Ingólfur


Ingólfur - 21.12.1914, Blaðsíða 1

Ingólfur - 21.12.1914, Blaðsíða 1
Fátækralöggjöfin. I. [Framh.]. Sú skammsýni sem ráðið hefir giftingarbanni mebal þurfandi manna á íslandi, hefir ekki einungis lagt í rústir æru og velferð þúsunda á þúsundir ofan af saklausu fólki — heldur hefir ranglætisákvæðið valdið afarmiklu um versta félagsböl Islendinga, fólks- fæðina. í þessu efni hefir löggjöf og landsstjórn sýnt alveg dæmalausa og óskiljanlega vanhyggju. Meðan hreppsnefndirnar voru að kaupa fjölskyldur með efnilegum börnum árum saman út úr landinu — var fjölda einstaklinga stíað sundur frá því að stofna heimili oft og einatt með prettum og ofbeldi. Þegar litið er til þess eins, að slíkt athæfi var álitin hyggileg „politik“ fyrir hagsmuni smáþjóðarinnar í stóra landinu, getur maður í rauninni tæplega furðað sig á neinu öðru af þeim ólögum og afglöpum, sem hafa haldist í hendur til þess að kyrkja og bæla niður framfarir þjóðarinnar. Því þetta kærleikslausa og vitsneidda tilræði á móti almúgamönnum í fátæku landi er í rauninni svo alólíkt eðli Islendinga — sem eru svo viljugir lil hjálpar, hverjir við aðra, enda er gestrisni þeirra kunnug víðar en meðal vor sjálfra. Hjá því getur auðvitað ekki farið, svo lengi sem félagsskipun byggist á einstaklingsráðum, að þurfa- menn þjóðarinnar verði að einhverju leyli háðir hinu atmenna valdi og ráðstöfunum. En eins og þegar hefir verið sagt má ekki brjóta á móti mann- úð og þar næst heldur ekki á móti hagsmunum félagsins í viðskiftum almennings við hinn einstaka þurfamann. Nýja fátækralöggjöfin 10. nóv. 1905 fylgir í grundvallarsetning sinni (45. gr). hvorugri þessari reglu í fyrirrúmi fyrir hinni — og er það einkennilegt- og athugavert merki þess, hvernig lög- gjöf vor starfar að réttarbótum. Þar segir að sveita- styrk skuli veita á þann hátt að gæta skuli t einu svo sem rná hagsmuna „fátækrafélagsins og þarfa og velferðar þurfalingsins". — Menn gæti þess vel, að fyrst eru hér taldir hagsmanir félagsins — og mið- ar það fremur i röngu áttina. Mannúðin er ekki annað en heimsreynsla um það að líf, velferð og æra nianns á ekki að metast með peningum í siðuðu félagi. Er það ekki sannarlegt tákn tíma vorra, að í þessu skuli vera stigið aftur á bak frá eldri lög- gjöfum (sbr. reglugerð 8. jan. 1834) sem tekur þó réttilega tillit til hins fátækra fyrst? Þar segir að fátækrastjórnin eigi „umhyggjusamlega að sorgafyrir þvi að skorti hins fátæka frábægist“, og þar er end- urtekið til frekari áherzlu, að það skuli vera á þann hátt, „er mest samsvarar sérhvers þörfum“. Loks er sagt síðast í grundvallarsetningunni frá 1884, að þetta skuli vera þannig, að „sem minst verði sveit- inni til þyngsla“. Enginn efi er á því, að orð eldri löggjafarinnar settu mannúðina i fyrirrúm. — Og hefðu nú nýju lögin sett félagshugsunina i hásæti yfir reglugerð kær- leikans og þá hœrri fyrirhyggju sem felst í lög- máli mannúðarinnar, þá hefði maður þó getað skilið breytinguna frá eldri meginsetningunni — því hér er fult af almennum ákvæðum sem hafa bylt sér frá eldri, betri reglu, þar sem dýpri sjón og löggjafar- vit kom fram. En fátækra löggjöfin frá 1905 er að þessu leyti frábrugðin flestu öðru, sem orðið hefir hér á síð- ustu tímum, þar sem einatt hefir farið svo, að ýmist hefir verið breytt til hins verra, eða látið hefir verið ó- gert það sem gera átti. — Hér er slegið fram ómögu- legri samblöndun tveggja gagnstæðra meginhugsjóna sem eiga að ráða urn hjálp félagsins til þurfandi meðlima sinna. Eg hefi nefnt í fremstu röð mistök íslenzku fá- tækralaganna um rétt þjarfans i heimilstofnuninni. En réttur þjarfans til persónufrelsis um það að velja sér verustað, er einnig freklega troðinn fótum, eftir gildandi lögum, þar sem það er þó óþarfi. Grund- vallarstefna lagauna 1905 greiðir fyrir þessu rang- íæti með því að nefna „hagsmuni fátœkrafélags- insu í stað þess að hafa hliðsjón af þörfum þjóðfé- lagsins í heild sinni. Uppruni þessa þröngsýna á- kvæðis er auðvitað orðið „sveit“ í reglugerðinni 1834. Nýja löggjöfin hefir ekki getað náð þeirri hærri, við- ari sjón, að byggja á hagsmunum landsmanna í heild sinni. Enda er þá og hægra fyrir þröngsýna hreppa- pólitík að vinna íslandi öllu tjón við ráðstafanir sín- ar gegn þurfalingum. Flutning þjarfa ftá einu sveitafélagi til ann- annars hefir lengi verið hrópandi ranglæti bceði á móti mannúðarreglunn og hagsmunum þjóðarinnar. — Það ranglæti og tjón, sem leitt hefir hér á landi af reglunni um „unninn hrepp“ er meira en talið verður með tölum. Ástæðan til þess að ekki hefir verið ráðin bót á þessu í fátækra löggjöfinni opin- berar sig einmitt í áðurnefndum meginsetningum bæði eldri og nýrri löggjafar — þar sem hreppapólitíkinni er svo að segja rudd braut og sett það takmark, að amast við fátæklingum öllu landinu til ómetan- legs skaða. Hér á landi virðist þó einmitt haga vel til fyrir þá meginsetning, að hinir fátæku skuli aðallega álítast þurfamenn þjóðfélagsins. Öllum kemur saman um það, að sú regla væri í sjálfu sér æskilegust, bæði vegna hins fátæka sjálfs og félagsins, með því að þá sparaðist kostnaður, fyrirhöfn og óþægindi við bar- áttu sveitanna sín á milli um þjarfana og lífsvið- hald þeirra. En það eru einkum tvær mótbárur, sem alment eru settar upp á móti þjóðarframfærslunni. — Önn- ur er sú, að þjarfinn mundi þá ekki verða háður jafnríku eftirliti, ef eiginhagsmunir sveitarstjórnarinn- ar sjálfrar kæmu ekki fram með öllu sínu afli, held- ur að eins sem lítið brot af heildinni —og hin mót- báran er sú, að þá mundi fátæklingunum ekki þykja jafnmikil minkun að þiggja styrk og mundu þá vinna slælegar sjálfum sér til hjálpar. Hvorttveggja af þessu tvennu getur með öllum rétti tekist til greina í fjöl- bygðu, stóru og ríku þjóðfélagi. Þar mundi eflaust verða fljótlega litið á slíka hjálp frá þjóðarheildinni sem nokkurskonar skylduskatt af almennu fé. Og þar mundi staðlega eftirlitið verða eins og hverfandi lítið brot — gagnvart öllu valdsvæði félagsins; — hagsmunahvöt fátækrastjórnarinnar mundi verða sama sem engin á móts við öll fjárframlög félagsins til þjarfanna. Þrátt fyrir þetta gerir sú stefna nú samt meir og meir vart við sig í Norðurálfunni, að láta félagsheildina bera byrðina af þurfamönnum, enda gengur jafnaðarmenskan hröðum skerfum í þá áttina. En hér á landi virðist flest mæla með því að láta meginsetninguna um þjóðarhagsmunina koma fram í fátækralöggjöfinni ncest á eftir kröfu mannúðar- innar. Frh. Einar Benediktsson. Dansk-íslenzka deilan í útlendum folöðum. Eagnar Lundborg ritar í blað sitt Karlskrona Tidningen 9. þ. m. ítarlega grein um ríkiiráðsfundinn í Khöfn 30. f. m. Skýrir hann frá umræðum þeim, •em þar fóru fram og málatað beggja aðilja. Niðurlag greinar han» er á þeaia leið: „Eftir því að dæma, »em gerðist á aukaþinginu í sumar »em leið, og íilenzk- um blaðagreinum allra flokka, eru eng- ar líkur til, að konungur fái íslenzkan ráðherra, er aðhyllist þann grundvöll, ■em konungur bygði hér á, nema þá ef til vill starfiráðherra til bráðabirgða, »em engin afakifti heflr af atjórnmála- deilum. Miiklíðin með Dönum og í»- lendingum hefir því orðið ákveðnari en nokkru sinni áður. Sum dönsku blöðin leitaat við að »kjóta skuldinni á ísland. Eu ef litið er með öllu hlutdrægni»Iau»t á málið, þá dylat ekki, að í»land og ráðherra þess hafa komið fram með gætni og hyggindum og lofaverðri til- hliðrunaraemi, þar sem Danmörk heflr tvimælalauat reynt að haía hönd í hagga um mál, Bem í«land á eitt rétt á að ráða til lykta. Sumutn dönaku blaðanna heflr orðið mjög hverft við, svo að þau ræða nú bert og orðskviðalau»t um það, að til akilnaðar geti komið milli íslanda og Danmerkur og halda því fram, að ís- land varpi sér þá í fang Noregi eða undir brezka vernd. Hvorugt af þe»su kemur til mála, þótt nú kynni að draga tií skilnaðar. íaland er vel verndað »akir legu sinn* ar, og hefir auk þesa aldrei sýnt neina tilhneiging til þess að vera í ríkjasam- bandi við þeaai lönd. ísland væri og allra bezt aett til þess að komast hjá flækjum meðai þjóðauna með því að vera frjálst riki án nokkura stjórnarbanda- laga við önnur ríki. Annars er rétt að benda á, að það er Danmörk og dönaku blöðin, sem nú tala um akilnaðinn. í»- land sjálft hefir ávalt aýnt hollustu og bygt á gildandi rétti og atjórnakipuleg- um lagagrundvelli. Það eitt er augljóst, að skipa verður málunum milli þessara beggja sambands- ríkja. Það getur orðið, ef bráðum verð- ur farið að fjalla um málin milli Dan- merkur og í»land», á þann hátt að aam- hugur konuuga og ialenzku þjóðarinnar byggi»t framvegi* á skýrum grundvelli, eins og Sigurður Eggerz ráðherra taldi með réttu æ»kilegaat.“ íslenzkir botnvörpungar í Eng- landi. Á fimtudagamorguninn barat Elíaai Ste.ámsyni svofelt »keyti frá um- boðamanni sínum í Fieetwod: Njörður er tekinn í Stornoway af hinu brezka hervaldi. Vér munum leit- ast fyrir að fá skipinu slept, Út af þeasari fregn gerðiat mikill orðaaveimur hér í bænum; hugðu sum- ir, að Danir mundu nú komrir í ófrið* inn, og því hefði skipið verið tekið. En sem betur fór var það lauat látið aftur, eftir því »em nýrra »keyti hermir, og fekk að fara leiðar ainnar til Fleetwood. Þangað komuat og hin botnvörpuskipin ialeDzku heilu og höldau. Líklega hefir „Njörður“ verið rannsakaður vegna þeas, að Bretar þykjast hafa orðið þeaa vís- ari, að norak og dönak skip hafl aáð aprengiduflum í námunda við Eugland að undirlagi Þjóðverja. Hafa Bretar Z Z iKraóiiFUB. kemur út að minsta kosti einu sinni ± i viku, á sunnudögum. i Árgangurinn kostar 3 kr,,erlend. X is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstj.: Benedikt Sveinsson, Skólavörðustig 11 A. Talsimi 346. Afgreiðsla og innheimta á Lauga- veg 4. Talsimi 133, IHHHHH+tH-H-H-H+W því lagt hald á nokkur dötisk og norak skip. Úr Norður-ÞIngeyjarsýslu er ritað 23. f. m.: Veðrátta má heita öndvegi«-góð. Sujó- aði þó dálítið á dögunum og frost þá allmikið, mest 14 stig. Eiundanfarna daga hafa verið hlákur og bezta veður. Fullorðnu fé heflr ekki verið gefið enn. Er það ólíkt eða í fyrra, enda veitti ekki af. — Fénaður mun hafa fækkað bjá fleatum, en þó vonum minna, því að verðlag var enn gott í haust, en fé rýrara en í fyrra.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.