 kr. fyrir það sem ég seldi. — Þau um 4500 kílógr., sem eftir urðu, eru enn óseld og mjög lítils virði. Auðvitað fékk ég miklu hærra fyrir silfurbergið en hægt hefði verið að fá ef eigi hefði staðið sérstaklega á. En þegar það varð kunnugt, að franska félagið hefði fengið umráð yfir námunni og birgðum atjórnarinnar, steig verðið upp úr öllu hófi. Menn óttuðust að Frakkar mundu ná einokun á allri silfur- bergssölu, »vo að ómögulegt yrði að fá það keypt viðunanlegu verði og vildu því í tima tryggja sér *vo mikið, sem föng voru á, af notanlegu silfurbergi. Kaupmannahöfn 29. nóv. 1911. Þórarinn Túliníus. Sókn og vörn. „ísafold“ (K. í k.) hefir þótst þurfa að gera síuar athugasemdir við um- mæli vor um stjórnmálahorfurnar í aíð- asta blaði. Með venjulegum fimleik sínum hefir blaðinu tekiat að miaskilja ivo að segja alt »em vér sögðum; auk þess er þar sumpart gengið þegjandi framhjá þeim ástæðum, er vér færðum fram, sumpart rángfærð orð vor. K. í k. þykir skrítin aðstaða vor, að oss skuli þykja lík’egt, að næsti ráðherra verði valinn með tilliti til sambands- málsins, vegna þess að vér höfum hald- ið þvi fram, að kosningarnar hafi ekki snúist um það mál. Þetta skýrðum vér annars einmitt’í þeirri sömu greiu, sem K. í. k. er að vitna í; vér segjum þar, að þó sambandsmálið hafi að vísu ekki ráðið kosningaúrslitunum, þá sé það þó eina málið, sem nókkurnvegin greinilega skifti flokkum hér á landi, og þvi þyki Pistlar Ineólfs. Hannes Hafstein. i. Hann á að hafa kallað sig gæfu- mann í gildinu í Bárubúð á dögunum. Mörgum hefir víst flogið líkt 1 hug um hann, en það var samt ágætt að heyra slíkt af vörum sjálfs hans. Svo er um gæfuna, líkt og um auðæfin, að margur hyggur hana tíðan gest í annars garði, þar er hún kemur sjaldan við. En skáld- ið hefir nú fullvissað oss um, að hugboðið skrökvi ekki í þesu efni, og tekið af öll tvímæli. Og þetta er viturlega mælt. Enginn skapar sig sjálfur, hvorki tiifinn- ingar sínar, andlegar gáfur né vilja, styrk hans og stefnur, ekki fremur en hann ræður efnahag foreldra sinna, er hann fæðist, eða fríðleik sinnm oglikamsfeg- urð. En undir þessu öllu er líf vort komið, sæla þess og þrautir. AUt er oss gefið, er gæfa eða ógæfa. Forfeður vorir beittu meira gæfuhugtakinu í hugs- oss líklegt, að tekið verði tillit til þess við ráðherravalið (en ekki t. d. til bann- málsins, eða kosningarréttarins, eða ann- ara mála, sem ekki skifta flobkum eins greinilega). Þessu þegir K. í k. yfir, líklega hefir hann „misskilið“ það, eins og vant er, og svo verður vítanlega lokleysa úr öllu saman; en menn munu ekki kippa sér upp við það, það er ekki ný bóla. „En því segir ráðherrann ekki af sér þegar í stað,“ „hvað dvelur Orminn langa?“ segir blaðið. í sömu greininni sem K. i k. er að reyna að bera sig að setja útá, höfum vér bent á líklegar og fullgildar ástæður til þessa. En K. í k. gengur þegjandi frsmhjá þeim. Yér skulum þá endurtaka þær fyrir hann. Hr. Kr. Jónsson hefir, frá þingræð- issjónarmiði, enga skyldu eða ástæðu til að láta af völdum að afstöðnum kosninguro, vegna þess, að sá flokkur sem aðallega atuddi hann á siðasta þingi, er nú kominn í mikinn meiri hluta. Kosningarnar hafa því als ekki „snú- ist móti stjórninni“, og enn hefir stjórn- inni og stuðningsflokk hennar ekki bor- ið neitt á milli, er geri henni nauðsyn- legt að fara frá völdum þegar í stað. Eanfremur hagar svo til hér í landi, að þingmenn meirihlutsfiokksins geta ekki komið saman til ráðagerða um til- nefningu hins nýja ráðherra fyr en á þingi, og þegar af þeirri ástæðu er því eðlilegt, að ráðherraskifti bíði þings. Alt þetta höfum vér tekið fram í grein þeirri, sem K. í k. er að vitna í, og hefði hann því þar getað fundið svar við öllum spurningum sínum, og sparað sér með þvi allar athugasemdir sínar. Annars virðist það dálítið undarlegtum „ísafold“ að henni skuli nú þykja liggja svo mikið á ráðherraskiftunum — og þó reyndar tæplega undarlegt, því flestir munu vera löngu hættir að undrast allar hinar pólitísku kollhnýsur þess blaðs; en svo langt munum vér, að „ísafold" þótti ekki liggja lífið á, að hr. Björn Jóns- son færi frá völdum, eftir að það var orðið vitanlegt, að hann hafði fengið á móti sér mikinn hluta síns eigin flokks auk andstæðingaflokksins; þá þótti „lsafold“ ekki nema sjálfsagt, að hann biði eftir vantraustsyfirlýsingu; hvað var það, sem dvaldi þann „Orm“? Vér þykjumst mega fullyrða, að hr. Kr. Jónsson muni ekki verða eins þrá- sætinn og fyrirrennari hans; hann hef- ir, eins og áður er sagt, lýst því yfir að hann telji sig einungis bráðabirða- unum sínum og dómum en vér — og leynist mikill vísdómur í því. Fáum íslendingum hefir líflð hlegið eins við og honum, er hann var á unga aldri. Hann Verður kornungur stúdent, eftir því sem titt er um íslendinga. Slíkt er meiri hlunnindi, en islenzkum foreldrum hefir oft verið Ijóst. Hann var góður námsmaður á skólaárunum og kemur út fyrir hafið vel útbúinn-- í andlegnm efnum - og á kost á að soga í sig hugsanir þær, er þá var bar- izt um með útlendum menntaþjóöum, bókmenntir þeirra og listir, — og það á þvi rekinu, er menn eru næmastir á öll áhrif. Hann kom 18 ára til Hafnar, Jónas Hallgrimsson og Þorsteinn Er- lingsson hálfþrítugir. Hann er bráðger — kolbítseðlið bagar ekki, sem dæmin gerast um suma íslendinga, er vakna ekki til hugtunar- og fegurðarlöngunar fyrr en þeir eru komnir yfir tvítugt, hafa þangað til legið aðgerðalausir í öskustónni, dreymandi dægur og daga. Ekkert íslenzkt skáld hefir mér vitan- lega verið eins bráðþroska og hann, nema Kristján Jónsson, en hagur þeirra var ráðherra og mun hann því ekki ætla sér að sita fram í rauða vantraustsyfir- lýsinguna, heldur fara frá þegar í þing- byrjun, ef ráða má af orðum hans á síðasta þingi. Til „Þjóðviljans“. Herra Skúli Thóroddsen! Þér eruð að bera yður að senda mér tóninn í síðasta blaði „Þjóðviljans", með þeirri kurteisi og því prúðmannlega orðbragði, sem yður er lagið. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn, sem þér grípið til þeirra vopna, að bera á mig persónu- lega ýmsan óhróður og rangar sakar- giftir, þegar þér hafið komist í ógöngur og orðið í vandræðnm með að svara mér í deilunni um frægðarför yðar til Rúðuborgar. Eg heti reyndtr ekki orð- ið fyrir þessu einn; þér hafið legið á sama lúalaginu við alla mótstöðumenn yðar í Rúðumálinu: reynt að velta yfir þá alskonar sakargiftum, til að draga athygli manna frá hinni aumkunarlegu framkomu sjálfs yðar. Þetta hefir yður vífct þótt þjóðráð; og þó hefir það ekki tekist betur en svo, að nú fæst varla nokkur maður á landinn til að leggja yður liðsyrði i þessu máli, hvorki þeir, sem þykjast vera fylgismenn yðar, né aðrir. í síðasta blaði „Þjóðviljaas" ætlið þér nú samt enn að nota sama meðalið, og gefið þar í skyn, að ég muni hafa búið til sjálfur þau ummæli um yður, sem ég þýddi um daginn upp úr blaði, sem gefið er út í Rouen, „Journal de Rouen“, og þér bætið því við, að ég geti ekki vænst þess, að þér trúið orðum mínum. Þér hafið aldrei reynt mig að ósannínd- um; þér hefðuð líklega bent á þau, ef þér hefðuð getað; en það hafið þér al- drei gert, heldur sláið þér þes um að- dróttunum að eins fram útíloftið; slíkt t l ég ráðvöndum blaðamönnum ósam- boðið. En nú leyfið þér yður að reneja orð mín. Gott og vel. Ég slcora þá hérmeð á yður, hr. alþingismaður Skúli Thoroddsen, að þér komið inn í af- greiðslustofu Ingólfs, Kirkjustrœti 10, á föstudaginn kemur einliverntíma milli kl. 11 og 12 f. li. Þar skal verða til synis fyrir yður grein sú, er ég þyddi kafla úr og birtist í Ingólfi 29. nóv.þ.á. Þér megið taka með yður 2 vitni ef þér viljið, og túlk, ef þér þykist ekki vera nógu fær í frakkneskri tungu til gagnólíkur að öðru leyti. Mörg skáld vor hafa að vísu byrjað kornung að yrkja, en þau hafa ekki náð slíkum tök* um á hljóðfærinu jafnsnemma og hann. Efnafólk stendur að honum — sultur og kuldi dregur ekki flug úr fjöðrum, sem orðið hefir hlutikifti sumra íslenzkra skálda og gáfumanna. Hann er auga- steinn féUga sinna, yndi og angan allra kvenna. „Allar vildu meyjar með Hann- esi gauga“, hefir, að sögn, mátt kveða um hann. Bjarni Thórarensen hefði mátt öfunda hann af slíku. í einu kvæði sinu ber hann saman fjallablóm í „fáskrýddum" og „graslitl- um reit“ og töðuna, sem á sér „matvæna stöðu“ í túnunum. Blómið hrífur ein- staka sálir með fegurð sinni, en taðan verður „blessuðum kúnum“ að kviðfylli. Skáldið kveðst heldur vilja lifa sem fjallablómið, ef hann væri blómstur. Mér skilst, sem það eigi að verá ímynd listamanna og skálda, en taðan eigi að merkja efnamennina, sem hafa matinn og mammon að aðalmarki lífs síns. Hann hefir átt því happi að hrósa að hrífa aðra með fegurð og fjöri ljóða að skilja greinina — þótt tæplega megi gera ráð fyrir slíku um Rúðuborgaifar- ann fræga. Ef ég hefi sagt ósatt um greinina, megið þér stimpla mig sem ósannindamann, en hafi ég sagt satt, áskil ég mér rétt til að nefna yður því nafni. Ef þér þorið ekki að koma, sam• kvœmt áskorun minni, þá lityt ég að skoða það svo, að þér hafið jafnvel ékki sjálfur trúað aðdróttunum yðar um það, að ég hafi skrökvað upp greininni, og áskil ég mér þá rétt til að telja yður ódreng, auk alls annars. Þér segið, að það séu „tilhæfulaus ósannindi“, að þér hafið gert vart við yður á „Skandinavisk Læseværelse for Sjömænd." Ég trúi ekki þessari yfir- Jýsingu yðar, þar sem ég hefi fyrir mér um þetta orð manns, sem hlýtur að vera það nákunnugt, og enga ástæðu hafði til að skrökva því upp. Ég leyfi mér því að rengja orð yðar og telja þau ósönnuð, gegn frásögn sögumanns mins, meðan þér hafið ekki lýst því yfirund- ir eiðstilboð, að þér hafið ekki gert vart við yður á þessu fyrgreinda „Læsevær- else“. — Líkast yður hefði það auðvit- að verið, ef þér hefðuð lokað yður inni allan tímann á gistihúsinu, og hvergi gert vart við yður, hvorki á „Skandina- visk Læseværelse for Sjömænd“ né ann- arsstaðar; en sem sagt, orð sögumanns mins get ég ekkí rengt að óreyndu. Þá eruð þér að reyna að gera mig tortryggilegan í augum sjómannastétt- arinnar vegna þess, að eg hef sett háðs- merki fyrir aftan klausuna um það, að þér hefðuð hvergi gert opinberlega vart við yður í Rúðu nema á „Skandinav- isk Læseværelse for Sjömænd"; þér ætl- ið að reyna að telja mönnum trú um að í þessu liggi lítilsvirðing við sjó- mannastéttina! Eg minnist ekki að hafa séð jafn ósvífinn útúrsnúning fyr, jafnvel ekki í blaði yðar, „Þjóðviljanum". En þetta er gott sýnishorn þess, hvern- ig þér reynið til aði klóra yfir og draga athyglina frá rataskap yðar og naglaskap. Þér eruð sendur fyrir al- manna fé, til þess að færa Normandi- búum heillaóskir þjóðar vorrar. Yður er boðið til Parísar, en þér álpist til Rúðuborgar; þar hafið þér svo ekki mannrænu í yður til að spyrja uppi hátiðanefndina, sem átti vitanlega að vera fyrsta verk yðar; enginn af þeim, sem við hátíðahöldin voru riðnir, höfðu neinar spurnir af yður, en það var þó vitanlega eini vegurinn til að geta rækt erindi yðar, að gefa sig fram sinna og hlotnast „matvæn staða“ í túni þjóðfélags vors. Berum hann saman við Þorstein Er- lingsson. Hann kemur gamall í latínu- skólann, gamall til háskólans og má þar berjast við fátækt og heilsuleysi. Jafnólik lífskjör skapa ólíkar tilfinn- ingar, ólikar skoðanir, ólíkan skáldskap. Veit eg vel, að upplagið ræður hér miklu. Eu ytri ástæður móta upplagið sjálft, sveigja það og beygja á ýmsa vegu, ekki sízt er skáldin eiga í hlut, svo næm sem þau eru á allt, og hafa þann- ig mikil ábrif á verk þeirra. Ánægjan og lífsgleðin leika sér líka í kvæðum Hannesar, en gremjan, óánægjan og reiðin vonzkast í Þyrnum Þorsteins. II. Flest kvæði hans eru ort um tvítugs- aldur. Hann harmar því ekki horfna æsku í þeim, heldur er það æskan sjálf, sem yrkir þau, æska, sem flest leikur í lyndi. Þær systur, æska og gleði, eru fóstrur ljóða hans. Hann er — „sit venia verbo“ — mestur fjör- kálfur allra íslenzkra skálda.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.