Ísafjarðarpóstur - 29.01.1908, Page 3
1. bl.
ÍSAFJARÐAR-PÓSTUR
3
Skólabygging.
Þeir, sem vilja taka að sér, að bjggja skólahús 28X14
-j-46Xl3 al. fyrir ísafjarðarkaupstað, komi með tilboð sín
fyrir 4. febrúar þ. á. til undirritaðs. sera gefur allar nánari
upplýsingar. — Bæjarfógetinn á Isafirði. Magnús Torfasc n.
Þessi auglýsing bæjarfógeta sýn;r það, að hann
er enginn fagmaður, þegar um byggingar er að ræða,
þar sem hann þykist geta gefið fullnægjandi upp;
lýsingarmeð þessari ófullkomnu grunnteikningu. Það
er reyndar tekið fram í litlu fyigiblaði, þó mjög
ónákvæmt. hverskonar sverleik þurfi til grindárinnar,
ekki sýnd binding, eður neitt, sem hlýtur að varða
mikiu, en talað er þar um, að hafa járnbita, sem ekki
má skakka á um eina iínu, og er það því eftir
tektarvert, að teiknarinn hefir að líkindum sjálfur
einhverja samskonar ónotaða, sem hann þarf að
selja og koma i peningail Og teljum vér vist, að
hann með þessum óvanalega nákvæmleika búist við
því, að hann verði maðurinn, sem fái verkið, og á
þann hátt geti seit afgang sinn, enda er oss sama
hver nýtur þess, þegar til kemur, — það er aðal
spursmálið og hefir mesta þýðinguna, að fá sem
nákvæmasta teikningu yfir húsið, enda sé tekið fram
um Yiðargæði, því þótt sverleiki sé nefndur á tré<
tegundum á það ekki saman nema nafnið, hvers
efnis það er að varanleika, — og bjóða það svo
upp til undirboðs til hvers þess, sem vildi taka það
að sér fyrir lægst ákveðið verð, og það kemur ekki
málinu við, hvort >að er fagmaður eða ekki, sem
setur sig fyrir bygginguna, að eins, að vel sé frá
húsinu gengið, og útlektarmeDnir telji verkið gott
og gilt.
Þegar um opinberar byggingar eða kostnað er
að ræða, þá liggur mest á því, |að engin persónuleg
velvild eða óvild geti haft áhrif á þá stjórn, sem
stendur fyrir þessu fyrirtæki. Það þarf að eins að
vera hagnaðarleg sérþekking og skoðun, sem þarf
að ráða úrslitum í þessu máli hjá skólanefndinui,
eða þeim, sem afgjöra þetta mál;verðurað athuga
það nákvæmlega, þvi að þetta eru orðin lög, sem
þingið hefir samþykt (o: skólaskyldulögin). Þarf því
áð gæta þess, að engin hagnaðarhugsjón vissra vina
skólastjórnarinnar, sem ekki eru rótthserri en aðrir
að sækja um þessa atvinnu, og sízt persónulegt fylgi
við vissa uppsleikjendur, sem er ósæmandi, eigi
sér stað.
Vér viljum þvi leggja það til, að skólamálinu
verði frestað til betra undirbúnings, og ég áiít
heppilegra, að ieitað verði samkomulags við borgar.
ana áður en verkið er hafið, enda virðist engin
ástæða til að fiýta þ v í.
Það er gamall málsháttur, sem segir: „Vel
byrjað verk er hálfLnnið," og sá hefir löngum ræzt.
Samtal sjómanna,
A: Þai- er nú þessu langdregna „Helmings“>
máli ti) iykta leitt, og nú hafa gjörðarmennirnir
uppkveðið þann dóm, sem lengi mun í minnum
hafður.
B: Þeir áttu úr vöndu að ráða, veslings.
mennirnir, þar sem Bátaábyrgðarfélpgið hafðí áður
brotið lög, og þeir hafa haldið sem svo, að það,
sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist
það.
A: Talaðu varlega, kunningi. Þetta eru mér
nýjar fréttir, og ég vildi óska mér frekari skýringa,
ef þú hefir þær til.
B: Já, það, sem ég átti við, var það, að
mótorinn „Kristján" frá Hnífsdal var bættur ólög'
lega. Auðvitað neitaði stjórn Bátaábyrgðarfélagsins.
að borga. En veiztu hvað stjórninni hugkvæmdist
þá? Pað var þessi makalausa aðferð, að leiða
úrskurðarvaldið yfir í ÚtgerðarmaDnafélagið og láta
það ganga til atkvæða um, hvort borga skyldi eða
ekki. Þar var samþykt að borga. En um atkvæði
í því félagi er það að segja, að sumir hafa mörg,
en nokkrir að eins eitt. Og það ætti þér ekki að
vera ofvaxið að skilja, hvernig fer, þegar þar bætist
við, að fundir eru ekki betur sóttir, en venja er til
hór, að það má jafnan þykja gott, þegar það verður
fundarfært, og þegar um slík mál er að ræða, mæta
hinir „interessuðu" fram ineð atkvæðum sínum.
A: Þar hefir þeim gengið til þessi samtaka-
ábyrgð, sem útvegsmenti standaí gagnvart félaginu,.
og það er þó sannarlega „liberalt".
B: En gáðu að því, maður, að þetta tiltæki
getur orðið félaginu óbætanlegt tjón. Ég gjöri út
mótorbáta í stórum stíl á meðan blessað landssjóðsv
tiilagið hrekkur og íæ marga skeili, bæði viljandi-
og óviljandi. Ég er meðlimur Útgerðarmannafó*-
lagsins og hefi ult að 10 atkvæðum sjáifur, og þá
er illa áhaldið, geti ég ekki náð mínu máli iram.
Og þ#gar félagið er að þrotum komið, þá er sjálf
sagt að segja alveg skilið við það.