Ísfirðingur - 09.09.1898, Side 1

Ísfirðingur - 09.09.1898, Side 1
Blaðið hefur enga fasta áskrifendur. Hvert nr. kostar 5 aur., er borgist við móttöku. ISFIRÐINGUR Eigandi: Málfundafélagið >VÍSIR< Blaðið flytur augl. um bæinn og grend- ina fyrir 50 a. hvern þuml. dálks. Af- sláttur, ef oft er auglýst hið sama. Lár. Nrí ÍS AFJÖEÐUE 9. septerabermán. Ritstj.: J. FRIMANN Prentsm. St. Runólfssonar 1898. Lof’ mér inn! —:o:— Ungnr er ég, ekki stór, út verð samt að fara’ á kreik. Margur knárri fyrri fór að framast ögn í hildarleik, því komi að mér kappaval ég kvíði fyrir, drottinn minn! Best ég hygg að sitja í sal lijá svanna blíðum, — lof’ mér inn! >ísfirðingur«, orku smár, •er mitt heiti, lítið get; enginn feldi yfir tár af ást til mín, þá skírast lét, því vottar engir voru við ■og vígður enginn klerkurinn, hafnað því var hölda-sið, en — hérna kem ég!— lof’ mér inn! Lítill er ég ljúfa mær lát það ekki fá á þig, — ef að kossinn ungrar fær mun oftast strákur herða sig — nú vex ég bráðum, vertu góð, ég vermi >máske< rjóða kinn. En lítt’ á úti lengi stóð. og — lof’ mér nú að koma inn! »ÍSFIRÐINGUR« heitir þetta litla blað, eem nú hefur göngu sina i fyrsta sinni. Er hann einkum ætlaður ísfirðingum og uærsveitamönnum. Mun hann því einkum fjalla um bæjarmál og annað það, er hon- um þykir þörf að minnast á, og ekki fara í launkofa með það, er lýðum þarf að vera ljóst. Ým8ir hafa talað um, að þörf væri á svona löguðu blaði, ekki síst fyrir þá sök, að »Haukur< og »Þjóðv. ungi« vilja ó- gjarnan sinna smámálum og svo kallaðri hreppapólitík. »Haukur« er, eins og kunn- ugt er, sögu- og fræði-blað, sem álítur sér óskylt mál annað en það, sem grípnr bein- línis inn í verkahring hans. »Þjóðv. ungi«, sem einkum leggur stund á stór-pólitík landsins, þykir aftur á móti einrænn, sjálfum sjer bestur og eigi við allra hæfl. »ÍSFIRÐINGUR« gerir ekki ráð fyrir nokkurri ákveðinni blaðatölu yflr árið, enda er hver sjálfráður um það, hvort hann vill kaupa 1 eða fleiri nr. Megin reglan er, að hvert nr. borgist við móttöku. Verði »ísfirðing« vel fagnað, sem vænta má, í svo fjölmennum bæ, þá mun hann láta sjá sig oftar en ella. Svo býst hann og við góðum viðtökum hjá nágrönnunum, þó lítill sé og ekki mikill fyrir sér. Að svo mæltu felur »ísflrðingur« frjáls- um og óháðum kaupeadum framtið sína, og óskar að góðum mönnum og réttsýnum megi jafnan vel farnast. „Dropinn holar steininn“. Það hefur oft verið brýnt fyrir mönn- um, hve samtök góðra manna séu nauð- sýnleg til þess að fá gagnlegu málefni

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/191

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.