Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 24.06.1913, Blaðsíða 2

Ingólfur - 24.06.1913, Blaðsíða 2
98 INSOLFUR trúna og „íkýringar“ |þær. er þar ræri látnar í té, «vo sem á kraftaverkunum (o: að þau hafl verið og sé „anda- fyrirbrigði“ og þar af leiðandi ekki til- orðin /yrir beinan guðskráft, eins og kriatnir menn hafa verið *vo einfaldir að trúa!). En sannarlega ætti „nýguðfræðingun- nm“ ekki að verða mikið fyrir að bæta þessu við kenningar *ínar, úr þvl þær vantar það til þes* að verða fullkomnar. Nýju guðfræðina, sem nú er kend hér við háskólann prestaefnum þjóðkirkjunn- ar sem hin eina aáluhjálplega trú (ef þá ekki er kentaðölltrúarbrögðaésáluhjálp- leg!), þekkja menn orðið allvel af því, sem lærifeðurnir hafa látið frá sér far*. Má þar einkom nefna: Fyrirleitur séra Frið- riks Bergmanns (í hitteð fyrra), er nefn- ist „Yiðreiinarvon kirkjunnar“; fyrir- lestra þá, er prófessorarnir J. H. og H. N. héldu fyrir almenningi ífyrra; um- ræður á síðuitu prestaatefnu; margt, er birzt hefir í Nýju Kirkjublaði biakupsini, og lok* trúfræðihugleiðingar próf. J. H. hinar frægu í „ísafold". Erþaðnú bert orðið, að „itefna" þessi afneitar ótvíræðum höfuðatriðum kristinnar, ev.- lút. trúar, sem hafa verið, eru og hljóta að vera, svo sem guðdömi Krists, cndur- lausnarverkinu (friðþæingunni), og þá auðvitað trúarjátningaratr: „getinn af heilögum andau, o. s. frv. Hvorttveggja hið síðara leiðirogaðsjálfsögðu af hinufynta. Þarf hér framar vitna við, um hvort þetta ié „rétttrúnaður“ eða ekki? Er nokkrum lifandi manni það dulið, að liyrningarsteinninn undir ekki aðeins hinni eveng.lút. trú, heldur og öllum hinum kristnu trúarhrögðum hefir verið og hly'tur að vera: að Jesús Kristur sé guð (guðsson)! Mvað er hin kristua trú ella? Mannlegt hrófatildur, aem engin sáluhjálparskilyrði hefir framar hinum og þessum bollaleggingum öðrum! Og ef endurlausnina vantar — hver er þá meiningin? Nei, aannarlega er með afneitun þeisara grundvallaratriða ajálfri hinni „kristnu trú“ afneitað, að m. k. eins og hún hefir verið ákvörðuð í hinni ev. lút. kirkju. Það getur engum leymt, er hugmynd hefir um þesia hluti og rétt kann að hugsa. Og ekkert bætir það vitaikuld úr ikák, þótt trúarflokk- ar með ólíkum kenDÍngum hafi kallað og kalli sig allir kristna (en þó varla ev.-lúterska!) — og ekkert er það annað en vandræðafálm, einikisnýtt til varnar í þeaiu efni, er nýguðfræðing- arnir (*br. próf. J. H.) eru að útfylla hin gömlu trúfræði-hugtök með nýjum samsetningi, sem engan veginn getur samþýðst aðalhugsun trúarinnar (ef hún á þá nokkur að vera). Af þesiu, sem sagt hefir verið, þarf nú ekki að ganga gruflandi að því, að „guðfræði" þeasara lærðu manna er komin í bága við trúarrit (játningar- rit) hinnar evangelisk-lútersku kirkju, sem er lögákveðin þjbðkirkja (ríkiskirkja) hér á landi. Þeisi játningarrit ern, samkv. D. og N. L. Kristjáns V., 2. bók 1. kap.: Heilög ritning, postullega trúarjátningin, Niceu-játningin, Athan- asíusar-játningin, Augiborgarjátningin og Fræði Lúters hin minni. Áþessum trúarritum á þjóðkirkjan íslenzka að lögum að byggja kenningar sínar (ibr. Einar Arnórsion: ísl. kirkjuréttar, §§ 6 og 7). AUir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja eitthvað af þessum bókum (eina eða fleiri) og vita nokk- urn veginn deili á innihaldi þeirra (trú- arjátn. kunna t. d. fiestir). Að linni akal því ekki farið útí innihald þeirra nánar, með því að óþarft er og tæki of mikið rúm. Og enginn, þótt almenningimaður sé, getur verið hér í vafa. — y. (síbasti kafli.) Þótt svo sé, að „tilefnið11 til þessara athugasemda hafi verið slettirekuskapur sá hinn óþarfi, er hafður var í frammi úr hóp guðfræðiskennaranna út af hin- um nafntogaða ikopleik — til þess að þeir m. a. yrði þess varir, að þeim, er í glerhúsi búa, er ekki hent að fara í grjótkait —, þá var nú að öðru leyti svo komið, og mælir þeirra svo fleyti- fullur orðinn, að ekki varð þagað leng- ur. Það er alment veliæmi og andlegt siðferði í landinu, sem krefit þesi fyrst og fremst, að alt lé heilt og hreint í opinberu fari þessara manna, er þykj- ast vera (eins og próf. H. N. komst að orði í hinum margnefnda fyrirlestri iín- um) „verndarar hins heilaga“ ! Og ekki aðeins hinum „trúuðu", þeim er ærlega hugsun ala í brjósti, hlýtur að vera ant um þetta, heldur og engu síður þeim, er vantrúaðir kallast (og til þeirra telur sá sig, er þetta ritar). Ekki skal hér rætt um gildi „ný- guðfræðinnar“. Það virðist svo sem hún (líkt og andatrúin) vilji vera hvort- tveggja í senn, trú og vísindi, en hún er í raun réttri eitthvert óskiljaDlegt nilliverk, afneitanir og fullyrðingar, sem engan annan árangur geta haft en trúareyðing og kirkjunpplausn; má það atriði að vísu mörgum á sama standa, þótt forverðir kirkjunnar sjálfir komi því verki í framkvæmd. Sem trú er næsta ólíklegt, að þessi „guðfræði11 geti fnllnægt nokkurri trúþystri sálu — og vísindi er hún heldur ekki (og getur líka ekki verið fremur en annar „á- trúnaður“). Ea nokkrir fávísir menn hafa þegar, að óathuguðu máli, hrópsð upp, að með því að hafa orð á þessum „kenningum" guðfræðisprófeisoranna, væri ráðist á „kenningarfrelsi háskólans“ ! Þetta er hinn herfilegasti misskilningur. Kenn- ingarfrelsi hefir háskólinn að sjálfsögðu, í vísindagreinum sínum; á það kemur vitanlega engum til hngar að ráðast. En bæði er nú það, að guðfræði er í rauninni ekki vísindagrein (trúin heíir sitt gildi á öðrum sviðum), og ivo liggja hér alveg sérstakar ástæður að. Hvað er guðfræðisdeild háikólans? Hún er ékkert annað en þjóðkirkjuprestaskbli. Eagum blandsst hngur um, að presta- skólinn var aðeins uudirbúningsskóli handa preitsefnum þjóðkirkjunnar, áður en hann var innlimaður í háikólann. Og enginn getur andmælt þvi. að kenn- arar prestaskblans, sem eingöngu vóru til þess að undirbúa kennimenn þesiar- ar kirkju, vóru skuldbundnir að kenna evangelisk-lúterakan rétttrúnað. En þegar þá vóru þeir „brotlegir“ orðnir — fluttu sömu kenningar og þeir flytja nú (nýguðfræði og andatrú). Hefir nú eðli og tilgangur prestaskólans breyzt nokk- uð við að flytjast inn í háskólann? Enganveginn! Ennþá er hann tilþess eins að undirbúa kennimenn þjóðkirkj- unnar. Og á meðan hin evang.-lúterska kirkja er hér þjbðkirkja og þess vegna nýtur verndar og er haldið uppi af landinu (ríkinu), samkv. 45. gr. stj.skr., verða þjónar hennar að hlíta þeim grundvallarreglum, er henni eru settar og hún byggist á. Þessa kirkju styrkir landið og enga aðra, og launar embættiimenn hennar; landsstjórninni er því skylt, á meðan svo itanda sakir, að gefa því gætur, að þessi kirkja og kennendur fljtji hin lög- •kipuðu trúarbrögð hennar. Að halda kennimönnum í embættum þeiaarar kirkju, sem þeir eru launaðir til að gegna með ákveðnum skilmálum, eftir að þeir eru uppvíiir orðnir að því að fara með falskenningar og villutrú (mið- að við hinn lögskipaða átrúnað), er ó- tvírœtt stjbrnarskrárbrot af hálfu lands- stjórnarinnar, er varðar ábyrgð, og vitaskuld stbrhneykslanlegt. Sjálfir þeir kennimenn, er slíkt firemja, brjbta þær skyldur, er þeir hafa undirgengist, sem eru m.a.að kenna „guðs orð hreintog ómengað“ o. s. frv. samkæmt trúailær- dómunum (þótt klerkar þjóðkirkjunnar vinui ekki beint „heit“ að því framvegis, samkv. Helgiiiðabókinni nýju frá 1910, sbr. einnig Kirkjur. E. A. bls. 23 og 38). Eru þeir þá afsetningarverðir — og að minsta koiti siðferðislegir af- brotamenn, ef þeir sitja í embættunum eftir sem áður. Það er nú öðru nær en að það hafi verið tilgangurinn, að stofnsetja hér við háskólann almenna „vísinda“-deild í allskonar trúarbrögðum. Guðfræðis- deildin er ennþá aðeins til vegna þjbð- kirkjunnar, eins og sagt hefir verið. Rreinasta viðrini væri það líka, ef guðfræðiskennurunum vœri heimilt að „undirbúau prestaefni þj’oðkirkjunnar með því að kenna þeim, sem hina réttu trú, hvaða átrúnað, er þeim í það og það skiftið félli bezt við (af því að þeir hefði „lesið“ um hann í erleDdum blöð- um)! Þegar takmörkin eru fallin, gætu þeir eins vel farið að kenna ókristin trúarbrögð, Múhameðstrú og Búddhatrú t. d., eins og þau, sem kristin eru að nafni, alt niður að aðventistum og mor- mónum. Og fyrir að flytja slíkar og sömu kenningar, sem ríkið hefði látið kenna þeim (og launað menn til), ætti svo að refsa klerkum þjóðkirkjunnar!! Allir sjá, að annað eins nær ekki nokkurri átt. Euda væri menn þá komnir í óbotnandi kviksendi. Er og slíkt kenningaratferli hvergi látið óátalið, þar sem líkt stendur á og hér. Ea alt öðru máli að gegna, þar sem guð- fræðisdeildir við háskóla eru fullkom- lega óháðar og ekki bunduar við neina ríkiskirkju eða kenningar hennar. — Að vísu er kennurum þessarar þjóð- kirkju-guðfræðiideildar hér rétt að slcýra frá öðrum trúarbrögðum, — en aðeins einn rétttrúnað mega þeir fara með, evangelisk-lúterskan. (Sjá ennfremur Kirkjur. E. A. bli. 23.) Hinir núverandi guðfrœðiskennarar liáskólans eru þar á ofan allir vígðir og hafa unnið prestaheitið, koma við og við fram sem prédikarar í kirkjunum og einn þeirra, próf. H. N., er enn þjbnandi prestur (í Laugarnesi)! — Um sjálfan æðstaprest þj'oðkirkjunnar, biskupinn, er nú sízt af öllu nokkur vafi. Hann er alira skyldastur til þess að hafa hreina ev.-lút. þjóðkirkjutrú; hann fremur hinar helgustu athafnir kirkjunnar og embœttisskylda hans er að hafa eftirlit með rétttrúnaði klerka þeirra, er undir hann eru lettir. Nú er það vitaDlegt, að hann aðhyllist a. m. k. „nýju guðfræðina11 með afneitun- um hennar og öllu tilheyraudi! Á presta- stefnunni á Þingvöllum(1909) kvað hanu einnig, herra biskupinn, (sem er ágæt- ismaður þar fyrir utan) hafa itungið uppá að hafa hér í landinu „játningar- frjálsa þjbðkirkjuu (!!) — er ríkið ætti að halda uppi! Það vár honum óefað gleði-tilhugiun, blessuðum, að vera „höf- uð“ slíkrar kirkjn.------ Svona er nú komið um þjóðkirkjuna íslenzku, sem landið koitar ærnu fé. Galla þess fyrirkomulags á ýmsa lund hafa margir góðir menn séð og viljað afnema hana, þ. e. leysa tengslin. Er það og aýnt, að fult trúfrelsi er ekki i landinu, meðan ein kirkja eða tiltek- in trúarbrögð njóta einkaverndar og styrktar af almannafé. Og þegar nú ljóst er orðið, að svo er um sjálftinni- hald þjóðkirkjunnar — kenningar henn- ar —, sem greint hofir verið — er þá þörf á meiri rotnun? Svo búið má ekki lengur standa. Og aðeins einn vegur leiðir út úr ófæru-ástandinu, sem sé: Fullur skilnaður ríkis og kirkju! Hann verður að koma sem allra fyrst og alþingi í sumar að undirbúa hann með stjórnarskrárbreytingu. Er óskilj- anlegt, að þessir mikilsmegandi menn innan kirkjunnar, sem nú eru guðfræð- iskennarar háskólans, skuli ekki hafa beitt sér fyrir það mál; eu þeir hafa einmitt barist á mbti því. Þótt verið geti, að þeir kunni vel við sig í há- launuðum þjóðkirkjuembættum, þá hefði þó samvizkan átt að bjóða þeim að fylgja fram því máli, er Ieysti þá úr öllum vanda. Utan þjoðkirkjunnar mega þeir kenna og boða þá trú, er þá Ixystir. Að komast út úr henni er beinn vegur til „kenningarfrelsis". En hvort þjbðfélagið (ríkið) finnur þá ástæðu til að halda uppi guðfræði- kenslu, er meira en vafasamt. Því að hvaða trú ætti að kenna, á alþjóðar- koitnað? Eðlilegast er auðvitað, að trúfélögin komi sér upp skólum handa prestum sínum, sem vitanlega stæði, eins og sjálf trúfélögin, UDdir nokkuri konar „tilijón“ landsstjórnarinnar (ivo sem 46. gr. stj.skr. gerir ráð fyrir). Aðeins tvent, „guðfræði" eða trúar- brögðum viðvíkjandi, þarf að kenna við háikólann: Kirlcjusögu og trúarheim- speki, og heyrir hvorttveggja undir heimspékisdeild háskblans-, hið fyrra einn bluti af hinni almennu sögu, hið siðara er ein álma heimspekinnar. Og skylda mætti öll kennimannaefni landsins, í hvaða trúarfiokki sem væri, til þess að nema þær greinir á háskólanum. 0. Sv. Stjórnarfrumyörp 1913. Lítilsháttar breyting á vörutollslög- unum (taka með skepnufóður, umbúðir o. *. frv.), löraul. á tolllög. 1911 (alls konar brjóitsykurteg.). Breyt. á vita- gjaldi (undanþegin skemtiikip og nauð- leitarskip). Um manntalsþingatímann, frá 1915 byrji þau í miðjurn júni (vegna frv. um tekjuskatt og skattanefndir) — Um verðlag, öll landauragjöld reiknuð til peninga. Um jarðamat, jarðir metnar til peningaverðs 10. hvert ár. Um skattanefndir. Tekjuskatt. Fasteigna- skatt. (Alt frá skattanefndinni 1907). Frv. um vatnsveitingar (út af þingsál. 1911). — Breyting á ritsímal. síðaita þing3. — Siglingalög (allmikill bálkur, lagt fyrir síðasta þing). Um sjódóma og réttarfar í ijómálum. — Um ábyrgð- arfélög (út af þingsál. síðasta þings). — Breyt. á lögum um bæjarsjórnarkoining- ar. — Breyt. á 1. um landssjóðslán til prestisetrahúsa. — Um nafnabreyt. og ný býlanöfn, og um ættarnöfn. — Mann- skaðaskýrslur. Um verkfræðing landsins (gerður konungl. embættism. með eftirlsunarétti). — Frumv. um sparisjóði. — Um einka- rétt lögmanna til að flytja mál í Reykja- vik. — Um málflutn.menn við yfirdóm- inn (undirbúning undir það). — Um hagstofu (hagfræðisskrifstofu). — Sérstök eftirlaun handa Sfceingr. Thorst. —Launalögin: laun hreppstjóra; fræðslu- málastjóra; kennaraikólakennara; lands- bókavarðanna og mentaskólakennara, og loks biskupi, landritara, yfirdómara, póstmeistara, landssímaitjóra og lands- verkfræðings. — Landsreikningasam- þykt. Fjáraukalög 1910—11 og 1912 —13, og Fjárlög fyrir árin 1914—15, Á. Stórstúkuþinginu á ísafírði í ár var (á dögunum) koiinn stórtemplar Indriði Einarison skrifatofustjóri.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.