Ísafjarðarpóstur - 29.01.1908, Page 2
2
ISAFJARÐAR-POSTUR.
1. tbl.
35—40,000 kr. Oss ttnst, að slík ákvæði burfi að
minsta kosti borgaralegs samkomulags, Það er
óvíst, að minsta kosti er engin sönnun fyrir því,
að þessi skólaskyldulög síðasta alþingis geti orðið
hér „praxis“ í hinni næstu íramtíð. Vér þekkjum
til þess að mörgum ísfirðingum er svo varið, að
þeir munu heldur kjósa að yflrgefa bæjaróréttindi
sín og jafnvel landið heldur en að láta kúga sig
til þess, sem þeim er mest á móti skapi. Það
hlýtur að eima dálítið eftir af iyndiseinkunn for'
feðra vorra, landnámsmannanna, er jafnvel yflrgáfu
óðul sin og landsvist, heldur en að láta kúga sig
til undirgefni. Þeim var sjálfstæðið alt fyrir öllu.
Tér íslendingar erum seinfara, og það er langt frá
því, að við þorum aö gera jafnháar sjálfstæðis-
kröfur og nágrannaþjóðir vorar, en fari bæjarstjórn
irnar því fram, sem þær virðast vera byrjaðar á, að
kalla ekki saman borgarafundi þegar um maiga
tugi þúsunda ér að ræða, þá er kættara við, að
bæjarfélögin tapi en græði á slíku einræði, eftir
því sem nú er talað um frelsi og mannréttindi í
hveiju blaði.
Ég vil ekki skoða það sem skriffínsku eður
hlægiiegan orðaleik, sem bæjarstjómin gjörir (meiri
hlutinn), en hún þyrfti að gæta að því, að við
borgararnii- höfum liðið «vo lengi ofdirsku hennar,
að hér eftir mun hlaö vort reyna að sýna fram
á það, að hún (bœjarstjórnin) hefir að eins úr-
skurðarvald í smámálum, en frekara getur hún
ekki gert án borgaranna samþykkis.
Éað er ekki vor skoðun, að þjóðinni sé að
fara aítur í sjálfstæðislegu tiiliti, síður en svö
vér erum þess fullvissir, að manndáð, drengskapur
og framþróun þjóðarinnar tekur árlega stórum
framförum, en sem nú á stendur, á þessum tíma>
mótum, þegar þjóðin er að spyrnast í og reyna að
brjóta af sér gömiu fjötrana, þá þarf ekki neitt að
undra sig á því, þótt. mörgum mentunarlitlum al.
þýðumönnum hafl getað orííð á, að mynda sér
skoðun eftir því sem glæsilegustustu stórbroddar
bæjaríélagsins halda fram og mæla með, þrátt fyrir
hið litla verðmæti þeirra. Reynsla* hefir líka
löngum sýnt, að hinar eigingjörnu hvatir þessara
svo kölluðu mentuðu einstaklinga ráða oft lögum
og iofum, því allur fjöldinn af alþýðumönnum, sem
enga skólamentun hefir fengið eða annarar tilsagn.
ar notið, verður hrifinn af mælsku og ©iðgöfgi
þessara herra. Éetta má ekki iengur eiga sér stsð
við verðum að fá þessu breytt. Meðan mentunar'
þroski þjóðarinnar er á lágu stigl, þá er mest við
því að búast, að mikill hluti hinna fáfróðu alþýðu*
manna fylgist með án þess að geta gjört sér neina
ljósa grein fyrir skoðun sinni, að minsta kosti ekki
að öliu leyti.
En mentun, — hún getur orðið dýr, og eftir
þessu skólaskyldulaga „systemi“ (reglu), þá er mest
við þvi að búast, að það muni verða fáir, sem
vilja nota skólann, nema að eins þeir, sem ekkert
geta flúið. Éað eiu t. d. margir prívat barna«
kensluskólar í bænum, og það er orðið sýnt og
sannað, að í minsta lagi einn af þeim hefir fengið
jafnmikla viðurkenningu hjá borgurunum og hinn
hálaunaði bamaskóli, eða jafnvel betri hjá þeim;
sem báða hafa reynt. Það er leiðinlnlegt að
heyra utan að sér: „Ekki vil ég senda barnið
mitt í skólann, en ég bið hana Karítas fyrir það í
vetur, — þar verða framfarir þess mikið
meira!“ Það er undarlegt, að slíkar raddir skuli
heyrast og beiast. Ég þekki ekki skólann og ekki
þessa Karítas að neinu leytí, en ég spyr, hvernig
því sé varið, að þessi skólaskyldulög geti fyrirbygt
þafi, að góður, ,praktíserandi‘ kennari verði að tapa
stöðu sinni og atvinnu. Éað er leiðinlegt að heyra
slíkt, en ég gef þessar raddir frá mér og hlusta
skki eftir því, *em ég heyri í daglega lífinu, það
er utan við málið. Ég vil halda mér við ástæði
nrnar, og það sem ég eiginlega er að reyna að
skýra fyrir borgurunum, er skólabyggingin og henm
ar aíeiðingar.
Yér höfum heyrt, að einn af hinum álitlegi
legustu „fag“-mönnum bæjarins hafi verið fenginn
og launaður af bæjarstjórninni til þess að gera
teikningu yfir hina stóru viðbyggingu við barna-
skólann, og hefir hann nú að sögn lokið starfi
sínu á þann hátt, að hann hefir sent svo kallaða
grunn-teikning sem lít.ið er hægt að byggja á, til
eftirsjónar, og er þan meira en leyfilegt, þegar
um slíkar byggingar er að ræða.
Vér höfum gegnum heimildarmenn vora fengið
ástæðu til þess að skoða teikninguna og er hún svo
óáreiðanleg í alla staði að vér mundum geta álitið
það flónshátt að gjöra boð í það að byggjá hús
með svo ófullnægjandi upplýsingum, en bæjarfógeti
hefir sett í blaðið Vestra tilboðs'auglýsingu og viljum
vér hér setja hana orðrétta til fróðleiks og skemt*
unar fyrir þá sem hafa áhuga á bœjarmálum.